Þjóðviljinn - 02.12.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.12.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Virðisaukaskattur Hagsbot fyrir láglaunafólk Barnabœturogpersónuafslátturhœkkaum 7,5%. Skattbyrðitekju- skatts þyngist á hátekjufólki en stendur ístað eða minnkar hjá lágtekju- fólki Itengslum við ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um lækkun virð- isaukaskatts úr 26% í 24,5% var ákveðið að hækka tekjuskatts- prósentuna um 2%. A móti var tekin ákvörðun um að helmingur tekna ríkissjóðs af hækkun tekju- skattsins færi til hækkunar pers- ónuafsláttar og barnabóta. Barnabætur og persónuafsláttur munu samkvæmt tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu hækka um 7,5% og þess vegna komi hækkun tekjuskatta fyrst og fremst við fólk með tekjur yfir meðallagi. í tilkynningu ráðuneytisins segir að að lágtekjufólk og barna- fjölskyldur komi til með að borga svipað eða minna í tekjuskatt Akranes Dauðahald í vonina Að öllu óbreyttu getursvo farið að 10% alls vinnuafls íbœnum verði án atvinnul. mars eða rúmlega 200 manns Þessar uppsagnir eru skelfileg tíðindi sem við vonuni í lengstu lög að komi ekki til fram- kvæmda. I nóvemberbyrjun voru hér á atvinnuleysiskrá um 140 manns og ef 77 manns bætast þar við 1. mars verða hér rúmlega 200 manns atvinnulausir sem þýðir að 10% alls vinnuafis bæjarins verða þá án atvinnu," sagði Gísli Gíslason bæjarstjóri. I fyrradag var öllu starfsfólki skipasmíðastöðvar Þorgeirs og Ellerts á Akranesi sagt upp störf- um með þriggja mánaða fyrir- vara. Astæða uppsagnanna er verkefnaskortur hjá fyrirtækinu. Það sem Skagamenn horfa til sem tímabundinnar lausnar á þessum vanda fyrirtækisins er að það fái annað hvort breytingarverkefni það sem Hafrannsóknastofnun hefur ákveðið að láta vinna á rannsóknarskipinu Árna Frið- rikssyni eða nýsmíði á mælinga- skipi fyrir Landhelgisgæslu ís- lands. Að sögn bæjarstjórans hefur það legið fyrir síðustu 15 mánuði hvert stefndi í málefnum skipa- smíðastöðvarinnar og allan þann tíma hafa bæjaryfirvöld rætt við þingmenn kjördæmisins og eins- taka ráðherra og lýst fyrir þeim áhyggjum sínum um þróun þess- ara mála en án sýnilegs árangurs til þessa. -grh Norrœna húsið Austfirski torfbærinn Dagskrá um Austfirska torfbæinn verður í Norræna húsinu í dag og hefst hún kl. 15. Sýndar verða skuggamyndir af austfirskum bæjum, aðallega af Fljótsdalshéraði. Sveinn Einarsson mun segja frá hvernig bæir voru byggðir fyrr á tímum og hvernig var að búa í þeim. Hann mun einnig segja frá ýmsum breytingum sem orðið hafa á þessari öld. Norræni sumarháskólinn Aðlögun aðEB Aðlögun íslands að innri mark- aði Evrópubandalagsins. Hvað mun gerast á íslenskum vinnu- markaði? er yfirskriftin á fram- söguerindi sem Gestur Guð- mundsson félagsfræðingur flytur á almennum fundi Evrópuhóps Norræna sumarháskólans. Fundurinn verður í hliðarsal- Norræna hússins í dag kl. 13. Þetta er annar af tveim ai- mennum fundum Evrópuhópsins í desember. Sá síðari verður laugardaginn 16. desember. Þá hefur Þór Rögnvaldsson heimspekingur framsögu um efn- ið: Sjálfsímynd (identitet) ein- staklinga og þjóða. Kemur hún