Þjóðviljinn - 02.12.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 02.12.1989, Blaðsíða 11
VIÐHORF Evrópulest á röngu spori Hjörleifur Guttormsson skrifar Alvarleg tíðindi gerðust varð- andi meðferð hagsmunamála fs- lands gagnvart Evrópubanda- laginu núívikunni. Alþýðuflokk- urinn knúði fram í ríkisstjórn um- boð til handa utanríkisráðherra til að „taka þátt í undirbúnings- og samningaviðræðum" EFTA og Evrópubandalagsins „sem byggðar verða á sameiginlegum niðurstöðum könnunarviðræðna þar með talið þeim fyrirvörum, sem íslendingar hafa sett fram“. Pessi afgreiðsla var samþykkt í ríkisstjórn þrátt fyrir viðleitni þingflokks Alþýðubandalagsins, sem samþykkti sérstaka bókun um málið fyrir umræddan fund ríkisstjórnarinnar. Þótt þar hafi að mínu mati ekki verið tekin nógu skýr og ótvíræð afstaða, eru þó í þessari bókun slegnir ýmsir varnaglar, sem skipt gætu máli við áframhaldandi málsmeðferð, ef tillit væri til þeirra tekið af sam- starfsaðilum. Ég minni í þessu sambandi á samhljóða samþykkt landsfundar Alþýðubandalagsins um málefni Evrópu og hagsmuni fslands, sem birt var í Þjóðviljanum sl. miðvikudag. Þar segir m.a.: „Ekki er hægt að fallast á að á næstu vikum verði knúin fram af- staða um aðild íslands að form- legum samningaviðræðum EFTA við Evrópubandalagið um myndun Evrópsks efnahagssvæð- is. Nauðsynlegt er að frekari um- ræður fari fram, áður en til slíkrar ákvörðunar er gengið og að al- menningi gefist kostur á að setja sig inn í málavexti. Landsfundurinn telur óhjá- kvæmilegt, að farið verði vand- lega yfir málið í heild og þá skýru fyrirvara sem nauðsynlegt er að fyrir liggi, áður en afstaða er tekin til formlegra samningavið- ræðna.“ Með vísan til ályktunarinnar fól landsfundurinn þingflokki Al- þýðubandalagsins að höfðu sam- ráði við framkvæmdastjórn flokksins að taka endanlega af- stöðu til málsins á Alþingi og í ríkisstjórn. Þrátt fyrir þessar samþykktir á vettvangi Alþýðubandalagsins hefur það gerst nú að ríkisstjórn- in tekur afstöðu tii samningavið- ræðna EFTA-ríkja við Evrópu- bandalagið og veitir utanríkisráð- herra umboð til slíkra viðræðna. Þetta er gert aðeins viku eftir að Alþingi fær að sjá skýrslu ráð- herrans um niðurstöður könnun- arviðræðna og áður en Alþingi hefur lokið umræðu um málið. Hér er vissulega um dæmalaus vinnubrögð að ræða, sem ég geri ráð fyrir að gangi fram af mörg- um. Skýringarnar sem fram eru bornar til réttlætingar eru þær helstar, að stjórnarandstaðan hafi verið að stríða ríkisstjórninni í umræðum á Alþingi og að utan- ríkisráðherra þyrfti að halda áfram fundum í útlöndum og væri ekki væntanlegur til landsins nema rétt til að borða jólasteik- ina. Ef hér væri á ferðinni léttvægt mál kynnu ýmsir að yppta öxlum og láta sér fátt um finnast. En þegar um er að ræða eitt mikils- verðasta mál í sögu lýðveldisins, mál sem varðar fjölþætta hagsmuni íslands og réttarstöðu landsins í samfélagi þjóða er ekki hægt að taka svona málsmeðferð með þegjandi þögninni. Boðaðar viðræður EFTA- ríkjanna og Evrópubandalagsins, sem taka á afstöðu til 19. desemb- er næstkomandi, snúast um það fyrst og fremst, hvernig ÉFTA-ríkin verði þátttakendur í innri markaði Evrópubandalags- ins, þar sem afnumin verði landa- mæri fyrir fjármagn, fjármála- þjónustu og önnur þjónustuvið- skipti, tilfærslu vinnuafls og rétt fyrir útlendinga til búsetu og til að stofna fyrirtæki. Þeir fáu fyrirvarar sem utan- Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir Oddgeir Pétursson Grýtubakka 28 verður jarðsunginn frá Breiðholtskirkju þriðjudaginn 5. desember kl.13.30. Anna Árnadóttir, börn og tengdabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við and- lát og útför Guðmundar Björnssonar kennara Akranesi Pálína Þorsteinsdóttir Ormar Þór Guðmundsson Kristín Valtýsdóttir Gerður Birna Guðmundsdóttir Daniel Guðnason Björn Þorsteinn Guðmundsson Þórunn Bragadóttir Ásgeir Rafn Guðmundsson Fríða Ragnarsdóttir Atli Freyr Guðmundsson Halina Bogadóttir barnabörn og barnabarnabörn ríkisráðherra setti fram fyrir Is- lands hönd í könnunarviðræðum sl. sumar verða samningsatriði, fyrst í hópi EFTA-ríkjanna inn- byrðis og síðan við Evrópu- bandalagið. Krafa EFTA um fríverslun með fisk, þ.e. afnám tolla á sjáv- arafurðum og styrkja til sjávarút- vegs, hefur fengið afar neikvæðar undirtektir hjá talsmönnum EB, sem vísa í því sambandi til sam- „Villuljósin frá Ósló og Brussel eru að leiða íslenska ráðamenn á hœttulegar brautir. Því fyrrsem menn hœtta að eltaþauþeim mun betra. Éghef áhyggjur afþví, ef Alþýðubandalagið held- ur áfram að láta teyma sig út í þá ófæru“ eiginlegrar fiskimálastefnu bandalagsins. Könnunarviðræðurnar leiddu ekki til niðurstöðu um þær breytingar sem talin er þörf á að gerðar verði á EFTA til að það geti orðið burðarás í Evrópsku efnahagssvæði með EB. Það sem rætt hefur verið um stefnir augljóslega í yfirþjóðlegar á- kvarðanir varðandi stofnanalega tengsl, eftirlit og dómsvald. For- sætisráðherra og ýmsir fleiri hafa haft um það mörg orð að ekki komi til greina neitt valdaafsal af íslands hálfu. Samt heldur hann ótrauður áfram sem fremsti ábekingur á umboði utanríkis- ráðherra. Ég hef ekki séð nein frambæri- leg rök fyrir því að það sé í þágu íslenskra hagsmuna að gerast að- ili að formlegum samningavið- ræðum EFTA-ríkja um Evrópskt efnahagssvæði. Slíkar sameigin- legar viðræður um „fjórfrelsið“ svokallaða, þar sem EFTA- ríkjunum er ætlað að tala einni röddu fela hins vegar í sér augljósar hættur fyrir íslenskt samfélag. Eins og landsfundur Alþýðu- bandalagsins ályktaði um eru sjá- varútvegsmál og viðskipti með sjávarafurðir aðalatriði í sam- skiptum íslendinga við Evrópu- bandalagið. Ásviðisjávarútvegs- mála eigum við aðeins takmark- aða samleið með öðrum EFTA- ríkjum, þar sem iðnaðarhags- munir sitja í fyrirrúmi. Eðli máls- ins samkvæmt hljóta samningar um þessi efni því að vera við- fangsefni í milliliðalausum við- ræðum íslands og Evrópubandal- agsins. Við þurfum að ná sem fýrst fram endurskoðun á við- skiptasamningnum frá 1972 ásamt bókun 6, ekki síst að því er varðar tolla EB á saltfisk og fersk fiskflök. Villuljósin frá Ósló og Brússel eru að leiða íslenska ráðamenn á hættulegar brautir. Því fyrr sem menn hætta að elta þau þeim mun betra. Ég hef áhyggjur af því, ef Alþýðubandalagið heldur áfram að láta teyma sig út í þá ófæru. Fyrr en varir getur verið um seinan að snúa við. Hjörleifur Guttormsson er þingmað- ur Alþýðubandalagsins á Austurlandi og fulltrúi flokksins í utanrikismála- nefnd Alþingis. I DAG þJÓDVILIINN FYRIR 50 ÁRUM Tvær nýjar stjórnir í Finnlandi. Sovétríkin viðurkenna nýju stjórnina í Austur-Finnlandi. Flelsinki-stjórnintelurenn mögu- leikaásamkomulagi. Stúdentar aflýstu öllum hátíðarhöldum 1. desember vegna samúðar með Finnum. 2. desember Laugardagur. 336. dagurársins. 7. vika vetrar hefst. Sólarupprás í Reykjavíkkl. 10.48-sólarlag kl. 15.46. Viðburðir Þjóðhátíðardagur Laos og Sam- einuðu arabísku furstadæ- manna. Gunnar M. Magnúss rit- höfundurfæddurárið 1898. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöa vikuna 1 .