Þjóðviljinn - 30.11.1989, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 30. nóvember 1989 205. tölublað 54. árgangur
Alþingi
Vantraust á ríkisstjómina
Stjórnarandstaðan segir ríkisstjórnina ófœra um stjórn landsins vegna sundurlyndis varðandi virðisauka
og stefnuleysis í EB ogEFTA málum. Forsœtisráðherrafagnarvantrauststillbgunni og fjármálaráðherra
segir tímasetninguna skrýtna
Stjórnarandstaðan bar í eær
upp vantrauststíllögu á ríkis-
stjórn Steingríms Hermanns-
sonar og fer fram á að þing verði
rofið og efnt til kosninga svo fljótt
sem auðið er. Atkvæðagreiðsla
fer fram um vantraustið á Alþingi
í kvöld og er það í samræmi við
óskir forsætisráðherra, Stein-
gríms Hermannssonar, sem sagð-
ist fagna tillögunni og vilja at-
kvæðagreiðslu um hana sem
Fáskrúðsfjörður
Dyntótt
ogstygg
Demantssfld ífirðinum
Ingvi Rafn og áhöfn hans á
Guðmundi Krístni frá Fáskrúðs-
firði kláruðu sfldarkvótann í
fyrradag þegar þeir fengu 140
tonn af svokallaðri demantssfld í
firðinum og hafa þeir þá veitt
2.220 tonn af sfld á þessari vertíð.
Að sögn Ingva Rafns hefur
lítið verið af svona stórri og búst-
inni sfld á miðunum til þessa.
Hann sagði ógerlegt að segja
nokkuð til um það hvort hún væri
núna loksins farin að gefa sig inni
á fjörðunum fyrir austan. „Hún
er illveiðanleg, dyntótt og stygg
og þessvegna ánægjulegt að enda
vertíðina með því að hitta á hana
svona í lokin," sagði Ingvi Rafn.
-grh
Virðisaukaskattur
Málamiðlun
í loftinu
Þetta mál er enn til meðferðar
hjá ríkisstjórninni, við hðfum
ekki haft tíma til a'ð' setjast sam-
eiginlega yfir málinu en ætlum að
tfúka þessu á fðstudaginn, sagði
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra þegar hann var
spurður hvort niðurstaða hefði
náðst í deilum innan stjórnarinn-
ar um upptöku virðisaukaskatts.
Ráðherrarnir ræddust við sím-
leiðis á þriðjudagskvöld, að sögn
Steingríms. Hann vildi ekkert
fullyrða um hvort virðisauka-
lögin tækju gildi um áramótin,
það væri einn kostur og ekki sá
versti. En ef lögin tækju gildi án
þeirra breytingatillagna sem nú
lægju fyrir þinginu, yrði ríkis-
sjóður fyrir verulegu tekjutapi.
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans er málamiðlun þegar
fundin og aðeins eftir að setjast
niður og finna rétta orðalagið.
Málamiðlunin mun felast í því, að
virðisaukaskatturinn taki gildi
eins og upprunalegt samkomulag
stjórnarflokkanna gerði ráð fyrir,
en tveggja þrepa virðisauka-
skattur verði settur í vandlega at-
hugun. -limp
fyrst. Þorsteinn Pálsson formað-
ur, Sjálfstæðisflokksins og fyrsti
flutningsmaður vantraustsins,
benti á að margir stjórnarþing-
menn hefðu lýst yfir óánægju með
stjórnarstefhuna og nú væri tæki-
færí fyrir þá til að standa við orð
sín.
Þorsteinn sagði í samtali við
Þjóðviljann, að sumir stjórnar-
þingmenn hefðu sett fram kröfu
um nýja efnhagsstefnu, aðrir sett
stóra fyrirvara varðandi forsend-
ur fjárlagafrumvarps og lýst and-
stöðu við grundvallarskatta-
stefnu ríkisstjórnarinnar. Nú
reyndi á hvort þessir þingmenn
væru aðeins með hræsnisfullan
tvískinnung gagnvart kjósend-
um, eða meintu eitthvað með því
sem þeir segðu. Vantraustið væri
borið upp nú vegna þess að mál
væru komin í mikið óefni og
önnur eins staða hefði varia kom-
ið upp gagnvart nokkurri ríkis-
stjórn. Hún hefði misst tök á
öllum málum, gæti ekki komið
virðisaukaskatti til framkvæmda
sem samþykktur hefði verið á Al-
þingi og komið hefði í ljós að
henni væri ekki treystandi til að
gæta mikilvægustu hagsmuna ís-
lendinga í stærstu alþjóðlegum
samningum sem ísland hefði
tekið þátt í. Efnahagsstefna ríkis-
stjórnarinnar hefði einnig leitt til
kaupmáttarhruns langt umfram
rýrnun þjóðartekna.
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra sagði þá röksemd-
arfærslu að efnhagsstefna ríkis-
stjórnarinnar væri ónýt, mjög
skrýtna. Tímasetningin væri
einnig skrýtin þar sem núna fyrst
væri árangur efnahagsaðgerða
stjórnarinnar að koma í ljós. í
fyrsta sinn í tvö ár væru útflutn-
ingsatvinnuvegirnir reknir með
jákvæðum hætti. Ríkisstjórninni
hefði tekist að snúa við hruni at-
vinnulífsins og koma í veg fyrir
stöðvun þess, eins og blasað hefði
við eftir ríkisstjórn Þorsteins
Pálssonar. Þetta væri viðurkennt
af öllum forsvarsmönnum sjávar-
útvegs og fiskvinnslu.