sjálfkrafa? Leiðrétting I viðtaii við Svanhildi Boga- dóttur borgarskjalavörð í Þjóð- viljanum sl. fimmtudag féll ein lína niður í viðtalinu og sú máls- grein varð því óskiljanleg. Svan- hildur var spurð hvaðan skjölin á safninu væru komin. Rétt svar hennar er: „Öllum borgarstofnunum og fyrirtækjum borgarinnar er skylt að skila skjölum sfnum til safnsins og eru þau skjól stærsti hluti þess. Einnig tekur safnið við skjölum einstaklinga og fyrir- tækja í Reykjavík til varðveislu, en slík gögn geyma oft mikilvæg- ar upplýsingar um sögu, starf- semi og mannlíf í borginni." Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. eftir þessa breytingu en fyrir hana. Breyting úr 25% sölu- skatti, eins og nú er í gildi, í 24,5% virðisaukaskatt lækki al- mennt vöruverð um 1% en end- urgreiðsla ákveðins hluta virðis- aukans lækki verð á algengustu matvælum um 7-8%. í fjárlaga- frumvarpi er gert ráð fyrir að persónuafsláttur og barnabætur hækki um 3,5% en nú hefur ríkis- stjórnin sem sagt ákveðið að þessi hækkun verði 7,5%. Hækkun tekjuskatts um 2% leiðir til þess samkvæmt tilkynn- ingu fjármálaráðuneytisins, að hlutfall tekjuskatta af heildar- tekjum launafólks verður 0,9% hærra en það er í ár. Skattbyrðin þyngist mest hjá fólki með háar tekjur, allt upp undir 2%. En hins vegar iækki skattbyrðin hjá láglaunafólki, auk þess sem lægra matvöruverð komi því fólki til góða. Sýnd eru nokkur dæmi um hvernig breytingin komi út. Ein- staklingúr með 65 þúsund króna mánaðarlaun greiði eftir breytinguna 470 krónur nettó í tekjuskatt til ríkisins en fyrir breytinguna hefði hann greitt 601 krónu. Einstaklingur með 150 þúsund króna mánaðarlaun greiði aftur á móti 28.350 kr. í stað 26.781 kr. áður. Hjón með 130 þúsund króna mánaðarlaun fái 9.460 kr endurgreiddar eftir breytinguna í stað 8.484 kr. og einstætt foreldri með 65 þúsund króna mánaðarlaun fái 22.371 kr. endurgreiddar í stað 20.672 kr. -hmp Hjónagarðar fullbunir í gær var tekinn í notkun þriðji og síðasti áfanginn í nýju hjónagörð- unum við Suðurgötu. Alls eru í húsinu 93 íbúðir en byggingin kostar um 500 miljónir á núgildandi verðlagi. Með tilkomu nýju garðanna er nú rúm fyrir um 4% stúdenta á stúdentagörðum. Á myndinni eru arkitekt- ar hússins þeir Guðmundur Gunnlaugsson t.h. og Pétur Jónsson t.v., á milli þeirra stendur byggingarverktakinn Sigurður K. Eggersson. Eiríkur Ingólfsson framkvæmdastjóri Félagsstofnunarstúdentastend- ur í stiganum ásamt Valdimar K. Jónssyni og Halldóri Birgissyni sem sátu í byggingarnefnd garðanna. Mynd-Kristinn Hlaðvarpinn Myndteppi með asaumi Heidi Kristiansen opnar sýningu á myndteppum saumuðum með ásaums og quilt-tækni í Gallerí Hlaðvarpanum í dag kl. 14. Á sýning- unni eru 22 myndverk, flest unnin á þessu ári. Heidi er frá Þrándheimi í Noregi en hefur verið búsett hér á landi frá 1980. Sýningin er opin alla daga frá 12-18 fram til 17. desember. Sagnfrœði '* 14. aldar Hið íslenskabók- menntafélag sendir frá sérfjórða bindi af Sögu Islands. ífyrsta sinn semþetta tímabil er almenningi vel að- gengilegt Ef til vill má segja að þetta bindi og hið næsta marki tímamót í sagnaritun að því lcyti, að sögu 14. og 15. aldar hafa