Þjóðviljinn - 25.11.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.11.1989, Blaðsíða 6
þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Matarverð Tangarsókn bandamanna er hafin. Tímamót urðu í gær þegar 4 foringjar fylktu launþegasamtökunum ASÍ og BSRB ásamt Neytendasamtökunum og Stéttarsambandi bænda um eitt brýnasta hagsmunamál heimilanna, lækkun matar- verðs. Þessir aðilar boðuðu til sameiginlegs fundar og kynntu sameiginlega herför varðandi virðisaukaskatt á mat- væli. Hæpið er að stjórnvöld geti litið fram hjá afstöðu þessara fjölmennu og harðskeyttu fylkinga. ítrekuðu þessir 4 aðilar sjónarmið, sem þeir hafa sett fram hver í sínu lagi áður, að matarskatt ætti úr lögum að nema á íslandi. Þeir treysta lítt endurgreiðslukerfi því sem fyrirhugað er. Þeir setja fram kröfuna um tveggja þrepa skattkerfi, þar sem amk. helmingi lægri virðisaukaskattur yrði innheimtur af öllum matvælum. Væri síðari leiðin valin og 13% virðisaukaskattur leggðist á matvæli hérlendis, sætu íslendingar samt enn í hópi þeirra þjóða sem skattleggja matvæli hæst allra. í umræðunum um hátt matarverð á Islandi hefur næstum tekist að þegja í hel, að 25% söluskattur á mat er hæsta hlutfall sem nokkurs staðar þekkist. Hver er þá algengasti sölu- eða virðisaukaskattur á mat? Það er athyglisvert skoðunarefni fyrir áhugamenn um verð- myndun og matarverð. í Bretlandi er enginn söluskattur á brýnustu matvælum, 2% á Ítalíu, 3-6% í Bandaríkjunum, 6% í Frakklandi og Hollandi, 7% í Vestur-Þýskalandi. Það verður því að teljast hógværð hjá Stéttarsambandi bænda sem stakk upp á 8% virðisaukaskatti á mat á aðalfundi sínum sl. haust. Frá og með tímamótum Evrópubandalags- ins 1992 verður hámark matarskatta þar innan múra 9%. Það er eðlilegt að fjórveldabandalagið gegn háu matar- verði sé tortryggið á að endurgreiðslur til neytenda skili sér í raun. í Ijós hefur komið, að raunverulegt niðurgreiðsluhlut- fall á búvörum hefur lækkað jafnt og þétt frá áramótum 1987/88 og sífellt stærri hluti niðurgreiðslna farið til þess eiris að endurgreiða ríkinu söluskatt af mat. í september sl. X/ar staðan sú, að söluskattur ríkisins og aðfangagjöld af kjöt- og mjólkurframleiðslu voru tæplega 300 milljónum hærri en niðurgreiðslufé ríkisins síðustu 12 mánuði. Eftir „mjólkurverkfallið" sl. vor, þegar launþega- samtökin orsökuðu tímabundinn samdrátt í mjólkursölu, og eftir margs konar yfirlýsingar Neytendasamtakanna um þrýstiaðgerðir gegn landbúnaðarkerfinu, bjuggust margir við að bændasamtökin væru þeim andsnúin. Það er tákn um ákveðinn vilja bændasamtakanna að þau hafa sjálf tekið frumkvæði í þessum efnum. í ályktun frá síðasta aðalfundi Stéttarsambands bænda í september sl. segir svo:.eðlilegt er að beina rannsókna- og leiðbeiningaþjónustu meira að viðfangsefnum er leiði til lækkunar vöruverðs. Því er lagt til að það verði forgangs- verkefni þessara aðila.“ Þessi tilmæli bænda hafa hlotið minni athygli en vert er. Þeir hafa á stundum verið gagnrýndir fyrir að þiggja rannsókna- og leiðbeiningaþjónustu við vægu eða engu verði frá ríkinu. Nú leggja þeir sjálfir til að breytt verði um áherslur og rannsóknasvið, athyglin beinist að vöruverðinu og verðmynduninni. Það er Ijóst með öllum þjóðum, að þróunarstarfsemi í landbúnaði skilar fyrst og fremst hagkvæmari framleiðslu fyrir neytandann, auk þess að efla gæði vörunnar. Að því leyti er fé til búnaðarmála hagsmunamál neytenda. Það er einnig merkileg staðreynd, sem hagfræðin er að leiða í Ijós núna, að framleiðni hefur aukist meira í íslenskum landbúnaði en íslenskum sjávarútvegi undanfarna áratugi. Hér er þó ekki verið að tala um afköst eða afurðamagn. í þessu samhengi verður að líta á bréf stjórnar Stéttarsam- bands bænda til forsætisráðherra sl. fimmtudag. Þar segir að stjórn þess leyfi sér að „óska eftir samstarfi við ríkis- stjórnina um skipan starfshóps er fái það verkefni að gera ítarlega úttekt á kostnaðarþáttum við framleiðslu, vinnslu og dreifingu búvara. Stjórn Stéttarsambandsins er ekki kunn- ugt um að úttekt sem þessi hafi verið gerð...“. Það vekur einkar ágengar spurningar um verkstjórn og forgangsröð, að í hagtalna- og skýrsluflóði fjölmargra stofn- ana skuli engum hafa dottið í hug að gegnumlýsa þetta mál málanna: Matarverð á íslandi og myndun þess. óht STRANDLYNDI þJÓDVILJINN Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími:681333 Kvöldsími: 681348 Símfax:681935 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Rltstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Aðrlr blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur RúnarHeiðarsson, HeimirMár Pétursson, HildurFinnsdóttir(pr.), Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGlslason.ÞorfinnurOmarsson (íþr.), Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrif8tofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Símfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. ( Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140kr. Áskriftarverð á mánuði: 1000 kr. 6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.