Þjóðviljinn - 07.12.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.12.1989, Blaðsíða 6
VIÐHORF Framhald af bls. 5 dregnar til baka. Verkalýös- hreyfíngin í Vestur-Evrópu hefur í æ ríkara mæli látið málefni blökkumanna til sín taka, og sama má segja um ýmsar trúar- legar stofnanir. Sífellt fleiri fyll- ast óbeit í garð apartheid- kerfisins. Krafan um viðskiptabann hef- ur átt vaxandi fylgi að fagna á undanförnum árum. Því hafa mörg ríki látið undan þrýstingi og samþykkt viðskiptabann á Suður-Afríku. Bannið hefur valdið Suður-Afríkustjórn tölu- verðum erfiðleikum, , þótt stjórnvöld beri sig vel. Bretland og Bandaríkin eiga mestra fjár- hagslegra hagsmuna að gæta, en eru ófáanleg til að samþykkja viðskiptabann (þess má geta að Bandaríkjastjórn er nýbúin að framlengja viðskiptabannið á Nicaragua). Aðalröksemd Thatcher og Bush er að viðskipt- abann á Suður-Afríku komi sér verst fyrir blökkumenn sjálfa. Ætla mætti að þau teldu að hinir geysilegu fjárhagslegu hagsmunir fyrirtækja þessara landa eigi hér engan hlut að máli! Það er hræsnisfullt að halda því fram að viðskiptabannið komi sér illa fyrir blökkumenn í Suður- Afríku. Sú röksemd gengur held- ur ekki að halda því fram að Suður-Afríkustjórn sé ekkert verri en ýmsar aðrar (af nógu er að taka t.d. ísrael, E1 Salvador) og því mæli engin rök fyrir því að taka stjórnvöld í Suður-Afríku fyrir sérstaklega. Málið er að öll helstu samtök blökkumanna í Suður-Afríku hafa hvatt til viðskiptabanns og fullyrt að ástandið geti ekki versnað. Þá hefur alþjóðleg her- ferð verið í gangi í mörg ár til stuðnings þessari hvatningu og hefur hún þegar borið nokkurn árangur. Mér er ekki kunnugt um að þetta sé tilfellið um nokkurt annað land í heiminum. Hér á landi ber okkur að taka þátt í þessari herferð. Allir er láta sig samstöðu með kúguðum ein- hverju varða ættu að taka undir þessa hvatningu. Það minnsta, það langsamlega minnsta sem við getum gert hér á landi er að koma í veg fyrir öll viðskipti við Suður- Afríku. Einangra apartheid al- gerlega! Á síðasta ári samþykkti Al- þingi bann við innflutningi frá Suður-Afríku og tóku lögin gildi um síðustu áramót. Engu að síður hafa velflestar búðir, bæði í Reykjavík og úti á landi, verið með dósaávexti frá Suður-Afríku til sölu! Þessar vörur hafa að öllum líkindum verið fluttar inn í ár. (Á þetta benti Þjóðviljinn í forsíðugrein síðastliðið sumar.) Næstkomandi föstudag, 8. des- ember klukkan 16:00 boða Suður-Afríkusamtökin gegn ap- artheid til mótmæla gegn inn- flutningi á suður-afrískum vörum fyrir utan Hagkaup við Lauga- veg. Allir eru hvattir til að koma og taka þátt. Eins er fólk hvatt til að sniðganga vörur frá Suður- Afríku. Suður-afrískir dósaávextir eru fluttir inn m.a. frá Del Monte (ekki þó allir) og Gold Reef. Ekki kemur alltaf fram að fram- leiðslulandið sé Suður-Afríka. Til dæmis er kominn nýr merki- miði á Gold Reef dósimar þar sem stendur: Innflytjandi: Daní- el Ólafsson hf. Athugið vel og vandlega hvort aftan á dósunum standi „Product of the Republic of South Africa“ eða einungis nafn íslenska innflytjandans. Hugsið svo til bræðra ykkar og systra sunnar á hnettinum þegar þið látið dósina aftur upp í hillu! Gylfi Páll Hcrsir er í Suður- Afríkusamtökunum gegn apartheid. Hann hefur skrifað ýmsar greinar um syðrihluta Afríku þ.