Þjóðviljinn - 02.12.1989, Síða 1

Þjóðviljinn - 02.12.1989, Síða 1
Laugardagur 2. desember 1989 207. tölublað 54. órgangur Greitt úr flækjunni. Mynd: Jim Smart Kjaramál Lánskjaravísitalan burt? Með lœkkun verðbólgu í6-7% œtlar ríkisstjórnin að afnema vísitölu- tryggingu en mun annars gera lítið til að greiða fyrir komandi samning- um. Asmundur Stefánsson: Viljum lœgra verð á nauðsynjavörum. Steingrímur Hermannsson: Gerum ekki frekar út á ríkissjóð Fyrsji fundur forystusveitar ASI með ríkisstjórninni vegna komandi kjarasamninga var haldinn i gær. Ekki voru miklar ákvarðanir teknar á fundinum og kölluðu fundarmenn hann „eld- hússdag" af þeim sökum. For- menn stjórnarflokkanna töldu ríkissjóð ekki geta tekið á sig meiri byrði en þegar hefur verið gert og er því ólíklegt að ríkis- stjórnin nái að auðvelda gerð samninga. Þeir vonast hinsvegar til að geta lækkað verðbólgu og afnumið vísitölutryggingu þannig að hægt verði að semja til lengri tíma. „Við spurðum ríkisstjórnina hvað hún væri reiðubúin að gera til að greiða fyrir samningum og þá sérstaklega hvað hún gæti gert til að greiða niður verð á nauðsynjavörum. Enginn niður- staða fékkst hvað þetta snertir en stjórnin telur sig hafa gert flest sem í hennar valdi stendur með komandi skattbreytingum,“ sagði Ásmundur Stefánsson for- maður ASÍ er hann kom út af fundinum. Á fundinum reifaði ríkisstjórn- in hugmyndir til að koma í veg fyrir verðhækkanir um áramótin en þær eru allar á frumstigi. „Við teljum að með virðisaukaskattin- um lækki verð á matvælum um 2% og um 8% á einstökum teg- undum. Við sjáum því ekki að hægt sé að gera frekar út á ríkis- sjóð miðað við ástand og horfur. Þeir voru að mestu sammála okk- ur um það en við vonumst til að geta komið til móts við launafólk með aðhaldi í verðlagi og aðgerð- um í atvinnumálum,“ sagði Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra eftir fundinn. Ekkert var rætt um hvort semja ætti til lengri eða skemmri tíma enda er ríkisstjórnin ekki beinn samningsaðili ÁSÍ. Það er þó ljóst að ríkisstjórnin vill að samið verði til lengri tíma og telur jafnframt að hægt verði að fella niður vísutölubindingu á næsta ári. Stjórnarmeðlimir segja góð- ar horfur á að lækka megi verð- bólgu niður í 6-7% og þannig megi leggja niður lánskjaravísi- tölu. Með slíkum stöðugleika væri hægt að semja til lengri tíma og auka líkur á stöðugu atvinnu- ástandi. Forkólfar verkalýðs- hreyfingarinnar munu þó fara sér hægt hvað þetta varðar og óvíst að þeir fáist til að skrifa undir langtímasamning án vísitölu- tryggingar. Þá gekk ASÍ á fund vinnu- veitenda á fimmtudag og var ákveðið að halda fundi í smærri hópum á mánudag. Nokkuð mikið ber í milli samningsaðila og útlit fyrir ýmsa erfiðleika við að knýja fram samninga. Ekkert var ákveðið í gær varðandi annan fund ASÍ og ríkisstjórnarinnar en að sögn Steingríms Hermanns- sonar er stjórnin tilbúin til frekari funda hvenær sem er. -þóm Sögulegar sœttir Gorbatsjov á páfafundi * Akváðu að taka upp stjórnmálasamband. Jóhannesi Páli boðið til Sovétríkja Gorbatsjov Sovétríkjaforseti gekk í gær á fund Jóhannesar Páls páfa annars í Páfagarði og ræddust þeir einir við í 75 mínút- ur, hálftíma lengur en ráðgert hafði verið. Er þetta fyrsti fundur æðstu manna Sovétríkjanna og kaþólsku kirkjunnar. A fundin- um urðu þeir Gorbatsjov og páfi sammála um að taka upp stjórnmálasamband með Páfa- garði og Sovétríkjunum. Haft er lýrir satt að fundur þessi marki tímamót í sam- skiptum kaþólsku kirkjunnar og Sovétríkjanna, en á milli þessara aðila hafa verið litlir kærleikar, vægast sagt, allt frá byltingu bols- évíka 1917. Hið besta fór á með þeim höfðingjunum á fundinum og þurftu þeir ekki túlks við, þar eð páfi talar rússnesku. Talsmað- ur Vatíkansins sagði að eftir væri að ákveða nánar í hvaða formi stjórnmálasambandið yrði, og myndu stjórnarerindrekar beggja sjá um það. Um heimboð- ið sagði talsmaðurinn: „Hinn hei- lagi faðir þakkaði honum hjart- anlega og kvaðst vona að gangur mála gerði sér kleift að þiggja." Viðkvæmasta atriðið í sam- skiptum Páfagarðs og Sovétríkj- anna er kaþólska úníatakirkjan í Úkraínu, sem Stalín bannaði 1946 og enn hefur ekki fengið fulla löggildingu. Páfi óskaði Gorbatsjov góðs gengis með perestrojku og kvað hinn helga stól „reiðubúinn til stuðnings hverju frumkvæði til tryggingar réttindum og skyldu- rækni einstaklinga og þjóða, með það fyrir augum að friður mætti verða tryggður í Evrópu og heiminum." - Pólland er eina Varsjárbandalagsríkið, sem Páfagarður hefur stjórnmálasam- band við eins og er. Var það tekið upp í júlí s.l. Reuter/-dþ. I

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.