Þjóðviljinn - 30.11.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.11.1989, Blaðsíða 7
ÞJOÐMAL Loðdýrarœkt Samdráttur óhjákvæmilegur Stéttarsamband bœnda: Frumvarp ríkisstjórnarinnar ákvörðun um að leggja loðdýraræktniður. Steingrímur J. Sigfússon: Verulegir möguleikar í stöðunni Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðarráðherra sagðist alls ekki geta tekið undir það, að frumvarp ríkisstjórnarinnar um aðstoð við loðdýrarækt væri dauðadómur yfir greininni eins og fullyrt-væri, þar væri hlutun- um snúið við. Ef eitthvað væri dauðadómur yfir greininni væri það óbreytt ástand og engar ráð- stafanir. Hann gerði ekki ráð fyrir að menn teldu möguleika greinarinnar meiri ef frumvarpið væri dregið til baka. Miklu nær væri að skoða hvaða möguleikar byggju í þeim ráðstöfunum sem gera ætti og menn hlytu að viður- kenna að þeir væru verulegir. í fyrsta lagi væri lagður fram veru- legur skerfur, hátt á þriðja hundrað milljóna, tU að koma á almennri skuldbreytingu vegna fjárhagsvanda loðdýrabænda og það hlyti að gjörbreyta mögu- leikum manna tU að koma fjár- reiðum sínum í skikkanlegt horf. í yfirlýsingu frá Stéttarsam- bandi bænda segir að boðaðar að- gerðir rfkisstjórnarinnar séu með öllu ófullnægjandi og nánast ákvörðun um að leggja loðdýra- rækt niður sem atvinnugrein í landinu. Mótmælir Stéttarsam- bandið þeim vinnubrögðum að ákvörðun í þessum málum skuli hafa verið gerð að samningsmáli milli stjórnarflokkanna. Upp- bygging loðdýraræktar væri til- raun til nýsköpunar í landbúnaði sem hefði verið hrundið af stað að frumkvæði stjórnvalda. Grundvellinum hefði hins vegar verið kippt undan greininni með beinum stjórnvaldsaðgerðum. Minnir Stéttarsambandið á að hundruð fjölskyldna í landinu muni verða fyrir gífurlegu fjár- hagslegu og félagslegu tjóni vegna þessara aðgerða og krefst þess að þessu fólki verði með ein- hverjum hætti komið til aðstoð- ar. Steingrímur sagði Framleiðni- sjóði ætlað samkvæmt frumvarp- inu að leggja sitt af mörkum með nýju fjármagni til að auðvelda skuldbreytingar og lánadrottnar sæju sér væntanlega hag í því að skuldbreyta því sem upp á van- taði til að tryggja sína hagsmuni. Stofnlánadeild væru gefnar laga- stoðir til að leggja sitt af mörkum og opnuð væri leið fyrir menn til að sækja um áframhaldandi stuðning, vildu þeir halda loð- dýrarækt áfram. Komi í ljós að margir loðdýrabændur treystu sér til að halda áfram, yrði það metið og bætt við þá tölu sem gert væri ráð fyrir í frumvarpinu. Það væri því alls ekki þannig að fyrir- fram væri ákveðið að aðeins ák- veðinn hluti bænda fengi aðstoð, \ heldur færi það eftir því hvað menn treystu sér sjálfir til að gera og hvernig aðstæður verði metn- ar. „Ég held að öllum hafi verið ljóst að óhjákvæmilega yrði sam- dráttur í greininni núna," sagði Steingrímur. Með tilliti til að- stæðna væri öllum ljóst að á- standið væri tvísýnt og þessi ákvörðun hefði verið erfið fyrir stjórnvöld. „Það er alveg rétt að þessi niðurstaða er málamiðlun," sagði Steingrímur. Þetta væru ekki hans upphaflegu tillögur og það- an af síður nefndarinnar sem staðið hefði að málinu. Þetta væri niðurstaða í erfiðri málamiðlun stjórnarflokkanna og gengið hefði verið eins langt og hægt var og hann stæði auðvitað að henni. Steingrímur sagðist skilja vel þá menn sem hefðu viljað víðtækari aðgerðir sem komið hefðu fyrr. En allir gerðu best í því að nýta þá möguleika sem þessar aðgerðir gæfu. -hmp EB - EFTA Ráðheira hefur III Steingrímur Her- mannsson: Meirihluti ríkisstjórnar tryggir utanríkisráðherra umboð. Þingflokkur Ab: Ráðherra kynni fyrirvara íslendinga IUa gekk að að halda uppi um- ræðum f sameinuðu Alþingi í gær um samningaviðræður íslands við Evrópubandalagið með hin- um EFTA-rikjunum, vegna ínál- þófs stjórnarandstöðuþing- manna, sem komu í ræðustól hver á fætur öðrum tU að ræða þing- sköp. Sjálfstæðismenn kröfðust þess að fundi yrði frestað svo iitanríkisneí'nd gæti fundað um málið og frestaði forseti þá fundi í eina klukkustund. Að henni lok- inni var utanríkisnefnd enn að fiinda og frestaði nefndin fundí rétt fyrír klukkan fimm. Steingrímur Hermannsson las í sameinuðu þingi bókun ríkis- stjórnarinnar frá því fyrr um morguninn, þar sem sagt var að utanríkisráðherra hefði gert rík- isstjórn og Alþingi grein fyrir könnunarviðræðum EFTA- ríkjanna við EB og ráðherrann myndi áfram taka þátt í undirbúnirigs- og samningavið- ræðum þessara aðila. í þeim við- ræðum yrði sameiginlegri kröfu EFTA um fríverslun með fisk haldið fram og tvíhliða viðræðum íslendinga við EB og aðildarríki þess yrði haldið áfram, með það að markmiði að tryggja tollfrjáls- an aðgang með sjávarafurðir að mörkuðum EB. Náið samstarf verði haft um þetta innan ríkis- stjórnar og Alþingis. Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins samþykkti í gær fyrir sitt leyti, að ísland verði áfram þátt- takandi í viðræðum EFTA við EB, en áður en gengið verði til þátttöku í formlegum samninga- viðræðum verði málið tekið til umfjöUunar í ríkisstjórn og stjórnarflokkum. Stefna Alþýðu- bandalagsins um fyrirvara um Loðdýrarœkt Fá bændur bætur? „Ég vU ekki tjá mig um þessi mál fyrr en ég hef hlustað á land- búnaðarráðherra hjá okkur á fundinum," sagði Einar J. Gíslason á SkörðugUi, formaður Sambands íslenskra loðdýraræktenda, en aðal- fundur þess er haldinn í dag. „Þetta lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar um skuldbreytingar fyrir loðdýrabændur gengur náttúrlega miklu skemmra en við væntum, en ég vil f á nánari útskýringar. Hugsanlega eru meiri möguleikar í því en í fyrstu virtist. Hitt er annað, ef menn þurfa að gefast upp í stórum stíl, hvort þeir eiga ekki skaðabótakröfur á ríkið. Opinberir aðilar hvöttu menn til þess arna á sínum tíma og maður getur alveg séð fyrir sér skaðabótamál vegna kvótasölu og annars missis, sem af þessu leiddi." -ÓHT Stefán Valgeirsson Fær að spyrja Ragnar Arnalds: Fyrirspurninfullnœgir öllum skilyrðum laga og stjórnarskrár. Árni Gunnarsson.Óeðlileg afskipti löggjafarvalds- ins af dómsmáli þátttöku og fjárfestingu útlend- inga í efnhags- og atvinnulífi er ítrekuð og sagt að óhjákvæmilegt sé að utanríkisráðherra geri við- mælendum sínum grein fyrir fyrirvörum íslands varðandi fjár- festingu útlendinga og þátttöku þeirra í íslensku atvinnulífi. Þá er áhersla lögð á að tvíhliða við- ræðum við einstaka forystumenn EB-ríkjanna verði haldið áfram. Hjörleifur Guttormsson stóð ekki að þessari samþykkt þing- flokksins. Steingrímur Hermannson sagði nauðsynlegt að utanríkis- ráðherra hefði umboð meirihluta Alþingis og það hefði ríkisstjórn- in. Þegar viðræður við EFTA hefðu átt sér stað fyrir 1970, hefði ekki verið leitað sérstaks umboðs Alþingis. Það væri á valdi fram- kvæmdavaldsins að standa í slík- um viðræðum en síðan kæmu niðurstöðurnar fyrir Alþingi. Ekkert yrði ákveðið eða bundið á nokkurn máta nema Alþingi stæði að því máli. Forsætisráðherra sagði að ef. stefna ætti að því að tslendingar færu einhliða fram á tvíMiða við- ræður