á m. um þróun mála í Namibíu, „Namihía. Aldarlöng nýlendukúgun“, er birtist í nýút- komnu hefti tímaritsins Réttar. ERLENDAR FRETTIR Pólland Uggur út af endursameiningartali Víða í Evrópu ber nú á áhyggj- um út af sameiningu þýsku ríkjanna, sem margir telja líklegt eða jafnvel víst að eiga muni sér stað á næstu árum. Hvergi eru þessar áhyggjur þó meiri en í Pól- landi. í gær var haft eftir Wojci- ech Jaruzelski Póllandsforseta að endursameining Þýskalands ætti því aðeins að koma til greina að Þjóðverjar viðurkenndu afdrátt- arlaust Oder-Neisselanda-mæri sín við Pólland og Adam Michnik, cinn forustumanna Samstöðu og ritstjóri víðlesnasta blaðs lands- ins, tók í sama streng. Talsmaður Jaruzelskis hafði eftir honum við PAP, hina opin- beru fréttastofu landsins, að vissulega virti Pólland rétt allra þjóða til sjálfsákvörðunar, en um Þjóðverja gegndi nokkuð sér- stöku máli í þessu sambandi vegna þess að áðurfyrr hefðu útþenslutilhneigingar með hörmulegum afleiðingum fylgt sameiningarviðleitni þeirra. í yfirlýsingu forsetans um þetta er gefið í skyn að Þjóðverjar séu ekki lausir við „hefndarhyggju“ vegna núverandi landamæra milli sín og Pólverja. í leiðara í Gazeta Wyborcza í gær kvartaði Michnik yfír því að „köst af Pólverjahatri" gerðu vart við sig í Þýskalandi. Kvað Michnik þetta alvarlegt mál, þar eð samskipti Þjóðverja og Pól- verja hefðu grundvallarþýðingu með hliðsjón af framtíð Evrópu. Þýskur fjandskapur gegn Pól- verjum ógnaði stöðugleika lýð- ræðis í álfunni, sagði Michnik ennfremur. Þeir Jaruzelski lögðu báðir áherslu á að Oder-Neisse- landamærin væru óumbreytanleg og hvöttu Þjóðverja til að viður- kenna þau undanbragðalaust. Afstaða vesturþýsku stjórnarinn- ar í því máli er sú, að ekki sé hægt að viðurkenna landamæri þessi fyllilega fyrr en með friðarsamn- ingi við Þýskaland. (Friðarsamn- ingur milli Þýskalands og and- stæðinga þess í heimsstyrjöldinni síðari hefur sem kunnugt er ekki verið gerður enn.) Eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari var allt þýskt land austan fljótanna Oder og vestari Neisse lagt undir Pólland og Sovétríkin og flestir íbúanna, e.t.v. átta eða níu milj- ónir, brottreknir vestur á bóginn. Með vaxandi líkum á endursam- einingu Þýskalands vex uggur Pólverja um að Þjóðverjar krefj- ist þessara héraða aftur. Er hér að líkindum um að ræða við- kvæmasta málið af öllum í sam- bandi við margumtalaða líklega endursameiningu. Reuter/-dþ. Filippseyjar Aquino lýsir yfir neyðarástandi Corazon Aquino, forseti Fil- ippseyja, lýsti í gær yfir neyðar- ástandi um allar eyjar sökum þess að enn hefur ekki tekist að buga uppreisnarmenn þá úr hernum, er risu gegn stjórnvöldum fyrir viku. Halda þeir enn uppi vörn í Makati, háhýsahverfi