Þjóðviljinn - 30.11.1989, Page 6

Þjóðviljinn - 30.11.1989, Page 6
ERLENDAR FRÉTTIR Atlantshafsbandalag , ,Sovéthætta að mestu úr sögunni“ Óvinarímynd að hverfa - og hvað svo? Vestrœnir ráðamenn um hermál vita eigisvo gjörla hvernig bregðast skulivið breytingum austantjalds „Hin sígilda sovétógnun er orðin mjög lítil. Það er nokkuð ljóst að Varsjárbandalagið myndi ekki standa að neinni árás á Nató,“ segir Wolfgang Heisen- berg, varnarmálasérfræðingur við Centre for European Policy Studies í Brussel. Hann segir einnig að þetta sé „með afbrigð- um erfitt vandamál fyrir Atlants- hafsbandalagið.“ Mikilvægur máttarstólpi heimsmyndar Nató í 40 ára sögu þess hefur verið óvinarímynd þess, Sovétnkin og Varsjár- bandalagið. Eftir það sem gerst hefur á þessu ári er því eðlilegt að margir velunnarar Atlantshafs- bandalagsins sjái fram á sálar- krísu og tilvistarkreppu þegar það meginsameiningarafl sem óvinarímyndin var virðist á hraðri leið með að gufa upp. Eftir fund varnarmálaráðherra Natóríkja í vikubyrjun komast fréttamenn að orði á þá leið, að örlagaríkir atburðir í austur- blökkinni gerist nú svo hratt, að vesturblökkin hafi ekki undan að átta sig á þeim. Enn síður sé ráða- mönnum vestra um hermál ljóst, hvemig við skuli bregðast. Annar varnarmálasérfræðingur, Daniel Rotfeld við Alþjóðlegu friðar- rannsóknarstofnunina (SIPRI) í Stokkhólmi, telur Nató alltof svifaseint með hliðsjón af breytingum í Varsjárbandalags- löndum, sem Rotfeld segir að ættu að gera Natóríkjum fært að lækka útgjöld til vígbúnaðar í samræmi við óskir mikils þorra almennings. í yfirlýsingu varnarmála- ráðherranna í fundarlok viður- kennir Nató í fyrsta sinn að Var- sjárbandalagið sé byrjað á niður- skurði vígbúnaðar og fækkun í herjum, en vestrænir varnar- málasérfræðingar benda á að eigi að síður hafi ráðherramir eftir Indland Gandhi áfram leiðtogi Þjóðþingsflokks Heittrúarhindúar aðalsigurvegarar kosninganna. Vilja hind- úasið sem ríkistrú og afnám meintra sérréttinda múslíma Rajiv Gandhi, forsætisráð- herra Indlands og leiðtogi Þjóð- þingsflokksins þarlendis, baðst í gær lausnar fyrir sína hönd og ríkisstjórnar sinnar. Eigi að síður og þrátt fyrir kosningaósigurinn var hann í gærkvöidi í einu hljóði endurkjörinn leiðtogi Þjóðþings- flokksins. Búist er við að Vis- hwanath Pratap Singh, helsta forkólfi Þjóðfylkingarinnar, verði falið að mynda nýja ríkis- stjórn. Þegar úrslit voru kunn í 500 af 525 kjördæmum eftir þingkosn- ingarnar, sem lauk á sunnudag, höfðú Þjóðþingsflokkurinn og svæðisbundnir flokkar í banda- lagi við hann fengið 204 þing- menn kjörna, Þjóðfylkingin 130, Bharatiya Janata 83, Marxíski kommúnistaflokkurinn (Com- munist Party of India-Marxist) 32, Kommúnistaflokkur Ind- lands 10 og aðrir flokkar og óháð- ir 41. Þegar ljóst varð að Þjóð- þingsflokkurinn, sem stjórnað hefur í Indlandi alla tíð frá því að það varð sjálfstætt 1947 að rúm- um tveimur árum undanteknum, myndi missa þingmeirihluta sinn, ákvað fomsta flokksins að hafa sig ekki í frammi til stjómar- myndunar fyrst um sinn. „Það er best að lofa þjóðinni að