Þjóðviljinn - 02.12.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.12.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Ríkisstjórnin Omggur meirihluti Vantrauststillaga stjórnarand- stöðuftokknna á Alþingi á ríkisstjórnina var felld á fimmtu- dagskvöld með 36 atkvæðum gegn 25. Ræða Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráð- herra vakti sérstaka athygli, þar sem hann veittist harkalega að forystu Sjálfstæðisfiokksins, sagði hana barnunga og fávísa um málefni Evrópu. A dauða sínum hefði hann átt von en ekki því að þurfa að standa í því að verja ís- Norrœna félagið Fjallkirkjan aHaustvöku Hjörtur Pálsson mun tala um Gunnar Gunnarsson skáld og Fjallkirkjuna á Haustvöku Norræna félags- ins í Kópavogi á morgun sunnudaginn 3. desember. Haustvakan er að þessu sinni tileinkuð aldarafmæli Gunn- ars fyrr á þessu ári. Þau Ólöf Ýr Atladóttir, Sigurður Grétar Guðmunds- son og Valdimar Lárusson munu lesa upp valda kafla úr Fjallkirkjunni. Haustvakan hefst kl. 15 í Þinghól, Hamra- borg 11. í hléi verða kaffi- veitingar á boðstólum. lenska hagsmuni gagnvart stjórn- arandstöðunni. Hann hefði átt von á að standa í þeim vörnum á erlendum vettvangi. Fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson rakti hvernig aðgerðir ríkisstjórnarinnar væru nú farnar að skila árangri og hvernig grunnur hefði verið lagður að nýju stöðugleikatíma- bili í íslenskum efnahagsmálum. Vantrauststillaga Sjálfstæðis- flokksins væri eins og brennu- vargar lýstu yfir vantrausti á slökkviliðið, þar sem Þorsteinn Pálsson hefði skilið við efnahags- og atvinnulíf íslendinga í rjúk- andi rúst. Forsætisráðherra sagðist ekki skilja hvar rætur þessarar van- trauststillögu lægju, svo furðuleg væri hún. Hann lýsti stöðunni í samningaumleitunum EFTA- ríkjanna við Evrópubandalagið og hvernig íslenskir ráðamenn hefðu undirstrikað sérhagsmuni íslendinga í viðræðum við pólit- íska leiðtoga EB-ríkjanna. Þorsteinn Pálsson sagði daginn áður en vantrauststillagan var borin upp að nú reyndi á þá stjómarþingmenn sem lýst hefðu yfir óánægju sinni með stjórnina. Þessir þingmenn, Hjörleifur Guttormsson, Skúli Alexanders- son og Karvel Pálmason greiddu allir stjórinni atkvæði sitt en gerðu einnig grein fyrir afstöðu sinni. Hjörleifur sagði ma. að traust hans á stjórninni færi þver- randi. -hmp Jól í Arbæ í Árbæjarsafni var verið að skreyta jóltré í Prófessorsbústaðnum í gær, en á morgun hefst sýningir. Jól í Árbæjarsafni. Þá mun leikhópurinn Fantasía, nemendur úr Árbæjarskóla, hópur áhugamanna af eldri kynslóðinni og starfsmenn safnsins sýna á sunnudag. Mynd Kristinn. Breiðafjörður Nýja ferjan sjosett Hleypt afstokkunum á laugardag og trúlega afhent eigendum um áramót. Mun taka 200 manns í sœti og 25 bíla af minni gerð Idag verður nýju Breiðafjarð- arferjunni hleypt af stokkunum hjá skipasmíðastöð Þorgeirs og EUerts á Akranesi og ef að líkum lætur verður hún afhent eigend- um síniiin fyrir áramót. Að sögn Guðmundar Lárus- sonar framkvæmdastjóra Flóa- bátsins Baldurs hefur afhending ferjunnar dregist all nokkuð frá því sem upphaflega var gert ráð fyrir. Samkvæmt verksamningi fyrirtækisins við