Þjóðviljinn - 28.11.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.11.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Áhrif ályktana Viku eftir landsfund Alþýðubandalagsins hafa tvær álykt- anir hans þegar átt hlut að því að breyta rás atburðanna og móta þjóðfélagið. Annars vegar er um að ræða þá stefnu landsfundarins að íslenskt prentmál og bókaútgáfa eigi ekki að bera virðisaukaskatt. Hins vegar að tvö skattþrep eigi að vera í væntanlegu kerfi og innlend matvæli í því lægra. Frumkvæðið í dæmunum sem hér voru nefnd kom úr öðrum áttum og margirfleiri en landsfundarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins lögðust á þessar árar. Hins vegar má fullyrða að hefði landsfundurinn ekki ályktað á þennan veg eða leitt málin hjá sér væri staðan allt önnur. Landsfundur Alþýðubandalagsins fólst nefnilega ekki í eintómum glímum persóna og skoðanahópa, eins og halda mætti af umfjöllun áhrifamikilla fjölmiðla. Fyrst og fremst fór tími hjá starfshópum og í umræðum til þess að móta 25 ályktanir fundarins. Hver verða til dæmis áhrif utanríkismálaályktunar lands- fundarins? Þarsegir m.a.: „Alþýðubandalagið mun ekki sitja undir því í ríkisstjórn að neinn undirbúningur að hernaðar- framkvæmdum fari fram, svo sem forkönnun, að nýjum her- flugvelli á íslandi, hverju nafni sem nefnist". Þetta orðalag er býsna afdráttarlaust. Hið sama má segja um stefnumótun Alþýðubandalagsins í viðræðum við EB og EFTA: „Ekki er hægt að fallast á að á næstu vikum verði knúin fram afstaða um aðild íslands að formlegum samn- ingaviðræðum EFTA við Evrópubandalagið um myndun evrópsks efnahagssvæðis." Ályktanir Alþýðubandalagsins í sjávarútvegsmálum eru ítarlegar. Alþýðubandalagið vill byggðakvóta sem verði „sjálfkrafa úthlutað til fiskiskipa í viðkomandi byggðarlagi“. Kvótann skal lána í 2 ár en frá því binda við ákveðin skip í byggðarlaginu. Alþýðubandalagið vill ekki tonnakvóta í þorskveiðum, þar eð hann tryggir ekki viðhald stofnsins, - „Færri tonn geta þýtt aflífun fleiri fiska, en smærri". Stungið er upp á öðrum aðferðum, talningu fiska, svæðalokunum osfrv. Loks er mælt með eflingu fiskmiðlunar og fiskmark- aða svo að hámarksverð fáist fyrir fisk og landanir innan- lands tryggi fulla atvinnu. Af nógu er að taka, ef benda skal á um hvað landsfundur Alþýðubandalagsins snerist, hverjar niðurstöður hans urðu, hvaða áhrif hann getur haft. Flokkurinn vill t.d. „að aflafé landsbyggðarinnar nýtist henni sjálfri" og að sjálfsákvörð- unarréttur hennar eflist „í öllum málum“. Flokkurinn vill að allar konur njóti sama fæðingarorlofs, að lengd þess sé eitt ár og réttur feðra betur tryggður. Alþýðubandalagið vill breyta búvörulögunum, styðja Leikfélagið og Háskólann á Akureyri, en „varar við öllum tilraunum ríkisvaldsins til að skerða sjálfstæði Háskóla íslands" og „fagnar því frum- kvæði núverandi menntamálaráðherra að breyta reglum um stöðuveitingar Háskólans." Landsfundurinn krafðist skjótra úrbóta í húsnæðismálum aldraðra og fatlaðra og mótaði raunar drög að „neyðaráætlun" í þeim efnum. Al- þýðubandalagið bendir á þá þversögn, að meðan dregið er markvisst úr vígbúnaði í kringum okkur skuli hér vera hern- aðartengdar framkvæmdir í öllum landshlutum. Ólöglegt frumhlaup og umhverfismengun Bandaríkjahers á Bolafjalli fyrir skemmstu minnir óþægilega á þá staðreynd. Margar góðar og vel undirbúnar ályktanir hinna og þess- ara samtaka komast aldrei upp á yfirborð þjóðmálaumræð- unnar og hafa engin áhrif. Allir sem hafa tekið þátt í félags- störfum kannast við þetta fyrirbæri. Viðbrögð félagsmanna verða oft þau að semja styttri og færri ályktanir næst, í þeirri von að fjölmiðlar sinni þeim