Þjóðviljinn - 01.12.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.12.1989, Blaðsíða 6
Framhaldsskóli fyrir alla I vikunni gerðust þau óvenjulegu tíðindi, að nemendur Menntaskólans við Hamra- hlíð fóru í kröfugöngu til þess að mótmæla niðurskurði, sem gerður hefur verið á námsframboði og valmöguleikum í skólan- um vegna fyrirskipana stjórnvalda um 4% sparnað í rekstri. Þessi atburður vakti ekki bara athygli vegna þess að hann minnti á aðra tíma þegar algengara var að framhaldsskóla- nemendur létu til sín heyra, heldur vakti hann einnig spurningar um stöðu fram- haldsskólamenntunarinnar í landinu. Hvert hafa þær miklu breytingar sem orðið hafa á framhaldsskólamenntuninni síðustu 20 árin leitt okkur? Hvernig tekst framhaldsskólan- um að mæta þeim kröfum, sem til hans eru gerðar í dag? Gerður G. Óskarsdóttir: Um helmingur framhaldsskólanema lýkur ekki skilgreindu lokaprófi. Þetta sýnir okkur að framhaldsskólinn er (reynd Ilögum um framhaldsskóla, sem Alþingi setti 1988, og með þeim breytingum, sem gerðar voru á þessu ári, er gert ráð fyrir því að framhaldsskólastigið verði opið öllum, er lokið hafa grunnskóla. Þetta kann að þykja sjálfsagður hlutur við fyrstu sýn, en þýðir í reynd að gerðar eru allt aðrar og meiri kröfur til skólans en tíðkast hefur til þessa: hver einasti nem- andi sem lýkur grunnskólanámi á samkvæmt þessu að geta fundið sér erindi og verðugt viðfangsefni innan framhaldsskólans, og hann á þá jafnframt að geta valið um skilgreindar námsbrautir við hæfi, og tekið skilgreint próf er veiti aðgang að tilteknum störfum eða frekara námi. Fyrir þessa lag- asetningu átti framhaldsskólinn í heild ekki nein skilgreind mark- mið í íslenskum lögum. GerðurG. Óskarsdóttir starfar nú í menntamálaráðuneytinu sem sérstakur ráðgjafi mennta- málaráðherra um skólamál. Hún gegndi formennsku í nefnd, sem Svavar Gestsson skipaði í febrúar 1989 um innra starf framhalds- skóla. Nefndin skilaði skýrslu um málið í júní síðastliðnum. Gerður stýrir nú vinnu innan ráðuneytis- ins um frekari stefnumörkun í skipan framhaldsskólam- enntunarinnar. Við tókum hana tali og spurðum, hver væri stærsti vandi framhaldsskólanna. Stórt skref Með nýju framhaldsskólalög- unum, sem gera ráð fyrir því að framhaldsskólinn skuli vera fyrir alla, var stigið stórt skref og metnaðarfullt, sem ég held að ekki allir hafi gert sér grein fyrir. Nú hefja um 75-80% nemenda hér á landi nám í framhaldsskóla. Nýleg könnun bendir hins vegar til þess að af þessum hópi hætti um 20% strax eftir fyrstu önn, og einungis um helmingur hvers ár- gangs lýkur nú skilgreindu loka- prófi í framhaldsskóla. Af þeim sem innritast í framhaldsskóla lýkur um þriðjungur stúdents- prófi og fjórðungur sveinsprófi. Þessar hlutfallstöíur lækkuðu ef allur árgangurinn væri tekinn með. Þessar tölur sýna okkur að framhaldsskólinn hefur ekki ver- ið fyrir alla. Við höfum búið við það kerfi hér á landi, að lengsta og besta námsframboðið hefur verið til þeirra sem sýna besta námsgetu. Hinir hafa fengið minna námsframboð, þótt þörf þeirra væri kannski meiri. Þessu þarf að breyta, og það eru mark- mið laganna. Fábreytt námsframboð í hverju er vandinn þá fólginn? Vandamálið er að námsfram- boðið hefur ekki verið nógu fjöl- breytt. Nemendur koma í skólann og finnst þeir eiga rétt á námi, en finna svo ekki nám við sitt hæfi eða ráða ekki við það sem í boði er, og hverfa frá skól- anum. Lögin um framhaldsskóla frá síðasta ári höfðu verið 10-15 ár í undirbúningi, og marka viss þáttaskil, en vandinn er sá að skólarnir höfðu ekki verið búnir undir það að framfylgja þessum lögum sem vert væri. Þannig má segja að byrjað hafi verið á öfug- um enda. Nú varst þú formaður nefndar sem nýlega hefur skilað skýrslu ekki fyrir alla. Ljosm. Jim Smart. með tillögum um breytingar á innra starfi framhaldsskólanna. Hverjar voru niðurstöður þessa starfs? Verkefni nefndarinnar var að koma með hugmyndir um það, hvernig framhaldsskólinn gæti betur mætt þeim kröfum, sem til hans eru gerðar. Mér finnst þó niðurstöður nefndarinnar ekki vera það mest spennandi í þessu máli, heldur hvernig verið er að vinna úr þeim núna. Skýrsla nefndarinnar var send í alla framhaldsskólana til umfjöll- unar og síðan hef ég og menntamálaráðherra ásamt starfsmönnum ráðuneytisins far- ið í heimsóknir í nær alla fram- haldsskólana til þess að kanna viðbrögð kennara og leita eftir nýjum hugmyndum þaðan. Jafn- framt hvöttum við kennara til þess að færa þessa umræðu út fyrir veggi skólanna. Við munum nú á næstunni senda skólunum bréf, þar sem nýjar hugmyndir er komu fram á þessum fundum verða viðraðar, og spurningar settar fram. Væntum við þannig að geta fengið fram álit kennar- astéttarinnar og víðtæk samráð