Þjóðviljinn - 02.12.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.12.1989, Blaðsíða 7
ERLENT löng og erfið. Það hjálpaði hon- um þó mikið að Steinvör sat hjá honum langdvölum og hjúkraði sem best hún gat og stytti honum stundir. Þar kom best í ljós hversu samrýnd þau voru og sam- stillt og í raun og veru háð hvort öðru. Þau höfðu gengið æviveg- inn saman og höfðu stutt hvort annað í gegnum súrt og sætt. Steinvör hafði fylgt bónda sínum eftir nánast til allra verka og ég er raunar ekki í vaf a um að ef henn- ar hefði ekki notið við á spítalan- um, þá hefði frændí minn ekki komið lifandi þaðan út. En seiglan var mikil og þótt þrekið hefði næstum þorrrið var haldið í vonina og smám saman kom bat- inn. Ég leit nokkrum sinnum við hjá Ásgrími þegar hann lá á spít- alanum. Oft var þar margt um manninn. Eitt skiptið er mér minnisstæðara en önnur. Nokkrir voru í heimsókn og var Ásgrímur hinn hressasti. Allt í einu segir hann við Steinvöru: „Er ekki eitthvað til að bjóða gestunum. Er ekki hægt að sýna gestrisni?" Þetta var í raun dæmigert fyrir hann, alltaf boðinn og búinn að taka vel á móti öllum enda höfð- ingi heim að sækja og þau hjónin bæði. Jafnvel á sjúkrahúsi var hugsunin um gestrisni efst. Þegar heilsan skánaði kom hann stundum í heimsókn og var nú ýmislegt skrafað. Ég átti harmóníku sem ég hafði keypt fyrir um það bil 10 árum, náði svona rétt lagi á, en hafði endan- lega lokað gripinn í tösku og sett niður í kjallara. Hófst nú smá þref hvort ég ætti að ná í hljóð- færið og reyna, sem varð úr. Ás- grímur hafði mjög gaman af harmóníkumúsík og hvatti mig mjög til að æfa. Ég gaf lítið út á það en mér er minnisstætt að þeg- ar við kvöddumst sagði hann: „Heldurðu nú að þú æfir ekki svolítið, það er miklu betra en að hafa hljóðfærið niðri í kjallara!" Þetta sat í mér og varð raunar til að ég fór í tíma. Ásgrímur kom nú oft við er hann var hér syðra í eftirliti hjá læknum. Þá þurfti að sjálfsögðu að taka lagið enda taldi frændi sig eiga nokkurn þátt í framförum þótt litlar væru. Þótt Ásgrímur hefði hætt vinnu hóf hann að byggja sér sumarhús þegar heilsan leyfði. Er það hið snotr- asta hús sem hann reisti í ásnum fyrir neðan beitarhúsin í landi Lindarhóls. Jörðina Lindarhól seldi hann í fyrra en hélt eftir smá skika fyrir sumarhúsið. Það er, eins og allt annað sem Ásgrímur smíðaði, vandað og traust, og ekki kastað til höndunum til neins. í Lindarbæ, en svo heitir húsið er ákaflega gestkvæmt. Síðla sumars kom ég þar og var slegið upp veislu. Þá höfðu hátt á annað hundrað manns skrifað þarígestabókbarasumarið 1989. Allir þökkuðu móttökurnar og hver einasti talaði um gestrisni. En nú er komið að leiðarlok- um. Við sem eftir stöndum geymum minningar um góðan samferðamann. Steinvöru votta ég samúð og bið guð að styrkja hana í þeim erfiðleikum sem hún má nú ganga í gegnum. Sigurður Guðmundsson A ustur-Þýskaland Valdaeinokun úr stjórnarskrá Volkskammer, austurþýska þingið, samþykkti í gær með miklum meirihluta atkvæða að fella úr stjórnarskrá ákvæði um forustuhlutverk kommúnista- flokksins í stjórnmálum, eins og þing Tékkóslóvakíu gerði fyrir þremur dögum. Einnig samþyk- kti þingið að biðja Tékkóslóvaka afsökunar á hlutdeild Austur- Þjóðverja í innrás Varsjárbanda- lagsins 1968, eins og Pólverjar og Ungverjar hafa þegar gert. Samþykkt var að fella úr 1. grein stjórnarskrárinnar setningu er svo hljóðar, að þýska alþýðu- lýðveldinu sé stjórnað af verka- lýðsstéttinni og marxlenínskum flokki hennar. Eftir breytinguna hljóðar greinin svo: Þýska alþýð- ulýðveldið er sósíalískt ríki verkamanna og bænda. Það er pólitísk stofnun vinnandi fólks í borg og sveit. Reuter/-^þ. Uppreisn gegn Aquino Nokkrar einingar í Filippseyja- her hófu uppreisn í fyrrakvöld með það fyrir augum að steypa af stóli Corazon Aquino, forseta landsins. Varð uppreisnar- mönnum nokkuð ágengt fram að hádegi í gær, en fóru eftir það halloka og mun nú ósigur þeim vís. Þetta er sjötta uppreisnin, sem hermenn miður hollir Aqu- ino gera gegn henni. Orrustuflug- vélar frá flugstöð Bandarfkjanna skammt frá Manila veita stjórn- arhernum aðstoð. 