Þjóðviljinn - 25.11.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.11.1989, Blaðsíða 7
y Landsfundur Alþýðubandalagsins Alyktun um utanríkismál Með þeirri frelsisþróun sem nú á sér stað í Sovétríkjunum og A- Evrópu er komin fram algerlega ný staða í Evrópu. Forsendur fyrir tvískiptingu álfunnar í sov- éskt og bandarískt áhrifasvæði eru brostnar. Um leið og alþýða þessara landa varpar af sér oki ófrelsis og kúgunar á mörgum sviðum, gefst henni færi á að hagnýta sér sósíal- isma. íslenskum sósíalistum ber að stuðla að þeirri endurnýjun sem nú á sér stað og draga af henni lærdóma fyrir verkalýðs- og þjóðfrelsisbaráttu á íslandi. Alþýðubandalagið fagnar þessari þróun en bendir jafn- framt á að hún er mjög misjafn- lega á veg komin. Síðustu atburð- ir í Tékkóslóvakíu, þegar óeirða- lögreglu var sigað á friðsamlega mótmælagöngu, minna á að enn hefur forysta Sovétríkjanna ekki fordæmt innrásina í Tékkó- slóvakíu 1968. Alþýðubandalagið ítrekar enn kröfuna um að Sovétríkin kalli her sinn heim frá Tékkóslóvakíu og öðrum löndum A-Evrópu. Frelsisþróunin í A-Evrópu hef- ur orðið til þess að efla vonir um samvinnu allra Evrópuríkja án hernaðarbandalaga og erlendra herstöðva. íslendingar eru Evrópuþjóð af sögulegum og menningarlegum ástæðum. Þeir hljóta því að taka mið af þeirri framvindu sem á sér stað í Evrópu. íslendingar verða þar að standa vörð um sjálfs- ákvörðunarrétt þjóða, þjóðar- brota og einstaklinga svo og að stuðla að gagnkvæmri virðingu fyrir sérkennum og sjálfstæðri menningu hverrar þjóðar. Alþýðubandalagið fagnar því að Eystrasaltslöndin, Eistland, Lettland og Litháen skuli leita eftir nánari samvinnu við Norð- urlönd og telur að Norðurlanda- ráð eigi að bjóða þessi lönd vel- komin til samstarfs. Landsfundur Alþýðubanda- lagsins fordæmir harðlega ákvörðun breskra stjórnvalda um byggingu hreinsistöðvar fyrir kjarnorkuúrgang í Dounreay á Skotlandi. Þessi ákvörðun gæti reynst alvarleg ógnun við lífs- hagsmuni íslendinga og annarra þjóða við N-Atlantshaf. Þriðji heimurinn Alþýðubandalagið ítrekar stuðning sinn við baráttu þjóða þriðja heimsins fyrir frelsi og framförum. íslendingum ber í alþjóðamál- um að leggja áherslu á rétt smá- þjóða andspænis stórveldum, svo og á rétt kúgaðra þjóða og þjóð- arbrota til að fá að ráða málum sínum sjálfar. Við erum miklu betur í stakk búin til þess sem hlutlaus þjóð heldur en sem aðili að hernaðarbandalagi er lýtur forystu stórveldis. Víða ríkir hungur og mörg ríkja þriðja heimsins eyða ómældu fé í vopnakaup og styrj- aldir. Alþýðubandalagið hvetur til þess að samhliða afvopnun í iðnríkjunum verði því fé sem áður var eytt í vígbúnað varið til þróunarsamvinnu og til að efla stofnanir á vegum Sameinuðu þjóðanna sem vinna að framför- um og friði. Alþýðubandalagið áréttar þá stefnu sína að íslendingar greiði framlag til þróunarhjálpar í sam- ræmi við það sem Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt til, einn hund- raðshluta af þjóðartekjum. , Landsfundur Alþýðubanda- lagsins fagnar því að bundin hef- ur verið endir á hið illvíga stríð írana og íraka og að Sovétríkin hafa dregið herlið sitt út úr Af- ganistan. Með brottflutningi víetnam- skra herja frá Kambódíu hófst nýr kafli í sögu þessa stríðshrjáða heimshluta. Ömurlegt er til þess að vita að ríkisstjóm Islands skuli veita Pol Pot og Rauðu khmemn- um pólitískan stuðning með viðurkenningu á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna. Alþýðubanda- lagið krefst þess að ríkisstjórn ís- lands afmái þá smán sem stuðn- ingur við Pol Pot og Rauðu khmeranna er, og viðurkenni rík- isstjórn Kambódíu. Æskilegt er að samskipti íslendinga við þjóð- ir Laos, Víetnam og Kambódíu verði aukin með það fyrir augum að leggja lóð á vogarskál friðar í SA-Asíu. Bandaríkin halda enn verndar