Þjóðviljinn - 07.12.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.12.1989, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKÖRIÐ Bókaútgáfan heldur upp á afmæli Félag íslenskra bókaútgefenda hélt upp á hundrað ára afmæli sitt í fyrrakvöld. Eins og menn vita hefur félagið minnst afmælisins á sinn hátt með því að efna í bókmennta- verðlaun og var í afmælisveislu þess skýrt frá þeim tíu bókum sem dómnefnd, skipuð fulltrúum allskonar samtaka sem og forsetaembættisins, telur athyglisverðastar þeirra sem út koma á þessu ári. Um leið og tekið skal undir árnaðaróskir til bókaútgefenda er rétt að fara nokkrum orðum um þýðingu þeirra verðlauna sem nú er til stofnað. Það er að vísu ekki nema eðlilegt, að um leið og af stað er farið með bókmenntaverðlaun komi upp gagnrýnar raddir. Bæði vegna þess að allir vita að slys af einhverju tagi eru nánast óhjákvæmileg þegar nefndir manna eru settar til að vega saman kosti bóka og geta þá lent i einni syrpu jafnt fræðirit sem skáldskapur. Og svo vegna þess, að verðlaunin sem nú ertil stofnað eru bersýni- lega tengd auglýsingum: það gefur auga leið að þær bækur sem í undanúrslit komast fá nokkra lyftingu í vitund almenn- ings, miðað við aðrar. Það sem nú síðast var nefnt hefur þó sinn kost. Tilnefning- in er nefnilega líklegri til að beina athygli meir að sannkölluðum nýjum íslenskum bókmenntum en nokkuð svotilviljanakenndir „metsölulistar“ sem fjölmiðlar hafa soð- ið saman á bókavertíð og hafa í reynd ráðið alltof miklu um markaðsvelgengni bóka. í annan stað er það nú svo, að bókmenntaverðlaun gefa mörg áleitin tilefni til þess að fjalla um bókmenntir og stöðu þeirra. Og skrýtið reyndar, þegar að er gáð, að með þjóð sem svo mjög vill tengja nafn sitt við bækur sem íslendingar skuli ekki hafa fyrr verið á fót komið bókmenntaverðlaunum sem um munar. Það kom fram í ræðum í afmælishófi bókaútgefenda að útgáfa er mikil að vöxtum um þessar mundir. Fjöldi titla nálgast þúsundið á þessu ári og þar af eru meira en 600 bækur í orðsins fyllstu merkingu. Samanlagt upplag þess- ara bóka er tölvert á aðra miljón eintaka. Andspænis þeim háu tölum erum við rækilega á það minnt, að bækur eru til óendanlega margra hluta hafðar og af margskonar hvötum saman settar og út gefnar. Það er ekkert eðlilegra en að mönnum finnist einatt að samheitið „bókin“ segi harla lítið um allan þann varning sem undir þetta orð fellur. Og þar með að nauðsyn sé að gera sem mestan greinarmun á þeim bókum sem máli skipta fyrir sómasamlegt menningarlíf í landinu og þeim sem litlu varða. En þegar menn hneykslast á flóði fljótaskriftarbóka og léttmetis af ýmsu tagi er eins gott að hafa það í huga, að það er ekki til komið í gær að menn láti slæmt hlutfall milli merkra bóka og lélegra sér til armæðu verða. Gleymum ekki beisk- legum orðum Jónasar Hallgrímssonar um afþreyingarbók- menntirhanstíma, rímurnar. Þaðskiptirekki höfuðmáli hvort marklitlar en söluþægar bækur verða nokkrum tugum fleiri eða færri á ári hverju. Menningarleg staða bókaútgáfu verð- ur ekki slæm fyrr en markaðssjónarmið gerast svo frek að þau sannarlega koma í veg fyrir að merkar bækur komi út. Formaður bókaútgefenda, Jón Karlsson, segir í nýlegu við- tali: „Það segir sig sjálft að ef markaðslögmálið réði eitt, myndu ýmsar bækur aldrei koma út.... Forlag sem vill standa undir nafni telur það skyldu sína að gefa út verk sem hafa menningarlegt og bókmenntalegt gildi“. Betur að satt reynist um langa framtíð. Við skulum nota hátíðlegt tækifæri til að láta í Ijósi þá von, að köld markaðshyggja verði aldrei einráð í bókaútgáfu - né heldur visni menningarvilji íslend- inga sjálfra í þeim mæli að útgáfa góðra bóka þurfi að breytast í einskonar líknarstarfsemi. VfTTOG BREITT Enn á götuvígunum Mikið hagræði er ad því fyrir austur-þýska sósíalista að skörð hafa verið rofín í múrinn sem reistur var til dýrðar Marx og iærisveinum hans og að morðóðir hundar gæta