Þjóðviljinn - 01.12.1989, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 01.12.1989, Blaðsíða 26
Hvað á að gera um helgina? Mynd: Kristinn Kristinn H. Gunnarsson bæjarfulltrúi - Ég verð í pappírsvinnu allan laugardaginn hér vestra á skrifstof- unni, en á sunnudag slæst ég í hópinn með öðrum bæjarfulltrúum í bæjarráði Bolungarvíkur suður til Reykjavíkur. Þetta er árviss ferð sem farin er til að hitta að máli meðal annars þingmenn kjördæmisins, fjárveitinganefnd Alþingis og vegamálastjóra. MYNDLISTIN Ásmundarsalur v/Freyjugötu, Birna Kristjánsdóttir, myndverk. Lýkurá sunnudag. 14-18virkadaga, 14-19 helgar. FÍM-salurinn, Garðastræti 6 Jóla- sýning FÍM opnar á laugardag kl. 15.00. Björn Th. Björnsson les úr Sandgreifarnir. Jóhanna Þórhalls- dóttirsyngurog Guðbjörg Sigurjóns- dóttir leikur með á píanó. Opið alla daga14-18. Gallerí 11, Skólavörðustíg 4 A, Einar Garibaldi Eiríksson opnar málverka- sýningu á laugardag. Til 14.12.14-18 daglega. Gallerí Hulduhólar, Mosfellsbæ, Steinunn Marteinsdóttir, veggmyndir og nytjalist, 13-19 lau og su. Hafnarborg, Strandg. 34 Hf, Litli sal- urinn, Ómar Svavarsson, olíumálv. og vatnslitamyndir, 14-19 alla daga nemaþri. Lýkurásunnudag. Kaffi- stofa: Árni Elfar, vatnsl.myndir og teikn. 14-19 alla daga. íslenska óperan, Jón M. Baldvins- son, ný og eldri málverk. 16-19 dag- lega um óákveðinn tíma. Kjarvalsstaðir, opið daglega 11 -22. Arvid Pettersen, málverk. Jóhanna Bogadóttir, málverkog teikn. Ingi- björg Styrgerður Haraldsdóttir. Ollum sýningunum lýkur á sunnudag. Listasafn ASÍ, Hringur Jóhannes- son, málverk, opn. lau kl. 14. Til 10.12.16-20 virka daga, 14-20 helg- ar. Listasafn Einars Jónssonar opið helgar 13.30-16, höggmyndagarður- innalladaga 11-17. Listasafn Sigurjóns, járnmyndir Sigurjóns og gjafir sem safninu hafa borist undanfarin ár. Lau og su 14-17, þri 20-22. Mokka, Trúðarnir á ströndinni, vatnsl.mynd. e/ Kristján Hreinsson. Til 10.12. Norræna húsið, kjallari: Svava Björnsdóttir, pappírsskúlptúrar, opn lau kl. 14. Til 10.12.14-19daglega. Anddyri: Nordvision 30 ára. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, Ágúst Pet- ersen, málverk. Til 6.12.10-18 virka daga, 14-18helgar. Smíðagallerí, Mjóstræti 2B. Lilja Eiríksdóttir sýnir málverk. Virka daga 10-18, laugardaga 14-17. Riddarinn, Hafnarfirði, Við búðar- borðið, sýn. tengd verslun fyrri tíma, á vegum Byggðasafns Hf. Safn Ásgríms Jónssonar, Bergs- taðastræti, ÞingvallamyndirÁsgríms. Helgar, þri og fi 13:30-16 fram í feb.1990. Slunkaríki, ísafirði, Björg Þor- steinsdóttir, olíukrítarm. opn. lau kl. 16.Til9.12.16-18fi-su. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8 Hf. Opið helgar 14-18, e/ eftir samkomulagi. Þjóðminjasafnið, opið þri, fi, lau og su 11 -16. Norræn jól, sýning um jóla- hald og jólasiði á Norðurlöndum opn- ar á laugardag og stendur fram á þrettándann. Leikarar úr Þjóðleikhúsi lesa upp á laugardag. Ölkjallarinn, Haukur Halldórsson, grafík. Árbæjarsafn, sýningin Jól í Árbæjar- safni sun. kl. 13.30-17.00. Leikhóp- urinn Fantasía, nemendurúrÁrtúns- skóla, hópur áhugamanna af eldri kynslóðinni og starfsmenn safnsins sýna aðeins þennan eina dag. LEIKLISTIN Lúðrasveitin Svanur heldur árlega aðventutónleika í Langholtskirkju sunnudag kl. 17.00. Meðal höfunda: Hándel, Rossini, Bach, Wagnerog Clarke. Stjórnandi Róbert Darling, leikur einnig einleik á barítónhorn. Kammersveit Reykjavíkur heldur tónleika í Áskirkju á laugardag kl. 17. Efni: Oktett í F-dúr eftir Franz Schu- bert. Tónleikarnir helgaðir minningu Péturs Þorvaldssonar sellóleikara. Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran, Halldór Haraldsson, Pétur Jónasson og Hamrahlíðarkórinn undirstjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur flytja verk eftir danska tónskáldið Vagn Holmbye í Norræna húsinu á sunnudag kl. 20.30. Aðgangur ókeypis. Kór Átthagafélags Strandamanna: Aðventusamkoma su. kl. 17 í Skaftfellingabúð Laugavegi 178. TÓNLISTIN Leikfélag Akureyrar, Hús Bernörðu Alba, lau 20:30. Síðasta sýn.helgi. Leikfélag Hafnarfjarðar, Leitin að týnda brandaranum. Leikfélag Keflavíkur, Félagsbíói, Grettir. Leikfélag Kópavogs, Félagsheimili Kóp. Blúndur og blásýra, fö. og su. kl. 20. Leikfélag Reykjavíkur, Ljós heimsins, litla sviðinu í kvöld, lau og su kl. 20. Höll sumarlandsins, stóra sviðinu í kvöld og lau kl. 20. Þjóðleikhús ið, Lítið fjölskyldufyrir- tæki, í kvöld, lau og su kl. 20. Óvitar, su kl. 14. Þjóðleikhúskjallarinn: Jólagleði. Dag- skrá í tilefni jóla, sögur, Ijóð, söngur og dans í flutningi leikara og dansara hússins á laugardag kl. 14. íslenska óperan: Toscafö og lau. kl. 20. Síðustu sýningar. ÍÞRÓTTIR Handbolti. 1 .d.ka: Stjarnan-ÍBV, Víkingur-HK, IR-KA, Grótta-KR, Valur-FH lau. kl. 16.30.1 .d.kv: Stjarnan-Valur, Haukar-FH, KR- Grótta, Fram-Víkingurlau. kl. 15- 15.30.2.d.ka: Fram-Þór, Ármann- Selfossfös.kl. 19.00 og 20.15. Haukar-Þórlau. kl. 14.00. Karfa. Úrvalsdeildsun.: UMFN-Þór, UMFT-KR, [R-ÍBK kl. 16, Valur- Reynir kl. 20.1 .d.kv: ÍR-KR fös. kl. 20, ÍR-ÍBK sun. kl. 14, KR-Haukar kl. 20.30, ÍS-UMFN mán. kl. 20.1 .d.ka: ÍA-UMFL, UMFB-ÍS, ÚÍA-Snæfell lau. kl. 14, Léttir-UMSB sun. kl. 19. Badminton. Afmælismót með þátt- töku erlendra gesta frá 15.30 lau. og 10.00 sun. Þátttaka tilkynnist fyrir kl. 12áfös. HITT OG ÞETTA Norræna húsið: Auðunn H. Einars- son talar um austfirska torfbæinn lau. kl. 15. Nordvision samstarfið. Eyjólfur Valdimarsson yfirverkfræðingur Sjónvarps, Bogi Ágústsson frétta- stjóri og Ingólfur Hannesson tala um sín svið. Myndbönd sýnd til skýringar, su. kl. 15. Lögberg, stofa 101: Burkhard von Mullenheim-Rechberg, höfundur Bismarcks, heldurfyrirlesturlau. kl. 15. Oddi, stofa 101: fslensk nútímaljóð- list á vegum Félags áhugamanna um bókmenntir. Skafti Þ. Halldórsson, ísak Harðarson og Gunnar Harðar- son haldafyrirlestra, lau kl. 15.00 Listamannahúslð, Hafnarstræti4: Ljóðakvöld á fullveldisdegi. Dagur Sigurðarson, BirgirSigurðsson, Mar- grét Lóa, Margrét Hugrún, Sigurgeir Orri, Guðlaug María Bjarnadóttir, Ólafur Haraldsson, Berglind Gunn- arsdóttir og Ólöf Ýr Atladóttir lesa upp. Kynnir Sæmundur Norðfjörð, fö. kl. 21. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Bókmenntadagskrár. Einar Kárason, Isak Harðarson og Svava Jakobs- dóttir lesa úr nýjum bókum sínum. Su.kl. 15. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Göngu Hrólfur hittist á morgun kl. 11 að Nóatúni 17, opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3 su kl. 14. frjáls spilamennska, dansað frá kl. 20. Félagsfundurþriðjud. kl. 20.30 í Goðheimum. Ferðaféiag íslands, dagsferð su, kl. 13 Blikastaðakró-fjöruferð. Brottför frá Umferðarmiðstöð, austanmegin. Farmiðar við bíl, frítt fyrir börn. Myndakvöld á miðvikudag í Sóknar- sal. Hana nú leggur upp í laugardags- gönguna frá Digranesvegi 12 kl. 10. Nýlagað molakaffi. Allir velkomnir. Útivist. Dagsferð su, Vífilstaðahlíð- Kehrshellir. Brottförkl. 13frá Umferðarmiðstöð. 39. Helgarskákmótið Flughóteli- Keflavík 1 .-3. des. Hefst kl. 17 fö. lau. og su hefst mótið kl. 10. Sjónstöð íslands, húsi Blindrafé- lagsins, Hamrahlíð 17, Sýning á lýs- ingu fyrir aldraða og sjónskerta, 14- 18 um helgina, virka daga 10-18. JólabasarSjálfsbjargar, lau. og su. íSjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12. Hefst kl. 14. Aðventuhátíð í Bústaðakirkju su. Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kasffisala. Aðventukvöld kl. 20.30. Aðventa í Neskirkju su. Barnasam- koma kl. 11. Ljósamessa kl. 14 í um- sjón fermingarbarna. Kaffiveitingar. Aðventustund kl. 17. Kirkjudagur Seltjarnarneskirkju su. Guðsþjónusta kl. 11 með þátttöku fermingarbarna. Kristileg samkoma kl. 20.30, kaffidrykkja. FJOLMIÐLAR, o ÞROSTUR HARALDSSON Hvað verður nú um Stöð 2? Nú er allt útlit fyrir að Stöð 2 sé að skipta um eigendur. Er það við hæfi að það gerist í sömu vik- unni og sjónvarpsstjórinn og að- aleigandinn, Jón Óttar Ragnars- son, er útnefndur markaðsmaður Norðurlanda. Að vísu er Pressan að gefa það í skyn að eitthvað sé vafasamt við þá útnefningu, það hafi verið sölumaður afruglar- anna sem tilnefndi þennan stærsta viðskiptavin sinn og vel- gjörðarmann til að verða eftir- maður forstjóranna hjá Volvo og SAS. En hvað sem slíkum útnefning- um líður þá mun það vera stað - reynd að Stöð 2 er komin í þrot. Verslunarbankinn hefur misst þolinmæðina og ætlar ekki að una því lengur en til morguns að fyrir- tækið skuli rekið með afspyrnu lélega eiginfjárstöðu og æ lengri skuldahala. Jón Óttar og með- eigendur hans hafa leitað um víð- an völl að nýju kapítali til að bæta eiginfjárstöðuna og meðal annars fengið Jón Baldvin til að reyna að pranga stöðinni inn á franska forsetann. í dæmi Stöðvar 2 sannast hið fornkveðna að ef ég skulda milj- ón er ég settur á hausinn, en ef ég skulda hundrað miljónir hefur kerfið ekki efni á að setja mig á hausinn. Nú stendur því yfir mikil leit að nýju hlutafé og hafa ýmis stórfyrirtæki verið orðuð við þá leit. Mér er sagt að á laugardag- inn verði Jón Óttar og félagar settir frá og prókúran af þeim