Þjóðviljinn - 25.11.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.11.1989, Blaðsíða 2
ERLENDAR FRETTIR Fjöldafundur í Prag. Dubcek í Prag Lýsir yfir stuðningi við andófssamtök Alexander Dubcek, leiðtogi tékkóslóvakíska kommúnista- flokksins á Pragvori, kom til Prag í gær og ávarpaði um 250,000 manna útifund á Venseslásstorgi. Er litið á komuna til Prag sem sigurför Dubceks, sem frá innrás Varsjárbandalagsins í ágúst 1968 hefur lengst af verið í pólitískri útskúfun og undir lögreglueftir- liti. Eitt merkja þess að síðustu dagana hefur mjög slaknað á hörkunni af hálfu yfirvalda þar- lendis er að Dubcek skyldi vera leyft að koma til höfuðborgarinn- ar. Honum var ákaft fagnað af mannfjöldanum og klifruðu sumir upp á þök til að geta séð hann. Dubcek talaði í þrjár mín- útur og var orðvar, fagnaði því að mega á ný skipa sér í fremstu röð fólksins og lýsti yfir fylgi við Borgaralegan vettvang, tengi- samtök ýmissa andófshópa. Hann skoraði á lögreglu og her að sýna samstöðu með alþýðu manna, eins og fyrrmeir á Prag- vori, og taka undir réttmætar kröfur almennings. Niðurstöður skyndikannana á skoðunum manna í Prag benda til þess að margir vilji fela Dubcek forustu landsins á ný, en næstum eins margir tilnefndu Vaclav Ha- vel leikritahöfund. Dubcek hefur aldrei hvikað frá því að hann sé kommúnisti og er talið að sumir í stjórnarandstöðuhreyfingunni séu þessvegna beggja blands gagnvart honum. Reuter/-dþ. Suður-Afríkuher frá Namibíu Allar suðurafrískar hersveitir eru nú farnar frá Namibíu, en í því landi hefur Suður-Afríka haft her frá því í heimsstyrjöldinni fyrri. Einhverjarhereininga þess- ara fóru þó ekki lengra en til Wal- vis Bay, skika á strönd landsins þar sem langbesta höfn þess er. Walvis Bay er áfram undir suður- afrískum yfirráðum, þar eð Bret- ar höfðu slegið eign sinni á skikann er Þjóðverjar lögðu undir sig héruðin í kring, og er suðurafríska ríkið var stofnað fylgdi skikinn því. Herstöðvaandstaða prests Faðir Shay Cullen, kaþólskur prestur írskur sem starfar á Fil- ippseyjum, hefur krafist þess að Bandaríkin leggi niður herstöðv- ar sínar þarlendis, flotastöð við Subicflóa og flugstöðina á Clark- flugvelli. Segir prestur að af her- stöðvunum hafi hlotist vændi, eiturlyfjaneysla og kynferðisleg misnotkun á börnum. 17 máls- metandi menn í borg einni, sem hefur mikil viðskipti við her- stöðvarnar, kalla föður Cullen óæskilegan útlending og óvin Fil- ippseyjaþjóðar. Hefur ríkissak- sóknari nú höfðað mál á prestinn í þeim tilgangi að honum sé vísað úr landi, en 23 aðrir prestar þar- lendis hafa tekið upp þráðinn fyrir hann og lofa hann fyrir að beita sér gegn spillingunni út frá herstöðvunum. Vilja losna við forustuhlutverk Egon Krenz, aðalritari Sósíal- íska einingarflokksins í Austur- Þýskalandi og forseti þess, segir í viðtali sem birtist í fyrradag í dag- blaðinu Neues Deutschland að flokkurinn vilji losna við forustu- hlutverk það, sem það hefur í stjórnmálum ríkisins samkvæmt stjórnarskrá. í fyrstu grein stjórnarskrárinnar, sem verið hefur óbreytt frá 1974, stendur að Austur-Þýskaland sé sósíalískt ríki undir stjórn verkamanna- stéttarinnar og marxlenínsks flokks hennar. Krenz segir enn- fremur í viðtalinu að flokkur hans vilji að stjórnarskráin sé öll tekin til gagngerrar endurskoðunar. Líbanonsforseti kjörinn Líbanskir þingmenn kusu í gær Elias Hrawi, sextugan Maroníta, forseta landsins í stað Renes Mu- avad, sem myrtur var á miðviku- dag. Hrawi er frá Bekaadal austanvert í landinu og sagður hlynntur Sýrlendingum líkt