Þjóðviljinn - 02.12.1989, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 02.12.1989, Qupperneq 5
Ævintýravikan 48 Ólafur H. Torfason skrifar 48. vinnuvika ársins var meiri háttar og mun í minnum höfð. Þetta reyndist verða vikan þegar Sjálfstæðisflokkurinn hraðfrysti sjálfan sig opinberlega í mishepp- naðri atlögu þegar felld var van- trauststillaga hans og smáflokk- anna á ríkisstjórnina. A-flokkarnir þjöppuðu sér enn fastar saman. Viss tímamót fól- ust í ræðu Jóns Baldvins Hanni- balssonar í útvarpsumræðum um vantraustið. Bæði hann og Steingrímur Hermannsson gáfu Sjálfstæðisflokkinn upp á bátinn sem samstarfsaðila. Miklar líkur eru á því að samstaðan um að halda Sjálfstæðismönnum utan ríkisstjórnar um ókomin ár hafi enn styrkst. Frétta-Dallas 48. vinnuvika ársins byrjaði strax með látum þegar Guð- mundur J. Guðmundsson for- maður Verkamannasambandsins og Dagsbrúnar gekk út af mið- stjórnarfundi ASÍ í mótmæla- skyni við stefnuna í skattamálum. Hér er um að ræða grundvallar- ágreining merkustu verkalýð- sleiðtoga þjóðarinnar um eitt öfl- ugasta stýritæki samfélagsins, vaxtakerfið. En hvað stendur upp úr af um- fjöllun fjölmiðla? Eflaust sjón- varpsfrétt þar sem Ásmundur Stefánsson, formaður ASÍ, er staðinn upp og reynir árangurs- laust að sefa Guðmund J., en hann gengur snúðugt til dyra. Uppgjör og orðaskipti sem hefðu gerst fyrir rammluktum dyrum áður fyrr eru nú frétta-Dallas. Vextirnir og húsbréfin Um hvað stendur þá deilan? Núna ber hæst það framkvæmda- atriði hvort vextir á lánum úr Byggingasjóði ríkisins megi hækka eða ekki. Ásmundur segir nei, og telur félagsmálaráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur sýna grunnhyggni varðandi húsnæð- ismál. Guðmundur J. taldi vax- taumræðuna innan miðstjórnar ASÍ skoppa út um víðan völl og ekki snerta mikilvægustu vanda- mál launþega. Hann segir vexti af húsnæðismálum léttvæga, miðað við skammtímalán og lífeyris- sjóðalán, hina raunverulegu skaðvalda samfélagsins. Upphaf deilunnar er tilkoma húsbréfakerfisins. ASÍ-forystan telur að það sé í raun framlag til þeirra tekjuhærri í samfélaginu og gæti sett allt húsnæðiskerfið í verulega hættu. Ásmundur Stef- ánsson ræddi snemma um þá stórfelldu hættu sem gæti falist í því ef fé úr lífeyrissjóðakerfinu gengi ekki lengur beint til lána sem tengjast lífeyrissjóðsaðild. Margir hafa tekið undir þau sjón- armið hans að félagslega húsn- æðiskerfið sé dauðadæmt ef hús- bréfakerfið nær yfirhöndinni, miðað við þær forsendur sem hafa virst fyrir framkvæmd þess og þau áform sem fél- agsmálaráðherra hefur viðrað. Hvers vegna skammtíma- samninga? ASÍ og BSRB vilja skammtímasamninga. Samning- ar BSRB eru lausir frá og með gærdeginum. Foringjarnir leika biðleik. Það er eðlilegt af mörg- um ástæðum. í fyrsta lagi er það á vissan hátt nauðvörn. I öðru lagi eru óvissuþættirnir svo margir. Húsbréfakeifinu var hent út í dýpri enda sundlaugarinnar og skipað að bjarga sér. Áhorfendur bíða spenntir á bakkanum. Virðisaukaskatturinn tekur gildi um áramót. Verðlag