24 menn eru sagðir fallnir eftir bardagana. Singh myndar Indlandsstjórn Vishwanath Pratap Singh var í gær kjörinn leiðtogi Þjóðfylking- arinnar, flokkabandalags sem var höfuðandstæðingur Þjóðþings- flokksins í kosningunum í Ind- landi nýverið. Skömmu síðar kvaddi Ramaswamy Venkatar- aman forseti Singh á sinn fund og fól honum að mynda nýja ríkis- stjórn. Þjóðfylkingin hefur þó ekki nema 144 þingsæti af 545 alls í neðri deild þingsins og verður því upp á aðra flokka komin um stuðning, einkum Bharatiya Jan- ata, flokk heittrúarhindúa, sem fékk 88 þingsæti í kosningunum. Armenaþing samþykkir sam- einingu við Fjalla-Karabakh Æðstaráð Armeníu samþykkti í gær að Armenía og héraðið Fjalla-Karabakh skyldu samein- uð. Gengur armenska æðstaráðið þar með í berhögg við það sov- éska, sem nýverið samþykkti að héraðið yrði aftur lagt undir stjórn Sovét-Aserbædsjans. Fjalla-Karabakh hefur undanfar- ið verið undir beinni stjórn sov- ésku miðstjórnarinnar, en hefur annars heyrt undir Aserbædsjan frá því snemma á 3. áratug, enda þótt flestir íbúa þar séu armensk- ir. Danir sleppa við kosningar Danska ríkisstjórnin undir for- ustu Pouls Schluter, leiðtoga íhaldsflokksins, hefur náð samkomulagi við Framfaraflokk- inn um afgreiðslu fjárlaga gegn- um þingið. Hefði ekki þing- meirihluti fengist við fjárlög, hefði orðið að kjósa til þings þar- lendis í þriðja sinn á 30 mánuð- um. Míljón Úganda- manna smitaðir af eyðni Nærri miljón manns í Úganda er smituð af eyðni og af þeim eru a.m.k. um 10.000 veikir, að sögn ríkisútvarpsins þar í landi. Ef hér er rétt með farið eru sex af hundr- aði landsmanna smitaðir af eyðni. Alþjóðlega heilbrigðis- málastofnunin (WHO) helgaði gærdaginn baráttunni gegn sjúk- dómi þessum. Að sögn tals- manna WHO eru nú yfir 198.000 manns veikir af eyðni í 152 löndum, sem stofnunin hefur skýrslur frá, eða um 11.000 fleiri en fyrir mánuði. WHO telur þó líklegt að raunveruleg tala eyðnisjúklinga sé komin upp í um 600.000 þar eð mörg þriðja- heimsríki gefi ófullnægjandi skýrslur um útbreiðslu sjúkdóms- ins. Heilagur Georg og Mikjáll erkiengill Miklar vœntingar fyrir Möltufund Athyjli heimsins er vissulega stöðugt bundin við þá tvo á- hrifamestu af mennskum íbúum hans, æðstu menn Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna. En nú, þegar þeir hittast í fyrsta sinn eftir að báðir komust til æðstu valda hvor í sínu landi, er athygl- in sem að þeiin beinist og vonirn- ar er við þá eru tengdar slíkar, að engu er Iflcara en að þarna væru að ráða ráðuin sínuin um framtíð heimsins þeir heilagur Georg og Mikjáll erkiengill, helgisagna- túlkum. En það liggur í loftinu að á fundinum muni forsetarnir leitast við að samræma sjónarmið sín um afvopnun, gang mála í Austur-Evrópu og fleira og fleira. Þar verði lagður grund- völlui að víðtækri samningsgerð. Látið hefur verið að því liggja að fundurinn muni marka tímamót í samskiptum stórveldanna tveggja. Þau muni á fundinum hefja gagngert endurmat sam- skipta sinna í ljósi atburða síð- ustu ára og einkum mánaða, at- Kór sovéska hersins heilsar upp á Bush í Hvíta húsinu forns fjandskapar rutt úr vegi. hindrunum kempur þær sem þeir George Bush og Míkhafl Gorbatsjov og óteljandi menn aðrir heita eftir, þegar öllu er á botninn hvolft. Einhverjum þykir efalaust táknrænt að Malta skuli vera val- in sem fundarstaður. Talsvert hetju- og heilagleikaorð hefur farið af þeirri eyju að fornu og nýju. Hún var Iengi virki Jóhann- esarriddara, sem vörðu kristnina fyrir íslam, og í heimsstyrjöldinni síðari varnarvirki gegn öxulríkj- um nasisma og fasisma. Endurmat samskipta Að vísu er gert ráð fyrir að fundur þeirra forsetanna á her- skipum við þessu sögufrægu eyju verði fyrst og fremst óformlegt rabb. Sagt er að þeir muni lengst af ræðast við tveir einir, að eng- um öðrum viðstöddum nema burða sem eru að leysa kalda- stríðsheimsmyndina upp. í ljósi þeirrar þróunar