hendi yfir afturhaldsseggjum og morðingjum á borð við Pinochet í Chile og apartheidstjórnina í Suður-Afríku. Þau leggja enn blessun sína yfir morð á palestín- skum börnum, konum og körlum, þau ástundaenn íhlutun- arstefnu í löndum þriðja heimsins. Alþýðubandalagið lýsir yfir fullum stuðningi við friðaráætlun ríkisstjórna Mið-Ameríkuríkja og fordæmir afskipti Bandaríkj- anna af innri málefnum Nicarag- ua, hvort heldur þau birtast í fjár- austri í kosningabaráttu hægri flokka eða í rekstri málaliðahers Kontrasveitanna. Alþýðubandalagið styður hina alþjóðlegu baráttu gegn minnih- lutastjóm hvítu aðskilnaðarsinn- anna í Suður-Afríku og lýsir yfir stuðningi við baráttu ANC fyrir því að sem fyrst verði komið á nýju stjómarfari í Suður- Afríku,þar sem allir þegnar landsins njóti fullra réttinda óháð litarhætti. Landsfundurinn fagnar sigri þjóðfrelsishreyfingarinnar SWAPO í nýafstöðnum kosning- um í Namibíu. Alþýðubandalagið fordæmir grimmdarleg morð ísraelshers á saklausum almenningi hemumdu svæðanna í Palestínu. Alþýðu- bandalagið fagnar þeirri sam- stöðu sem náðist á Alþingi síð- astliðið vor er samþykkt var sam- hljóða ályktun um deilur ísraels og Palestínumanna. Landsfund- urinn hvetur til þess að íslenska estínu undir stjórn PLO og beiti sér fyrir því að hraðað verði al- þjóðlegri friðarráðstefnu um deilurnar fyrir botni Miðjarðar- hafs. Afvopnunarmál Fyrir þremur ámm hittust leið- togar Bandaríkjanna og Sovétr- íkjanna á fundi í Reykjavík. Pessi fundur leiddi til umræðna um stórtækari afvopnunarsamninga en heimurinn hafði áður orðið vitni að. Samningar tókust hins vegar ekki á Reykjavíkurfundin- um vegna óraunhæfra drauma Bandaríkjaforseta um geimvarn- ir og urðu margir til að lýsa yfir vonbrigðum með að ekki náðist samkomulag á þeim fundi. Engu að síður gengu umræð- urnar svo langt að ekki varð aftur snúið frá þeim hugmyndum um fækkun kjarnavopna sem leiðtogarnir vom nánast búnir að semja um. Með Reykjavíkurf- undinum 1986 hófst þróun sem ekki sér fyrir endann á. Búið er að semja um útrýmingu meðal- drægra kjarnavopna og samning- ar um 50% fækkun langdrægra kjarnorkueldflauga og stórfelld- an samdrátt herafla í Evrópu em vel á veg komnir. Þessa þróun má ekki hvað síst þakka öflugri baráttu friðar- og mannréttindahreyfinga í V-og A- Evrópu. Krafa Alþýðubandalagsins er tafarlaus stöðvun vígbúnaðar- kapphlaupsins. Ekki er nóg að samið sé um fækkun kjarnorku- vopna. Hindra verður með öllum ráðum þá þróun sem í gangi er að tortímingarvopn verða sífellt tæknilega fullkomnari og hættu- legri. Af þessum ástæðum er fry- sting kjama-, efna- og sýkla- vopna enn sem fyrr mikilvægt skref í átt til allsherjarafvopnun- ar eins og Sameinuðu þjóðimar hafa samþykkt að stefna að. Hættan á frekari útbreiðslu kjarnavopna er meiri nú en nokkm sinni áður. Náin sam- vinna ísraels og Suður-Afríku við framleiðslu kjarnavopna er staðreynd. Pakistan og Indland hafa bæði sprengt kjarnaspreng- jur og geta bæst í hóp kjamorku- veldanna með litlum fyrirvara. Fleiri ríki hafa alla burði til að framleiða kjamavopn. Nauðsyn- legt er því að treysta gmndvöll samningsins um bann við út- breiðslu kjarnavopna. Núverandi kjamorkuveldi verða að sýna það sjálf í verki að þau vilji stuðla að útrýmingu allra kjarnavopna. Krefjast verður að kjarnorkuveldin semji þegar um allsherjarabann við tilraunum með kjamavopn. Þau rök að ekki sé hægt að tryggja nægilegt eftirlit með því að bannið sé virt em ekki lengur haldbær. Vísa má í sam- bandi á tillögur sex þjóðarleið- toga í fimm heimsálfum. Alþýðubandalagið hvetur til þess að þegar í stað verði samið um að eyða öllum efna- og sýkla- vopnum og samið verði um að eyða öllum kjamavopnum fyrir árið 2001. Afvopnun í höfum Alþýðubandalagið mun beita sér fyrir því af öllum mætti að