betur. Einkenni þeirra ályktana sem athygli vekja er góður undir- búningur. Verklag á ráðstefnum, tímaskipulag ofl. ræður einnig úrslitum um hvort ályktanirnar eru nógu markvissar og málefnalegar til að verða aflvaki í þjóðfélagsþróun eða réttlætisbaráttu. Hér hefur verið stiklað á stóru í nokkrum ályktunum lands- fundar Alþýðubandalagsins. Lesendur Þjóðviljans geta kynnt sér þær ítarlegar. Viku eftir fundinn hafa tvær þeirra átt þátt í að valda straumhvörfum. Því skal spáð hér að mál- efnavinna 9. landsfundarins muni reynast eftirminnilegri og áhrifaríkari þegar tíma líða fram en margt það sem hæst hefur borið í fyrstu. -ÓHT KLIPPT OG SKORIÐ Valt reynist valdið Þeir fara allir fyrir bí, var eitt sinn kveðið: nú er Todor Zhivk- ov lagður lágt í Búlgaríu, Jakes og hans menn hlaupnir frá völd- um í Prag og eftir stendur Ce- aucescu einn í Rúmeníu. Og dett- ur engum í hug að hans einvald- skerfi standi lengi eftir að hann sjálfur hverfur af sviði. Upplausn flokksræðis í austan- verðri álfunni kemur ágætlega heim og saman við athuganir þess ágæta marxista Isaacs Deutschers (menn gleyma því oft í frétta- skeytalátunum öllum að marx- ismi er reyndar ekki stjórnkerfi heldur viss tegund söguskýring- ar, sem vísar um leið fram í tím- ann - án þess að marxistar séu allir sammála um framtíðina, þó ekki væri). Deutscher skrifaði bók á fimmtugsafmæli rússnesku byltingarinnar árið 1967 og nefndi hana „Byltingin ó- fullgerða". Þar lagði hann mikla áherslu á það, að í fjölflokkalýðr- æði tapar stétt eða flokkur eða hreyfing ekki öllu sínu þótt pólit- ísk orrusta (t.d. kosningar) tapist - menn geta hörfað til síns bak- lands í valddreifingunni. En ein- kenni alræðis á borð við flokks- ræðið sovéska, segir Deutscher, er það að það býður upp á allt eða ekkert, það grefur undan sínum eigin möguleikum til undanhalds til nýrrar víglinu, það getur hrun- ið - í bókstaflegum skilningi. Það gleðilegasta við þessa þró- un er svo það, að valdhafarnir gefast upp blóðsúthellingalaust, eða svo hefur það verið til þessa að minnsta kosti. Og þar með er grafið undan þekktum kenning- um um að valdið vaxi út úr byss- ustingjunum (Maó formaður) og svo þeirri kenningu, að kommún- ískt flokksræði sé svo altækt og rammbyggt að þjóðfélög sem það hefur hremmt geti ekki breyst (á þessari skoðun hafa ýmsir höf- undar bandarískrar utanríkis- stefnu verið). Dubcek tekur aftur til máls Það gerðist í Prag á dögunum að Alexander Dubcek talaði á gríðarmiklum útifundi og var fagnað ákaflega. Það var Du- bcek, þáverandi formaður Kommúnistaflokks Tékkósló- vakíu, sem byrjaði árið 1968 á umbótum sem voru róttækari en sovéska flokksforystan þoldi - og allir vita hvernig það fór. Dubcek sagði meðal annars þetta við mannfjöldann: „Hugsjón sósíalisma með mennskri ásýnd lifir enn í hugum nýrrar kynslóðar." En eins og menn vita var það slíkur mennskur sósíalismi sem Dubcek letraði á sinn gunnfána áður en hann var hrakinn frá völdum. Þessi orð Dubceks verða borg- aralegum málgögnum tilefni til að segja sem svo, að Dubcek sé reyndar ágætur maður, en maður tíma sem þegar er liðinn. Það séu hinsvegar Ungverjar sem hafi skilið kall tímans og tali þeir sem minnst um sósíalisma, enda ætla þeir - stórnarflokkur sem stjórn- arandstaða - að koma á vestur- evrópsku kerfi í öllum greinum, m.a. með því að selja ríkisfyrir- tækin á uppboði erlendis ef ein- hver vill kaupa. Og svo geta menn farið enn víðar og minnt á það, að meira að segja stjórnarandstaðan („Nýr vettvangur“) í Austur-Þýska- landi leggur nokkra áherslu á það eða hefur gert, að hún vilji ekki hafa kapítalisma eins og þann sem uppi er fyrir vestan þá múra, sem nú er búið að