smakka á glundroðanum þeirra (stjómar- andstöðunnar),“ sagði einn tals- manna flokksins. Aðalsigurvegari kosninganna er að flestra dómi Bharatiya Jan- ata, flokkur heittrúarhindúa, sem ekki hafði nema tvö sæti á fráfarandi þingi en sópaði nú að sér fylgi í norðurfylkjunum, þar sem miklar viðsjár hafa undan- farið verið með hindúum og mús- límum. Flokkurinn hefur heitið Þjóðfylkingunni stuðningi til stjórnarmyndunar, þó með sem- ingi og tekið fram, að sá stuðn- ingur verði ekki skilyrðislaus. Samkvæmt stjórnarskrá Indlands eru engin trúarbrögð sett hærra en önnur, en Bharatiya vill gera hindúasið að ríkistrú og fella úr stjórnarskrá ýmis ákvæði, sem flokkurinn telur tryggja öðmm Lal Krishna Advani, leiðtogi Bharatiya Janata, hrósar sigri blómum skrýddur að þarlands- sið. trúflokkum, einkum múslimum, sérréttindi. Kommúnistaflokk- arnir tveir hafa heitið Þjóðfylk- ingunni skilyrðislausum stuðn- ingi til stjórnarmyndunar. Ætti Þjóðfylkingin því að geta mynd- að stjóm með þingmeirihluta að baki, en hætt er við að los verði á þeirri fylkingu, því að heittrúar- hindúar og kommúnistar eru eins og hundur og köttur og aðilar þeir ýmsir, sem að Þjóðfylking- unni standa, eru einnig sundur- þykkir um margt. Reuter/-dþ. Tékkóslóvakía Valdaeinokun kommún- istaflokks afnumin Tékkóslóvakíska sambands- þingið samþykkti í gær einróma að fella úr gildi fjórðu grein stjórnarskrárinnar, en í henni stendur að kommúnistaflokkur landsins skuli hafa forustu í stjórnmálum þess. Hefur þar með formlega verið bundinn endi á tímabil valdaeinokunar flokks- ins. Milos Jakes, flokksleiðtogi þangað til fyrir skemmstu og fylg- ismenn hans greiddu atkvæði með tillögunni um þetta eins og aðrir. Búist hafði verið við þess- ari niðurstöðu frá því í fyrradag er Karel Urbanek, nýkjörinn leiðtogi kommúnistaflokksins, lýsti því yfir að kommúnistar yrðu að afsala sér valdaeinokun til að sýna alþýðu manna fram á að þeir væru lýðræðissinnar. Reuter/-dþ. Los Angeles Times Stórfækkun í Bandaríkja her í vændum Ungur skæruliði í San Salvador- stríðið komið inn í hverfi efna- manna. Hart barist íSan Salvador Skæruliðar Farabundo Martí- hreyfingarinnar voru í gær komn- ir inn í mörg hverfi í vesturhluta San Salvador, höfuðborgar Sal- vadors, en í þeim borgarhluta býr efnaðra fólk. Vestrænn stjórnar- erindreki sagði að um öll hverfin Escalon, San Benito og Lomas de San Francisco, þar sem margir Bandaríkjamenn búa, gengi ekki á öðru en skothríð. Skæruliðar hafa lagt til að hótel í hverfunum verði rýmd og bandaríska sendi- ráðinu, sem er rammlega víggirt, hefur verið lokað í bráðina, þar eð það er ekki talið öruggt fyrir skæruliðum. Bandaríska blaðið Los Angeles Times hefur eftir þarlenduni embættismönnum að fyrirhugað sé að fækka í Evrópuhcr Banda- ríkjanna úr 310.000 niður f 150.000 eða jafnvel 100.000 manns á nokkrum næstu árum. Ekki kemur fram í fréttinni á hve mörgum árum fækkun þessi eigi að koma til framkvæmda. Blaðið hefur eftir heimildar- mönnum sínum að ástæður til þessara fyrirhuguðu ráðstafana séu nauðsyn á að losna við hall- ann á fjárlögum