skipasmíðastöð- ina átti ferjan að verða tilbúin í mars fyrr á þessu ári en ýmsar ástæður hafa orðið til þess að seinka þeirri áætlun. Ástæðuna fyrir þessari seinkun taldi Guð- mundur einkum liggja í því að smíði ferju væri flóknara verk en menn hugðuí fyrstunni. í upp- hafi verksins var kostnaður áætl- aður rúmar 156 miljónir króna en Guðmundur taldi það ekki ólík- legt að hann yrði eitthvað yfir 200 miljónir þegar upp yrði staðið. Nýja Breiðafjarðarferjan verður um 400 brúttórúmlestir að stærð og í henni verða sæti fyrir um 200 farþega. Þá er gert ráð fyrir að hún eigi að geta tekið um 25 bíla af minni gerðinni. -grh Málrœkt Skýrslan í hús Verkefnastjórn málræktarátaks hefur lokið störfum og skilað skýrslu til menntamálaráðherra og mun hann leggja hana fyrir Alþingi Málræktarátaki 1989 er form- lega lokið þótt átakið haldi auðvitað áfram með öðruiii hætti. Þrettán manna verkefnis- stjórn hefur ásamt verkefnis- stjóra unnio að málræktarátaki frá því í aprfl sl. á mjög fjöl- breytta vegu. Auk þess sem i íkis- sjóður veitti sjö miljónum króna í þetta átak hefur fjöldi stofnana og fyrirtækja lagt hönd á plóginn þannig að heildarkostnaður er vart metanlegur. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra sagðist mjög ánægður með störf verkefnastjórnar og samvinnu hennar við ótal aðila í þjóðfélaginu. „Málræktarátakið er með því allra skemmtilegasta sem við höfum fengist við í menntamálaráðuneytinu á þessu ári. Mér fannst það sérstaklega skemmtilegt hve jákvæður áróð- urinn var og að átakið náði svo vel til almennings í stað þess að lokast innan stofnana," sagði Svavar Gestsson við kynningu á skýrslu verkefnastjórnar í gær. Hann sagðist einnig vera bjartsýnni nú en áður á að íslensk tunga næði að sigrast á þeim hætt- um sem óneitanlega steðja að henni. Aðgerðum verkefnastjórnar var skipt í þrjá meginflokka: hvatningar og tilmæli, fræðslu og rannsóknir og fræðistörf. Forseti íslands hóf átakið með tilmælum til þjóðarinnar og eftir það hefur málræktarátakið orðið æ meira áberandi í íslensku þjóðlífi. í al- mennri fræðslu bar mest á þátt- unum um Bibbu í málrækt, hlust- endaþáttum í útvarpi, haldin var móðurmálsvf.ka í skólum og dag- vistum í október sl., ritgerðasam- keppni í grunnskólum, svo sitth- vað sé nefnt. Hvað varðar rann- sóknir og fræðistörf vinnur Há- skóli íslands nú að gerð tíðniorð- abókar, unnið er að gerð hand- bókar um talmál og uppeldi, tal- að mál og mállýskur eru í rann- sókn ofl. f skýrslu verkefnastjórnar er ekki einungis farið yfir störf stjórnarinnar heldur er farið ítar- lega yfir móðurmál og skólastarf á öllum stigum, athugað er mál- far fjölmiðla og reynt er að meta málræktarátakið og þær niður- stöður sem því fylgja. Mermtamálaráðherra mun á næstunni leggja skýxshma fyrir Alþingi og óska eftir umræðum um íslenska tungu, en slíkar um- ræður hafa ekki farið formlega fram áður. -þóm Guðmundur B. Kristmundsson verkefnastjóri málræktarátaks, Svavar Gestsson og Guðrún Ágústsdóttir kynna skýrslu verkefnastjórnar. Mynd: Jim Smart. Laugardagur 2. desember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 HELGARRUNTURINN JÓLASTÚSS margháttað setur