Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 26
7 z 3 V sT~ Z ? V V / T~ JO ii 12 IX /1 /3 T~ )SÍ 13 'Y' V Z J(o T- /? v /? 18 1$ ao e V w If- 1f ? )ú 7J~ %> 22. / 10 í) 2? 23 1 ? $ Ý V )(T 2J zz <?> d JS V V lO & 20 y Zl T )0 ? / )(o r v lY zl J s? ) )b /? ? V ? X* 1 18 JiT 13 21 7 z 2* ? 10 V Z<7 10 30 zé V 13 1S V- ? /3 js- 2o J 18 10 13 Vc V J / o 15 20 /o j3 y Z 29- ? 10 ¥ 13 U /T ? V YT z J ¥ 3/ /5“ ir 25 jsr ¥ * 24 V i X vt ÍL )S 1% y Z'S lo 1 b rn <p ? Y~ n /3 ¥ /? Ý i ir /£T io 15 £ % JJL V z f s? 3í 17 ir IV AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞ/EÖ Krossgáta Nr. 71 Setjiö rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á kaupstað. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla6, Reykjavík, merkt: „Krossgátanr. 71 Skilafresturer þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. H- )3 23 21 25 )D 5 3 ? Lausnarorð úr krossgátu nr. 68 var Bólstaður. Dregið var úr réttum Verðlaun fyrir krossgátu nr. 71 lausnum, og upp kom nafn Herborgar Gestsdóttur, Framnesvegi 40, eru ritgerðasafnið Ræður og riss Reykjavík. Hún fær senda bókina Skriftamál uppgjafaprests eftir eftirSverri Kristjánsson, sem Mál Gunnar Benediktsson. og menning gaf út 1962. FJOLSKYLDAN SIGTRYGGUR JÓNSSON MATU ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR Kryddlegið fjallalamb Nú auglýsa þeir útsölu á fjalla- lambinu. Þessi uppskrift er fyrir stórt læri, sem má reyndar líka vera af fullvaxinni kind. Best er að úrbeina lærið, svo auðveldara verði að skera það niður í fallegar sneiðar. Látið lær- ið þiðna og skerið síðan lærlegg- inn og liðbeinið burtu. Látrið neðri legginn halda sér. Saumið sárið saman með garni og rúllu- pylsunál. Kjötið verður drýgra með þessu móti, og eitt stórt læri á að duga fyrir 8-10 manns. í kryddlöginn fara eftirtalin efni: 1 rauðvínsflaska, 2fl. pilsner, 1 dl edik, 1 dl. salatolía, graslaukur eða blaðlaukur, 2 gulrætur, nokkur lárviðarlauf, salt, pipar- korn. Leggið lærið í djúpt fat eða skúffu ásamt 2 niðurskornum gulrótum, niðurskornum lauk, nokkrum lárviðarlaufum, timj- an, salti og nokkrum heilum pip- arkornum. Ef vill má setja fleiri kryddtegundir, t.d. rósmarín. Hellið leginum yfir lærið og bætið vatni útí þar til flýtur yfir og látið liggja í 1-2 sólarhringa á köldum stað. Síðan er lærið steikt í ofni á venjulegan hátt í um það bil 2 klst. eða þar til það er meirt. Gott er að leggja nokkrar beikonsneiðar yfir lærið í ofnin- um og steikja þær með. Ausið mjólk eða rjómablöndu nokkr- um sinnum yfir lærið meðan á steikingu stendur. Búið til sósu, t,d, uppbakaða úr steikarsoðinu, en einnig má nota kjötkraft. Gott er að bragð- bæta hana með rjóma. berið svo brúnaðar kartöflur, grænmeti og hrásalat með kjötinu. Meira um ást í síðustu grein minni fjallaði ég nokkuð um það hvernig margir eru óöruggir varðandi hugtakið ást. Nú langar mig að fjalla svo- lítið um hvernig við getum sýnt og móttekið ást. Það þýðir þó ekki að um sé að ræða hina einu sönnu leið til þess arna, heldur fyrst og fremst ákveðin dæmi út frá þeim forsendum, sem við ætt- um að ganga. Hugtakið ást er mjög óskil- greint og nánast undir hverjum og einum komið hvernig hann skilgreinir það. Það, sem ég hins vegar hef verið að bregðast við, er að þegar við ruglum því saman við hugtök eins og virðing, undir- gefni, fórn, að hugsa meira um aðra en sjálfan sig, að líta upp til og fleira í þeim dúr, getur ást okkar komið niður á okkur sjálf- um og leiðir ekki til aukins þroska og styrks okkar sjálfra. Undirstaða þess að sýna ást og fá eitthvað út úr því sjálfur er að sýna hana eins og mann langar til sjálfan og að útkoman verði vel- líðan fyrir mann sjálfan. Við ger- um marga hluti til þess að sýna ást. við föðmum hinn aðilann, kyssum hann, gerum eitthvað fyrir hann, gefum honum eða henni gjafir eða blóm, gefum okkur á vald honum eða henni o.s.frv. Allt þetta er hægt að gera með þrennu móti eða á þrennum forsendum. Við getum