Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 2
Ég fer alltaf hjá mér þegar þetta and- skotans bókaflóð byrjar. Það kemur ekki til af góðu Mér finnst það blóðugt og svívirðilegt og leiðinlegt að allskonar sótraftar og eiginkon- ur eru dregin fram í dagsljósið og skrifaðar eru um þetta bækur eins og heimurinn væri að farast. Mér finnst það sé mál til þess komið að út komi bók um mig, Skaða. Ég er eiginlega byrjaður á henni ef satt skal segja. Og fyrst þið eruð svona forvitin þá get ég aðeins leyft ykkur að hnýsast í fyrstu drögin aö þessari bók. Fyrsti kafli Við strákarnir létum okkur ekki allt fyrir brjósti brenna þegar við vorum að gera at í lögreglunni, Línu vitlausu, Sigga sífulla, prestinum, kennslukonunni, sem pipraði af því sonur kaupmannsins sveik hana, og Gísla kaupmanni sem var kolvitlaus Fram- sóknarmaður enda þótt kaupfélagið setti hann á hausinn. Einu sinni skrópuðum við hjá kennslukon- unni, stálum steinolíu frá kaupmanninum og helltum henni yfir tugthúskofann sem var úr timbri, helltum lögguna fulla með því að egna fyrir hana með brennivíni sem við stálum frá Sigga sífulla og stálum svo af löggunni lyklin- um að tugthúsinu. Síðan nörruðum við prest- inn inn í tugthúsið undir því yfirskyni að Siggi væri að drepast þar án sálusorgunar eins og aumingi og lokuðum hann þar inni og sögðum Línu vitlausu að kveikja í tugthúsinu því þangað ætti að setja hana á morgun fyrir að reka kindur sínar í rófugarð oddvitans. Af þessum varð mikið fjör og hasar og bál og það kviknaði í sóknarprestinum eins og Steinn Steinarr skáld vildi herma eftir á sinn hátt eins og síðar verður að vikið. Enda vor- um við hressir og fræknir strákar í Víkinni sem fyrr sagði og á ég Ijúfar endurminningar þaðan um mikið sólskin og marhnúta út um allar bryggjur. Annar kafli Afi minn var kominn af Hallgrími Pét- urssyni og ég þá líka og okkar fólk hefur alltaf komið við sögu skáldskapar. Vafalaust hefur séra Hallgrímur haft af- komanda sinn, hann afa minn í huga, þegar hann orti þettafræga: „Vel sé þeim sem veitti mér“. Því karlinn var veitull með afbrigðum. Átti alltaf brennivín í tunnu. Alltaf drakk Einar Benediktsson hjá honum þegar hann átti leið hjá. Einu sinni voru þeir úti við að horfa á norðurljósin og Einar gengur svona fattur og er eitthvað að skáldmælast eins og gengur og verður honum þetta á orði: „Veit duftsins son nokkra dýrlegri sýn...“ Jæja, segir þá afi minn. Þú segir það. En heldurðu það væri ekki nær að reisa hér heljarmikið mastur með loftneti og nota það til að draga niður úr þessum gagnslausu norðurljósum raforkuna og láta hana mala gull handa þessu eymdarfólki hér á Fróni? Einar Ben setti hljóðan. Svo mikið er víst að upp frá þessu var hann ekki bara skáld heldur líka athafnaskáld, seldi fossa, norður- Ijós og hvaðeina. Þar með fékk hann peninga til að yrkja kvæði, en þetta hefur aldrei verið metið við afa minn sem skyldi. Móðir mín gekk fyrst kvenna á Vestfjörðum í buxum og þetta frétti Halldór Laxness einu sinni þegar hann var alveg að komast í þrot með hugmyndir. Settist hann niður og skrif- aði Sölku Völku. Nokkru áður hafði Davíð Stefánsson hitt hana mömmu í útreiðartúr og varð þetta litla skotinn í henni og orti um hana Dísu í Dalakofanum. Má segja, að ef ekki hefði verið hún mamma þá hefði bókmennta- sagan íslenska verið svotil kvenmannlaus í kulda og trekki um langt skeið. Ég sjálfur þekkti Stein Steinarr vel og hann þekkti mig. Þegar ég sagði honum hvernig við lékum prestinn heima lagði hann út af því á sinn hátt: Með kurteisum svip skaltu kveikja í stofunni þinni. og kauptu svo sóknarprestinn og éttu hann. En þótt skömm sé frá að segja átti ég mikinn þátt í að ýta strákgreyinu út í þennan módernisma sem menn hafa ekki samkjaft- að um síðan. Það var einu sinni að við Steinn vorum að ræða málin eins og venjulega og ég segi si sona: Steinn, ég get sagt þér eitt. Tíminn og vatn- ið ríma saman í tilverunni og skáldskapnum. Nei, andskotinn hafi það, sagði skáldið, það getur ekki verið. Víst, sagði ég og var hlaupinn í mig einhver undarleg kergja. Nei, sagði hann. Hugsaðu málið, sagði ég, ungur maður og kjaftfor þá. Það er engin meining í því en það ER. Steinn sat eftir mjög hugsi og allir vita hvernig það fór. (Framhald einhverntíma seinna). TJAHVAÐSEGIR JAFNRÉTTISRÁÐ? Eins er það ósvikið handbragð skálds að breyta kvenmanni í kött í tveimur til þremur setningum. Bókmenntarýni í Tímanum KÖLD ERU KVENNA RÁÐ Málaferlum Brigitte Bardot, frönsku kvikmyndaleikkonunn- ar, og eiganda asnans Charly er lokið og upp kveðinn dómur sem réttlætir þá ákvörðun Bardot að láta gelda asnann. DV RÍKISSJÓÐUR VERÐUR NÁTTÚR- LEGAAÐBORGA MANNINUM Björgólfur Guðmundsson, fyrr- verandi forstjóri Hafskips : Ég er saklaus af öllum ákæruliðum. Telur sig hafa átt stórfé hjá Haf- skipi þegar félagið varð gjald- þrota. Fyrírsagnir í DV AFDRIFARÍKUR MISSKILNINGUR Kvenfólk vill vera útivinnandi, frjálst, og skilur hvorki upp né niður hvers vegna í ósköpunum það þurfi að ganga með bömin. Samt vill það eiginmenn sem em duglegir við að hossast upp og niður. Morgunblaðið GOTT PLÁSS FYRIR ERÓBIKKMEÐ MÚSÍK Trúlega em kirkjur miklu betur fallnar til að veita sáluhjálp en lyfjaglös, að minnsta kosti er meira rými fyrir sálina þar en í glösunum. Þær eru oft vel byggð- ar og þar má heyra hinn þolanleg- asta söng... Hvort Guð er svona eða hinsegin skiptir akkúrat engu máli í þessu sambandi. Og engin hætta er á ofstirðnun eða að blóð- ið fari of hægt því presturinn lætur menn standa upp og setjast með jöfnu millibili. Morgunblaðið LÍFSGLEÐI NJÓTTU Það er upplagt að nota tærnar við hjúfur á veitingastöðum. Þú ferð bara varlega úr öðrum skónum og strýkur fót ástvinar þíns með tánum. Pressan HIÐ SKELFILEGA SAMSÆRIMEÐVIT- UNDARLAUSRA Snöggsoðin athugun leiddi í ljós að íslenskir stjórnmálamenn trúa því ekki hver upp á annan að þeir fari með lygar. Að sama skapi sögðust aðspurðir aldrei hafa „viljandi“ sagt ósatt opinberlega. Pressan 2 StÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 8. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.