Þjóðviljinn - 30.11.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.11.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINN Málgagn sósfalisma, þjóðfrelsls og verkalýðshreyfingar Dæmi loðfeldanna í dag er haldinn aðalfundur Sambands íslenskra loðdýra- ræktenda í mesta uppnámi sem þessi búgrein hefur valdið. Á sama tíma verður trúlega lögð fyrir Alþingi umdeild tillaga að lausn fjárhagsvanda greinarinnar, málamiðlun sem ríkis- stjórnarflokkarnir birtu í fyrradag í lagafrumvarpi um skuld- breytingar vegna loðdýraræktar. Ekki þurfti að bíða lengi eftir harkalegum viðbrögðum hagsmunaaðila við hugmyndum ríkisstjómarinnar. í yfirlýs- ingu Stéttarsambands bænda í gær eru aðgerðir ríkisstjóm- arinnar átaldar harðlega og gefið í skyn að þær séu aðeins dulbúin „ákvörðun um að leggja loðdýrarækt niður sem atvinnugrein hér á landi." Lögð er áhersla á að uppbygging loðdýraræktarinnar hafi verið gerð að frumkvæði stjórnvalda og að hrun greinarinnar sé „áfall, ekki einasta fyrir landbúnaðinn, heldur atvinnulíf landsmanna í heild". Loks krefst Stéttarsambandið að stjórnvöld komi til aðstoðar þeim hundruðum fjölskyldna sem nú verða fyrir félagslegu og fjárhagslegu áfalli. Hverjar eru raunverulegar orsakir þess að loðdýrarækt virðist í stað ágóða og styrkingar ætla að leiða til taps og tæringar í sveitum landsins? Eru ástæðurnar af erlendum eða innlendum toga? Hefði verið hægt að afstýra þessari óheillaþróun? Allar þessar spumingar krefjast svara, ekki eingöngu vegna loðdýraræktarinnar, heldur vegna allrar atvinnuupp- byggingar, skipulags og fjárfestinga í landinu. Loðdýra- ræktin er á vissan hátt dæmisaga um íslenska aðferð, sem ekki dugir lengur. Ekki koma t.d. öll kurl til grafar í röksemdum bænda, þegar þeir bregða Ijósi á orsakir vandans. Þeir benda á markaðssveiflur erlendis, rangar stjórnvaldsaðgerðir hér- lendis, fastgengisstefnu og okurvexti. Auðvelt er að sýna fram á, að allar þessar forsendur liggja að baki stöðunni nú. En fleira kemur til. Loðdýrabændum er gjarnt að trúa því, að sölutregða og verðfall á loðfeldum í heiminum sé nokkuð lögmálsbundin sveifla og að jafnvægi verði aftur náð eftir 2 ár. Bændur telja, að sökum þess að allir loðdýraræktendur heims dragi nú verulega úr framleiðslu muni framboð hafa minnkað nóg innan fárra missera til að hífa verðið og eftirspurnina upp aftur. í trausti þessa setja þeir fram óskir um opinbera fyrir- greiðslu og fjárhagsaðstoð til að brúa þetta erfiðleikatímabil, þar til loðdýraræktin fer að blómstra á nýjan leik. Flest bendir til að þessi von sé tálsýn ein. Markaðshrunið stafar að verulegu leyti af áralangri baráttu umhverfisvernd- arfólks, en ekki vegna off ramleiðslu á markaði eða hlýnandi veðurfars. Sú barátta og vakning sem orðið hefur á fáum árum í umhverfismálum og dýravernd er aðeins daufur fyrir- boði þess sem koma skal, að mati margra þeirra sem reyna að skyggna framtíðartilhneigingar. Loðdýrastríðið er að líkindum jafn tapað og hvalamálið. Það eru ekki lengur sérvitringar og teprur sem berjast í fylkingarbrjósti umhverfisverndarsamtaka og dýravina. Þangað eru komnir þjóðarleiðartogar, stærstu fyrirtækja- samsteypur og stjórnmálaflokkar. Dæmisaga loðfeldanna fræðir okkur á því, að nánast ástríðufull árvekni um þróun í heiminum er eina leiðin til þess að verjast skakkaföllum og byggja rétt upp. Litla dæmið um æðardúninn sem Evrópubandalagið hef- ur sett á bannlista vegna útrýmingarhættu æðarfugla er skýrt upphrópunarmerki aftan við þann kafla sem nú hlýtur að fara að Ijúka í íslenskri hagsmunagæslu. Dæmisaga loðfeldanna kennir líka, hvernig fjármögnun og skipulagi hefur löngum verið háttað hjá okkur. Engan óraði fyrir þeirri fjárfestingu sem lá á bak við hvert ársverk í