Þjóðviljinn - 29.11.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.11.1989, Blaðsíða 1
ASI Ottast aukið atvinnuleysi SambandsstjórnarfundurASI óttast atvinnuleysi og krefstfrumkvœðis frá stjórn völdum. Ásmundur Stefánsson: Verðum aðfœraniðurverðlagþvíkaupmátturminnkardagfrádegi.PállKr.Pálsson.Skuldsetjumnœstu kynslóðir án ábyrgða Verkalýðshreyfingin hefur miklar áhyggjur af ástandi í atvinnumálum á næstunni og ótt- ast aukið atvinnuleysi verði ekk- ert að gcrt. Sambandsstjórnar- fundur ASÍ gerði í gær kröfu til þess að stjórnvöld beiti öllum til- tækum ráðum til að treysta at- vinnu í landinu. Stjórnvöld verði að hafa öflugt frumkvæði að hag- ræðingu og nýbreytni í atvinnu- lífi, stýra fjárfestingu á réttar brautir, auka rannsóknarstarf og markaðssókn. Þetta kemur fram í ályktun sem fundurinn samþykkti sam- hljóða í gær. Þar segir einnig að miklu máli skipti að fiskafli nýtist sem best til verðmætasköpunar fyrir þjóðarbúið og til að tryggja atvinnuöryggi, nú þegar afli dregst verulega saman. Ennfrem- ur leggur sambandsstjórnin þunga áherslu á að gripið verði þegar til róttækra aðgerða til að aflétta því vaxtaokri sem þjakar jafnt fyrirtæki sem einstaklinga. Frummælendur í umræðunni um atvinnumál voru Örn Frið- riksson varaformaður ASÍ og Páll Kr. Pálsson forstjóri Ið- tæknistofnunar. Örn kom aðal- lega inn á aukið atvinnuleysi í landinu og gerði grein fyrir máli sínu með uggvænlegum spám. Páll fjallaði um leiðir til lausnar í nýsköpun atvinnulífs og þátt verkalýðshreyfingarinnar þar að lútandi. Sagði hann að nær ekk- ert væri rætt um hlutverk Ólafur Ragnar Grímsson, Guðrún Agnarsdóttir og Þorsteinn Pálsson mættu á stuttan stjórnmálafund í Miklagarðiígær.Aðbakiþeimer viðskiptavinurMiklagarössemfylgisteinbeittur meðframvindunni. Mynd: Kristinn Virðisaukaskattur Kaipað í Miklagarði Rás2 meðbeina útsendingu afkapprœðum ÓlafsRagnars Grímssonar, Þorsteins Pálssonar og Guðrúnar Agnarsdóttur íMiklagarði. Ólafur Ragnar: Virðisaukilœkkarmatvœlaverð. Þorsteinn Pálsson: Felur að- eins í sér hálfa endurgreiðslu Olafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði í Mikla- garði í gær, að virðisaukaskattur myndi strax í fyrstu viku janú- armánaðar lækka verð á helstu matvælum um 9-10%. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðis- flokksins hefði ekki þorað að mæta sér í Miklagarði um árið til að ræða matarskattinn en nú væri hann kominn í Miklagarð, ef til vili í fyrsta sinn. Þorsteinn sagði það hins vegar hafa verið hræsni af Ólafi að skora á sig og Jón Baldvin Hannibalsson að mæta sér í Miklagarði. Þessi orð ráðherrans og þing- mannsins féllu á stuttum pólitísk- um fundi sem Rás 2 efndi til í beinni útsendingu í Miklagarði í gær um virðisaukaskattinn. Guð- rún Agnarsdóttir, Kvennalista, var einnig á fundinum og sagði Kvennalistann vilja matarskatt- inn burt og að hætt yrði við upp- töku virðisaukaskatts. Fjármálaráðherra sagði Þor- stein hafa fengið 3 mínútur til að skýra stefnu Sjálfstæðisflokksins í virðisaukamálinu, en hann hefði aðeins talað um sig. Ólafur sagð- ist hafa mætt í Miklagarð á sínum tfma vegna þess að hann hefði aldrei hikað við að tala við fólkið í landinu um sín verk. Þorsteinn hefði hins vegar ekki þorað. Sjálfstæðisflokkurinn og