Þjóðviljinn - 29.11.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.11.1989, Blaðsíða 5
_________________________ÞJÓPMÁL________________________ Landsfundur Alþýðubandalagsins 1989 Umsköpun Evrópu og hagsmunir íslands Frá panelumræðum um málefni Evrópu. Mynd: Kristinn Miklar og hraðar breytingar eiga sér nú stað í Evrópu. Löndin í Austur-Evrópu feta sig inn á braut blandaðs hagkerfis og lýð- ræðislegra stjórnarhátta. Evr- ópubandalagið er að hrinda í framkvæmd ákvæðum Rómar- sáttmálans frá 1958 um innri markað og stefnir í áttina að ríkisheild. Ríkin í Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA), sem ísland er aðili að, leita aðlögunar að breyttum aðstæðum. Bcrlínar- múrinn er fallinn og járntjaldið sem skipt hefur álfunni í austur og vestur mun brátt heyra sögunni til. Skriður hefur komist á afvopn- un í Evrópu með samningi um afnám meðaldrægra eldflauga og einhliða fækkun í hefðbundnum herafla. Góðar horfur eru á að þáttaskil verði í afvopnunarmál- um á meginlandi álfunnar á næstu misserum með samningum um hefðbundin vopn og traustvekj- andi aðgerðir. íslendingar eiga að leggja sitt af mörkum til afvopnunar og bættra samskipta í Evrópu og á alþjóðavettvangi. Það gerum við best með því að vísa erlendum her úr landinu og draga okkur út úr Nató. Jafnframt þurfum við að leggja ríka áherslu á kjarnorkuaf- vopnun á og í höfunum, sem ís- lendingum stafar gífurleg hætta af. Afvopnun á meginlandinu og lýðræðisþróunin í Austur- Evrópu fela í sér mestu breyting- ar í málefnum álfunnar um langt skeið og minna á vorleysingu. Mestu varðar að þær hafa farið friðsamlega fram og geta leitt til stórbættra samskipta í okkar heimshluta. Evropubandalagiö og hagsmunir íslands íslendingar hljóta að fylgjast af sérstökum áhuga með þróuninni í Evrópu og leggja þar sitt fram í samstarfi við helstu viðskipta- þjóðir okkar og þær þjóðir sem eru okkur skyldastar að menn- ingu og í félagslegum efnum. Aukin tengsl við Evrópu og Norðurlönd sérstaklegaundan- farin ár, hafa verið skýrt mótvægi við bandarísk áhrif og er ástæða til að styrkja þau enn. Landsfundur Alþýðubanda- Iagsins telur að ekki komi til greina að fsland gerist aðili að Evrópubandalaginu. Aðild að EB fæli í sér valda afsal til yfir- þjóðlegra stofnana. Slík aðild væri á engan hátt eftirsóknarverð fyrir okkur íslendinga og bryti í bága við sjálfsákvörðunarrétt og efnahagslega hagsmuni þjóðar- innar. Samskipti Islands við Evr- ópubandalagið eru hins vegar mikil og hafa aukist samhliða stækkun bandalagsins og breytingum á mörkuðum. Ymsir þættir innan EB snerta hagsmuni þjóða sem standa utan bandalagsins og kalla því á við- brögð og samræmingu. Þetta varðar m.a. staðla á framleiðslu- vörum, gæðakröfur, réttindi til náms og starfa, svo og rannsókna- og þróunarstarfsemi. í samstarfi á þessum sviðum geta falist ýmsir jákvæðir möguleikar, en einnig eru þar mörg álitamál og þættir að varast. Við þurfum að eiga góð samskipti við Evr- ópubandalagið og gæta þess að bregðast við breytingum sem þar verða út frá langtímahagsmunum þjóðarinnar. Sérstaða íslands - Sjávarútvegsmál Evrópubandalagið er nú mikil- vægasta markaðassvæði fyrir ís- lenskar sjávarafurðir. Viðskipta- samningur fslands og bandalags- ins frá 1972 ásamt bókun 6 hefur reynst vel, en þarfnast nú endur- skoðunar, ekki síst að því er varð- ar tolla EB á saltfisk og fersk fiskflök. Gífurlegir styrkir til sjá- varútvegs innan EB skerða einn- ig samkeppnisstöðu íslendinga. í því sambandi ber að hafa í huga, að íslendingar heimila tollfrjáls- an og hindrunarlausan innflutn- ing a iðnvarningi frá EB