loðdýrarækt á íslandi, fyrr en kreppan skall á og saman voru teknar tölur úr ýmsum áttum. Þá kom í Ijós, að svo margir aðilar, stofnanir, bankar og sjóðir voru viðriðnir loðdýrtn, að illkleift var að átta sig á umfangi dæmisins lengi vel. Loð- dýraræktin opinberar í hnotskurn sambærilegan vanda verslunar, þjónustu og jafnvel heilsugæslu. Ekkert tal af þessu tagi má koma í veg fyrir að þær fjölskyldur loðdýrabænda sem nú hafa lent í kröggum sem helst má líkja við náttúruhamfarir, njóti f ulls réttlætis af hálfu stjórnvalda. -ÓHT KLIPPT OG SKÖRIÐ NATO er byggðamálið mesta! Kristinn Pétursson, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Austfjörðum, skrifaði grein í Morgunblaðið í fyrri viku. Hún er um varaflugvöll fyrir Nató, sem þingmaðurinn er orðinn langeygur eftir og hefur mikinn áhuga á lagður verði í hans kjör- dærrii og kallar hann varaflugvöll þennan „eitt mikilvægasta byggð- amálið". Þingmaðurinn byrjar á því, svosem í kurteisisskyni, að brýna það fyrir Nató, að eiginlega þurfi hernaðarbandalagið á slíkum flugvelli að halda, eins þótt sambúð austurs og vesturs fari mjög batnandi. Kristinn Péturs- son er nefnilega einn þeirra til- tölulega mörgu Morgunblað- spenna sem óttast það stórlega, að hlákan í aiþjóðamálum leiði til þess að íslenskir aðilar hætti að geta grætt á hernum. Þess vegna snýr þessi þingmaður Sjálfstæðis- flokksins sér fyrst til Nató og vill fyrir sitt leyti fyrir hvern mun koma í veg fyrir að þeir sem þar stjórna sofni á sínu varðbergi: „Einræðisskipulaginu verður aldrei treystandi til fulls og lýð- ræðisþrón í austantjaldslöndun- um mun taka langan tíma," segir hann. Sleppum hernaðar- kjaftæðinu En viti menn. Strax í næsta kafla greinarinnar kemur það í ljós, að þingmaðurinn hefur síst af öllu trú á því að margræddur varaflugvöllur sé einhverskonar varnar- og lýðræðisnauðsyn. Þar segir hann skýrt og skorinort: „Við skulum fara að hugsa um þessi mál út frá staðreyndum og sleppa „hernaðarkjaftæðinu." Svalur maður hr. Kristinn Pét- ursson. Og hverjar eru svo staðreyndir málsins að dómi Austurlands- þingmanns Sjálfstæðisflokksins? Þær eru einkum þessar hér: „Varaflugvöllur NATO gefur ferðamannaþjónustu sem vax- andi atvinnnugrein stórbrotna möguleika. Flugvöllur með svo fullkominn öryggisbúnað hefur alla burði til þess að stuðla mjög að fjölgun millilendinga erlendra flugfélaga hér á landi. Lítum á legu okkar. Yfir ísland og rétt hjá fljúga um 300 flugvélar á sólar- hring! Eigum við ekki að koma einhverju af þessu niður á jörðina og efla ferðamannaþjónustu." Og hér eftir kemur svo setningin sem áðan var til vitnað: „Við þurfum að fara að hugsa þessi málefni út frá staðreyndum." Og síðan er því við bætt, að með auknum lendingum erlendum á Egilsstöðum mundu aukast við- skipti við ferðaþjónustu bænda, sem „er mjög gott málefni", þá mundi margnefndur flugvöllur og gera það mun styttra fyrir ýmis fiskeldisfyrirtæki að koma afurð- um sínum í flugfragt. Það er ekki lengi verið að gifta hana Möngu. Staðreyndir á brauðfótum Ekki úr vegi að skoða ögn nán- ar trú og traust þingmannsins á „staðreyndir". Það er vafalaust „staðreynd" að Austlendingar vilja eiga stærri og betri flugvöll en þeir nú eiga. Og að hann gæti komið sér vel á fleiri en einu sviði. En í fyrsta lagi er það held- ur en ekki ólíklegt að erlend flugfélög vilji fjölga að ráði milli- lendingum á Islandi vegna þess að þar væri til alþjóðlegur vara- flugvöllur. Með allri virðingu fyrir þeirri freistingu sem ferða- þjónusta bænda kann að vera les- endum Njálu og Nonna. Hér er ekki „staðreyndamat" á ferð, heldur miklu heldur óskhyggja: æ það munar svo litlu að heimurinn sé eins og ég vil að hann sé. En það er annað sem er miklu hæpnara við