í miðborg Manila, en tekist hefur að forða útlendingum af bardagasvæðinu. Þeir voru þar í þúsundatali, eink- um ferðamenn á hótelum. Málin virðast nú komin í tví- sýnu nokkra fyrir Aquino. Hún hefur sakað Þjóðernissinnaflokk- inn, sem Salvador Laurel vara- forseti stendur fyrir, um að vera í vitorði með uppreisnarmönnum, og Laurel skoraði í gær á forset- ann, sem og allan þingheim, að segj a af sér „til að koma í veg fyrir borgarastríð“. Þjóðernissinnafl- okkurinn krafðist þess einnig í gær að herstöðvasamningur Bandaríkjanna og Filippseyja verði ekki endurnýjaður, er hann rennur út 1991, sem og að örygg- issáttmála ríkjanna verði sagt upp. Segja forustumenn flokks- ins, Laurel og Juan Ponce Enrile, fyrrum varnarmálaráðherra, ástæðuna vera íhlutun banda- ríska flughersins í bardagana stjórnarmegin. Segir í tilkynn- ingu frá flokknum að herseta Bandaríkjanna á eyjunum sé Uppreisnarhermenn í Makati - vara- forseti grunaður um að standa á bak- við þá. móðgun við stjórnarskrá þeirra. Bandaríkin hafa tvær herstöðvar, fyrir flota og flugher, á Luzon. Reuter/-dþ. Norðurlönd Otti við hryðjuverk gegn flugvélum Sérstakar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar á Arlandaflug- velli norðan Stokkhólms vegna gruns um að hryðjuverkamenn hyggist næstu daga láta tii skarar skríða gegn flugumferð í Svíþjóð og Danmörku. Heldur banda- ríska blaðið Washington Times því fram að Freisissamtök Palest- ínu (PLO) hafi látið bandarísk stjórnvöld vita að reynt yrði að fremja hryðjuverk gegn flugvél- um í löndum þessum um jólin. Þetta er talið standa í sambandi við réttarhöld undanfarið í Stokkhólmi yfír fjórum Palest- ínumönnum, sem ákærðir eru fyrir sprengjuárásir gegn Banda- ríkjamönnum og gyðingum í Evr- ópu 1985-86. Einn hinna ákærðu, Mohamed Abu Talb, er auk þess grunaður um hlutdeild að hryðju- verkinu mikla 21. des. s.l. er Pan- Amþota fórst yfir Skotlandi. Þá létu lífíð 270 manns. Til stendur að tilkynna dóminn yfír fjór- menningunum 21. þ.m., en þá verður nákvæmlega ár liðið frá því að PanAmþotan fórst. Reuter/-dþ. Hryðjuverk kókaínbaróna 500 kílóa dýnamitsprengja eyðilagði að mestu í gær níu hæða byggingu í Bogotá, höfuðborg Kólombíu, þar sem til húsa var stofnun, sem hefur með höndum stjórn baráttu yfírvalda gegn kókaínhringum. A.m.k. 35 manns fórust og um 350 særðust. Talið er víst að kókaínhringamir hafi valdið sprengingunni, sem og flugslysinu skammt frá Bogotá 27. nóv. er 107 manns fórust. Eru kókaínhringarnir með þessu að reyna að hræða stjórnvöld til að láta af herferðinni gegn þeim. Kúbanir gefa upp mannfallstölur Kúbönsk stjórnvöld birtu í gær í fyrsta sinn tölur um manntjón Kúbana í stríðum erlendis s.l. þrjá áratugi. Samkvæmt þeim hafa tæplega 2300 Kúbanir, flest- ir þeirra hermenn, látist af stríðs- orsökum erlendis á þessum tíma, langflestir þeirra í Ángólu. Vest- rænir hernaðarsérfræðingar hafa haldið því fram að Kúbanir hafi talið um 10,000 menn fallna í Angólustríði. Hagvöxtur Japana á hraðferð Verg þjóðarframleiðsla Japans jókst um 2,9 af hundraði mánuð- ina júlí til sept. þ.