Þjóðviljinn - 02.12.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.12.1989, Blaðsíða 6
MINNING Ásgrímur Sigurðsson F. 10. ágúst 1919 - D. 24. nóv. 1989 Ásgrímur Sigurðsson var fædd- ur 10. ágúst 1919 á Brekku í Hró- arstungu. Hann var sonur hjón- anna Sigurðar Guðmundssonar bónda á Brekku (1912-1925) og Þóru Þórarinsdóttur d. 1976. Hann var annar í systkinaröðinni en elstur var Guðmundur f. 1916 d. 1980, síðan Ásgrímur f. 1919, Gunnþór f. 1920 d. 1933, Sigurð- ur f. 1924 d. 1962, Páll f. 1931 bóndi á Lindarhóli, Þorbjörg f. 1933 býr á Kleppjárnsstöðum. Baðstofan á Brekku var talin stór eftir því sem gerðist í þá daga. Hún var í þremur hlutum; ysta herbergið var fremur lítið en miðhlutinn var stór og rúmgóður og framendinn sömuleiðis. Það var því mannmargt þar á bæ á uppvaxtarárum Ásgríms; 10-12 manns oft og tíðum. Sigurður faðir Ásgríms veiktist á árinu 1924 og lá rúmfastur uns hann lést snemma árs 1925. Þá var Ásgrímur á sjötta ári. Á þeim tíma hafði verið þar til heimilis Áslaug Björnsdóttir en hún flutti ásamt dóttur sinni Önnu Gríms- dóttur í Brekku árið 1917. Áslaug var kona Gríms Guðmundssonar bróður Sigurðar en Grímur lést 1916. Ásgrímur, sem eins og áður segir, fæddist 1919, var skírður í höfuð Áslaugar, Ás- og eftir Grími, þ.e. Ásgrímur. Hann var sérstakur augasteinn Áslaugar og annaðist hún hann. Hún var á Galtastöðum ytri að minnsta kosti um tíma á meðan á veikindum Sigurðar stóð og tók hún þá Ásgrím til sín. Oft heyrði ég hann minnast á Áslaugu sem fóstru sína. Áslaug flutti síðar til dóttur sinnar Önnu upp á Jöku- ldal en kom oft og dvaldi á Brekku. Þegar Sigurður dó snemma árs 1925, var yngsti bróðirinn nokkurra mánaða. Hann var skírður við útför föður síns, við kistuna, og nefndur Sig- urður. Þá um vorið var Gunnþór tekinn í fóstur hjá Guðrúnu frænku sinni á Vífilsstöðum og Ásmundi móðurbróður þeirra bræðra sem þá var fluttur þang- að. Þóra bjó áfram á jarðarparti á Brekku með nokkrar skepnur. Jón Friðrik bróðir Sigurðar kom á sumrin og sá um heyskap þar til Þórir Elísson d. 1988 kom í Brekku og hóf búskap með Þóru 1930. Þórir var einstaklega góður maður og átti gott með að um- gangast þá bræður og áttu þeir Ásgrímur og Þórir gott skap sam- an. Eins og allir vita var lífsbarátt- an hörð á þessum árum. Ásgrím- ur mótaðist af því á sínum upp- vaxtarárum en enginn leið þó skort. Skólaganga var eins og al- mennt gerðist þá. Farkennsla og krakkar í skólanum 3 mánuði á ári, annanhvern mánuð frá 10 ára aldri að fermingu. Nám sitt stundaði Ásgrímur af samvisku- semi eins og allt sem hann tók sér fyrir hendur enda prýðis vel gef- inn. Snemma hneigðist hugur hans að smíðum. Fyrst voru tálg- aðir allir kubbar og spýtur sem til náðist og síðan sagað, neglt og smíðað. Hugurinn stóð að sjálf- sögðu til smíðanáms en efnin hlutu að ráða. Hann var því heima við á unglingsárum og fram til 1950. Margir leituðu til hans með smíðar á þeim árum. Ásgrímur var manna greiðvikn- astur og smíðaði marga hluti, rúm, borð, stór og smá og skápa stóra og litla, ferðatöskur og margt fleira. Það er sem mig minni að hann hafi haft aðstöðu sína við smíðar í litla herberginu sem var yst í baðstofunni. Stærri hlutir, svo sem skápa og eldhús- innréttingar, voru smíðaðir á heimilum eða í geymslu sem byggð var milli gamla Brekkubæ- jarins og nýja hússins sem Sigur- jón reisti. Mér eru afskaplega minnis- stæðir skápar sem hann smíðaði og notaðir voru við