ekki lengur vestur- landamæranna. Forystumenn í Einingarflokki sósíalista ciga nú hægt um vik að flýja vesturyfir eftir að þeir eru afhjúpaðir ofbeldis- menn gegn þjóð sinni og gcgnum- spilltir ræningjar og vopnasölu- menn. Einingarflokkur sósfalista er hruninn og enn sem komið er hefur enginn alþýðuflokksmaður gerst hækja til að halda honum upprétt- um um sinn. Farið er að lýsa eftir forystusauð- anna í Austur-Evrópu eru friðsam- leg fjöldamótmæli, þar sem hundr- uð þúsunda andófsmanna flykkjast á stræti og torg og krefjast lýðrétt- inda og réttlætis. Valdagírugar og spilltar óheilla- auðvitað aðeins við um umfjölh um sósfalísk rfki f fjórum heimsá um. Þar er ekki maðkurinn í m> unni og hefur aldrei verið og eng skuggahliðar í augsýn, enda geng seint að moka út úr því haughi sem safnast hefur upp í um fim áratuga skeið á málgagninu. Þjóðviljaleiðari lýsir samkeni með ofbeldismönnum og minni þeirrar sælu tíðar þegar „marj vinstrimenn höfðu sérstakan rökstuddan fmigust á ákveðin ofuráherslu á lög og reglu í samf laginu.“ Síðar: „Þessi andi byggðist á þeirri skoðun að þjó félagið væri helsjúkt, en hagsmur valdstéttanna tryggðir með ósvíf um brögðum." Ofbeldi Tímans Aðstoðarritstjóri Tímans beitir Þjóðviljann ofbeldi í þætt- inum Vítt og breitt í gær, með harkalegri misþyrmingu á um- mælum úr forystugrein Þjóðvilj- ans. í Tímanum er þessi fráleita fullyrðing: „Þjóðviljaleiðari lýsir samkennd með ofbeldis- mönnum“. Tilefnið er forystu- grein Þjóðviljans 5. desember sl., þar sem þeirri spurningu er varp- að fram, hvort finna megi ein- hverjar félagslegar skýringar á auknu ofbeldi í Reykjavík. Fjarri fór því að Þjóðviljinn bæri blak af ofbeldismönnum eða lýsti „samkennd“ með þeim. Hins vegar efast hann um þá skil- greiningu lögreglustjórans í Reykjavík, Böðvars Bragasonar, sem segir ofbeldið vera „upp úr þurru“. Það eru einhverjar for- sendur að baki illverkunum. Leiðari Þjóðviljans er hvatning til að menn reyni að skilja orsakir vandans. Hver getur verið skýring þess, að Tímanum finnst heppilegt að væna Þjóðviljann um dekur við „skrflmennsku og ofbeldisæði", þegar minnt er á stúdentaóeirð- irnar upp úr 1.968? Hér var bent á það, að margar kröfur stúdenta voru réttmætar. Hins vegar var gert grín að röksemdafærslu stú- denta eins og hún tíðkaðist oft þá. Baráttumál námsmanna- hreyfinganna hafa náð fram að ganga víðs vegar í þjóðfélaginu, eins og einn foringjanna í París ‘68, Daniel Cohn-Bendit, benti á, í fróðlegu sjónvarpsviðtali við Arthúr Björgvin Bollason 1988. „Rauði-Danni“ sagði við okk- ar Arthúr: „Við sigruðum þjóðfélagslega, en töpuðum póli- tískt.“ Með því átti hann við, að stúdentahreyfingarnar urðu ekki varanlegt pólitískt afl og að engin heildarhreyfing hélt merkjum hennar á lofti. Hins vegar bera umbætur í félagskerfi og menntamálum, en ekki síst um- hverfismálum og valddreifingu, augljós merki þess að 68- kynslóðin er sest í valdastólana. Og það var einmitt ein undirrót óeirðanna á sínum tíma, að um- bóta var þörf, unga fólkið hafði rekið sig á veggi sem þurftu að láta undan. Framferði bæði stúdenta og lögreglu var hins vegar með ódæmum stundum. í leiðaranum var rifjað upp á hvaða forsendum menn réttlættu ofstopa sinn þá. Það var ekki heiðarleg réttlæting á þeim tíma, heldur öfgar, og það er heldur ekki heiðarleg blaða- mennska á Tímanum að gera Þjóðviljanum upp aðdáun og af- sakanir á ofbeldi. í umræddum leiðara Þjóðvilj- ans var spurt í lokin: „Er harkan í viðskiptum á öðrum stöðum í samfélaginu orðin slík, að hún endurspeglist á götunum?“ Á bak við þessi orð er m.a. eftirfar- andi upprifjun: Dómsmálum í Reykjavík vegna vanskila í fjármálum hefur fjölgað úr 2000 á ári fyrir 10 árum í 20 þúsund núna. Gjaldþrot og uppboð skella á eins og flóðbylgjur. Á sama tíma er upplýst, að launa- misrétti milli kynja og tekjumun- ur á hálaunafólki og láglauna- f ólki er langtum meiri á íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Framhjá því verður ekki gengið, að á sama tíma og ofbeldi ungmenna fer vaxandi í þessu samfélagi, hafa aldrei fleiri ung- menni horft upp á sína nánustu eða kunningjafólk í sárum vegna fjárhagslegs skipbrots og brot- inna heimila. 