Þjóðviljinn - 01.12.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 01.12.1989, Blaðsíða 16
Staöa Norðurlands, hins forna Hólabiskupsdæmis, innan íslenskrar lögsögu, er á margan hátt hliöstæö stööu Austur-Þýskalands innan Evrópu. Höfuðstaönum Akur- eyri má þá á sama hátt jafna viö Austur-Berlín. Þetta er aö mestu huglægt ástand, en ekki alveg. Með samanburð- inum er sérstaklega átt við þá staðreynd, að Reykvíkingar líta gjarnan á Akureyri sem hálfgerðan útkjálka, hluta af landinu, minni máttar í flestum efnum. Akureyringum er alltof gjarnt að trúa þessu sjálfir. Dæmi: íbúar Suövesturlands veigra sér við því að heimsækja Norðurland að vetrarlagi. Þeir fara á mis við menningu, skemmtanir og íþróttir norðan heiða. Það er þó aðeins huglægur „vetrarmúr" sem veldur einangr- uninni. Ákveðinn metingur, tortryggni jarðeplin eru sett niður á vorin eða tekin upp á haustin. Við þessa tvo enda sumarsins ræða kurteisir menn ekki annað yfir Akureyrarkaffinu en kartöflur, mold og beð. Akureyringar miða tímatal sitt við kartöflurækt. Bæði dagatal, árstíðaskipti og misseratal. Á nítjándu öldinni ræktaði Lever kaupmaður fyrstur manna á ís- landi kartöflur í auðgunarskyni í Lækjargilinu í gamla miðbæ Ak- ureyrar í núvernadi Innbæ. Eru þessir garðar enn í notkun. Heittrúaðir fullyrða líka að kart- öfluafbrigðinu sem Lever rækt- aði hafi ævinlega verið haldið við lýði, það lifi. Þær tilfinningar sem jólafasta og píslarsaga kveikja öðrum kristnum mönnum eiga hliðstæðu sína í spírunartíma og frostbiti hjá sönnum Akureyringum og Eyfirðingum. Á helgistundum yfir kartöflu-kaffi getur aðkomu- fólk skammast sín upp og niður allan meltingarveginn fyrir það Austur-Berlín Islands? Gersamlega frj álsar hugleiðingar burtflutts um stöðu Akureyrar í samfélaginu. Er hún bæld eða lokuð? Þarf hún að rétta úr kútnum og opna hliðin? Eru sættir væntanlegar milli Norður- og Suður-íslands? Er „Vetrarmúrinn“ huglægur?Eru AkureyringaríDDR-stílaðtakaforystu á íþróttasviðinu, fyrst í knattspyrnunni? og jafnvel óvild hefur ríkt milli landshlutanna, enda er Reykja- vík tákn frelsisins og þenslunnar, en Akureyri er mesti „samvinnu- bær“ í heimi, að sögn sovéskra ullarvörukaupenda, sem þar ríða húsum reglulega. Vetrarmúrinn og aðrar hömlur Norðurland er einangrað svæði. Ævagamall og úreltur vetrarmúr hindrar eðlileg sam- skipti Suður- og Norður-fslands. Svívirðileg ófærð og illviðri eru einatt látin hamla frjálsum sam- göngum við suðrið. Flugvélar húka svekktar á flugbrautum og fá ekki ferðaleyfi yfirvalda. Bannað er að flytja norður frjálsa mjólk frá Mjólkursamsöl- unni í Reykjavík, hvað þá kindur eða hey. Á sama hátt er aðeins með herkjum hægt að fá keypta Húsavíkur-jógúrt í einstaka verslun í Reykjavík, en alls ekki skyr frá Akureyri. Fjöldamargir ferðamenn smygla nýmjólk, rjóma, smjöri og skyri að norðan til Reykjavíkur þegar færi gefst. Landráðamenn Á alla sem flytja suður yfir heiðar frá Akureyri er litið sem landráðamenn. Þeir bregðast byggðastefnunni, sérstaklega ef þeir eru menntaðir eða fræknir í íþróttum. í raun eru þama í gildi átthagafjötrar á fólki, þar eð það getur ekki selt húsnæði sitt nyrðra fyrir sambærilegt verð og húsnæði kostar syðra. Mönnum er refsað harðlega í fjármálum, flytji þeir suður. Áðkomumaður kemur strax upp um sig nyrðra. Tungumálið þar er örlítið afbrigðilegt. Byggð- in lifir að nokkru á fornri frægð. Menning hefur risið þar hátt, en einhver kotungs-keimur loðir við. Metnaður er mikill, ekki síst í íþróttum. Aðkomumaðurinn verður að standa sig. Sagt er að eftir 25 ára dvöl á Akureyri geti menn farið að sækja þar um borg- ararétt. Pólitískt slen Ég bjó á Akureyri í 4 svellandi ár. Eftir að ég flutti hingað suður er ég oft spurður eftirfarandi spumingar með sérstakri, nánast grófri forvitni, eins og vonast sé eftir dálítið krassandi svari: „Hvemig er annars að búa á Ak- ureyri?