rúm. Skáp- arnir voru góðar hirslur með stór- ri hurð, hillum og tveimur skúffum. í þá tíð þóttu svona skápar hin glæsilegustu húsgögn og áttu að ég held öll systkinin slíka gripi. Glæsilegastur fannst mér þó skápur Ásgríms, höldurn- ar á skúffunum voru svo fallegar. Árið 1950 keypti Ásgrímur hluta úr jörðinni Brekku af Sig- urjóni móðurbróður sínum. Reisti hann þar nýbýli með myndarlegu húsi er hann nefndi Lindarhól. Teikningar voru unn- ar heima og sendar „suður“ til samþykktar. Hóf hann bygginga- framkvæmdir fljótlega og miðaði smíð vel. Ekki var hann alls óvan- ur því hann var yfirsmiður áVíf- ilsstöðum, þegar Þórarinn Ás- mundsson byggði sitt hús 1945. Þar unnu þeir saman Ásgrímur og Gunnar Jónsson og vannst vel. Þórarinn sagði þá hina bestu verkmenn og skemmtilegustu menn sem hann hefði haft í vinnu. Þegar síðan var byggt á Galta- stöðum ytri var Ásgrímur fenginn þar til en það hús er nánast alveg eins og Lindarhólshúsið. Ásgrímur hóf nú búskap á Lindarhóli og sinnti honum af alúð eins og öllu s^m hann tók sér fyrir hendur. Nú var komið að því að Ásgrímur festi ráð sitt. Hann kvæntist 1955 Steinvöru Þórar- insdóttur frá Hallfreðarstaðahjá- leigu. Þau voru einhver allra sam- rýndustu hjón sem ég hef þekkt. Steinvör gekk til allra verka með manni sínum og var heimili þeirra afskaplega notalegt, snoturt og gestrisið. En það átti ekki fyrir þeim hjónum að liggja að stunda búskapinn til langframa. Hey- mæði sótti á Ásgrím og þar kom að þau brugðu búi 1964 og hófu að stunda vinnu niðri á fjörðum. Var unnið á Reyðarfirði og Seyðisfirði í síldinni, en þó hygg ég að Ásmundur hafi aðallega stundað smíðavinnu. Þar kom að Ásgrímur og Steinvör settust að á Egilsstöðum og hugðu þar að byggingu. Eftir nokkurn tíma var kominn skriður á málin og hafin bygging á fjöl- býlishúsi. Þar sem þeir er að framkvæmdum stóðu voru fyrr- verandi bændur var byggingin nefnd „Bændahöllin" og var ekki við öðru að búast, þar sem Egils- staðabúar eru snillingar í „ör- nefnum“. Vinna við trésmíðar var starf hans þar um slóðir. Fyrst við byggingu Búnaðarbanka, síð- an hjá Húsaiðjunni. Síðustu starfsárin voru hjá Baldri og Óskari eða þar til heilsan brast 1987. Þá upphófst mikið og erfitt stríð við erfiðan sjúkdóm og var sannarlega oft tvísýnt hvor hefði betur. Dvölin á Landspítalanum var Magnús G. Jónsson Af ást sinni á frönsku og fran- skri menningu hlaut Magnús viðurnefnið „franski" og það var hans sæmdarheiti. Engum duldist ást hans á tungu Frakka og það var köllun hans að sá frönskum fræjum í fremur grýttan mennta- skólasvörð. í þvískyni hafði hann samið kennslubók sem ótalin þúsund íslenskra námsmanna hafa haft á milli handa og von- andi lesið sér til gagns. Magnús er mér minnisstæður þar sem hann er að skrifa ein- hverja málfræði á græna töflu, kannski donne - donnes - donne - donnons - donnez - donnent- og gerir þá hlé, snýr sér að bekkn- um og segir stundarhátt: „Ég er að gera það sem mér finnst skemmtilegast - get ég verið þek- ktur fyrir að taka fyrir það laun?