á., að báðum meðtöldum og er þetta mesti hag- vöxtur þarlendis síðan á fyrsta fjórðungi ársins 1973. „Japan fjárfestir til að verða í vexti eins og Mike Tyson (heimsfrægur hnefaleikamaður),“ segir vest- rænn hagfræðingur, sem starfar þar í landi. Drjúg ástæða til þessa mikla hagvaxtar nú er að japönsk fyrirtæki fjárfesta hvert sem bet- ur getur í nýjum útbúnaði til að tryggja að þau dragist ekki aftur úr neinum í samkeppni. Kontrar sitja sem fastast í ágúst s.l. samþykktu Mið- Ameríkuforsetar að kontraliðið í Níkaragva skyldi verða leyst upp fyrir 5. des., en eigi að síður sitja kontrar enn sem fastast í Hond- úras og herja þaðan inn í föður- land sitt. Daniel Ortega Níkara- gvaforseti sagði í fyrradag að stjórn sín myndi ekki samþykkja að gæslulið frá Sameinuðu þjóð- unum yrði sett niður á landamæri Níkaragva og Hondúras, nema því aðeins að kontrar færu. Auk þess sem gæsluliði þessu er ætlað að koma í veg fýrir herhlaup kontra inn í Níkaragva er gert ráð fyrir að það hindri að uppreisnar- mönnum í Salvador berist vopn frá fyrrnefnda landinu. Kjörgengi Eistlands-Rússa skert Samtök Rússa í Eistlandi hafa hvatt landa sína búsetta þarlendis til að hundsa byggðakosningar, sem fara fram á sunnudag. Ástæðan er að í gildi eru gengin í Eistlandi ný lög, þess efnis að frambjóðendur í byggðakosning- um verði að hafa verið búsettir í landinu í a.m.k. fimm ár. Hefur Ný stjórn í Prag á föstudag Vaclav Havel, helsti forustu- maður Borgaravettvangs, sagði á blaðamannafundi í gær að sam- komulag hefði náðst milli sam- takanna og ríkisstjórnarinnar um að Ladislav Adamec, forsætis- ráðherra, myndaði nýja ríkis- stjórn. Yrði nýi ráðherralistinn gerður heyrinkunnur á föstudag. Talið er að í nýju stjórninni verði ráðherrar sem Borgaravettvang- ur mælir sérstaklega með, þ.á m. Petr Miller, fulltrúi verkamanna í stjórnarandstöðunni, og Jan Czarnogursky, kaþólskur Sló- vaki. Núverandi stjórn tók við á sunnudag, en óánægja Borgara- vettvangs með hana hefur nú knúið hana til að segja af sér. Borgaravettvangur hafði lýst yfir allsherjarverkfalli á mánudag, ef ekki yrði gengið að kröfum hans um breytingar á stjórninni. þetta orðið til þess að framboð nokkurra Rússa hefur verið lýst ólöglegt. Stjórnvöld í Moskvu hafa mót- mælt lögum þessum og segja þau brot á stjórnarskrá Sovétríkj- anna. En eistneska æðstaráðið heldur fast við umrædda laga- grein og setti í s.l. mánuði lög um að frambjóðendur í þingkosning- um, sem fara eiga fram á vori komanda, verði að hafa búið í landinu í tíu ár. Perestrojka í Jemen Suður-Jemen, eina Arabaríkið sem fréttamenn skilgreina sem marxlenínskt, hefur ákveðið að auka frjálsræði í efnahagslífi að fyrirmyndum frá Sovétríkjunum og Austur-Evrópu. Suður- Jemen, sem er eitt fátækustu ríkja heims, gerði og 1. des. samning við Norður-Jemen um að stefnt skuli að sameiningu ríkjanna. Suður-Jemen hefur verið sjálfstætt ríki í 22 ár. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.