til ís- lands. íslendingar gera kröfu um frí- verslun með fisk án tolla og styrkja. EFTA-ríkin hafa fallist á þá stefnu, en langt virðist í land að hún hljóti undirtektir innan EB, þar sem með sjávarú- tvegsmál er farið svipað og land- búnað. Gæta verður þess í samn- ingum um þessi mál, að fríverslun gangi ekki svo langt að við mis- sum möguleika til þess að stýra ráðstöfun fiskaflans og tryggja að vinnsla haldist í landinu. fsland hefur algjöra sérstöðu hvað snertir mikilvægi sjávarafurða fyrir þjóðarbúskapinn. Því hljót- um við að sækja það fast að ná viðbótarsamningi við Evrópu- bandalagið vegna útflutnings sjávarafurða til bandalagsins. Sjávarútvegsmál eru aðalatriðið í viðskiptalegum samskiptum ís- lendinga við bandalagið og eðli málsins samkvæmt hljóta samn- ingar um þau að vera viðfangs- efni í tvíhliða viðræðum. í viðræðum við EB er það ófrá- víkjanleg forsenda að íslendingar stjórni einir nýtingu fiskistofna við landið og krafa okkar er að fá tollfrjálsan og hindrunarlausan aðgang með sjávarafurðir að mörkuðum bandalagsins hlið- stætt því sem gerist um iðnaðar- vörur. Jafnframt því þurfa ís- lendingar sjálfir að marka sér sjávarútvegsstefnu sem taki mið af heildarhagsmunum og þeirri nauðsyn að hafa í landinu öfiug íslensk fyrirtæki í fiskiðnaði og til að annast sölu afurða. Á sviði sjávarútvegsmála eigum við aðeins takmarkaða samleið með öðrum EFTA- ríkjum, þar sem iðnaðarhags- munir sitja í fyrirrúmi. Undirbúa þarf því hið fyrsta tvíhliða viðræður við Evrópu- bandalagið, m.a. með því að móta skýra íslenska sjávarút- vegsstefnu. Fjármagnshreyfingar íslendingar þurfa á næstu árum að meta, hvort þeir telji sér hag- kvæmt að draga úr einhverjum hömlum varðandi fjármagns- hreyfingar og erlenda fjármála- þjónustu. í því sambandi er nauðsynlegt að gera sér ljóst að óheftar fjármagnshreyfingar og erlend bankastarfsemi í landinu getur haft ýmsar hættur í för með sér. Óheftar fjármagnshreyfingar takmarka verulega möguleika á að reka efnahagsstefnu, sem tæki mið af íslenskum aðstæðum. Ekki liggur nú fyrir með hvaða hætti komið verður í veg fyrir að erlendir hagsmunir muni ná ítökum í íslenskum sjávarútvegi ef fjármagnshreyfingar yrðu óheftar, erlendir bankar störfuðu í landinu og útlendingar fengju hér fullan búseturétt. Reynsla ýmissa jaðarsvæða bendir til þess að óheftar fjármagnshreyfingar leiði til útstreymis fjármagns, og fyrir byggðamál á íslandi gæti slíkt haft hörmulegar afleiðingar. Við íslendingar eigum því ekki að gera breytingar á núverandi skipan á flutningi fjármagns og varðandi þjónustu og búseturétt nema ljóst sé að það hafi jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf og samfélag. Samskipti EFTA og EB Viðræður á vettvangi EFTA við EB á grundvelli Óslóar- yfirlýsingarinnar frá í mars 1989 snúast fyrst og fremst um að yfir- færa innri markað Evrópubanda- lagsins til EFTA-ríkjanna og mynda þannig svokallað Evr- ópskt efnahagssvæði. Þótt afnám á einhverjum hömlum varðandi fjármagn, þjónustustarfsemi og búsetu geti verið jákvætt á vissum sviðum, hefur það um leið í för með sér augljósar hættur fyrir efnahag okkar og sjálfstæði. Því verður að fara að með fyllstu gát. Evrópubandalagið hefur engin svör veitt um fyrirvara, sem gerð- ir hafa verið um náttúruauðlindir og búseturétt. Eftir viðræður milli EB og EFTA að undanförnu um Evr- ópskt efnahagssvæði liggur það m.a. fyrir, að af íslands hálfu hafa engin sérstök skilyrði eða fyrirvarar verið settir fram um fjármagnsflutninga. Engar niðurstöður eru fengnar innan EFTA um breytingu á skipulagi samtakanna, en flest bendir til þess að