“ Þetta er eðlileg forvitni. Akur- eyri er eina mannabyggðin sem rís undir nafni utan Reykjavíkur, að mati obbans af íbúum Suðvestur-homsins. Þar er dag- blað, útvarpsstöð og sjónvarps- stöð. Reykvíkingum þarf samt ekkert að segja um stefnu þessara fjölmiðla. Þeir vita að hún hlýtur að vera fátækleg og þröngsýn. Þetta er Framsóknarbæli. Éða hvað? Reyndar nýtur Sjálfstæðis- flokkurinn mestrar hylli kjós- enda á Akureyri. Hitt er svo annað mál, og óút- skýrt með öllu, að pólitísk þreyta er geigvænleg þarna. Kosninga- þátttaka er áberandi lægst á Ak- ureyri og fer lækkandi. Hæst er hún hins vegar á Dalvík, svo varla er það loftslagið eða mjólkin frá Samlaginu á Akureyri sem orsak- ar slenið. Siðspilling og sómakennd Akureyri hefur snert af heimsborg, þar er j afnan eitth vað um afbrot og þotulendingar, auk nafntogaðra skemmtistaða eins og „Sjallans". Þjónn frá Reykja- vík sagði mér hneykslaður að hann hefði sannfrétt að út um eldhúsgluggann á Sjallanum mætti oft sjá ástaleiki Norðlend- inga ofan á öskutunnum í bak- garðinum, jafnvel að vetrarlagi. Auðheyrt var að hann jafnaði þessu við búfjárlíf. Þessi saga er í stfl við margt sem Reykvíkingar láta fljúga. Sumir minnast klæmna sjón- varpsverksins „Vandarhögg“, sem Hrafn Gunnlaugsson ræmdi eftir sögu Jökuls Jakobssonar. Flosi Ólafsson ritaði í umsögn í Þjóðviljanum að verkið gæfi trú- verðuga lýsingu á hversdagslegu lífi Akureyringa. Samt er alltaf eitthvert sunnu- dagsbragð áf Akureyri, spari- stemmning í kringum nafnið. Þarna eru ömefni sem bráðna á tungunni: Lystigarður, Ráðhúst- org, Davíðshús, Nonnahús, Sig- urhæðir. Þarna eru líka atvinnulífsnöfn sem gnestur í: Slippstöðin, Iðn- aðardeildin, DNG-handfæra- vindur, Byggingavörudeild KEA. Spútnikkar Af Norðurlandi og sérstaklega Eyjafjarðarsvæðinu koma æ fleiri spútnikkar inn í þjóðlífið, Valur Ámþórsson, var fyrrum kaupfé- lagsstjóri KEA en nú Lands- bankastjóri. Pétur Valdimarsson frændi hans stofnaði Þjóðar- flokkinn. Stefán Valgeirsson al- þingismaður úr Hörgárdal stjórn- ar öllu sem hann vill í landinu. Haukur Halldórsson frá Svein- bjarnargerði er formaður Stétt- arsambands bænda. Handan Eyjafjarðar býr Hjörtur E. Þór- arinsson, formaður Búnaðarfé- lags íslands. Sjónvarpsfrétta- maðurinn Gísli Sigurgeirsson hefur reynst uppáhaldsfígúra Spaugstofumanna í laugardags- þættinum „‘89 af stöðinni". Jón Sigurðarson Álafossforstjóri kom suður tii að stjórna fyrirtæk- inu Fiska-furðum. Ekta Akureyringar Græðgi annarra landsmanna í sannar og helst mergjaðar lýsing- ar á Akureyri er þrálát. Oft finnst mér Akureyringar alls ekki vita af þessum áhuga annarra lands- manna á bænum og þeim sjálfum. Að minnsta kosti gera þeir sér engan mat úr þessu. Ekkert safn- anna í bænum sýnir hvernig „ekta Akureyringur" eða „Innbæing- ur“ lítur út. Vonlaust er að fara á Amtsbókasafnið til að leita svara Ólafur H. Torfason skrifar við spurningunni: „Hvernig em Þorparar?" íbúar í „Þorpinu“, Glerárhverfi, koma nefnilega minnst á bókasafnið allra íbúa- heilda bæjarins. Svarið við spurningunni um hvemig það sé að búa þama fer eftir ýmsu. í fyrsta lagi hvort spyrjandinn heldur að maður sé innfæddur Akureyringur eða ekki. Ef maður er innfæddur tekur spyrjandinn jafn varlega til orða og hann tekur lítið mark á manni. Viti hann hins vegar að maður er eða var aðfluttur, gerist hann mjög æstur að fá í fullum trúnaði að vita „sannleikann“ í málinu. Hörmung? Ég er sem sé „burtfluttur Ak- ureynngur“ í þeim skilningi að fjölskyldan færði sig af Oddeyr- inni til höfuðborgarsvæðisins fyrir nokkmm misserum. Ég treysti því að lesendur mínir viti að Oddeyri (eða bara Eyrin) er alls ekki það sama og Akureyri. Mjög hart er því gengið að mér sem trúverðugum heimildar- manni með undanbragðalaus svör við spurningu, sem í huga fyrirspyrjanda er oft svona, þótt hann þori ekki að bera hana fram: „Er þetta ekki hörmung?" Enginn