á al- gengum matvælum lækkar. Ýms- ar áherslubreytingar munu sjást í verðlagi á vörum og þjónustu. Vertíðin er hroðaleg. Allt ber þetta að sama brunni: Útilokað er að sjá fyrir stöðuna eftir 2 mánuði. Þess vegna er það skynsamlegt hjá forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar að kaupa sér tíma. Á meðan er líka komið í veg fyrir rýrnun kaupmáttar. Miðstjórn ASÍ leggur áherslu á verðtryggingu launa, niðurfærslu verðlags og hækkun lægstu launa. Verðtryggingin yrði kjarni hugs- anlegs 2 ára langtímasamnings sem ASÍ leggur til að verði mótaður á tímabilinu mars-maí. Forsætisráðherra hefur hins vegar viðrað afnám lánskjaravísi- tölunnar gegn því að verkalýðs- hreyfingin semdi til langs tíma. Kjarasamningar bankamanna renna út um áramótin. Fari þeir í verkfall eiga þeir strax kost á allt að einum miljarði úr samnorr- ænum verkfallssjóði, og þarf ekki einu sinni stjórnarsamþykkt Nor- ræna bankamannasambandsins til. Mjög líklegt er að þeir beiti sér af fullri ákveðni eftir ára- mótin. Obeit þjóðarinnar á loðdýrum Loðdýr hafa ævinlega þvælst fyrir íslendingum. Fjallrefurinn var eina spendýr eyjunnar þegar menn sigldu fram á hana á mið- öldum. Landnámsmenn óttuðust þennan vágest og settu í lög sín frá upphafi kvöð á bændur um að drepa kvikindið. Síðan hefur ver- ið herjað á tófu með grjótgild- rum, eitri, glerbrotum í kjöti, bensíneldum, haglabyssum og þó einkum með kraftmiklum kíkis- rifflum í seinni tíð. Þórður Hall- dórsson á Dagverðará lýsir því meira að segja í nýrri bók sinni, að ákveðin frönsk ilmvatnsteg- und sé það eina sem dugi á gáfuð- ustu dýrin, - þau varast þá ekki veiðimanninn og halda hann vopnlausa hefðarkonu. fslendingar höfðu fyrr á öldum talsverðar tekjur af útflutningi melrakkaskinna. Engu að síður varð tjón í sauðfjárstofninum af völdum dýrbíta miklu fyrirferð- armeira í hugarheimi þeirra en nytsemin af refum. Á sömu leið fór þegar efnt var til loðdýrarækt- ar á millistríðsárunum. Markaðs- aðstæður, vanþekking og óná- kvæmni rústuðu að sögn loðdýra- ræktina í það skiptið og voru það helst lífdýrasalar sem eitthvað höfðu upp úr krafsinu. Æviniega var loðdýrum tengd hin versta saga. Hvað gerði Steingrímur J.? Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðarráðherra hefur útvegað um 160 miljónir í aukafjár- veitingum í ýmsu formi vegna loðdýraræktarinnar á þessu ári. Hann náði samkomulagi við Al- þýðuflokkinn um þá neyðaráætl- un sem greint er frá hér að fram- an. Framsóknarmenn hafa reynt að nota þetta mál til að klekkja á Steingrími J., enda hefur þeim ævinlega verið mikið í mun að sanna að enginn nema Fram- sóknarflokkurinn geti stjórnað landbúnaðarmálum hér. Meðal annars hefur verið breidd út sú kviksaga, að Steingrímur hafi „selt“ loðdýrin, gegn því að ekki verði tekin upp umræða á Alþingi um varaflugvöll. Áreiðanlegar heimildir eru fyrir því að öllum slíkum hrossak- aupasögum hafi verið logið upp. Tillögurnar um loðdýrarækti- na hafa orsakað hörð viðbrögð frá Sambandi íslenskra loðdýra- ræktenda, Stéttarsambandinu