Þjóðviljinn - 06.12.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.12.1989, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 6. desember 1989 209. tölublað 54. árgangur Verðhœkkanir Bremsa á kjarasamninga Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar uggandi vegna hœkkana á mat vörum. Ögmundurjónasson: Veldur vaxandi ólgu á meðal launafólks og verður ekkiþolað öllu lengur. Ásmundur Stefánsson: Matvöruhœkkanir, eru viðkvœmari en aðrar og snúa öllu til hins verra Það er ótrúlepur hrinelanda- háttur sem byr hér að baki og veldur vaxandi ólgu á meðal launafólks. Kaupmáttur er nú í botni og má alis ekki við meiri verðhækkunum. Þetta verður ekki þolað öllu lengur og krafan um tryggingu launa hefur heyrst víða að undanfðrnu, sagði Ög- mundur Jónasson formaður BSRB vegna nýlegra matvæla- hækkana sem munu ekki greiða fyrir komandi kjarasamningum. Mikið hefur veriö rastt að und- anförnu um lækkun vöruverðs sem eina af helstu leiðum til að auka kaupmátt í kjarasamning- um. Verkalýðshreyfingin hefur þegar leitað svara hjá ríkisstjórn- inni um hvernig lækka megi vöru- verð og því eru þessar verðhækk- anir ekki til að bæta aðstöðu launafólks í samningum. Örn Friðriksson varaforseti ASÍ sagði í samtali við Þjóðviljann að hann teldi ríkisvaldið eiga að grípa inní og lækka verð á matvörum. Þess- ar hækkanir væru því þveröfugt við það sem þeir óskuðu eftir. Ögmundur Jónasson sagðist ekki skilja í því að ríkisstjórnin segðist ætla að lækka verðbólgu með von um að afnema lánskjar- avísitölu en síðan skellur enn ein hækkunin yfir. Þá var Ögmundur einnig óánægður með áhugaleysi stjórnvalda á samningaviðræðum við BSRB, en samningar þeirra hafa verið lausir frá mánaða- mótum. Fyrsti fundur samninga- nefhdar BSRB með fjármálaráð- herra fór fram í gær en þá fóru aðeins óformlegar könnunarvið- ræður fram. „Við teljum okkur eiga rétt á leiðréttingu og viljum gera stuttun leiðréttingarsamn- ing í 2-3 mánuði áður en samið verður til lengri tíma. Ef ríkis- valdið er ekki tilbúið í slíka leiðréttingu munum við meta stöðuna upp á nýtt. En umfram Húsnœðisstofnun Vextir hækka Úr3,5% Í4,5% Frá og með deginum í dag 6. desember hækka vextír á nýjum almennum húsnæðislánum frá Húsnæðisstofnun ríkisins sem koma til útborgunar frá og með þeim tínia. Vextir sem til þessa hafa verið 3,5% hækka í 4,5% og vextir sem áður voru 1% hækka í 2%. Aftur á móti verða vextir af lánum sem veitt eru vegna greiðs- luerfiðleika hinir sömu eða 3,5%. Með þessum vaxtahækk- unum verða vextir af lánum til nýbygginga 4,5%, einnig af lán- um til kaupa á notuðum íbúðum og af lánum til byggingar leiguí- búða eða heimila i'yrri aldraða og dagvistarstofnan fyrir börn og aldraða. -grh Fulltrúar BSRB gengu á fund fjármálaráðherra í gær til að athuga hvort áhugi væri á stuttum leiðréttingarsamningi til 2-3 mánaða. Hér bíða Einar Olafsson og Ogmundur Stefánsson'eftir að vera hleypt inn til ráðherrans, en ríkisvaldið ku vera hikandi í afstöðu sinni. Formenn að- ildarfélaga BSRB munu hittast ídag.Mynd: Jim Smart. allt á áð'gera samninga þegar þeir eru lausir en ekki bíða með það langt fram yfir samningstímann," sagði Ögmundur ennfremur. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ sagði lækkun verðs á nauðsynjavörum mjög mikilvæga leið til að hífa upp kaupmátt. „Matvöruhækkanir eru við- kvæmari en aðrar hækkanir vegna þess hve miklum hluta tekna sinna láglaunafólk þarf að eyða í slíkar vörur. Það er því ljóst að allar þessar hækkanir snúa málinu til hins verra í kjaras- amningum. Við skulum líka átta okkur á því að lækkun vöruverðs er betri aðferð til að hífa upp kaupmátt heldur en beinar kauphækkanir, vegna þess að verðbólgan fer svo illa með fólk," sagði Ásmundur. Fyrr á árinu sneru ASÍ og BSRB bökum saman um aðgerð- ir til lækkunar á nauðsynja- vörum. Ásmundur sagði engar umræður hafa farið fram um hvort beita eigi viðlíka aðgerðum aftur. „Það er hinsvegar ljóst að ef þeirra aðgerða hefði ekki notið við væru þessar vörur enn dýrari í dag. Hvort við grípum til ein- hverra aðgerða verður að meta hverju sinni," sagði Ásmundur Stefánsson. -þóm Virðisaukaskattur Innlend matvæli lækka Frumvarp tillaga um breytingará virðisaukaskattlögunum lagtfram á þingi. Helstu breytingar varða skatthlutfall og áhrifþess á matvœlaverð og rýmri undanþágur einkum á mennta- og menningarsviði Fjármálaráðherra lagði fram á alþingi í gær frumvarp til laga um breytíngar á virðisauka- skattslögunum frá því í mai í fyrra. Helstu breytingarnar sem þar eru lagðar tU varða annar- svegar skatthlutfall og áhrif þess á matvælaverð og hinsvegar rýmri undanþágur einkum á mennta- og menningarsviði. I frumvarpinu er gert ráð fyrir 24,5% skatthlutfalii í einu þrepi en í lögunum er það 22% og 25% í núverandi söluskatti. í frum- varpinu er einnig sú breyting frá lögunum að nokkrar helstu teg- undir innlendra matvæla, ný- mjólk, dilkakjöt, fiskur og græn- meti bera ígildi 14% skatts með sérstakri endurgreiðslu sem fest verði í virðisaukaskattslögunum. Vegna endurgreiðslunnar munu þessar helstu tegundir innlendra matvæla lækka við skattkerfis- breytinguna um áramótin um 8% - 9% og þess jamframt vænst að almennt vöruverð lækki sem nemur um 1%, bæði vegna þess- arar matvælaíækkunar, vegna þess að skatthlutfallið lækkar frá söluskattinum, og vegna al- mennra lækkunaráhrifa nýja kerfsins. Vert er að vekja athygU á því að þessar endurgreiðslur verða bundnar í lögunum um virðisaukaskattinn og því verða allar breytingar á þeim háðar meirihlutavilja alþingis en ekki eins og nú háttar til hvað varðar hefðbundnar niðurgreiðslur bú- vara. Samkvæmt frumvarpinu verð- ur menningarstarfsemi ýmist undanþegin virðisaukaskatti eða utan skattkerfisins í stöðu neytandans. Gert er ráð fyrir að leikhús hverskonar og tónleika- starfsemi falli þar undir á sama hátt og til dæmis heilbrigðisstarf- semi, söfn og félagslegar stofnan- ir. Einnig er lagt til að útgáfa tímarita verði undanþegin á sama hátt og dagblöð og héraðsfrétta- blöð. Lagt er til að bókaútgáfa falli undir sömu undanþágugrein að ári, 16. nóvember 1990, en þá hefst fyrsta uppgjörstímabil sem skilar ríkissjóði fé árið 1991. í frumvarpinu eru ákvæði um heimild til að endurgreiða íbúða- byggjendum virðisaukaskatt og verður henni fylgt eftir í reglu- gerð að frumvarpinu samþykktu. Ennfremur undanþágu til hitunar íbúðarhúsnæðis, vegna öku- kennsiu og íþrótta auk þess sem í frumvarpinu eru ýmsar breyting- artiUögur sem fyrst og fremst eiga sér skatttæknilegar forsendur. -grb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.