tilkoma Evr- ópsks efnahagssvæðis leiði af sér yfirþjóðlegt vald innan EFTA varðandi stofnanir, eftirlit og dómstóla. Almenningur á íslandi hefur lítið ráðrúm haft til þess að setja sig inn í Evrópumálin, og skoð- anakannanir benda til þess að þekking á þeim sé í molum meðal landsmanna. Alþingi hefur enn ekki fengið skýrslu um niðurstöð- ur viðræðna á vettvangi EFTA og EB og er ætlaður sáralítill tími til að fjalla um málin. Ekki er hægt að fallast á að á næstu vikum verði knúin fram af- staða um aðild íslands að form- legum samningaviðræðum EFTA við Evrópubandalagið um myndun Evrópsks efnahagssvæð- is. Óhjákvæmilegt er að frekari umræður fari fram, áður en til slíkrar ákvörðunar er gengið og að almenningi gefist kostur á að setja sig inn í málavexti. Landsfundurinn telur óhjá- kvæmilegt, að farið verði vand- lega yfir málið í heild og þá skýru fyrirvara sem nauðsynlegt er að fyrir liggi, áður en afstaða er tekin til formlegra samningavið- ræðna. í ljósi ofangreindra sjónarmiða felur landsfundurinn þingflokki Alþýðubandalagsins, að höfðu samráði við framkvæmdastjórn flokksins, að taka endanlega af- stöðu til málsins á Alþingi og í ríkisstjórn. Víðtæk athugun á samskiptum við umheiminn Landsfundur Alþýðubanda- lagsins telur mikla þörf á að fram fari víðtæk og vönduð athugun á samskiptum Islands við umheim- inn, jafnt í viðskiptalegum, menningarlegum og félagslegum efnum. Leita á samvinnu til allra átta án þess að skerða svigrúm og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinn- ar. Þátttaka í EFTA er eðlileg nú sem fyrr, sem og þátttaka í sam- starfsverkefnum á mörgum svið- um gagnvart EB á grundvelli Lúxemborgaryfirlýsingarinnar frá 1984. Jafnframt þarf að fara fram ít- arleg athugun á möguleikum til að að efla samskipti við önnur lönd og svæði, m.a. í Austur- Evrópu, Norður-Ameríku, Suður-Ameríku og Austur-Asíu. Þannig þarf sem fyrst að draga upp skýra mynd af viðskipta- legum hagsmunum landsins í víðu samhengi og taka ákvarðan- ir á grundvelli slíkrar athugunar. Leiðrétting í Þjóðviljanum í gær birtist með tveim ályktunum 9. lands- fundar Alþýðubandalagsins til- laga sem ber nafnið „Grundvall- arbreyting auðlindaskatts á sjáv- arútveg". Niður féll að geta þess að tillagan var ekki samþykkt á landsfundinum en var vísað til miðstjórnar flokksins til umfjöll- unar. Alyktun um eiiend samskipti Alþýðubandalagið telur mikil- vægt að eiga góð samskipti við sósíalista og aðra jafnaðarmenn í öðrum löndum. Skoðanaskipti sósíalista á Norðurlöndum og öðrum löndum Evrópu eru sér- staklega þýðingarmikil á næstu árum, m.a. vegna örrar þróunar í málefnum álfunnar. Alþýðubandalagið mun því nýta þau tækifæri sem gefast á næstunni er veita Alþýðubanda- lagsfólki kost á að kynnast við- horfum sósíalista sem víðast og skýra sjónarmið fslendinga, jafn- framt sem tækifæri fæst til gagn- legra skoðanaskipta. Samskipti af þessu tagi verða m.a. með gagnkvæmum heim- sóknum, þátttöku í fundum, ráð- stefnum og öðrum samkomum þar sem koma saman fulltrúar flokka og samtaka sem byggja á viðhorfum sem falla að þeim sjónarmiðum sem Alþýðubanda- lagið byggir á. Landsfundur Alþýðubanda- lagsins samþykkir að fela fram- kvæmdastjórn að skipa starfshóp er fái það hlutverk að afla upplýs- inga um erlenda flokka og samtök sem gagnlegt kann að vera fyrir Alþýðubandalagið að eiga samskipti við. Jafnframt skal hópurinn standa fyrir kynningu og umræðum um þessi efni innan flokksins á næstu tveimur árum. Miðvikudagur 29. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN — SfÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.