og fyrirrennari hans. Nafnbreyting kommunistaflokks samþykkt Miðnefnd Kommúnistaflokks Ítalíu, stærsta kommúnistaflokks Vesturlanda, samþykkti í gær til- lögu Achille Occhetto flokksleið- toga þess efnis, að flokkurinn skuli taka upp nýtt nafn, afleggja hamars og sigðarmerkið og að- laga sig stefnu vestrænna jafnað- armanna. Tillagan var samþykkt með 219 atkvæðum gegn 73. Ungverjar í jafnað- armannasamband Jafnaðarmannaflokkurinn ungverski, sem til skamms tíma var kommúnistaflokkur, var í gær samþykktur inn í Alþjóðasam- band jafnaðarmanna sem auka- aðili. Er flokkurinn sá fyrsti austurevrópski, sem hlýtur aðild að sambandinu. Umsókn flokks- ins um fulla aðild verður tekin fyrir síðar. Litháar í sjálfstæðishug Æðstaráð (þing) Litháens sam- þykkti í fyrradag skipun nefndar, sem á að taka til athugunar hvernig því verði komið til leiðar að landið verði sjálfstætt á ný, að sögn blaðamanna í Vilnu, höftið- borg Litháens. Er þetta djarfleg- asta ráðstöfun Litháa til þessa í þá átt að endurheimta sjálfstæði. Nefndinni er m.a. ætlað að kanna möguleika á samningavið- ræðum við miðstjórnina í Moskvu og þjóðaratkvæða- greiðslu um sjálfstæðistöku. Til- löguna um skipun nefndarinnar lagði fram Alfonsas Macaitis, leiðtogi æskulýðssamtaka lithá- íska kommúnistaflokksins, en þau slitu fyrr á árinu tengsl við Komsomol, æskulýðssamtök so- véska kommúnistaflokksins. Alexander Dubcek Leiðtogi á ný? Dubcek (t.v.) á Pragvori með Smrkovský, þáverandi forsætisráðherra. Síðasta undrið sem frést hcfur frá Austur-Evrópu er upprisa Alexanders Dubcek frá tveggja áratuga pólitískri útskúfun. Hann er nú kominn til Prag til liðsinnis við hundruð þúsunda höfuðborgarbúa, sem krefjast lýðræðis, og tekur undir kröfur þeirra um að íhaldssöm forusta kommúnistaflokks og ríkis fari frá. Þessi síðustu tilþrif sögugyðj- unnar í Austur-Evrópu vekja áreiðanlega upp í mörgum hug endurminningar frá því sérstaka ári 1968, er öldurót kennda, hug- mynda og hugsjóna af fjölbreyti- legum toga gekk yfir mörg lönd. Margir höfðu þá á tilfinningunni að heimurinn væri kominn að tímahvörfum, að apókalyptísk umskipti væru að eiga sér stað og að von væri á allt annarri tíð og betri. Margir misjafnlega gæfu- legir leiðtogar og „lausnarar" urðu þá tímanna tákn í augum stærri eða minni aðdáendaskara. Dubcek var einn af þeim, og sennilega varð hann fremur en nokkur hinna tákn vona og von- brigða sem tengjast árinu 1968 og þeim næstu á eftir. Andspyrnugarpur Eftir að skriðdrekar Varsjár- bandalagsins mörðu Pragvorið undir beltum öðlaðist þessi vörpulegi, fremur hlédrægi, ljúf- mannlegi maður með dapurlega brosið, sem sumir kölluðu trúðs- legt (ekki í niðrandi merkingu), píslarvættisins kórónu í augum þeirra mörgu, Tékkóslóvaka og annarra, sem bundið höfðu mikl- ar vonir við sósíalisma hans og þeirra félaga með mannúðarand- lit, eins og það var orðað. Alexander Dubcek hefur verið kommúnisti frá því að hann man eftir sér og leggur áherslu á að það sé hann enn. Hann fæddist 27. nóv. 1921 í Uhrovek í Slóvak- íu og verður sem sé 68 ára á mánudaginn. Fjölskylda hans flutti til Sovétríkjanna er hann var aðeins fjögurra ára, þar ólst hann upp og kom ekki aftur til föðurlandsins fyrr en 1938, árið sem Múnchenarsamningur var gerður. Hann gekk í kommún- istaflokk lands síns 1939, var með í andspyrnuhreyfingu gegn Þjóð- verjum og leppstjórn þeirra í Sló- vakíu og tók þátt í uppreisn gegn þessum aðilum skömmu fyrir lok PRÓFÍLL heimsstyrjaldarinnar síðari. í þeirri uppreisn féll bróðir hans og sjálfur hlaut