Þjóðviljinn - 01.12.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.12.1989, Blaðsíða 5
• • FOSTUD AGSFRETTIR Virðisaukaskattur Tekur gildi og lækkar Virðisaukaskattur verður24,5% og algengustu matvœligreidd niður í 14%. Tekjuskattur hækkaðurá móti um 2%. Barnabœtur hœkkaðar og skattbyrði sú sama hjá lágtekjufólki Eftir stöðug fundahöld síðustu daga komust formenn stjórn- arflokkanna og þingflokkar þeirra að sameiginlegri niður- stöðu í virðisaukaskattsmálinu seinnipartinn í gær. Virðis- aukaskatturinn verður 24,5% í stað 26% eins og fyrirhugað var og mun það hafa í för með sér rúmlega 2% verðlækkun á öllum matvælum, að sögn Ólafs Ragn- ars Grímssonar fjármálaráð- herra. Tekjutapið sem lækkun prósentunnar hefur i för með sér fyrir rfldssjóð er 1,9 milljarðar króna og verður það ma. brúað með 2% hækkun tekjuskatts en helmingur hækkunarinnar not- aður til að hækka skattleysis- mörkin og hækkunar barnabóta. Hækkun tekjuskatts um 2% eykur tekjur ríkissjóðs um 2,8 milljarða króna. Af þeirri upp- hæð verða því 1,4 milljarðar króna notaðar til að hækka skatt- leysismörk og barnabætur. Þá hefur ríkisstjómin ákveðið að setja tekjuskatt á orkufyrirtæki með sama hætti og er á bönkun- um og mengunarskattur verður settur á bifreiðar. Ólafur Ragnar Grímsson sagði í gær, að hækkun tekjuskatts einstaklinga ætti ekki að koma við fólk með 50-80 þús- und krónur í mánaðarlaun og hjón með tvö börn sem hefðu 150-190 þúsund krónur á mánað- arlaun. Ráðherrann sagðist vera mjög ánægður með þessa niðurstöðu, þar sem hún hefði í för með sér almenna lækkun á verði matvæla og endurgreiðsla virðisauka- skatts á algengustu matvælum, sem setti þau í raun í 14% skatt- þrep, myndi koma öllum almenn- ingi til góða, sérstaklega lágtekj- ufólki. Ráðherrann sagði hug- myndina um tveggja þrepa virðis- aukaskatt ekki vera úr sögunni. Ríkisstjórnin hefði ákveðið að i eftir áramótin hæfist rækileg könnun á því hvernig tveggja þrepa virðisauki kæmi út, þar sem matvæli yrðu í lægra þrepi. Háskólinn Fullveldis- fagnaður í dag, 1. desember, minnast stúd- entar fullveldisins svo sem venja er. Dagskráin hefst klukkan 10 þegar stúdentar leggja blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar í Kirkjugarðinum við Suðurgötu. Þar flytur Arnór Hannibalsson prófessor ávarp. Klukkan 11 er messa í kapellu Háskólans og milli lukkan 12 og 14 verður opið hús að hjónagörð- um, Suðurgötu 75 í tilefni þess að verið er að taka síðasta áfanga byggingarinnar í notkun. Hátíðarsamkoma hefst klukk- an 14 í Háskólabíó og klukkan 16 hefst málþing í Odda undir yfir- skriftinni „Er menntun of dýr?“ Framsögumenn á málþinginu verða Svavar Gestsson, mennta- málaráðherra, Sigurður Snævarr, hagfræðingur, Þórður Sverrisson framkvæmdastjóri og Árdís Þórðardóttir rekstrarhagfræðing- ur. Pallborðsumræður verða á eftir, stjómandi umræðnanna verður Bjami Ármannsson. Á sama tíma og málþingið stendur yfir er haldin menningarvaka í Norræna húsinu. Að iokum er háskólastúdent- um boðið í bíó þar sem sýnd verð- ur sænska myndin „Experiment in murder“. iþ Brjótum múrana er viðamesta jafnréttisaðgerð sem unnin hefur verið af (slenskum stjómvöldum og (gær var kynnt lokaskýrsla verkefnisins. Á myndinni eru f.v. Elsa Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri Jafnróttisráðs, Valgerður H. Bjama- dóttir