og einstaka þingmönnum. Sérstaða Hjörleifs Hjörleifur Guttormsson er fulltrúi Alþýðubandalagsins í utanríkismálanefnd Alþingis. Eins og fram kom í umræðum um vantraust á ríkisstjórnina og í grein þingmannsins hér í Þjóð- viljanum í dag, er hann andvígur núverandi stefnumörkun ríkis- stjórnarinnar og þingflokksins varðandi undirbúningsviðræður og samningaviðræður við Evr- ópubandalagið. Gjár breikkaðar eða brúaðar Einn algengasti titill hins heil- aga föður, páfans í Róm, er „Pontifex maximus“. Það merkir „yfirbrúarsmiðurinn“. Þetta táknræna nafn er ævagamalt og arfleifð frá tímum fyrir kristni um æðstupresta Rómar. í gær brúaði Jóhannes Páll II páfi gjána sem opnaðist 1917 milli páfastóls og Sovétríkjanna. Gorbatsjof kom í heimsókn og bauð páfa heim. í sömu viku gerðist það í fyrsta sinn að varnarmálaráðherra Bandaríkjanna óskaði eftir nið- urskurði í herafla og viðurkenndi að Pentagon hefði logið til um herstyrk Austur-Evrópu árum saman í því augnamiði að kría út fé til hermála. Þótt ólíku sé saman að jafna hefur gjáin milli Sjálfstæðis- flokksins og samvinnu- og jafn- aðarflokkanna á íslandi breikkað á sama tíma. Og þó, kannski eru viss líkindi með þessu tvennu: Páfi og leiðtogi Sovétríkjanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að fleira sameini þá til góðra verka en sundri þeim. Er það líka hin sögulega niðurstaða 48. vinn- uviku í stjórnmálum íslands, að stjórnmálaflokkarnir sem byggja á samvinnuhugsjón hafi náð bet- ur saman en fyrr? AFMÆLI Sjötugur Þorgrímur Starri Björgvinsson bóndi, Garði, Mývatnssveit Mitt í hamagangi daganna, svo ekki sé beinlínis sagt djöfulgangi, tekur þú Starri minn upp á því að verða sjötugur. Það er að vísu fullseint, eða sjötíu árum og níu mánuðum, að fara að nöldra yfir tímasetningu þessa atburðar nú, en samt hefði þetta getað verið betra. í fyrsta lagi vegna þess að það ætti að vera sól og sumar með töðuangan í lofti og nægum tíma til brennivínsdrykkju þegar þú átt afmæli. Og í öðru lagi hefði það verið mátulegt á þig að ég hefði haft rúman tíma til að skrifa um þig rækilega afmælisgrein. Eins og sést þegar á þessum inngangi er ég í hálfgerðum vand- ræðum með það hvernig á að skrifa afmælisgrein um mann eins og hann Starra. Fyrst vegna þess að ég veit að fátt, ef nokkuð, þætti honum verra hlutskipti en það að vera lofsunginn og mærð- ur í afmælisgrein. Slíkt hæfir þeg- ar íhaldsmenn eru að skiptast á afmælisgreinum eða þegar einn fyrrverandi þingmaður Fram- sóknarflokksins er að skrifa ævi- sögu annars fyrrverandi þing- manns Framsóknarflokksins, en ekki í þessu tilviki. { raun stafa sem sagt erfiðleikar mínir af því að mér þætti verra ef sljóir les- endur kynnu að glepjast til að misskilja orðbragð mitt á þann veg að mér þætti maðurinn sem skrifið er til einskis góðs mak- legur. Þannig er það, að þegar öllu er á botninn hvolft, er eiginlega ekki hægt að skrifa þessa hefð- bundnu útgáfu af afmælisgrein um Starra í Garði. Það að fara að lýsa honum er dæmt til að mistak- ast. Menn verða að þekkja