1989 er mesta gjaldþrotaár sögunnar í Reykja- vík, þau verða að líkindum ríf- lega 2100 talsins, miðað við rúm 900 árið 1986. Þetta er „ár von- leysis og brostinna vona“ eins og DV orðar það á þriðjudaginn. Þess vegna er spurt: Sýnir þetta samfélag unga fólkinu vígtennur sínar með þeim hætti að það bíti á móti? Þetta er ekki fullyrðing, eins og Tíminn heldur fram, hvað þá réttlæting. Þetta er spurning. Sú frammistaða aðstoðarritstjóra Tímans að drepa brýnu umræðu- efni á dreif með þessum höggum vekur líka spurningar. Ofbeldi í Laugardalshöll Mörgum þótti kyndugt að sjá og heyra einn fréttamanna Stöðv- ar 2 flytja fréttaskýringu um of- beldi á þriðjudagskvöldi, ný- kærðan til aganefndar og dóm- stóls Handknattssambands ís- lands fyrir að gera aðsúg að handknattleiksdómara í Laugar- dalshöll sl. laugardagskvöld. Þar höfðu Víkingur og HK ást við, en fréttamaðurinn og félagi hans verið svo ósáttir við tilveruna, að fyrst kom til andlegs ofbeldis í formi fúkyrða og hundskamma, en síðan hlaut dómarinn högg. Þar var þó ekki fréttamaðurinn, heldur félagi hans að verki. E>ekking Schramara á þjóðfélaginu Margt er hulið í þjóðfélagi okkar eða óljóst jafnvel fróðustu mönnum. Ellert B. Schram rit- stjóri DV ritar í gær í forystugrein blaðsins: „...þau eru rýr, sjó- mannslaunin, þegar skipin eru bundin við bryggju.“ Ellert, þau eru að jafnaði eng- in. Það er furðu lítt þekkt stað- reynd, að sjómenn hafa ekki fast- ráðningu. Þótt maður hafi starfað árum saman við góðan orðstír á sama fleyi er uppsagnarfrestur undirmanna ekki nema 7 dagar skv. lögum. Atvinnuöryggið er nánast ekkert. Sums staðar hafa félög að vísu náð lengri fresti gegnum kjarasamninga og hjá yf- irmönnum er 3 mán. uppsagnar- frestur. Schramararnir eru kannski ekki á hverjum degi að þvælast innanum sjóarana, svo þetta orðalag er skiljanlegt, en það vakti hins vegar mikla furðu, að þeir geta enn farið í mjólkurbúð- ir. Við hin, þessi óbreyttu, mátt- um sætta okkur við það fyrir 14 árum, árið 1975, að mjólkurbúðir voru lagðar niður. Þetta upplýsir Bryndís Schram í nýjasta hefti af tímaritinu Mannlífi: „Ég er mjög léttlynd að eðlisfari. Eg þarf ekki annað en skreppa út í mjólkurbúð eða til fisksalanna minna til að gleyma öllum áhyggjum og hlæja á ný.“ Nú vitum við að Bryndís er hin hagsýna húsmóðir og hlýtur að kaupa inn sjálf, svo ekki er um vanþekkingu að sakast. Sú stað- reynd að hún kemst enn í mjólk- urbúð og blaðamaðurinn hefur heldur ekki lagfært þetta bendir eindregið til þess að í Reykjavík séu einhverjar sérstakar „doll- arabúðir" fyrir gæðingana og ein af þeim sé leynileg mjólkurbúð. Ætli Pressan sé komin á sporið? -óht pJÓÐVILJINN Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími: 681333 , Kvöldsími: 681348 Símfax:681935 ! Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Rltatjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Aðrlr blaðamenn: Dagur Þorleifsson, ElíasMar (pr.).Guðmundur Rúnar Heiðarsson, HeimirMárPótursson, Hildur Finnsdóttir(pr.), Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason.Þorf innur Ömarsson (íþr.), Þröstur Haraldsson. Skrifatofuatjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglyslngastjóri: OlgaClausen. Auglyslngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Simavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílatjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjórl: Guðrúnöísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsia, afgreiðsia, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Sfmfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140kr. Áskr iftarverð á mánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.