verkefnisfreyja hér á landi, Berglind Ásgeirsdóttir ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins og Guðrún Ágústsdóttir aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Mynd: Kristinn. Kynjaskipting Hvorki arfleifð né hefðir Norræna samstarfsverkefninu Brjótum múrana ersenn lokið. Hefur staðið yfir ífjögur ár og er eitt viðamesta verkefni sem ráðisthefur verið í á sviði jafnréttismála á Norðurlöndum. Kynjaskipting ersívirk og tekur á sig nýjar og nýjar myndir Kynjaskiptingin er ekki arfleifð i ~ ' ------ eða byggð á hefðum eins og ætla mætti. Hún er sívirk. Með þróun á vmnumarkaði, aukinni vél- og tæknivæðingu brey tist eðli starfa. Verkaskipting kynjanna tekur þá á sig nýjar og nýjar myndir. Mörg dæmi eru um að karlastarf hafi breyst í kvenna- starf og öfugt á einhverjum tíma eða snögglega. Dæmi eru t.d. skrifstofustörf og mjólkurgerð. Þetta er meðal þeirra niður- staðna sem fram koma í loka- skýrslu Norræna samstarfsverk- efnisins BRYT - eða Brjótum niður múrana sem er nú senn að ljúka með lokaráðstefnu sem haldin verður í dag og á morgun á Hótel Sögu með yfir eitt hundrað þátttakendum frá öllum Norður- löndunum. Verkefnið er eitt það viðamesta sem Norræna ráðherr- anefndin hefur ráðist í á sviði jafnréttismála en það hefur verið unnið á útvöldum svæðum í Dan- mörku, Svíþjóð, Noregi og Finn- landi auk íslands. Hér á landi var Akureyri valin sem aðsetur verk- efnisins undir stjóm Valgerðar H. Bjarnadóttur. Markmið verkefnisins til langs tíma litið er að brjóta upp kyn- skiptinguna þannig að konur og karlar vinni sem mest að sam- eiginlegum verkefnum, öðlist þekkingu á sem flestum sviðum BHMR Virðisaukinn rýrir kaupmátt Fyrirsjáanlegt er að virðis- aukaskattkerfið mun auka innlendan kostnað og rýra kaup- mátt launamanna. Þessi skatt- kerfísbreyting er því enn eitt dæmi um það hvernig stjórnvöld nýta sér flóknar kerfísbreytingar tU að seUast dýpra í vasa launa- fólks, er niðurstaða BHMR, en bandalagið hefur haft til umsagn- ar áform stjórnvalda um virðis- aukaskatt einsog önnur hagsmunasamtök í landinu. I ályktun BHMR er lagt til að skatturinn verði ekki lagður á matvæli en á móti því komi end- urskoðun og lækkun á niður- greiðslum og útflutningsbótum. Þá telur BHMR að fyrirhugað hlutfall virðisaukaskattsins sé of hátt. Bent er á að gjaldendum mun fjölga um 30 þúsund, eða tvöfaldast, sem mun auka kostn- að og verðlag vegna eftirlits og bókhalds en sá kostnaður muni falla á neytendur og koma fram í vöruverði. Lögð er áhersla á að allar und- anþágur verði sem skýrastar en BHMR leggur mikla áherslu á hert skattaeftirlit og varar stjórnvöld við ofurtrú á innra eft- irliti skattkerfisins. Bent er á að hægt hefði verið að endurgreiða útflytjendum söluskatt og jafna þannig stöðu atvinnugreina í stað þess að taka upp virðisaukaskatt. Þá telur BHMR brýnt að tekið sé upp samræmt innheimtukerfi á gjöldum til ríkissjóðs til að koma í veg fyrir endurgreiðslur til fyrir- tækja sem ekki hafa staðið í skilum á eigin gjöldum til ríkis- sjóðs. -Sáf Einnig yrði undanþágulaus eins þreps skattur kannaður, sem væri þá lægri en sá virðisaukaskattur sem fyrirhugaður er. -hmp og að áhrifa beggja kynja njóti sem víðast í samfélaginu. Að öðru leyti eru niðurstöður verkefnisins þær að hægt er að hafa áhrif á kynskiptinguna. Það hefur