Kvennalistinn lofuðu gulli og grænum skógum, lækkun tekju- skatts, eignarskatts, söluskatts, virðisaukaskatts og vörugjalds en aukningu útgjalda á öllum svið- um. Þessi stefna hefði leitt til öngþveitis þegar Þorsteinn var fjármálaráðherra. ¦ Þorsteinn sagðist vorkenna Ólafi. ASÍ væri að birta tölur um afleiðingar efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar sem væri 14% kjararýrnun. Virðisaukaskattur' væri eðlileg kerfisbreyting sem drægi úr mismunin í skattheimtu og betri samkeppnisstöðu en standa yrði þannig að fram- kvæmdinni að mark væri á tak- andi og á honum yrðu tvö þrep. Guðrún sagðist vilja benda fjármálaráðherra á að afnám matarskattsins myndi ekki þýða minnkun tekna upp á þá upphæð sem hann nú skilaði í ríkissjóð. Stór hluti hans myndi skila sér í annarri neyslu en afnámið bætti afkomu heimilanna. -hmp launþegahreyfingar sem þó væri ákaflega mikilvægur þáttur í enduruppbyggingu atvinnulífs. Páli varð tíðrætt um ábyrgðar- leysi stjórnenda og eigenda fyrir- tækja og sagði þjóðina vera að skuídsetja næstu kynslóðir án nokkurra ábyrgða. Sem dæmi nefndi hann ábyrgðarleysi bankastjóra Landsbankans með því að auka fé til Sambandsins. Nokkur umræða skapaðist um hvort lífeyrissjóðir ætti að taka þátt í hlutabréfakaupum fyrir- tækja. Menn voru sammála um að slíkt gæti reynst vel en þó yrði að fara mjög varlega í sakirnar. Sérstaklega í smærri byggðar- lögum þarsem aðeins eitt eða tvö fyrirtæki skipta sköpum fyrir við- komandi stað. Sambandsstjórnarfundurinn samþykkti á mánudag að fela for- mönnum ASÍ og formönnum landssambanda að taka upp við- ræður við atvinnurekendur og ríkisstjórn um niðurfærslu verð- lags og nýja kjarasamninga. „Við munum reyna að ná fundum strax næstu daga því kaupmáttur fellur hér dag frá degi. Eg get ekkert sagt um hvort ástæða er til bjartsýni í þeim viðræðum en það er mjög mikilvægt að stjórnvöld færi niður verð á nauðsynja- vörum því lágtekjufólk verður illa úti," sagði Ásmundur Stef- ánsson í samtali við Þjóðviljann í gær. Fundurinn fól einnig forsetum ASÍ að skora á ríkisstjórn og Al- þingi að leggja virðisaukaskatt á í tveimur skattþrepum, það lægra 12-13% fyrir brýnustu nauð- synjavörur. Þá studdi fundurinn afstöðu meirihluta stjórnar Húsnæðisstofnunar varðandi hækkun vaxta hjá Byggingarsjóði ríkisins. ^jóm The Beatles Samanáný Paul McCartney fyrrum með- limur The Beatles sagði í gær- kveldi, að svo gæti farið að þeir sem enn væru á lífi úr hljóm- sveitinni, sem sleit samstarfi árið 1970, kæmu saman á ný. Gamli bítillinn staðfesti þetta rétt áður en hann hélt inn á tónleika sem' hann liélt í Los Angeles í gær- kveldi. Að sögn McCartneys er helsta hindrun þess að hann, Ringo Starr og George Harrison spiluðu saman aftur, úr veginum, þar sem sættir hefðu náðst í málarekstri The Beatles við plötufyrirtæki bítlanna og lagamáli hans gegn hinum bítlunum og ekkju John Lennons, Yoko Ono. Að sögn McCartneys er líklegast að hann, Ringo og Harrison sameinist í kvikmyndaverkefni sem kallast „The Long And Winding Road", en það hefur verið í frosti vegna málarekstursins. „Það er einnig mögulegt að ég og Harrison semjum nokkur lög saman en það höfum við aldrei gert," sagði McCartney. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.