rífa góðu heilli. Þessar misjöfnu áherslur ota að mönnum mikilvægri spurn- ingu: Hvað er það sem fólkið í löndum Austur-Evrópu vill í raun og veru? Við vitum að það vill valdhaf- ana burt, sem hafa setið ára- tugum saman og skammtað sér fríðindi og lof. Það vill losna við lamandi skrifræði, það vill mál- frelsi og ferðafrelsi. Það vill vöru- gnótt í búðum og hærra kaup. Þetta er allt saman tiltölulega ein- falt og sjálfsagt. En það kann að reynast erfitt að finna svör við því, hvort almenningur vill líkja sem nákvæmast eftir t.d. Vestur- Evrópu í öllum greinum eða ekki, þaðan af síður vita menn hvernig það fer í fólk að losna kannski við austantjaldsvanda- mál og hreppa vestantjalds- vandamál í staðinn. Enda ekki að því komið svo heitið geti. Helst vildu menn náttúrlega losna við hin fyrrnefndu án þess að hreppa hin síðarnefndu. Hvað er átt við með því? Ef við berum lauslega saman stöðu verkamanns fyrir vestan og fyrir austan þá fáum við mynd sem lítur sisona út: Sá vestræni verkamaður hefur hærra kaup en félagi hans fyrir austan, hann hefur neytenda- frelsi og möguleika til að nota sér það, hann býr við meiri aga á vinnustað og minna atvinnuör- yggi. Sá austræni hefur lægri tekjur og má þar að auki glíma við vöruskort, vinnuharkan er minni, atvinnuöryggið meira (það hefur verið sú heilög kýr sem ráðandi flokkar í Austur- Evrópu hafa síst viljað slátra). Báðir vinna launavinnu sem þeir hafa takmörkuð áhrif á eða engin. Báðir búa við velferðar- kerfi sem taka almennt mið af framfærsluskyldu þjóðfélagsins, sérkenni þeirra kerfa eru svo þau, að fyrir vestan miðast félags- legt öryggisnet ekki síst við að draga úr sviða atvinnuleysis, en fyrir austan að því að niðurgreiða sem mest húsnæði og menntun og nokkrar allra nauðsynlegustu matvælategundir. Af sjálfu leiðir að ef menn gætu valið sér það skásta úr þessu tvennu, þá væru þeir tiltölulega sáttir við sitt hlutskipti. En það er svo hægara sagt en gert. Rammur hnútur Tökum sem snöggvast dæmi af Póllandi. Þar er komin til valda stjórn sem verklýðshreyfingin Samstaða veitir forystu. Hreyf- ingin fékk byr í vængi í baráttu gegn valdaeinokun, forréttind- um, með verkföllum gegn rétt- leysi og lágu kaupi. Nú sér sú sama Samstaða við stjórnvölin sig neydda til að hækka verð á nauðsynjum (niðurgreiðslurnar voru að sliga ríkissjóð), og banna um leið verkföll eða svo gott sem. Og þó er eftir það sem erfiðast er: með auknum viðskiptatengslum og fjármagnstengslum við Vestur-Evrópu kemur það strax í ljós, að þeir vinnustaðir sem Samstaða sótti mestan styrk til - skipasmíðastöðvar, stáliðjuver, kolanámur - eru einmitt þau fyr- irtæki sem helst eru dauðadæmd fyrirfram í frjálsri samkeppni og erlent kapítal hefur minnstan áhuga á. Þótt þau fengjust gefins. ÁB. pJÓÐVILJINN Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími: 681333 Kvöldsími:681348 Símfax:681935 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Rltstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H.Torfason. Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur RúnarHeiðarsson, HeimirMár Pótursson, HildurFinnsdóttir(pr.), Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurÖmarsson (íþr.), Þröstur Haraldsson. Skrlfstof ustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Augiýsingastjóri: Olga Clausen. Augiýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-ogafgreiðslustjóri:GuðrúnGísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Simfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140kr. Áskriftarverð á mánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN > Þriðjudagur 28. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.