tekin. Sennilegast mun Verslun- arbankinn skipa einhvern tilsjón- armann með rekstrinum meðan verið er að leita leiða til að tryggja áframhaldandi rekstur. Þegar Stöð 2 var sett á laggirn- ar urðu margir til að efast um að hinn smávaxni íslenski markaður stæði undir tveimur fullgildum sjónvarpsstöðvum. Eigendur nýju stöðvarinnar virtust líka í fyrstu ætla að fara hægt í sakimar og leitast einkum við að fullnægja óslökkvandi þörf landsmanna fyrir amerískar bíómyndir. Stöð- in hlaut viðurnefnin „mynd- bandaleiga með heimsendingar- þjónustu", „vídeókaupfélagið“ osfrv. Góðar viðtökur sem stöðin hlaut urðu svo til þess að metnað- urinn jókst og það var farið út í að framleiða margskonar efni, þám. fréttamagasínið 19:19. Þetta efni kostaði sitt í framleiðslu og þarna virðist stöðin hafa komist að því hvar endimörk möguleikanna lágu. Lítill markaður stendur ekki undir slíkum metnaði þegar önnur stöð er fyrir með ekki minni framleiðslu og þar að auki rúmlega tveggja áratuga hefð og reynslu (sem Stöð 2 gerði að vísu heiðarlega tilraun til að kaupa upp). Það þurfti því ekki að koma neinum á óvart þegar fór að slá í bakseglin. Fyrst var innlenda framleiðslan skorin niður, síðan farið inn á braut kostunar með þeim afleiðingum að ýmis firma- merki urðu fyrirferðarmikil á skjánum, hvort heldur var í íþróttaþáttum eða menningar-. Lokaþátturinn í þessu var að gera auglýsendum gylliboð, ma. í þá veru að bjóða þeim að stöðin annaðist gerð auglýsinga þeim að kostnaðarlausu eða allavega fyrir langtum lægra verð en auglýsing- astofurnar taka. Þetta varð til þess að stofurnar tóku sig saman og boðuðu stofnun nýrrar sjón- varpsstöðvar. Óg nú virðist fokið í flest skjól fyrir Jóni Óttari og félögum. En Stöð 2 mun væntanlega lifa lengur. í hvaða mynd það verður skal ósagt látið. Vonandi munu nýir stjómendur ekki taka það til bragðs að skera niður innlenda þáttinn í dagskrá stöðvarinnar. Hann er og verður eina afsökunin fyrir tilveru hennar. Án dag- skrárliða á borð við fréttir, 19:19, Áfanga ofl. gerir stöðin varla meira en að standa undir áður- nefndum viðurnefnum. Þá er hægt að bjargast með vídeóleigu. Hér í lokin vil ég svo leiðrétta það sem missagt var í síðasta pistli. Þegar ég var að fjalla um afnám virðisaukaskattsins hélt ég því fram að í framtíðinni yrðu lausamenn að reikna virðis- aukaskatt ofan á launin sem þeir fá fyrir greinaskrif, ólíkt því sem nú er í söluskattskerfinu. Þetta er mér tjáð að sé rangt, það muni sennilega ekkert breytast í þessu efni. Lausamenn í blaðamennsku losna eftir sem áður við að inn- heimta virðisaukaskatt af grein- um sínum. Hins vegar munu þeir blaðamenn sem taka ljósmyndir, fást við útlitsteikningu eða próf- arkalestur þurfa að leggja skatt- inn ofan á verkalaun sín. Það er að segj a ef þeir koma sér endanlega saman um að leggja virðisaukaskattinn á. Það er alls ekki víst þegar þetta er skrifað. 26 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 1. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.