við hana um þær umbætur sem gera þarf. Við trúum því að með breíðri samstöðu og virkri um- ræðu um málið verði léttara að afla nauðsynlegra fjármuna til þeirra endurbóta sem gera þarf. Það má annars nefna það, að samkvæmt þessum tillögum nefndarinnar var gert ráð fyrir því að í námsskrá framhalds- skólans yrði tiltölulega lítill námskjarni, en áhersla lögð á aukna faglega sjálfsstjórn skól- anna. Stuðningur við þetta reyndist hins vegar lítill meðal kennara, sem virðast almennt vilja meiri miðstýringu í þessum efnum og samræmda námsskrá. Framhalds- skólapróf í tillögum ykkar er gert ráð fyrir sérstöku framhaldsskóla- prófi. Verður þetta eins konar samræmt framhaldsskólapróf? Nei, alls ekki. Prófið á ekki að vera eins fyrir alla, en á bak við það á að vera ákveðinn eininga- fjöldi og sameiginlegur kjarni, sem þó getur verið með mismun- andi áherslum. Staðreyndin er sú að fjöldi nemenda kemur inn í framhaldsskóla og hættir síðan námi án þess að útskrifast með skilgreint próf. Með framhalds- skólaprófi er komið til móts við þessa nemendur. Önnur leið sem við viljum fara til þess að koma til móts við þessa nemendur er að búa til stuttar námsbrautir. Þann- ig eru nú í gangi í Keflavík og á Selfossi athyglisverðar tilraunir með svokallaðar atvinnulífs- brautir, sem byggja að hálfu á verklegu námi úti í atvinnulífinu. Fjölbreyttum námsmögu- leikum þarf svo aftur að fylgja mikil ogt markviss námsráðgjöf og starfsfræðsla. Ráðuneytið hóf 5 ára átak á því sviði nú í haust með því að tvöfalda kvóta til námsráðgjafar í framhalds- skólum frá því sem áður var. Er ekki einfaldlega verið að draga úr námskröfum í fram- haldsskólunum með því að opna þá fyrir alla nemendur? Á að gera alla að stúdentum? Nei, þvert á móti. Ég vil að skólinn geri miklar kröfur til allra, að allir nemendur í fram- haldsskóla hafi mikið að gera. Kannski ekki endilega með fleiri kennslustundum, heldur frekar með aukinni sjálfstæðri vinnu. Það á alls ekki að draga úr kröf- unum með því að koma til móts við alla, heldur á skólinn að koma til móts við nemendur með verk- efni við hæfi hvers og eins. Þann- ig eiga duglegir nemendur líka að geta farið hraðar í gegnum skólann. Breyttur skóli Margir átta sig reyndar ekki á þeim miklu breytingum, sem orð- ið hafa á framhaldsskólanum á síðustu tveim áratugum. Það á sína skýringu meðal annars í því, að þessar breytingar hafa orðið vegna frumkvæðis í grasrótinni, en þeim hefur ekki verið stýrt af fræðsluyfirvöldum og ráðuneyti með markvissum hætti. Þetta hefur haft sína kosti, en verður óhagkvæmt þegar til lengdar lætur. En á þessum tíma hefur áfangakerfið orðið til, fjöl- brautakerfið og fjölbrautaskól- arnir hafa sprottið upp út um allt land. Fyrir rúmum 20 árum áttum við bara fjóra menntaskóla og nokkra iðnskóla. Nú er hægt að taka stúdentspróf úr mennta- skólum, verkmenntaskólum, fjölbrautaskólum, framhalds- skólum, iðnskólum og verslunar- skóla. Og í skólum með öllum þessum nöfnum er hægt að stunda iðnnám. Nafnið segir ekk- ert lengur um innihald skólanna og það námsframboð sem þeir hafa. Samræming skólastarfs í OECD-skýrslunni frægu um íslensk skólamál er talað um það að framhaldsskólarnir séu eins og einangraðar eyjar í þjóðfélaginu: þeir séu einangraðir hver frá öðr- um, frá atvinnulífinu, foreldrum og jafnvel fræðsluyfirvöldum. Þar er jafnframt bryddað upp á þeirri hugmynd að Iíta á allt fram- haldsskólakerfið sem eina heild, þar sem nemendur gætu valsað á milli eftir sérhæfðu framboði hvers skóla. Hafa þessar hug- myndir verið á dagskrá hjá ykk- ur? Já, vissulega. Við höfum ekki efni á að byggja dýra aðstöðu til sérnáms á mörgum stöðum, og viljum því að verkaskipting skapist á milli framhaldsskól- anna. Nemendur ættu þá að geta stundað kjarnanám í framhalds- skóla eftir búsetu, en sérhæft nám utan kjarna miðaðist við framboð hvers skóla fyrir sig. í sömu skýrslu er talað um úr- eltar kennsluaðferðir í fram- haldsskólanum sem byggist á fyrirlestrum og yfirheyrslum. Hafa fræðsluyfirvöld brugðist við þessari gagnrýni? Já, reyndar, og ég er sammála því að framkvæmd kennslunnar sé ábótavant, þótt margt horfi nú til bóta. Grunnmenntun kennara hefur batnað, en það þarf að gera enn betur. Fagkennsla í háskól- anum þarf að taka mið af því að margir nemenda þar fara út í kennslu. Þá þarf að koma á sí- menntun kennara innan hvers skóla, en slík áætlun er nú í undir- búningi fyrir tungumálakennara. Þarna steytum við hins vegar á því, að vinna kennara er mikil, og þeir leggja ógjarnan á sig slíka endurmenntun, nema fá kennslu - Er samfélagið reiðubúið að byggja upp slíka stofnun? 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 1. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.