staðreyndatalið í þingmanninum. Og það er blátt áfram þessi tenging, að varaflug- völlur fyrir NATO eigi að verða einskonar hornsteinn byggða- stefnu, að mannvirkjasjóður hernaðarbandalags eigi að vera sjálfsögð afgreiðslustofnun fyrir ferðaþjónustu bænda og mark- aðsþjónustu fiskeldisins. Óttinn við friðinn Eins og nærri má geta er hér eina ferðina enn um að ræða það hernám hugarfarsins, sem meira að segja Morgunblaðið kemur stöku sinnum auga á. Sá hugsun- arháttur að herinn bandaríski eigi fyrst og síðast að vera einskonar aukabúgrein í íslensku þjóðfé- lagi, eitthvað sem heldur uppi arðseminni, einskonar gulltryggð loðdýrarækt sem aldrei lendir í vondum markaðssveiflum og annarri óáran. Þessi hugsunarháttur er svo- sem ekkert nýmæli: Það mátti ljóst vera þegar hópurinn Varið land efndi til undirskriftasöfnun- ar í tíð vinstristjórnar Ólafs Jó- hannessonar undir áskorun um að herinn væri ekki látinn fara, að miklar undirtektir undir þá áskorun voru ekki tengdar því, að landsmenn væru fjarskalega hræddir við Rússa eða meðvitað- ir um hernaðarþarfir Nató. Mikill hluti undirskrifenda svamlaði um í hálfgerðu meðvitundarleysi með það þó helst á bak við eyrað (þótt ósagt væri) að ekki mættu menn missa þann spón úr sínum aski sem herinn væri. Magnús Kjartansson skrifaði um það leyti snöfurlegar greinar, þar sem hann kvaðst óttast það, að þegar að því kæmi að stórveldin færu að afvopnast og herstöðvar þeirra á erlendri grund þættu þeim mun óþarfari, þá væru menn hér á landi orðnir svo háðir útgerð á herinn að þeir gætu ekki f agnað betri tíð og afvopnun. Heldur mundu þeir ófáir sem mundu krjúpa á kné og grátbiðja Kan- ann að fara ekki. Því miður bendir ýmislegt af •því sem mönnum hrekkur af munni um þessar mundir til þess, að sá uggur sem greip Magnús Kjartansson og fleiri góða menn á dögum Varins lands sé á alltof góðum rökum reistur. Góði guð láttu Amríkanana koma aftur eins og skot, sagði Kleópatra í Atómstöðinni. Góði guð láttu Kanana ekki treysta Rússum of vel, biðja menn í Morgunblaðinu. Góði guð, sendu okkur Rússagrýluna aft- ur.... AB þJÓÐVILJINH Síðumúla 6 -108 Reykjavík Sími: 681333 Kvöldsími:681348 Símfax: 681935 Útgafandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvœmdastjórl: Hallur Páll Jónsson. RlUtJórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Tortason. Fréttaatjóri: Sigurður A. Friðþjðfsson. Aðrlr blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elias Mar (pr.), Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Petursson, Hildur Finnsd6ttir(pr.), Ingibjörg Þorsteinsdðttir, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingyarsson (Ijósm.), Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞortinnurOmarsson (íþr.), ÞrösturHaraldsson. SkrlfstofustjórhSigrúnGunnarsdóttir. Skrifatofa: Guörún Geirsdóttir, Kristfn Pétursdóttir. Auglýslngastjórl: OlgaClausen. Auglýslngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. S(mavarala:SigrlðurKristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. B(lst]or I: Jona Sigurdórsdðttir. Útbrelðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gisiadðttir. Afgrolðsla: Bára Sigurðardöttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhaimtuma&ur: Katrin Bárðardðttir. Utkoyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Sfðumú la 6, Reykjavlk, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Símfax:68 19 35 Auglýslngar: Síðumúla 6, slmar 681331 og 681310. Umbrotogsetnlna:PrentsmiðjaÞjððviljanshf. Prentun: Blaðaprenthf. Vorð í lauaasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Áskrfftarverð á mánuðl: 1000 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN | Flmmtudagur 30. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.