Bandaríkjanna og að stórlega hafi dregið úr hætt- unni af sovéska hernum. Þessi stórfellda fækkun í Evrópuhern- um verði bundin því skilyrði að Sovétríkin fækki að sama skapi í sínum her. Það fylgir sögunni að vera kunni að þeir Bush og Gor- batsjov muni ræða þetta á fundi sínum á skipsfjöl við Möltu. Reuter/-dþ. Gorbatsjov í Róm Gorbatsjov Sovétríkjaforseti og Raísa kona hans eru komin til Rómaborgar á leið til fundarins með Bush Bandaríkjaforseta á herskipum við Möltu. Var þeim fagnað af múgi manns, sem er óvenjulegt þar í borg, því að yfir- leitt eru Rómverjar okkar tíma skeytingarlausir um erlenda tign- armenn í heimsókn. Lífverðir Gorbatsjovs, ítalskir og sovéskir, voru á nálum er forsetinn hvað eftir annað rauk frá þeim til að taka í hendur fólks á gangstétt- um. sem áður hvatt til öflugs herbún- aðar af hálfu vestursins. S.I. ár varði Nató 460 miljörðum dollara til vígbúnaðar. Nýlega kynntar fyrirætlanir Bandaríkjastjórnar um samdrátt hersins og lækkun útgjalda til vígbúnaðar vöktu kurr hjá bandamönnum hennar, er töldu þetta koma úr hörðustu átt, þar eð Bandaríkin hafa hing- að til Iagt að þeim að hækka víg- búnaðarútgjöld sín. Cheney vamarmálaráðherra Bandaríkj- anna sagði á fundinum að til stæði að fækka í Bandaríkjaher í Evr- ópu um 30.000 manns, en lofaði að ekki yrði meira fækkað í hern- um þar án samráðs við banda- mennina. En hann tók fram að á Bandaríkjaþingi ykjust tillögum um niðurskurð á útgjöldum til hersins stöðugt fylgi. Reuter/-dþ. Bandarísk leyniskýrsla Sovéther fyrir löngu ófær um skyndiárás Bandaríska blaðið Washington Post heldur því fram, að þegar áður en yfirstandandi breytingar hófust í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu hafi helstu bandarísku ráðamenn um hermál talið útilokað að Varsjárbanda- lagið gæti gert öfluga skyndiárás á Vesturlönd. Segir blaðið þetta hafa verið samdóma álit yfirherr- áðsins, CIA og njósnaþjónustu hersins. Washington Post segir þetta koma fram í leyniskýrslu ætlaðri varnarmálaráðherra. Telur blað- ið skýrsluna fela í sér gagngert endurmat á herbúnaðarjafnvægi í Evrópu. Þar séu léttvægar fundn- ar þær forsendur, er í mörg ár hafi verið lagðar til grundvallar skipan hersveita og vopna af hálfu Nató. Herstjórnendur bandalagsins hafi gengið út frá að Varsjárbandalagið gæti gert árás eftir undirbúning í tvær vikur eða skemur, en í skýrslunni sé því haldið fram að lengi hafi verið ljóst að Sovétmenn þyrftu a.m.k. 33-44 daga til slíks undirbúnings. Reuter/-dþ. Búist við stórhryðju í Líbanons- stríði Friðarhorfur í Líbanon eru enn einu sinni í lágmarki eftir að Mic- hel Aoun, herstjóri kristinna manna þarlendis, neitaði að ganga til hlýðni við nýkjörinn forseta landsins, Elias Hrawi, sem Aoun kallar lepp Sýrlend- inga. Sýrlendingar hafa sent liðs- auka til Líbanons og hafa þar nú um 40.000 manna her, sem er að umkringja svæði það í landinu er menn Aouns, um 25.000 talsins, hafa á valdi sínu. Líkur eru taldar á að nú fari í hönd hörðustu bar- dagar stríðsins þarlendis til þessa. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.