-7. des. er í Apóteki Austurbæjar og Breiöholts Apóteki. Fyrrnefnda apótekið er opiö um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). S iöarnef nda apótekiö er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur............sími 4 12 00 Seltj.nes............sími 1 84 55 Hafnarfj.............sími 5 11 66 Garöabær.............sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavlk............sími 1 11 00 Kópavogur............sími 1 11 00 Seltj.nes............sími 1 11 00 Hafnarfj.............sími 5 11 00 Garðabær.............sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöö Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiönir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjöröur: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna simi 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garöaflöt s. 656066, upplýsingár um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stööinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farslmi vaktlæknis 985-23221. Keflavfk: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. . 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspitalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspitalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-T8, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. öldrunarlækningadeild Land- spítalansHátúni 10B. Alladaga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala:virkadaga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstígopinalladaga 15-16og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspitali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spítalinn:alladaga 15-16 og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjólparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrirung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allan sólarhringinn. Sálf ræðistöðin. Ráðgjöf I sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagiðÁlaridi 13. Opið virkadagafrá kl. 8-17. Síminner 688620. • Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, • Sími 21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Simi 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin ’78. Svarað er I upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum timum. Siminn er 91-28539. Bllanavakt rafmagns-oghitaveitu:s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sifjaspellamál. Sími 21260allavirkadagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið i síma91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 1. des. 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar.............. 62.69000 Sterlingspund................. 98.20100 Kanadadollar.................. 53.82300 Dönskkróna..................... 9.09210 Norsk króna.................... 9.22860 Sænsk króna.................... 9.84760 Finnskt mark................ 14.99400 Franskurfranki................ 10.31550 Belgískur franki............ 1.67730 Svissneskurfranki............. 39.37320 Hollensktgyllini.............. 31.24740 Vesturþýskt mark.............. 35.24780 Itölsklíra..................... 0.04778 Austurrískursch................ 5.00220 Portúg. Escudo................. 0.40470 Spánskurpeseti................. 0.54620 Japansktyen.................... 0.43717 Irsktpund..................... 92.99700 KROSSGÁTA Lórétt: 1 virki 4 stubba 6málmur7skrafi9 æsa 12 gust 14 mánuð- ur15barn 16hafna19 súrefni20grama21 hagur Lóðrétt: 2 kúga 3 spjót 4kenjar5fjör7eflir8 dranga10styggur11 gæfan 13 vafi 17 tré 18 fataefni Lausn á siðustu krossgátu Lárétt: 1 hróp4part6 Ijá 7 sína 9 löst 12 ötull 14 mók 15 dæl 16 klafi 19 örvi 20 anda 21 ang- ra Lóðrétt: 2 rói 3 plat 4 páll5rós7samtök8 nökkva 10 öldina 11 tálmar13una17lin18 far Laugardagur 2. desember 1989 PJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.