Þjóðviljinn - 30.11.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.11.1989, Blaðsíða 12
—SPURNINGIN, Ferðu í strætó? Sveinn Ásgeirsson tannlæknanemi Nei það geri ég ekki. Ég fer ailra minna ferða í eigin bíl. Engu að síður tel ég þjónustu Strætis- vagna Reykjavíkur vera nauð- synlega. Jólasveinninn Nei því miður. Ég og bræður mín- ir ferðumst eins og endranær með snjósleöum þegar fært er eða með vélsleðum eftir að við kynntumst véltækninni. Lind Einarsdóttir atvinnulaus Já ég nota strætó, en þó ekki mikið. Mór finnst þeir engu að síður vera mjög nauðsynlegir. Eyþór Viöarsson húsasmíðanemi Nei ég hef ekki notfært mér þjón- ustu þeirra það sem af er vetri heldur fer allra minna f erða í eigin bíl. Fyrír þá sem ekki eiga völ á öðru en að ferðast með strætó er hann að sjálfsögðu bráðnauð- synlegur. Gunnar Gunnarsson blaðasali Já ég fer oft í strætó. Almennt ei það afar misjafnt hvað fólk not- færir sér þessa þjónustu í miklurr mæli og sjálfsagt fer það mikií eftir aðstæðum hverju sinni. þJÓÐVIUINN Flmmtudagur 30. nóvember 1989 205. tolublað 54. drgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Arni hafði inikiar áhyggjur af því að hann gæti ekki gert ævisögu sinni skil í einni bók, segir Eðvarð Ingólfsson, sem skrásetti minningar Árna Helga- sonar, Arni í Hólminum - Engum iíkur! - Ég sagði honum að við skyldum þá líta á þetta sem við- talsbók, segir Eðvarð. - Viðtals- bók verður aldrei nema svipmynd af lífi þess sem segir frá, þar er aðeins það sem ber á góma í við- tölunum hverju sinni. - Árni er 75 ára, alltaf á ferð og flugi og ákaflega vinmargur, svo ef það ætti að gera skil öllu því sem hann man og öllum þeim sem hann hefur kynnst um ævina dug- ir ekki ein bók, - og tæplega tvær. En það er ekkert útilokað að við Árni höldum áfram síðar ef við fáum góðar viðtökur núna. Árni Helgason er þekktur undir nafninu Árni í Hólminum, kenndur við Stykkishólm þar sem hann var fyrst sýsluskrifari og síð- Árni í Hólminum. Eðvarð Ingólfsson: Ég vissi fyrir að Árni er sagna- brunnur. Mynd - Kristinn. Arni í Hólminum .....og lætur mig snúa hinsegin" Eðvarð Ingólfsson: Mérfinnst lýsingarÁrna hafa talsvert heimildagildi ar póstmeistari. Hann var árum saman fréttaritari Ríkisútvarps- ins í Stykkishólmi, var á sama tíma og er enn fréttaritari Morg- unblaðsins, er meðlimur í flestum félögum, eitilharður bindindis- og sjálfstæðismaður og síðast en ekki síst þekktur höfundur og söngvari gamanvísna. - Ég held að allir, sem komnir eru yfir miðjan aldur muhi eftir gamanvísum Árna, segir Eðvarð'. - Hann samdi til að mynda vísur sem þeir fluttu Brynjólfur Jó- hannesson, Steindór Hjörleifs- son, Árni Tryggvason og Harald- ur Á. Sigurðsson, svo einhverjir séu nefndir. Ætli hans frægustu vísur séu ekki Hjónabandsvís- urnar, sem öll þjóðin söng um tíma, að minnsta kosti viðlagið: „Hún lemur mig eins og harð- fisk - ef ég leyfi mér að vona og lætur mig snúa hinsegin - þegar ég vil snúa svona". - Það er áreiðanlega ekkert orðum aukið að samkomuhúsin fylltust þegar Árni skemmti og oftar en einu sinni voru viðtök- urnar slíkar að þakið ætlaði að rifna af húsinu. - Margir vilja halda því fram að Árni sé orðinn þjóðsagnapers- óna í lifanda lífi. Það kemur til af því að margar sögur hafa gengið af störfum hans, bæði sannar og lognar. Hann minnist á þær í bók- inni. - Ég er mjög heillaður af lýs- ingum Árna á uppvaxtarárunum á Eskifirði og eins á mannlífi á Snæfellsnesi. Hann nær and- rúmsloftinu vel þegar hann segir frá lífinu á fyrri hluta aldarinnar; kjörum fólksins, samheldni þess þegar eitthvað bjátaði á og guðs- óttanum sem það lifði við. Bara atriði eins og „að gefa fólki í soð- ið" segja svo mikið um þessa tíma. Það þótti svo sjálfsagt að gefa þeim