við EB, óttaðist hann að við lentum úti í kuldanum, þar sem EB hefði hafnað slíkum við- ræðum. Hann teldi slíka stefnu afar hættulega hagsmunum ís- lendinga. -hmp í atkvæðagreiðslu sem fram fór með nafnakaUi f sameinuðu þingi í gær, var samþykkt að Stefán Valgeirsson fengi að bera upp fyr- irspurn tU dómsmálaráðherra vegna áfengiskaupamáls Magn- úsar Thoroddsens. Þrjátíu og fjórir þingmcnn sögðu já, átta sögðu nei, sex greiddu ekki at- kvæði og fímmtán voru fjarver- andi. Stcfán sagði málsmeðferð forseta sameinaðs þings, Guðr- únar Helgadóttur, vera með ólík- indum. En Guðrún sagðist ekki hafa treyst sér tU að taka ein af- stöðu í viðkvæmu máli sem þessu. Við upphaf atkvæðagreiðslu endurtók Guðrún efasemdir sínar vegna fyrirspurnarinnar, þar sem málið væri nú í dómi hjá Hæstarétti. Málmfríður Sigurð- ardóttir (Kvl.) gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði þingmenn Kvennalistans telja rétt að leyfa fyrirspurnina, að vandlega at- hugðu máli. Það væri þó spurning hvort viðeigandi væri að leyfa umræðu á Alþingi um mál sem væri á viðkvæmu stigi fyrir dóm- stólum. Hins vegar yrði að virða rétt þingmanna til fyrirspurna ef þær vörðuðu ekki við Iög. Ragnar Arnalds (Abl.) sagði þingmenn hafa stjórnarskrár- bundinn rétt til að bera upp fyrir- spurnir við ráðherra og fá svör við þeim. Hann sæi ekki betur en fyrirspurnin uppfyllti öU nauðsynleg skilyrði samkvæmt lögum. Þung rök þyrfti til að meina þingmanni að leggja fram fyrirspurn og þess vegna segði hann já. Ekki voru allir þingmenn inni á þessu. Árni Gunnarsson (Alþfl.) sagði fyrri hluta fyrirspurnar Stefáns ganga þvert á þau mark- mið sem fælust í aðskilnaði lög- gjafarvalds, dómsvalds og fram- kvæmdavalds, sem Alþingi sér- staklega ætti að halda í heiðri og tryggja að væru virt. Með því að samþykkja fyrri hluta fýrirspurn- arinnar væri Alþingi að hafa óeðlileg afskipti af dómsmáli sem Hæstiréttur fjallaði nú um. „Ég segi því ákveðið nei," sagði Árni. Þeir ráðherrar sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsluna sátu alUr hjá. Varaþingmaður Jóns Bald- vins Hannibalssonar, Jón Bragi Bjarnason, sagði nei. -hmp Fimmtudagur 30. nóvember 1989 jÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7 MINNING Jóna Margret Guðjonsdottir í dag verður til moldar borin Jóna Margrét Guðjónsdóttir, fyrrverandi formaður Verka- kvennafélagsins Framsóknar. Þegar ég hóf störf hjá Alþýðu- sambandinu 1974 sat Jóna, sem þá var formaður Framsóknar, í miðstjórn sambandsins. Það var reisn og myndugleiki yfir Jónu þótt hún væri mild og hæglát í fasi. Jóna var af þeirri kynslóð sem með endalausri fórnfýsi og ósérhlífni byggði upp sterka verkalýðshreyfíngu. Hún var ör- lát á sinn tíma og vann hreyfing- unni allt, hvort sem var í starfi fyrir Framsókn, ASÍ, Alþýðu- bankann eða Alþýðuflokkinn. Hvar sem hún kom lét hún að sér kveða og barðist fyrir hagsmun- um þeirra tekjulægstu og þeirra sem áttu við erfiðleika að etja. Hún vildi rétta hlut kvenna og ná jafnrétti kynjanna. Ég minnist Jónu með þakklæti og ég flyt henni í dag þakkir heildarsamtakanna fyrir þáð verk sem hún vann fyrir ísíenskt launa- fólk. Hún hélt hátt á lofti því merki jafnréttishugsjónar sem hefur mótað íslcnskt velferðar- þjóðfélag. Ég flyt Þórunni Valdimars- dóttur, sem tók við af Jónu sem formaður Framsóknar og fuUtrúi í miðstjórn og var hennar nánasti félagi, mínar inmlegustu samúðarkveð j ur. Ásmundur Stefánsson, forseti ASI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.