vill samt trúa því að maður flytji sjálfviljugur að norðan. Maður neyðist sífellt til að hlusta á þessar gömlu lummur: „Á Akureyri er svo fallegt. Alltaf gott veður. Þar er ekki þessi streita eins og hér fyrir sunnan." Sannleikurinn er sá að Akur- eyringar eru jafn stressaðir og aðrir landsmenn en eru ekkert að flíka því eins og Sunnlendingar. Fyrir fertugt koma sannir Vesturbæingar aðeins nokkrum sinnum í stuttar heimsóknir til Akureyrar, af sömu hvötum og dr. Livingstone til Afríku, býst ég við. Sjálfur sá ég dýrðina fyrst 23 ára gamall. Mér fannst íbúarnir þá ögn fjarlægir í anda og halda full mikið upp á soðbrauð, rím- aða söngtexta og framburðar- sérvisku. Það er langbest að viðurkenna það: Ég hafði for- dóma gagnvart öllum mann- skepnum sem bjuggu við Eyjafj- örð. Andleg hrörnun? Þegar manni fór að förlast í miðjum aldri fjölgaði náttúrlega heimsóknum til Akureyrar. Og viðdvalir að lengjast. Sérstakt að- dráttarafl hafði bærinn, þegar ekið var um í letilegum sumar- ferðum. Maður reyndi að gera sér eitthvað til dundurs, keypti bensín á éppann, fór í Nonnasafn með krakkana, gerði Lystigarð- inn að ófrávíkjanlegum pflagrím- astað. Ekki hafði maður enn nokkurn áhuga á því að vita hvað kaupfélagsstjórinn hét, hvað þá kirkjuorganistinn eða ritstjóri Dags. Dagblaðið Dagur, útgefið af Útgáfufélagi Dags, fannst manni hreint furðuverk. (Seinna varð hann ómissandi og embætt- ismenn bæjarins fastir punktar í tilverunni). Loks kom að fastri búsetu á Oddeyri. Þá uppgötvaði ég hvað kartöflur eru í raun og veru. Jarðeplaöndvegi Utanbæjarfólk veit ekkert hvað Akureyri er, fyrr en það er búið að sitja með innfæddum svo sem einn kaffitíma - eða kaffitím- aígildi, - um það leyti sem kar- töflurnar eru í öndvegi þar í bæ. Það gildir einu hvort aðkomu- maðurinn lendir í þessu meðan menningarleysi sem birtist í sjúk- legri vanþekkingu á kartöflum, miðað við jarðeplaspeki inn- fæddra. Zonturnar Fínni blæbrigði í ræktun garðá- vaxta uppljúkast eitt af öðru. Að baki menningarfyrirtækjum á Akureyri eins og Nonnahúsi er í bókstaflegri merkingu kartöflu- garður. Fyrir aftan Nonnahús, uppi í brekkunni, er nefnilega jarðepla-akur, sem stendur undir kostnaði við rekstur þeirrar menningarmiðstöðvar. Þar mæta Zonturnar, góðar konur í góðum félagsskap kvenna í stjórnunar- og áhrifastörfum, með sína eigin- menn, framkvæmdastjóra og fulltrúa í bæjarstjórninni, tvisvar á ári með garðverkfæri. Allt leikur í lyndi. Kartöflumar eru seldar með nægum hagnaði til að varðveita minningu séra Jóns Sveinssonar, Jesúítaprests. Heimsmeistarar Akureyringar eru heimsmeist- arar í tómstundaiðkun. Útilokað er að kynnast þeim nema gerast þátttakandi í einhverju félagi, til dæmis vasahnífaklúbbnum, golfklúbbnum, svifflugfélaginu, Rotary, Hringborðinu eða því sem er allra best: Knattspyrnufé- lagi Akureyrar. Það félag á að- eins einn verðugan andstæðing: Knattspyrnufélag Reykjavíkur. Það er og verður erfðafjandinn. hvar sem aumingja KR er statt í deildunum gengur allt út á að jarða það á heimavelli Akur- eyringa. Bæjarbúar mæta öskr- andi illir af áratuga heift út í Reykjavík, sem brýst öll út gegn KR-ingum. Frelsi í augsýn Margir Akureyringar hafa þjáðst af minnimáttarkennd gagnvart Reykvfldngum. Ef maður ljóstraði því upp að maður væri Reykvíkingur var næstum öruggt að fá athugasemd á borð við þessar „Ja, ég hef nú aldrei stoppað nema 3 daga f röð í þeim bæ“, - eða: „Ég rata nú ekkert þar“. Sumir sögðu: „Hvemig er það, er ekki sífelld gjóla þarna í Reykjavík?" Hvflíkur óþarfi að blygðast sín fýrir Akureyri! En nú er „Dim- malætting" við sjóndeildarhring. (Dimmalætting er færeyska og þýðir eiginlega dimmu-léttir, eða dagsbrún). Akureyringar eru komnir með ísiandsbikarinn í fótbolta og nú halda þeim engin bönd. 16 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 1. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.