ekki fyrr verið gerð viðlíka skil, segir í fréttatilkynningu Hins íslenska bókmenntafélags vegna __ útgáfu fjórða bindis af sögu íslands. Bókin er hluti ritraðar sem ákveðið var að gefa út í tilefni 11 aldar búsetu á Islandi. Sigurður Líndal, ritstjóri verksins, sagði að eitt af því sem kynni að koma á óvart í bókinni, væri að hagur manna á 14. öld sýndist vera betri en menn hefðu kannski haldið. Áður hefðu menn talið að við endalok sjálfstæðisins 1262-1264 hefði allt farið niður á við og myrkt tímabil hafist. Þessi öld hefði verið um margt hagstætt timabil. Þá sagði Sigurður kafla Harðar Ágústssonar í ritinu eiga eftir að koma fólki á óvart, vegna þess hvað fólk hefði búið miklu betur og veglegar en áður var haldið. Klaustrin hefðu einnig verið merkar og stórar byggingar. Björn Þorsteinsson er aðalhöf- undur þessa bindis og kýs hann að kalla þetta tímabil íslands- Ritstjórn og höfundar 4. bindis af sögu Islands. Sitjandi eru frá vinstri Hörður Ágústsson, Jakob Benediktsson og Sigurður Líndal en í aftari röð f rá vinstri eru Sigurgeir Steingrímsson, Guðrún Ása Grímsdóttir og Ingi Sigurðsson. Mynd: Kristinn. sögunnar, „norsku öldina". Enda hefðu verið náin tengsl á milli ís- lands og Noregs á 14. öld. í frá- sögn er einkum miðað við ytri at- burðasógu, segir í fréttatilkynn- ingu og fyrst raktir höfuðdrættir í sögu Evrópu á síðmiðöldum. Hugtakið Evrópa er skilgreint, gerð grein fyrir stöðu álfunnar og ríkjaskipan, atvinnuvegum lýst sem og stéttum, stjórnarháttum, málefnum kirkjunnar og andlegri menningu sem mótaðist talsvert af bölsýni og tortímingargeig. Þessum fyrsta hluta er ætlað að vera baksvið þjóðarsögunnar. Að þessum inngangi loknum hefst rakning „norsku aldarinn- ar" og er þráðurinn tekinn upp þar sem honum var sleppt í þriðja bindi Sögu íslands. Almennum þjóðarhögum er lýst og meðal annars gerð grein fyrir kólnandi veðurfari og öðru árferði. Saga landbúnaðar, sjávarútvegs, iðn- aðar, verslunar og siglinga er rak- in og sagt frá helstu stéttum þjóð- félagsins á þessum tíma; verka- fólki, lausamönnum, og hús- göngum. En aðrar stéttir hafa fengið umfjöllun í þriðja bindi. Bókin endar síðan á kafla um húsagerð á síðmiðöldum. Sigurður Líndal benti á að í bókinni væri greint frá upphafi skreiðarútflutnings, sem hefði haft mikið að segja fyrir efnahag þjóðarinnar, vegna þess að á þessum tíma hefði átt sér stað verðfall á helstu útflutnings- vörum íslendinga, vaðmáli og fl. Fjöldi mynda og uppdráttá prýðir bókina og við val á tóm var reynt að hafa að leiðarljosi að það yrði til nánari skýrirfear og viðbótar við texta. Að sögn Sig- urðar er fimmta bindi Sögu Is- lands tilbúið, allur texti þbss er þegar skrifaður og sjötta Bindið er einnig svo gott sem tilbuið. Þeir sem skrifa fjórða bindið eru Ingi Sigurðsson, Björri Þor- steinsson, Guðrún Ása Gríms- dóttir og Hörður Ágústsson. Bókin er 319 síður og sagðist Sig- urður vonast til þess, að auk þess að þjóna öllum almenningi gæti bókin nýst til kennslu. í henni væru ítarlegar ritskrár þar sem heimildir væru tíundaðar, ef fólk þyrfti að afla sér frekari heimilda. -hmp 2 SÍDA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.