“ Maður hrökk hálfpartinn við, það er svo sjaldgæft að heyra fólk játa hlutskipti sínu ást sína. Þetta var veturinn 67-68 og þá eins og nú gerðist sagan svo hratt að dagblöðin voru eins og „öldin okkar". Forvitni Magnúsar um atburðarásina var mikil og sjálfur hafði hann tekið sér það bessa- leyfi að leggja niður þéringar við nemendur. Honum þótti líka full yfirlætisleg staða kennarans á upphækkuðum palli fyrir enda bekkjarins þar sem hann gnæfði yfir nemendum og vildi breyta allri uppröðun í stofunni og láta borðin mynda hring þar sem allir væru jafnir og sameinaðir í ást á frönsku. Þetta skapaði töluvert brambolt í upphafi tíma og enda - en þetta var maí ’68 a la Magnús Jónsson. Annað sem sýndi hug Magnúsar: honum þótti full barnalegt að hálffullorðið fólk þyrfti að biðja kennara leyfis til að víkja úr skólastofu í vissum erindagjörðum. Vildi hann að nemendur færu frjálsir til þessara ferða. Fyrir kom að nemendur misnotuðu þetta traust og létu jafnvel ekki sjá sig það sem eftir lifði tímans. „Hann hefur fengið leyfi hjá Bessa,“ sagði Magnús þá vorkunnlátur. Kennsla Magnúsar var fjár- sjóður þeim sem vildu nota. En hugur unglinga er ófús til lær- dóms á bók og varla fyrr en fólk er orðið öldungar að skilyrði skapast til að læra. Eins og nærri má geta hafði Magnús mikla ást á frönskum bókmenntum og eftirminnilegar umræður þegar talið barst að skáldum. Ég hygg að franska ljóðskáldið Paul Valéry hafi ver- ið kjörskáld Magnúsar og einu- sinni þegar einhver sagði: „Ekki finn ég púðrið í þessum Valéry“ - svaraði Magnús af sinni alkunnu hógværð: „Það er ekki Valéry að kenna.“ Að menntaskóla loknum sleppti Magnús ekki hendinni af lærisveinum sínum og hvar og hvenær sem fundum bar saman voru fagnaðarfundir og vakandi forvitni Magnúsar og umhyggja auðfundin. Mér var hann hollvinur þegar ég var að búa mig til námsdvalar í Frakklandi og hann snaraði öllum mínum papp- írum yfir á löggilda frönsku. Minnisstæð er mér heimsókn til skjalaþýðandans. Magnús kom hlaupandi niður stigann með plöggin og áttum við langt samtal um tíðina aftur og fram. En þegar ég tók upp veskið og hugðist borga, þaut Magnús eins og byss- ubrenndur upp stigann aftur: „Nei, nei, nei - þú borgar þegar þú ert búinn að ljúka prófum!“ Og nú þegar upp er staðið munu margir eiga þessum öðlingi skuld að gjalda. Pétur Gunnarsson Tjarnargata 40 var á árunum uppúr 1970 næstum daglegur samkomustaður nokkurra vaskra sveina úr Menntaskólanum í Reykjavík. Við vorum allir vinir Jóns Ingólfs, núverandi stærð- fræðidoktors við Háskólann, sem átti heima í rauða húsinu á horni Skothúsvegar og Tjarnargötu. Þar bjó Jón ásamt foreldrum sín- um frú Jónu Kristínu og Magnúsi G. Jónssyni, frönskukennara við MR og dósent við Háskólann, auk eldri bróður síns, Mgnúsar, sem þá var frægur poppari. Þar var yfirleitt fyrst drepið niður fæti eftir að skólanum lauk, og teknar syrpur á stöðu heimsmálanna, sem þá einsog nú var firna slæm. Sómakonan frú Jóna Kristín, móðir Jóns, tók okkur ævinlega eins og hún ætti ekki bara Jón heldur okkur líka, endalausar kaffiuppáhellingar urðu hlut- skipti þessarar ágætu konu sem auk heldur þurfti sí og æ að hlusta á þrasið í okkur drengjunum. Yfir þessu mikla og góða kaffi leystum við heimsmálin, alvar- legir í framan og skyggnir af mannviti. En svo hefur það orðið í minningunni, að yfir öllum þess- um rökræðum og þrasi svífur andi Magnúsar G. Jónssonar, þessa smávaxna, kvika manns, sem bjó yfir mesta mannviti sem ég hafði þá komist í tæri við. Magnús G. Jónsson var fyrsti menntamaðurinn sem ég kynntist. Hann hafði til að bera fordómaleysi, sem ég hafði aldrei áður þekkt, og það einkenndi allt sem hann hafði til málanna að leggja. Hann kom ævinlega auga á málsbætur, þegar einhver stjórnmálamaðurinn eða rithöf- undurinn varð harkalega úti í um- ræðunni hjá okkur ungæðingun- um, sem Jón