er andhverfan austur-vestur þegar orðin tíma- skekkja. Mennirnir tveir sem mætast við Möltu í dag eru ólíkir um margt. George Bush er af bandarísku austurríkjahástéttinni, fæddur með silfurskeið í munninum eins og það er orðað og kom sér inn í stjórnmál á grundvelli þess og texanskra olíumiljarða. Viðmæl- andi hans í dag og á morgun er af smábændaættum í Stavropol- umdæmi, miðhluta Norður- Kákasíu, og slapp á fyrstu mán- uðum ævinnar lífs af úr hung- ursneyð samyrkjubyltingarár- anna, sem varð að bana fjölda ungabarna á þeim slóðum, jafn- aldra hans. Báðir eru leiðtogarnir gáfumenn en fleira stuðlaði að frama beggja. Bush naut í því ætt- ernis og auðs, Gorbatsjov holl- ustu við ríkisflokk. Bush þykir heldur daufgerður sem persónuleiki og ekki laus við klaufaskap. En hann hefur tamið sér blátt áfram framkomu Tex- ana, sem stingur nokkuð í stúf við hefðina frá frændum hans í austurstrandarríkjum. Frá því á s.l. áratug, er hann var ambassa- dor Bandaríkjanna hjá Samein- uðu þjóðunum, hefur hann tamið sér að kynnast persónulega er- lendum íeiðtogum í stjórnmál- um. Bush er gætinn og hefur sætt ámæli fyrir hik og hægagang PROFILL gagnvart atburðum í Austur- Evrópu og Sovétríkjunum. En margt bendir til að á því sé að verða gagnger breyting. Nýtil- komnir ráðamenn í Póllandi og Ungverjalandi, sem Bandaríkin telja sér skyldugt að hjálpa, hafa sagt við Bush: Allt okkar ráð er undir því komið að Gorba mis- heppnist ekki. Og nú benda frétt- ir til að Bandaríkin hyggist á næstu árum takast á hendur stór- fellda afvopnun, sem slaga mundi hátt upp í afvopnun þeirra eftir heimsstyrjöldina síðari. Það bendir til þess að Bandaríkin séu í þann veginn að gefa heimsskipan kalda stríðsins upp á bátinn. Gorbatsjov er bráðsnjall, hug- rakkur atorkumaður sem frá því að hann kom til æðstu valda fyrir aðeins fjórum árum hefur breytt Sovétríkjunum svo mjög, að flestum þykir undrum sæta. Völd haf a þar færst að nokkru frá ríkis- flokki til ríkisstofnana, frjálsar þingkosningar hafa verið haldn- ar, þingræði og tjáningarfrelsi hefur verið komið á og Eystra- saltslýðveldin hafa fengið sjálf- stjórn í efnahagsmálum. í efnahags- og þjóðernismálum Sovétríkjanna hefur gengið verr, lífskjör hafa að margra áliti versnað frá því á Brezhnevstím- anum og þjóðernishreyfingar og hatur milli þjóðerna ógna einingu Gorbatsjov í heimsókn hjá Thatcher - sækist eftir vestrænum við- skiptum og tækniaðstoð. ríkisins. í þessu felst meiriháttar ógnun við nýskipan stjórnar Gor- batsjovs. Meðal þess, sem hann hefur á prjónunum til að bæta úr efnahagsástandinu eru aukin við- skipti við Vesturlönd og öflun tækniaðstoðar þaðan. Honum er því kappsmál að ryðja úr vegi öllum hindrunum forns fjand- skapar og tortryggni á milli Sov- étríkjanna og Vesturlanda. Sögulegar sættir Moskvu og Rómar Sem persónuleiki er Gorbat- sjov andstæða viðmælanda síns, geislandi og hrífandi og fjölda- sjarmör slíkur að með fádæmum er miðað við það sem gerist um stjórnmálamenn. Sagt er að hann verki á fjöldann ekki ósvipað vinsælustu poppstjörnum. Hrifn- ingin á honum er aUmjögfarin að dvína heimafyrir, vegna illa heppnaðrar perestrojku, en ítalir urðu við heimsókn hans til þeirra fyrir Möltufund gripnir Gorba- æði, ekki síður en Vestur- Þjóðverjar og Bandaríkjamenn áður. Þriggja daga dvöl hans á ítalíu verður kannski sögulegri en Möltufundur sem slíkur. í Róm gekk Gorbatsjov á fund páfa, fyrstur leiðtoga Sovétríkj- anna, og bauð Jóhannesi Páli öðrum í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna. Allt bendir til þess að sögulegar sættir milli ka- þólsku kirkjunnar og Sovétríkj- anna, er verið hafa hatrammir andstæðingar allt frá byltingunni í Petrograd, séu að komast í kring. Gorbatsjov er enn sem fyrr í hópi þeirra stjórnmálamanna, sem eiga frumkvæði að atburðum í sögunni. Bush er öllu fremur einn þeirra, sem bíða atburðanna og bregðast við þeim er ekki verður hjá því komist. -dþ. Laugardagur 2. desember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.