Fjármálaráðherra sagði vöru-
skiptajöfnuð nú jákvæðan í fyrsta
skipti síðan 1986, meira væri flutt
út en inn. En vöruskiptajöfnuð-
urinn hefði verið í graut í tíð Þor-
steins þegar meira var flutt inn er
út. „Þá hefur tekist að skap;
jafnvægi á peningamarkaði
þannig að lausafjárstaðá bank;
er betri en í langan tíma," sagð
Ólafur. Nýjustu skýrslur Seðla
bankans sýndu mikla raunvaxta
breytingu þótt enn þyrfti ac
fylgja þeim málum eftir. Tekisi
hefði að eyða þeirri þenslu serr.
ríkti og var að sporðreisa landið.
Ráðherrann sagði stefnu stjórn-
arinnar skila nýju efnhagslegu
jafnvægi eftir stórslys Sjálfstæðis-
flokksins. Tímasetning van-
traustsins hefði því varla getað
verið óheppilegri fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn og Kvennalistann.
Formaður þingflokks Kvenna-
Ustans, Danfríður Skarphéðins-
dóttir, sagði Kvennalistann
standa að vantrausti vegna þess
að allt væri í upplausn og óeirð
innan rikisstjórnarinnar. Ekki
væri hægt að sjá að stjórnin gæti
haldið vel á nokkrum málum.
Nefndi Danfríður viðræðurnar
við EB, virðisaukaskattinn og
frumvarp til aðstoðar loðdýra-
rækt, sem einn stjórnarflokkanna
hefði sett sig upp á móti en hinir >
samþykkt.
Vantraust á ríkisstjórn er borið
upp í sameinuðu þingi þar sem
ríkisstjórnin hefur öruggan
meirihluta, eða 37 þingmenn af
63.
-hmp
Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins leggur á ráðin með Eyjólfi
Konráð Jónssyni og Ólafi G. Einarssyni. Mynd: Kristinn.
Loðna
Lýst eftir kynþroska loðnu
ÁrniFriðriksson: Lítið afkynþroska loðnufyrir norðan og austan. Loðnu-
nefnd: Smáloðna út um allan sjó. Ofsnemmt að mála skrattann á vegginn.
Síldarvinnslan: Eittþúsund tonn komin á land. Miðað við sama tíma ífyrra
nemur tekjutapið um 200 miljónum króna
Það er smáloðna út um allan sjó
svo það er ekki fæðuskort i um
að kenna að ekki hefur fundist né
veiðst meira af kynþroska loðnu
en raun ber vitni. Þannig að ég tel
alltof snemmt að mála skrattann
á vegginn þótt veiðarnar gangi
ekki sem skyldi nú í augnablik-
inu, sagði Ástráður Ingvarsson
hjá Loðnunefnd.
Engin veiði var í fyrrinótt á
loðnumiðunum úti fyrir Norður-
landi sökum brælu. Þó tilkynntu
14 skip um samtals 7 þúsund
tonna afla frá miðnætti sem þau
höfðu náð að skrapa saman áður
en byrjaði að bræla fyrir alvöru á
miðunum. Ekki var útlit fyrir
neina veiði í gær sökum veðurs.
Heildaraflinn frá vertíðarbyrjun
er því orðinn um 32 þúsund tonn
en var á sama tíma í fyrra vel yfir
160 þúsund tonn.
Þessi lélega loðnuveiði er farin
að fara fyrir brjóstið á sjó-
mönnum sem og öðrum sem eiga
afkomu sína undir loðnunni. Til
að mynda hafa aðeins borist á
land til Sfldarvinnslunnar í Nes-
kaupstað um eitt þúsund tonn af
loðnu en á sama tíma í fyrra um
20 þúsund tonn og árið þar á
undan um 30 þúsund tonn. Að
sögn Finnboga Jónssonar fram-
kvæmdastjóri er tekjutapið
vegna þessa aflabrests metið á
um 200 miljónir króna og munar
um minna.
Þá auka ekki bjartsýni manna
þær fréttir sem berast frá Haf-
rannsóknastofnun eftir fimm
vikna loðnuleit rannsóknaskips-
ins Árna Friðrikssonar fyrir vest-
an og norðan land. Að sögn
Sveins Sveinbjörnssonar leiðang-
ursstjóra fundu þeir á Árna lítið
af loðnu en að öðru leyti vildi
hann ekki tjá sig um niðurstöður
leiðangursins fyrr en búið væri að
ganga frá gögnum úr leiðangri
rannsóknaskipsins Bjarna
Sæmundssonar. Skipin mættust
út af Vestfjörðum um miðjan
mánuðinn í loðnuleit og síðan
leitaði Bjarni að loðnu fyrir
austan land og var skipið væntan-
legt til lands í gær. Vegna hafi'ss
fyrir Norðvesturlandi var ekki
hægt að leita þar að loðnu og má
vera að hún haldi sig enn þar
nyrðra undir ísnum.
Loðnan er sem kunnugt er
uppsjávarfiskur sem þrífst best í
skilum milli hlýrra og kaldra haf-
strauma og ef breyting verður á
þessum umhverfisþáttum vegna
veðurfarsbreytinga getur það
valdið vissum ruglingi hjá loðn- •
unni miðað við það sem er í
venjulegu árferði. Hvort það er
skýringin á því að lítið hefur
fundist af kynþroska loðnu eða
hvort hún felur sig undir ís-
breiðunni er of snemmt að full-
yrða um að svo stöddu.
-grh