nú svip sinn á mannlífið enda börnin farin að maula súkkulaðið úr dagatölunum sem tannlæknarnir eru svo mikið á móti. Og í öllum kirkjum verða aðventukvöld um þessa helgi, já ekki bara í kirkjum því Kór Átthagafélags Strandamanna ætlar að taka lagið á aðventusíðdegi í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178 á morg- un, sunnudag kl. 17. Og svo eru það basararnir. Það er einn hjá Sjálfsbjörg í dag og á morgun og hefst kl. 14 í Hátúni 12. Síðast en ekki síst verður í dag opnuð sýning í Þjóðminjasafninu á því hvernig jól hafa verið haldin í aldanna rás á Norðurlöndum... JÓLASKAPIÐ er farið að segja til sín í röðum leikara enda fá þeir flestir frí frá sýningum um næstu helgi. Um þessa helgi veröur sýnt eins og vanalega, Bernarða Alba í kvöld fyrir norðan, Ljósvíkingur á báðum sviðum Borgarleikhúss í kvöld og því litía annað kvöld, Blúndur og blásýra í Félagsheimili Kópavogs í kvöld, Tosca í Óper- unni í siðasta sinn í kvöld og í Þjóðleikhúsinu verður Lítið fjölskyldu- fyrirtæki sýnt í kvöld og annað kvöld og Óvitar í dag kl. 14. Á morgun, sunnudag, kl. 15 verður hins vegar sérstök jóladagskrá í Leikhúskjall- aranum og boðið upp á kaffi og pönsur með... JÓLABRAGURINN er líka farið að hafa áhrif á galleríishölda því þar er víða búið að hengja upp jólasýningar. Það gildir td. um Art-Hún í Stangarhyl, Gallerí Kóbolt að Laugavegi 55 og FÍM-galleríið í Garða- stræti þar sem einnig verður boðið upp á upplestur og söng í dag kl. 15. En það eru enn haldnar einkasýningar. Einar Garibaldi sýnir málverk í Gallerí 11, Hulda Halldórsdóttir debúterar í Nýja galleríinu, Lilja Eiríksdóttir sýnir málverk í Smíðagalleríinu, Mjóstræti 2B og þau Bjarni Ragnars og Ulla Hosford sýna sömuleiðis málverk í Gallerí Madeira— JÓLABÆKURNAR verða~víðar_opnaðar en í FÍM því í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar verður kynning á verkum þriggja skálda á morg- un kl. 15. Og svo fer að líða að því að ekki verður þverfótað fyrir lesandi skáldum í bókabúðunum. Hins vegar ætia þrír fræðimenn að kryfja íslenska nútímaljóðlist á fundi með áhugafólki um bókmenntir í Odda í dag kl. 15. í næsta húsi, því Norræna, verður á sama tíma hægt að fræðast um austfirska torfbæinn en um hann ætlar Auðunn H. Einarsson að ræða. Gestur Guðmundsson skyggnist inn í evrópska og íslenska framtíð í Norræna húsinu í dag kl. 13... JÓLATÓNARNIR undurblíðir eru þegar farnir að streyma um loftin. Þorsteinn Gauti Sigurðsson leikur einleik á píanó að Logalandi í dag kl. 14, Kammersveit Reykjavíkur verður í Áskirkju kl. 17, Lúðra- sveitin Svanur verður í Langholtskirkju sunnudag kl. 17 og um kvöldið vera tónleikar með verkum danska tónskáldsins Vagns Holmbye í Norræna húsinu. Stuðmenn halda uppi fjörinu í Hollywood í kvöld en annað kvöld verður sveiflan í sínum stað í Heita pottinum í Duus- húsi... JÓLASTEMMNINGIN hefur ekki merkjanleg áhrif á íþróttafólk því það verður allt á fullri ferð um helgina í handbolta, körfu, blaki, keilu, fimleikum og badminton, svo ekki sé minnst á okkur hina sem fylgj- umst með okkar manni í Stuttgart á skjánum í dag...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.