í soðið, sem af ein- hverjum ástæðum gátu ekki sótt sér björgina sjálfir. Mér finnst þessar lýsingar hafa talsvert heimildagildi og eiga ekki síst er- indi til fólks sem ekki þekkir þessa tíma. Hvernig kom til að þú skrásett- ir sögu Árna? - Árni Helgason er ákaflega duglegur við að heimsækja alla sína mörgu vini, hann kemur oft hingað til Reykjavíkur og hefur þá fyrir venju að koma við í Templarahöllinni þar sem Æskan er meðal annars til húsa. Þá spjöllum við saman og einhvern tíma í fyrrahaust barst í tal að úr því að fimmtugar konur væru farnar að senda frá sér ævisögur hlyti röðin að vera komin að hon- um, 75 ára gömlum manninum! Ég bauðst til að skrifa bókina. Ég hef áður skrifað tvær endurminn- ingabækur og þetta er nokkuð sem ég hef ákaflega gaman af að gera - Eg þekkti það vel til Arna að ég vissi að hverju ég var að ganga og hafði talsverðan áhuga á að fá að gera þetta. Það er alltaf verið að eltast við fólk, sem er í sviðs- ljósinu, en menn eins og Árni hafa oft á tíðum frá mun meiru að segja en margir þeir, sem af ein- hverjum ástæðum hafa dottið inn í sviðsljósið. Þar við bætist að við erum báðir Snæfellingar, hann er úr Hólminum og ég frá Hellis- sandi. Það hefur alla tíð verið ákaflega gott á milli Hólmara og Sandara og ég var því viss um að við gætum átt gott samstarf, eins og síðar kom á daginn. - Ég vissi fyrir með Árna að hann er sagnabrunnur og á auðvelt með að láta dæluna ganga þegar hann er einu sinni kominn af stað. Okkar helsti vandi var að skera niður efnið. Árni kom til að mynda inn á flest heimili á Snæfellsnesi þegar hann var sýsluskrifari og eignaðist þá fjölda vina og kunningja. Hann vildi helst minnast á þá alla en það var af eðlilegum ástæðum ekki hægt. - Eftir að ákveðið var að Árni færi á bók í ár heimsótti ég hann fjórum til fimm sinnum vestur í Stykkishólm, var þá með segul- band með mér og var tvo til þrjá daga í senn. Þess á milli vann ég svo úr efninu og hann undirbjó sig fyrir næstu lotu. - Það eina sem truflaði okkur stundum í okkar vinnu var hvað hann þurfti oft að sinna mörgu á sama tíma. Hann er einn þeirra sem getur aldrei sagt nei ef hann er beðinn um eitthvað. Ég get nefnt sem dæmi frá einni heim- sókn minni, ég var svona frekar á hraðferð og við vorum ný sestir niður þá hringir síminn. Það var Skagfirðingur á ferð í rútu með 60 kvenfélagskonur úr héraðinu. Rútan var að koma til Stykkis- hólms eftir hálftíma og hann spurði Árna hvort hann gæti hitt þau, sýnt þeim bæinn og sagt þeim sögu hans. - Árni hafði hitt þennan mann á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir 20 árum og þá lofað honum að vera honum innan handar ef hann kæmi einhvern tíma í Hólm- inn og hann er ekki maður sem gengur á bak orða sinna. Hann rauk af stað og ég mátti sitja og bíða eftir honum í þrjá tíma. Fyrir Árna er loforð loforð, þó svo það hafi verið gefið fyrir 20 árum. Nú er þetta í fyrsta sinn í mörg ár að ekki kemur út eftir þig ung- lingabók um jólin. Ertu hættur að skrifa fyrir unglingana? - Nei, það vildi bara þannig til að ég hafði ekki tíma til að skrifa tvær bækur í ár og varð því að velja. Ég var í námi í Bandaríkj- unum síðastliðinn vetur og hafði mikið að gera. gera. Ég þarf 8-9 mánuði til að skrifa tvær bækur, svo þegar ég kom heim í júníbyrj- un var ljóst að ég myndi aðeins skrifa eina. Það hafði borist í tal áður en ég hélt utan að ég skrifaði bókina um Árna og á því hafði ég mikinn áhuga. - Ég er alls ekki hættur að skrifa fyrir ungUngana, þó það hafi reyndar verið algjör tilviljun að ég byrjaði á því á sínum tíma. Eins vildi ég gjarnan skrifa fleiri viðtalsbækur, mér finnst það bæði skemmtilegt og heillandi á margan hátt. L'G

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.