Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 10
BRIDGE Ólafur Lárusson Sterkt úrslitamot Valur Sigurðsson og Sigurður Vilhjálmsson urðu Reykjavíkur- meistar í tvímenningskeppni 1989. Til úrslita spiluðu 24 pör, að undangenginni forkeppni tæp- lega 40 para. Þeir félagar háðu harða keppni við bræðurna Ólaf og Hermann Lárussyni og Sævar Þorbjörnsson og Karl Sigurhjartarson, en önnur pör blönduðu sér ekki í keppni um verðlaunasæti. Á lokaspretinum reyndust þeir fé- lagar sterkastir og er upp var staðið, varð staða efstu para þessi: 1. Valur Sigurðsson - Sigurður Vilhjálmsson 145 2. Ólafur Lárusson - Hermann Lárusson 123 3. Sævar Þorbjörnsson - Karl Sigurhjartarson 106 4. Guðlaugur R. Jóhannsson - Örn Arnþórsson 99 5. Ásmundur Pálsson - Guðmundur Pétursson 66 6. Björn Eysteinsson - Guðm. Sv. Hermannss. 26 7.-8. Aðalsteinn Jörgensen - Matthías Þorvaldsson 24 7.-8. Hrólfur Hjaltason - Ásgeir P. Ásbjörnsson 24 9. Ragnar Magnússon - Rúnar Magnússon 22 10. Sverrir Ármannsson - Helgi Jónsson 18 Athyglisvert er að 5 efstu pörin komust beint í úrslitakeppnina eftir 1. kvöldið af 3 í forkeppni og sýnir nokkuð glöggt styrkleika þess fyrirkomulags. Valur og Sigurður eru nýbyrj- aðir að spila saman og verður fróðlegt að fylgjast með þeim fé- lögum á komandi vertíð. Þess má geta að í 1. umferð mótsins (af 23) fengu þeir félagar 37 stig í mínusskor á móti parinu í 2. sæti (virkar sem 74 stig í innbyrðis keppni paranna) en náðu að halda haus og gott betur, þrátt fyrir slæman skell í byrjun. Eftir fyrri daginn var staða efstu para: Sævar/ Karl 118, Valur/ Sigurður 197, Ólafur / Hermann 93 og Björn/ Guðmundur 49. Umsjónarmaður óskar þeim félögum til hamingju með góðan sigur. Opna stórmótið á Akranesi verður spilað á morgun, laugar- dag. 30 pör eru skráð til leiks og verða spiluð 2 spil milli para, alls 58 spil. Spilað er á Hótel Rein. GLÆSILEG, FJARSTÝRÐ HLJÓMTÆKJASAMSTÆÐA X - 9 0 0 C D Okkur tókst að útvega eina sendingu afþessumfrábæru samstæðum fyrir jólin á sérstaklega hagstæðu verði. Þeir sem fyrstir verða geta nú eignast alvöru hljóm- tæki með stórkostlegum afslætti. Gleðilegt jóla- tilboð frá Japis. IVI A G N A R 1 60 wött sínus við 8 ohm, fjarstýring G E 1 S L A S P 1 L A R 1 18 bita, fjórfalt lciðréttingar- kerfí, fjarstýring * U T V A R P FM-stcrco, LB, MB, 24 stöðva minni, fjarstýring K A S S E T T U T Æ K 1 Tvöfalt mcð raðspilun, tölvu- stýrt, dolby, fjarstýring P L Ö T U S P 1 L A R 1 Alsjálfvirkur mcð T4P tón- höfuð, fjarstýring H A T A L A R A R 60 wött, scrhannaðir fyrir gcislaspilara F J A R S T V R 1 N G 23 liða. Stýrir öllum tækjum stæðunnar JAPISS BRAUTARHOLTI 1 KRINGLUNNI, AKUREYRI Eftir 30 umferðir af 51 í Butler-tvímenningskeppni Bridgefélags Reykjavíkur, er staða efstu para þessi: Gísli Hafliðason/ Þorvaldur Matthías- son 160, Aðalsteinn Jörgensen/ Jón Baldursson 140, Björn Eysteinsson/ Guðmundur Her- mannson 109, Matthías Þorvalds- son/ Ragnar Hermannsson 107, Ólafur og Hermann Lárussynir 102 og Ragnar og Rúnar Magnús- synir 100. 7 umferðir voru spilað- ar sl. miðvikudag. Fyrir síðustu umferðina í aðal- sveitakeppni Breiðfirðinga í Reykjavík (14 sveitir) var sveit Hans Nielsen með 11 stiga for- skot á næstu sveit. Keppni lauk í gærkvöldi (fimmtudag). Bridgedeild Skagfirðinga í Reykjavík verður með sérstakt jólasveinakvöld (létt spila- mennska með góðum jóla- gjöfum) þriðjudaginn 19. des- ember. Allt spilaáhugafólk vel- komið. Spilað er í Drangey v/Síðumúla 35 2. hæð og hefst spilamennska kl. 19.30. Úrslit Reykjavíkurmótsins í tvímenning má telja eitt af alsterkustu mótum sem boðið verður upp á, á þessu keppnis- tímabili. Þrátt fyrir styrkleika para (24 pör) er ekki boðlegt að alslemma í gröndum upp á 17-18 slagi (allir ásar og kóngar, slatti af drottningum og gosum og lang- litir) gefi 15 stig (af 22 mögu- legum) til þeirra sem eru svo heppnir að sitja réttu megin við borðið. Slík skorun þýðir einfald- lega að af 12 borðum hafi spilarar á 4 borðum „misst” af grand- slemmunni. Ekki nógu gott fyrir jafn sterkt mót. Undir lokin voru spil allfjörug og nokkrar „slemmur” buðust, þó illa tækist hjá mörgum að feta sig í þeim frumskógi, sem sagnir vilja lenda í, undir þeim kringum- stæðum. Hér er til að mynda eitt: S: ÁKxxx S: DGxx H: ÁDGxxx H: Kxx T: x T: x L: x L: ÁKxxx Öll pör nema eitt náði slemmu í spaða/ hjarta. Góður árangur það. Hér er annað: S: xx S: Áxx H: KlOxx H: ÁDxx T: ÁGlOxxx T: Kx L: x L: KGxx Ekkert par náði slemmunni í hjarta. Ekki eins góður árangur og í fyrra spilinu. Hér er þriðja spilið: S: KGxx S: Áxx H: Á9xx H: DlOx T: - - T: ÁDGx L: ÁGxxx L: Kxx 6 lauf vinnast með „svíningu” í laufi og réttri íferð í hjarta. Kóngur/ gosi var fyrir framan dömuna í hjarta, þannig að vinna má 6 lauf. Það þarf ekki að taka það fram að allt var þetta fyrir hendi, auk þess sem tígulkóngur lá fyrir aftan ásinn. Mér telst til að þessi „slemma” nái ekki 10% vinningsmöguleika, eða hvað? 10 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.