Þjóðviljinn - 28.11.1989, Page 1

Þjóðviljinn - 28.11.1989, Page 1
Þriðjudagur 28. nóvember 1989 203. tölublað 54. órgangur Virðisaukaskattur Ovissa um gildistöku Jón Baldvin Hannibalsson: Ekkiþingmeirihlutifyrirfyrra samkomulagi ogfresta ber upptöku virðisaukaskatts. ÓlafurRagnarGrímsson: Gildistaka virðisaukaskattsfyrsta skrefið ílœkkun vöruverðs, annað þrep nœsta skref. Steingrímur Hermannsson: Á báðum áttum Mikil óvissa er um það hvort virðisaukaskattur verður tekinn upp um næstu áramót í kjölfar samþykktar þingflokks Alþýðuflokksins í gær og yfírlýs- inga Jóns Baldvins Hannibals- sonar, formanns flokksins. Jón Baldvin segist líta svo á að ekki sé lengur þingmeirihluti fyrir samkomulagi stjórnarflokkanna um framkvæmd virðisaukask- attslaganna og hann búist þess vegna við frumvarpi um frestun gildistökunnar. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra telur hins vegar enga ástæðu til að fresta gildis- töku laganna. Virðisaukaskattur- inn muni leiða til 9-10% lækkun- ar á mjólk, kindakjöti, fiski og innlendu grænmeti, sem geti ver- ið fyrsta skrefið að almennri verðlækkun matvæla. Annað skrefið væri síðan víðtækt annað og lægra þrep á matvælum. Eins og sjá má á þessum yfirlýs- ingum eru formennirnir ekki sammála um hvernig beri að standa að framkvæmd virðis- aukaskattslaganna. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði þetta mál ekki setja framtíð ríkisstjórnarinnar í óvissu. Mið-. stjórn Framsóknarflokksins hefði samþykkt á laugardag að standa við fyrra samkomulag stjórnarflokkanna en að mögu- leiki tveggja þrepa yrði skoðað- ur. Ríkisstjórnin væri að verða við tilmælum hagsmunaaðila í þjóðfélaginu um að skoða málið enn á ný. í umræðum á Alþingi í gær sagði Ólafur Ragnar að undir- búningur upptöku virðisauka- skatts hefði verið mjög víðtækur og á undanförnum vikum hefðu nauðsynlegar reglugerðir komið fram og fleiri mikilvægar ættu eftir að koma fram á næstu dögum. íslendingar væru fyrr á ferðinni með reglugerðirnar en Danir hefðu td. verið þegar þeir tóku upp virðisaukaskatt. Jón Baldvin sagði Þjóðviljan- um að því miður væri sá tími að baki að von væri um að stjórnar- flokkarnir gætu náð saman um að virðisaukaskattur taki gildi um næstu áramót. Þingmeirihluti væri ekki fyrir hendi vegna yfir- lýsinga formanna Framsóknar- flokks og Alþýðubandalags og samþykkta flokka þeirra. Ólafur Ragnar sagðist ekki sammála þessu mati Jóns Baldvins. Hann tryði því ekki að Alþýðuflokkur- inn vildi fresta þeirri lækkun á verði matvæla sem stjórnarflokk- arnir hefðu náð samkomulagi um í sumar. -hmp Sjá bls. 3 Borgarafundur Snúum þróuninni við Fjölmennur borgara- fundur á Hótel Borg í gœr mótmœlir minnkandi þjónustu viðfœðandi konurá sama tíma ogfœðing- um fjölgar - Við erum ekki bara hingað komin til að mótmæla áformum borgaryfírvalda um að leigja út stóran hluta af húsnæði Fæðing- arheimilis Reykjavíkur heldur einnig til að vekja athygli á bágborinni aðstöðu fæðandi kvenna hér í borginni, sagði Elín G. Ólafdóttir m.a. þegar hún setti almennan borgarafund á Hótel Borg í gær. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur borgarráð ákveðið að ganga til viðræðna við lækna um leigu á 1. og 2. hæð Fæðingar- heimilisins. Ef af því verður hefur Fæðingarheimilið aðeins yfir 10 rúmum að ráða og óttast margir að þess verði þá skammt að bíða að Heimilið verði lagt niður með öllu þar sem svo smá eining er mjög dýr í rekstri. Vegna þessa efndu konur úr ýmsum stéttum, félögum og flokkum til almenns borgarafundar í gær og var fund- urinn vel sóttur. í ályktun sem samþykkt var á fundinum er skorað á borgar- stjórn Reykjavíkur að leigja ekki út 1. og 2. hæð Fæðingarheimilis- ins. Þess er krafist að 2. hæð heimilisins, þar sem er rúm fyrir 18 konur, verði nú þegar tekin í notkun fyrir sængurkonur en báðar hæðirnar hafa verið lokað- ar um nokkurra mánaða skeið í sparnaðarskyni. í ályktuninni kemur fram hörð gagnrýni á það ástand sem hefur skapast á und- anförnum árum þegar fæðingum fer ört fjölgandi en á sama tíma er þjónusta við fæðandi konur skert. -iþ Landsvirkjun 40 hestafla hús í Þjórsárdal Landsvirkjun reisir hesthús íÞjórsárdalfyrir starfsmenn Búrfellsvirkj- unar. Kostnaður um 5 miljónir króna Landsvirkjun er að reisa 40 hesta hesthús í Þjórsárdal fyrir starfsfólk við Búrfellsvirkjun. Hesthúsið er staðsett austan við Fossá og er áætlaður kostnaður við það 4,5 til 5 miljónir króna, en starfsfólkið leggur til mikla vinnu við húsið. Jóhann Már Maríusson að- stoðarframkvæmdastjóri Lands- virkjunar sagði að fyrirtækið hefði fallist á að reisa þetta hest- hús fyrir starfsfólkið þar sem hesthúsin sem fyrir eru væru orð- in mjög léleg. Hann sagði að með þessu væri verið að koma til móts við það fólk sem þarna starfaði fjarri mannabyggðum. Guðmundur Hermaníusson verkstjóri er í forsvari fyrir Hags- munafélag hestamanna í Búrfelli. Hann sagði að hestamenn í Búr- felli hefðu haft afnot af gömlum húsum sem voru flutt frá Steingrímsstöð árið 1962. Þau hús væru orðin mjög léleg og því hefðu þeir fengið úthlutað fyrir nýju húsunum. „Það eru um átta til níu fjöl- skyldur hér sem stunda hesta- mennsku og flestir hafa starfað hér í um 20 ár. Við leggjum sjálfir mikla vinnu í þetta auk þess sem við eigum mikið inn í húsin. Þau hús sem fyrir voru eru ónýt og til lýta fyrir staðinn. Nýju húsin eru reist annarsstaðar, töluvert út úr alfaraleið.“ Guðmundur sagði að starfsfólk í Búrfelli hefði haft góð samskipti við sína yfirmenn sem vildu sýna að þeir mætu mannlega þáttinn við starfið einhvers. Þá benti Guðmundur á að Hagsmunafélag hestamanna hefði unnið mikið verk við ræktun lands í Þjórsár- Borgarleikhúsið Nafnið til Leikfélagsins í dag munu forráðamenn Ferðaleikhússins, Light Nights f æra Leikfélagi Rey k j avíkur form- lega að gjöf nafnið á Borgar- leikhúsinu sem þeir hafa átt til þessa. Afhendingin fer fram á skrifstofu Leikfélagsins klukkan 16 í dag. -grh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.