Ingólfur dró inná heimilið. Heimili þeirra var hið fyrsta sem ég kom reglulega á, þar sem Þjóðviljinn var keyptur. Á Tjarnargötunni fór ég fyrst að lesa það merka blað og varð ekki samur maður. En það var kann- ski dæmigert fyrir bæði fordóma- leysið og fróðleiksþörf Magnúsar G. Jónssonar, að hann keypti ekki bara Þjóðviljann, heldur öll hin blöðin líka. Og ef til vill segir það okkur ofurlítið um Magnús, að í eldhús- inu hjá honum sátu reglulega, en með nokkurra ára millibili, fjórir menn, sem allir urðu síðar rit- stjórar Þjóðviljans. „Erekki allt í lagi milli ykkar Svavars?" spurði hann mig einu sinni eftir ein- hverja hríðina. „Ja, mér þætti annað verra,“ bætti hann svo við og talaði um að kanski væri rétt að hella upp á einsog eina könnu á Tjarnargötunni. Eldhúsgestirnir úr MR veltu því stundum fyrir sér, hvaða stjórnmálaskoðanir Magnús að- hylltist. Ýmsar athugasemdir frá honum gáfu til kynna að hann væri að okkar dómi réttu megin í tilverunni. Enginn var þó viss. Löngu seinna tengdist ég Magn- úsi enn frekar með þeim hætti að ég og eldri sonur hans, Magnús Sigurður, giftumst glæsilegum systrum og urðum svilar. Uppúr því bar svo til, að við Magnús eldri dvöldum saman um vikut- íma í Kaupmannahöfn, í íbúð sonar hans og mágkonu minnar, Ágústu. Þar gafst mér gott færi á að ræða löngum stundum við Magnús G. Jónsson um hin hin- stu rök. Og þá loksins rann það upp fyrir mér, að það sem við drengirnir vorum að pæla í eld- húsinu hjá frú Jónu Kristínu árum fyrr um skoðanir Magnús- ar, var í rauninni án tilgangs. Magnús G. Jónsson var ekki hægt að draga í pólitíska dilka, sú jafn- aðarstefna sem við þóttumst stundum greina í tilsvörum hans var ekki byggð á pólitík, heldur endurspeglaði það sem þessi hlýi menntamaður var fyrst og fremst - sannur húmanisti. Magnúsi G. Jónssyni þótti vænt um Svavar Gestsson og sagði mér söguna af kynnum þeirra. Svavar hafði verið uppi- vöðslusamur í skóla, vinstri sinn- aður og blankur. í tengslum við ASÍ þing fékk svo Svavar vinnu í nokkra daga, og mætti ekki í skólann fyrir vikið. Fulltrúar borgarastéttarinnar á kennara- stofunni í MR notuðu náttúrlega tækifærið og ákváðu að víkja pilti úr skóla. „Ég var því ekki alveg sammálarV sagði Magnús mér, „ekki alveg." Svo hann bar fram tillögu um að þessum dreng, sem hann þekkti þá varla nokkuð, yrði veitt enn eitt tækifæri. „Ég vissi að hann var fátækur," sagði Magnús mér, og bætti því við að það væri afar þreytandi að stunda nám ef menn fengju ekki að borða. „Svo ég bar fram tillögu um að hann fengi að vera áfram í skóla, ég skyldi gefa honum eina máltíð á dag ef einhver annar kennari vildi gefa honum hina,“ sagði Magnús. „Það var svo ein- kennilegt," bætti Magnús við, „að það vildi enginn gefa honum hina máltíðina." Uppúr þessu varð Svavar Gestsson heima- • gangur í þessu góða húsi við Tjarnargötuna. Sjálfur átti ég í bölvuðu basli á þessum menntaskólaárum, í ei- lífum útistöðum við harðpólitísk- an hægri sinnaðan föður, sem endaði með því að ég flutti mitt hafurtask úr móðurhúsum í kytru uppi á hanabjálka í Eskihlíð 16. Þar bjó ég innanum merkan geira mannlífsins í Reykjavík og leið einsog söguhetju í bók eftir Max- im Gorki. Þá var gott að eiga at- hvarf í eldhúsi frú Jónu Kristínar og læra að tefla undir handleiðslu Magnúsar G. Jónssonar. Fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Össur Skarphéðinsson 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.