hann og læra að meta vegna kostanna, en þykja vænt um hann vegna gallanna sem þannig verða að kostum líka. Eitt af því sem hefur auðgað tilveru mína s.l. áratug eða svo er einmitt það að kynnast þessum dæmalausa manni. Kynnast hug- sjónaeldi sem þrátt fyrir búraunir og hversdagsamstur og sjötíu ára aldur logar ótrúlega glatt. Sjá manninn funa upp í ræðustóli við að skammast út í linku Þjóðvilj- ans eða rolugang Framsóknar. Sjá hann klökkna við fallegan ljósalestur eða tárast við endur- minningar frá fyrstu árum ný- stofnaðs lýðveldis -í herlausu landi. Heyra hann tala um vatnið og lífríkið á kjarnmeiri íslensku en annars staðar býðst. Upplifa óborganlegar gleðistundir sagna og kveðskapar þar sem ungling- urinn sjötugi var yfirleitt kátast- ur. Fá af og til upphringingu um landbúnaðarmál með hvatning- um, ráðleggingum eða pínulitlum skömmum sem reyndar eru í seinni tíð orðnar sjaldgæfari en góðu hófi gegnir. Að öllu samanlögðu vil ég þess vegna Starri minn, með þeim lymskulega hætti að skrifa um þig afmælisgrein, neyða upp á þig svolitlu þakklæti fyrir þessi kynni okkar. Þau hafa gefið mér meira en t.d. nokkur tískunámskeið í nútímastjórnmálum þar sem hjólið er stanslaust fundið upp í fyrsta sinn (þú skilur hvað ég er að fara). Hér með er því jafn- framt hótað að taka á ykkur hús þarna í Garði þótt síðar verði og heimta þá veislu. Ég hef heyrt af sunnanvindum fyrir norðan. Megi þeir verma þig lengi enn. Steingrímur J. Sigfússon Sjötugur kommúnisti í Mývatnssveit og afþví tilefni samanburður tveggja manna með þúsund ára millibili, sem hétusjaldn- ast Þorgrímur Það veit ég álíka með tveimur Þorgrímum, og eru þó 1000 ár milli þeirra, hve seinir þeir gátu reynst til nafnfestu. Fáir samtímamenn hefðu kannast við Þorgrím bónda Þorsteinsson á Helgafelli, sem hét reyndar Snorri goði. Svipuðu gegnir um afmælisbarn dagsins Þorgrím Björgvinsson sem heitir réttu nafni Starri í Garði. Snorri goði þótti vitur maður, en ég ætla að Starri taki nafna sínum fram að gáfum því hann er af Reykjahlíðar- og Skútustaðaætt. Hvergi finn ég þess stað í Gísla- sögu, Eyrbyggju né Víga- Styrssögu að Þorgrímur Snorri hafi verið skemmtilegur, en Þor- grímur Starri er það. Enn kemur það til álita í þess- um mannjöfnuði að eina góða vísan ort í grennd við Þorgrím Snorra var sú sem Víga-Styr gamli kvað við Halldór litla son hans og eggjaði hann að koma út með sér til þess að drepa ráðs- manninn á Helgafelli, en Þor- grímur Starri er forkostulega gott skáld sjálfur. Svo má það heldur ekki kyrrt liggja að ég ætla að Þorgrímur Starri njóti betra kvonfangs þar sem hún Jakobína er. Að allra síðustu þykist ég nú sjá af samanburðinum að Þor- grímur Starri sé ofan í kaupið öllu hugrakkari maður en Þorgrímur Snorri, og á enn fleiri sviðum per- sónuleikans tekur Þorgrímur Starri hinum fram því hann er hreinskiptinn maður og vinur vina sinna, sem mér finnst mjög gott því ég er einn af þeim. Stefán Jónsson Laugardagur 2. desember 1989 fJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.