gert þetta vegna þess að það er skynsamlegt í merkingunni að þetta er það sem sagt er að flestir geri til að sýna ást og því geri ég það. Við getum gert þetta vegna þess að við vitum að þetta er það sem hinn aðilann langar til að við ger- um og því ætti hann að gera þessa hluti gagnvart okkur ef við höfum gert þetta fyrir hann. Að lokum getum við gert þetta vegna þess að okkur langar sjálf til að gera þetta, án allra kvaða. í sjálfu sér er ekkert því til fyrirstöðu að gera þessa hluti með allar þrjár for- sendurnar í huga, ef sú seinasta er örugglega til staðar. Ef við göngum eingöngu út frá fyrstu forsendunni, gefum við ekkert af okkur, bindumst ekki hinum aðilanum sterkum til- finningaböndum og gerum held- ur engar kröfur um að hann bind- ist okkur. Afleiðingin verður sú að við verðum tilfinningalega einmana. Við höfum engan til að leita til í vanlíðan og erfiðleikum. Ef við göngum eingöngu út frá forsendu tvö, er um að ræða ein- stakling sem, eins og segir í bókartitli, elskar of mikið. Þ.e. hann fórnar sinni eigin löngun og sínum eigin tilfinningum fyrir hinn aðilann í von um að fá eitthvað á móti. Það gerum við hins vegar sjaldan og þá verður niðurstaðan vonbrigði, efa- semdir um eigið ágæti og stöðug- ar ásakanir á hinn aðilann um að hann sýni ekki ást á móti þeirri sem hann fær. Algengt er einnig að þeir, sem fara eingöngu eftir þessari forsendu, verði, eða hafi innri kröfu á sjálfa sig um, að verða fyrri til. Ef hinn aðilinn segir að sig langi t.d. í blóm, lítur hann svo á að hann hafi brugðist í að vita hvernig hann eigi að sýna ást og geti ekki gert það fyrr en nægilega langur tími er liðinn til þess að öruggt sé, að ekki sé um viðbrögð við væntingum hins að ræða, heldur algjörlega eigið frumkvæði. Ef við göngum út frá síðustu forsendunni, föðmum við þegar okkur langar til, kyssum þegar okkur langar til, gefum gjafir þegar okkur langar til og jafnvel þegar beðið hefur verið um það, ef við finnum að okkur langar til þess. Það er ekki verið að setja út á okkur, heldur einungis verið að segja okkur frá væntingum, sem við getum uppfyllt, langi okkur til þess. Þá gefum við gjafir út frá spurningunni: „Hvað langar mig að gefa viðkomandi”, en ekki einungis út frá spurningunni: „Hvað langar viðkomandi til að ég gefi honum/henni”. Fyrri spurningin gerir okkur miklu auðveldar fyrir, á meðan sú seinni gerir kröfur um hugsana- lestur, eða mikla eftirtekt eftir yfirlýstum löngunum hins aðilans í þrjá mánuði fyrir jól og afmæli. Vitanlega reynum við ekki að gefa gjafir, sem hinum líkar ekki við, en ef það gerist, er ekki um okkar mistök að ræða, heldur er hinn aðilinn að sinna sínum eigin þörfum. Þannig getum við líka sagt frá því hvort okkur líkar ekki gjafir til okkar án þess að við séum að setja út á gefandann. Alltof margir gera slíkt ekki af ótta við að styggja gefandann. Til þess að geta gert kröfur um ást er einnig nauðsynlegt að fara eftir síðustu forsendunni. Ef við förum eftir fyrstu forsendunni og gefum ekkert af okkur getum við ekki og viljum heldur ekki gera kröfur um ást, sem felur í sér að við nálgumst aðra tilfinninga- lega. Ef við förum eftir forsendu nr. tvö, finnst okkur við ekki eiga rétt á að gera kröfur um ást nema okkur hafi tekist að uppfylla ó- sagðar væntingar hins aðilans, verðum óörugg um hvenær það hefur tekist og gerum því kröfur um að hinn aðilinn geti lesið úr huga okkar þarfir okkar. Það eru miklar kröfur og tekst sjaldnast eins og ég hef áður sagt. Ef við hins vegar förum eftir okkar eigin löngun og stefnum að eigin vel- líðan, er ekkert sjálfsagðara en að gera kröfur um ást, þegar við þurfum á henni að halda. Þeir sem hafa áhuga á að fræðast um eitthvert ákveðið efni varðandi fjölsky Iduna geta skrifað. Merkið umslagið: Fjölskyldan; Nýtt Helgarblað, Þjóðviljanum, Síðumúla 6, Reykjavík. 26 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 24. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.