Þjóðviljinn - 02.12.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 02.12.1989, Blaðsíða 12
„SPURNINGIN— Fylgdlst þú me& vantraustsyf irlýs- Ingunni frá Alþingi? Friðrik Sigurðsson vélfræðinemi Já, að hluta til. Það sem ég sá og heyrði virtist mér þingmenn vera lítt málefnalegir og frekar í því að skjóta hver á annan. Gunnlaugur Jónsson vélfræðingur Ég fylgdist með fyrri hluta um- ræðnanna og fannst hann slapp- ur, ómálefnalegur og hálf barna- legur. í tilfellum sem þessum finnst mér beinar útsendingar í sjónvarpi og útvarpi eiga rétt á sér. Andrés Magnússon verkstjóri Já, það gerði ég svo til allan tím- ann. Mér þótti þessi tillöguflutn- ingur um vantraust heldur ótíma- bær og tilgangslaus. Beinar út- sendingar í stóru máli sem þessu eiga fyllilega rétt á sér. Margrét Hannesdóttir hjúkrunarfræðinemi Nei, það gerði ég ekki. Ég hafði allt annað við tímann að gera en að horfa eða hlusta á það sem landsfeðurnir höfðu fram að færa við þessar umræður. Hjördís Óiafsdóttir húsmóðir Ég hlustaði á umræðuna úrsjón- varpinu en fylgdist ekki með henni að öðru leyti þar sem ég var annað að gera. Mér fannst þessi tillaga um vantraust ótíma- bær en þar fyrir utan finnst mér útsendingar frá umræðum í þing- inu eiga rétt á sér. þJÓÐVIUINN Lauaardaaur 2. desember 1989 207. tölublað 54. óraanc Laugardagur 2. desember 1989 207. tölublað 54. árgangur. SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Háskólakórinn flutti nokkur íslensk þjóðlög.Mynd-Jim Smart 1. desember Höfum við efni á fáfræðinni? Stúdentar við Háskóla íslands minnastfullveldisins með hátíðarsam- komu, málþingi og menningarvöku Stúdentar við Háskóla íslands minntust fullveldisins með fjölbreyttri hátíðardagskrá í gær. Dagskráin hófst kiukkan 10 með því að lagður var blómsveigur að leiði Jóns Sigurðssonar í kirkju- garðinum við Suðurgötu. Að því loknu var haldin messa í kapellu Háskólans. Sjálf hátíðarsamkoman hófst kluickan 14. Formaður Stúdent- aráðs setti hátíðina og að því loknu flutti rektor Háskólans, Sigmundur Guðbjarnason ávarp. Háskólakórinn söng fjögur ís- lensk þjóðlög og hagfræðineminn Benedikt Stefánsson flutti ávarp stúdents. Varð honum tíðrætt um óáran þá er ríkir í þjóðfélaginu og gagnrýndi stjórnmálamenn harð- lega fyrir forpokaðar hugmyndir um hlutverk ríkisvaldsins. Má segja að hann hafi endurflutt ræðu Þorsteins Pálssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins, sem hann flutti kvöldið áður á Alþingi þegar vantrauststillaga á ríkis- stjórnina var til umfjöllunar. Thor Vilhjálmsson flutti l.desember annál; Menntamenn þá og nú. Hann talaði m.a. um Sæmund fróða og Svarta skóla, stúdenta lýðveldisárið 1944 og 68 kynslóðina, og fjallaði um það hvort öll þekkingarleit beindist ekki að því að beisla andskotann með einum eða öðrum hætti, eins og Sæmundi varð ágætlega á- gengt með forðum. Hann vék í máli sínu að yfirskift málþings stúdenta; Er menntun of dýr? - en vildi frekar skoða málið frá þeim sjónarhóli hvort við hefðum efni á fáfræðinni. Vísaði hann þar til reynslu Breta og Bandaríkja- manna, en þar segir Thor ástand- ið víða orðið slæmt, ólæsi og van- þekking almenn meðal fjölmenn- ara þjóðfélagshópa. Dagskrá hátíðarinnar lauk með því að Valgeir Guðjónsson, sem einnig var kynnir á hátíðinni, og Bubbi Morthens fluttu nokkur lög. Klukkan fjögur gátu stúdentar síðan valið um að taka þátt í mál- þingi út í Odda sem bar yfirskrift- ina "Er menntun of dýr"? eða f arið á menningarvöku í Norræna húsinu þar sem nemendur Tón- listarskóla Reykjavíkur fluttu klassíska tónlist og boðið var upp á ljóðalestur og upplestur úr nýj- um bókum. Þátttaka í 1. desember hátíðar- höldunum hefur verið frekar dræm undanfarin ár og löngu lið- in sú tíð að stúdentar fylltu sal Háskolabíós. Áhugi stúdenta fyrir því að taka þátt í að halda upp á þennan merkisdag, virðist þó eitthvað vera að glæðast því fleiri stúdentar tóku þátt í hátíð- arhöldunum nú en oft áður. -iÞ Háskólarektor, Sigmundur Guðbjarnason og Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir heilsast við upphaf hátíðarsamkomunnar. Mynd-Jim Smart fc

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.