ríkisstjórn íslands eigi frumkvæði að því að hafnar verði fyrir alvöru viðræður um afvopnun í höfu- num. Alþýðubandlagið fagnar því að utanríkisráðherra hefur borið fram tillögur í þessa vem á al- þjóðavettvangi. Landsfundur Alþýðubanda- lagsins bendir jafnframt á að innan NATO var hann ekki virt- ur viðlits með þessar hugmyndir enda varla við öðru að búast af hemaðarabandalagi sem hefur kjarnorkuvígbúnað í höfunum að lykilatriði í stefnu sinni. NATO ríkin undir forystu Bandaríkj- anna hafa stöðugt dregið fæturna og torveldað þá þróun til slöku- nar og afvopnunar sem í gangi er. Landsfundur Alþýðubanda- lagsins hvetur til eftirfarandi að- gerða: 1) íslendingar beiti sér fyrir al- þjóðlegri ráðstefnu þjóða sem byggja afkomu sína á sjófangi og siglingum, helst með þátt- töku kjarnorkuveldanna um leiðir til að útrýma kjarna- vopnum úr höfunum. Hér skal minnt á hugmyndir for- sætisráðherra um að ísland geti orðið miðstöð slíkra funda. 2) Bandaríkin og fleiri ríki verði beitt auknum þrýstingi til að þau staðfesti Alþjóðahafrétt- arsáttmálann. Unnið verði að umbótum á Alþj óðahafréttarsáttmálan- um, m.a. til að takmarka um- ferð kjarnorkuknúinna skipa og skipa með kjamavopn, svo að dregið verði úr hættu á al- varlegum mengunarslysum í höfunum; sett verði ákvæði um skaðabótaskyldu ríkja sem völd verða að kjarnork- uslysi og sett verði ákvæði er tryggja betur friðsamlega nýt- ingu hafanna og frjálsar sigl- ingar venjulegra skipa gegn ágangi herskipa og kafbáta. 4) Skammdræg kjarnavopn og langdrægar kjamaflaugar um borð í herskipum og kafbátum verði þegar í stað bönnuð. 5) Frekari uppsetningu nýrra langdrægra kafbátaeldflauga s.s. bandarískra og breskra Trident flauga, sovéskra SS- N-23 flauga og franskra M5 flauga verði þegar í stað hætt. 6) Umferð kjarnorkuknúinna skipa á höfunum verði bönnuð. 7) Alþingi banni með lögum um- ferð með kjamavopn og um- ferð kjarnorkuknúinna skipa í lögsögu íslands. íslensk stjórnvöld hvetji önnur ríki til hins sama. 8) Norðurlönd verði lýst kjarn- orkuvopnalaust svæði. 9) Unnið verðiað friðlýsingu Norðurheimskautslandins og aðliggjandi hafsvæða. Stjórn- viðvöranar- og eftirlitskerfi stórveldanna á norðurslóð- um, þar á meðal á íslandi, verði sett undir alþjóðlega yf- irstjórn Sameinuðu þjóðanna og nýtt til þess að fylgjast með því að friðlýsing svæðisins sé virt. ísland án herstööva Vígbúnaðamppbyggingin á Is- landi er enn í fullum gangi og er í algerri þversögn við þróunina í Evrópu: I Helguvík er stöðugt unnið að stækkun eldsneytisbirgðastöðva hersins. Á öllum landshornum er unnið að smíði hemaðarratsjáa. Á herstöðvasvæðinu er kjarn- orkuheld stjómstöð í byggingu. í Grindavík er varastjómstöð í hönnun. Við Keflavíkurflugvöll er unn- ið að hliðarflugbrautum á vegum NATO. Orsakir allra þessara umsvifa eru framar öðm hagsmunir ís- lenskra verktaka og annarra hermangara. Samhliða þessu hafa óþolandi umsvif og afskipti hermanna úr setuliðinu færst í vöxt. í því sam- bandi má minnast er foringi liðs- ins tók að gefa út pólitískar yfir- lýsingar varðandi íslensk innan- ríkismál. Alþýðubandalagið mun ekki sitja undir því í ríkisstjóm að neinn undirbúningur að hemað- arframkvæmdum fari fram, s.s. forkönnun, að nýjum herflugvelli á íslandi, hvaða nafni sem hann nefnist. Krafan um brottför hersins er kall nútímans. Erlendar her- stöðvar, hvar sem þær fyrirfinn- ast í heiminum, á að leggja niður nema um sé að ræða eftirlits- sveitir á vegum Sameinuðu þjóð- anna. íslensk stjómvöld verða að skilja kall tímans og taka undir það. í stað þess að þjónusta víg- búnaðaröflin með því að láta land undir herstöðvar verða þau að setja fram raunhæfar friðar- og afvopnunarkröfur. ÍSLAND ÚR NATÓ - HERINN BURT Laugardagur 25. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.