árangur einstakra verkefna sýnt en til þess að áhrífin verði veruleg þarf að koma til samhæft átak kvenna og karla á vinnu- markaðnum, þeirra sem stjóma á vinnumarkaði, menntakerfisins og stjómvalda. Ennfremur að konur og karlar eru aðskilin á vinnumarkaðnum og einungis um það bil 6%-7% vinnuaflsins er í störfum þar sem hlutfall kynjanna er nokkuð jafnt. Um helmingur er í störfum þar sem konur eða karlar em yfir 90% starfsfólks. Skiptingin er bæði milli atvinnugreina og starfssviða innan fyrirtækja. Störf kvenna em að jafnaði ver launuð en karlastörf, þau gefa minni möguleika á þróun eða stöðuhækkun og em oft bind- andi, slítandi og einhæf. Karlar sinna stjómunarstörfum mun oft- ar en konur og nær allar konur starfa undir beinni eða óbeinni stjóm karla. Einnig getur blöndun í einni grein leitt til verkaskiptingar innan greinar- innar. Dæmi em bankastörf, þar sem kynskiptingin kemur m.a. glöggt fram í hærri launum karla en kvenna. í störfum á nýjum sviðum er kynskiptingin fljót að verða til og em menntun og störf á tölvusviði glöggt dæmi um það. -grh Föstudagur 1. desember 1989 HÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5 Alþingi Útvaips- stjóri á teppið Forsetar Alþingis vildu heyra viðbrögð útvarpsstjóra vegna fréttaskýringar þing- fréttaritara Ríkissjón- varpsins ífyrrakvöld. Arni Gunnarsson: Ekki vönduð frétta- mennska - Það er engin spurning að fréttaskýring þingfréttaritara Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld varðandi fyrirspurn Stefáns Valgeirssonar um málarekstur rflúsins gegn Magnúsi Thorodd- sen var þess eðlis að hún var fyrir utan þau mörk sem kallast vönd- uð fréttamennska“, sagði Árni Gunnarsson forseti Neðri deildar Alþingis. Forsetar Alþingis óskuðu í gær eftir fundi með Markúsi Emi Antonssyni útvarpsstjóra þar sem þeir vildu heyra hver við- brögð hans væm vegna þessa máls. í fréttaskýringunni var látið að því liggja að Guðrún Helga- dóttir forseti Sameinaðs þings hafi borið ljúgvitni fyrir Saka- dómi Reykjavíkur er hún neitaði að hafa borið málið í fjölmiðla og einnig að hún hafi verið að hylma yfir með Þorvaldi Garðari Krist- jánssyni alþingismanni og fyrir- rennara hennar í forsetastóli og Ragnhildi Helgadóttur alþingis- manni er hún taldi fyrirspum Stefáns vafasama þar hún væri um viðkvæmt einkamál sem ný- búið væri að flytja fyrir Hæstar- étti. En eins og kunnugt er keypti Þorvaldur töluvert magn af áfengi á sérkjömm á meðan hann var einn af handhöfum forseta- valds sem forseti Sameinaðs þings og einnig Þór Vilhjálmsson eiginmaður Ragnhildar er hann var forseti Hæstaréttar og einn af handhöfum forsetavalds i fjar- vem forseta íslands. Ámi sagði fundinn hafa verið trúnaðarfund á milli útvarps- stjóra og forseta þingsins og því vildi hann ekki tjá sig um hver viðbrögð útvarpsstjóra hefðu verið. Hins vegar hefðu viðbrögð manna í þinginu vegna fréttask- ýringarinnar verið geysilega sterk og einnig meðal blaða- og frétta- manna. í dag verður fundur í Útvarps- ráði og kemur ekki á óvart þó að ráðið álykti um málið en frekar gmnnt hefur verið með því og þingfréttaritara Ríkissjónvarps- ins síðustu misserin. Ekki náðist í útvarpsstjóra í gær vegna þessa máls en í kvöldfréttum baðst fréttastofa Sjónvarps afsökunar á ummælum Ingimars. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.