hann áverka. Du- bcek var í fullu starfi hjá flokkn- um frá 1949 og í flokksskóla í Moskvu 1955-58. Hann var á þeim árum talinn eindreginn fylg- ismaður Khrústsjovs og varð heimkominn aðalritari kommún- istaflokksins í Slóvakíu. Leiðtogi í krafti málamiðlunar Næsta áratuginn lét hann í ljós samúð með hugmyndum um aukið frjálsræði, en hafði sig ekki mjög í frammi í andófinu gegn íhaldssamri forustu kommúnista- flokks og ríkis í kringum Novotný flokksaðalritara og forseta. f flokknum var því Iitið á hann sem miðjumann og varð það til þess að jafnt íhaldssamir sem frjáls- lyndir flokksmenn féllust á hann sem eftirmann Novotnýs. Kosn- ing hans í stöðu aðalritara flokks- ins (sem fram fór 5. jan. 1968) var einnig meðvitaður greiði við Slóvaka, sem aldrei hafa verið fullkomlega hressir með sinn hag í tékkóslóvakíska ríkinu. Undir leiðsögn Dubceks hófst ný forusta kommúnistaflokks og ríkis handa við framkvæmd víð- tækrar umbótaáætlunar við mikla hrifningu og vongleði landslýðs. Dubcek varð óhemju vinsæll af almenningi og á alþjóðavettvangi dáður sem frumkvöðull nýrri og betri tíma austantjalds. Sjálfur mun hann ekki hafa ætlast til að kommúnistaflokkurinn sleppti forræði sínu, en Pragvorið var eigi að síður gagnger bylting í margra augum og háskalegt sem slíkt að áliti þáverandi forustu Sovétríkjanna og íhaldssamra framámanna í Austur- Evrópuríkjum, einkum Ulbrichts gamla í Austur-Þýskalandi. Sá uggur leiddi sem alkunna er til innrásar Varsjárbandalagsins í Tékkóslóvakíu 20.-21. ág. 1968. Þar með var Pragvorið á enda. í sviðsljósið á ný Dubcek og aðrir helstu menn tékkóslóvakísku forustunnar voru fluttir fangnir til Moskvu. Hann var þá þegar sviptur völd- um að mestu, enda þótt honum væri ekki vikið úr stöðu flokksað- alritara fyrr en í aprfl árið eftir. f júní 1970 var hann gerður flokks- rækur. Síðan hefur hann búið í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu, og starfaði við skógarvörslu uns hann fór á eftirlaun. Hann var undir allströngu lögreglueftirliti þangað til eftir heimsókn Gor- batsjovs til Tékkóslóvakíu 1987. Nýskipan Gorbatsjovs vakti óhjákvæmilega mikla athygli þar- lendis, enda urðu margir til að líkja perestrojku hans við Prag- vorið, og ekki að ástæðulausu. Eftir að Dubcek var laus við eftir- lit lögreglunnar tók hann fljólega að láta í sér heyra á ný. í byrjun s.l. árs fordæmdi hann innrás Varsjárbandalagsins opinberlega og hvatti valdahafa lands síns til að fylgja fordæmi Gorbatsjovs. Af tilefni þess að 20 ár voru liðin frá innrásinni höfðu vestrænir fjölmiðlar tal af Dubcek og Rude Pravo, dagblað flokksins, brást reitt við og kvað Dubcek hafa verið og vera enn „afturhalds- peð.“ Um 10,000 manns, sem fóru í mótmælagöngu um Prag á sjálfan afmælisdag innrásarinnar, hylltu Dubcek. Þau tíuþúsund eru lítið hjá þeim fimmtíu þúsundum, sem hylltu Dubcek í Bratislava í fyrra- dag, hvað þá þeim þrjúhundruð þúsundum sem sama dag kröfðust lýðræðis í Prag. Atburð- irnir gerast nú svo hratt austur þar að aldrei er að vita nema Du- bcek verði aftur orðinn leiðtogi Tékkóslóvakíu eftir nokkra daga. En Pragvorið var ekki mikið hjá þeim umskiptum, sem á þessu ári hafa átt sér stað í austantjaldslöndum, og óvíst er hvernig Dubcek, eftir langa ein- angrun og nú komnum undir sjötugt, farnast við þær kringum- stæður. Kvæntur er Alexander Dubcek og á þrjá syni. Hann reykir ekki og er ötull íþrótta- og veiðimað- ur- -dþ. 2 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 25. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.