Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 20
JÓLAMATURINN Pönnukökur með rækjum Allir þekkja pönnukökur með sultu og rjóma, en ósykraðar pönnukökur geta verið lostæti sem forréttur, kryddaðar með osti, kjöti eða fiski. Hér er uppsk- rift að upprúlluðum og niður- sneyddum pönnukökum með rækjufyllingu, tilvalin sem for- réttur til hátíðabrigða. Efni miðað við skammt fyrir 4: Pönnukökurnar: 70 gr af hveiti, 3 egg, 2,5 dl af mjólk, salt, smjör. Rækjufylling: 400 gr rækjur, 200 gr kotasæla, salt. í sósuna: ein gulrót, einn laukur, einn sellerístilkur, 50 gr af hveiti, 50 gr smjör, glas af þurru hvítvíni, tvær teskeiðar af grænum pipar, salt. Þeytið eggin í potti ásamt með svolitlu af salti, og bætið hveitinu smám saman útí og síðan mjólk- inni. Hrærið blönduna vel þannig að ekki myndist kekkir og látið síðan standa í um það bil 30 mín. Látið á meðan suðuna koma upp í einum lítra af vatni, þar sem grænmetinu og vínglasinu hefur verið bætt út í ásamt teningi með fiskkrafti. Látið rækjurnar sjóða í vökvanum í 2-3 mínútur og takið % stgr-afsláttur^J vtsiv * * . ’.'.V.V.* « '.V.V.V • I-.V.V.V Á sunnudag kemur jólasveinninn í heimsókn í Grundarkjör, Hafnarfirði. Þú þarft ekkiað leita lengra Grundarkjör Furugrund 3, Kópavogi, símar 4 69 55 og 4 20 62 Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði, sími 5 31 00 Stakkahlíð 17, Reykjavík, sími 3 81 21 Bræðraborgarstíg 43, Reykjavík, sími 14879 VERSLANIR FYRIR ÞIG Afgreiðslutímar: Mánud.-fimmtud. Allar verslanir Föstudaga Kópav. og Reykjavík... kl.9-20 kl.9-20 Hafnarf 1 aimardana kl.9-21 Kópav. og Hafnarf kl. 10-18 Reykjavík Sunnudaga Kópav. og Hafnarf kl. 10-16 kl. 11-18 síðan uppúr. Ef rækjurnar hafa verið ópillaðar (sem er betra) þá er skelin tekin af eftir suðuna og hún sett út í soðið, sem látið er sjóða áfram þar til vökvinn hefur rýrnað um helming. Þá er soðið síað og vökvanum haldið eftir. Rækjurnar eru settar í blandara ásamt með kotasælunni og saltað eftir þörfum. Úr þessu er gert fyllingardeig. Þá er smjör sett á pönnuköku- pönnu eða í tevlon-pott og látið hitna vel áður en pönnuköku- deiginu er hellt í. Pönnukökurnar eru þannig steiktar á báðum hlið- um. Þá er rækjudeiginu smurt á pönnukökurnar, þeim síðan rúll- að upp og pakkað inn í álpappír og settar í ísskápinn. Daginn eftir eru pönnukök- umar teknar út og þær skornar í sneiðar. Síðan er kastarhola sett á hel- luna með 50 gr af smjöri, og 50 gr af hveiti bætt hægt og rólega útí. Potturinn síðan tekinn af hell- unni og hálfum lítra af soðinu frá í gær bætt útí. Setjið síðan aftur á helluna, hrærið vel í og látið sjóða þar til sósan er farin að þykkna. Bætið þá salti og græn- um pipar útí eftir þörfum. Pönnu- kökurúllurnar eru síðan bornar fram með heitri sósunni. Einnig er hægt að gera sósuna daginn áður. Þá eru notuð 30 en ekki 50 gr af hveiti. Setjið þá nið- urskornar pönnukökusneiðarnar varlega á fat og hellið sósunni yfir og setjið í ísskáp. Takið síðan út úr skápnum með klukkustundar fyrirvara og stingið síðan í 200° heitan ofn í 12-15 mínútur. Charlotte Konkordianis Karlottuna verður að gera með 12 til 24 tfma fyrirvara og í Kar- lottu fyrir um 6 manns fer: 150-200 gr makkarónukökur 1 peli af rjóma Lítil dós af sýrðum rjóma 100-150 gr suðusúkkulaði 200-250 gr valhnetur hálfdós perur heildós af jarðaberjum 1 -2 msk af sykri sérrí eftir smekk Safanum af ávöxtunum er hellt í skál, kökunum dýft í og raðað, samviskusamlega, í djúpa skál eða form, fyrst í botninn og síðan upp með hliðunum þar til æskilegu umfangi Karlottu er náð. Rjóminn er þeyttur og sá sýrði síðan þeyttur samanvið, sykrinum síðan bætt í blönduna og loks grófhökkuðu súkkulaði og valhnetum. Helmingnum af blöndunni er hellt í skálina. Perurnar eru flísaðar niður og hellt yfir blönduna, yfir þær jarð- arberjunum og loks er afgangin- um af rjómablöndunni hellt yfir allt heila klabbið. Makkarónu- kökum er síðan dýft í ávaxtasaf- ann, einni og einni í senn, og yfir- borð kökunnar þakið. Loks er eins miklu af ávaxta- safanum og fyrir kemst í skálinni hellt niður með hliðum Karlott- unnar, þó ekki svo mjög að ekki sé plássfyrir sérríið, sem að end- ingu er hellt yfir kökuna. Eftir að hún hefur staðið í ísskáp í 12 til 24 tíma er henni hvolft yfir á disk og borin fyrir gestina, sem eru komnir með hjartslátt af eftir- væntingu, - ef vel er að málum staðið. MÖMMU sultur Mamma er best. Margar nýjar tegundir: Rabarbarasulta Appelsínumarmelaði Jarðarberjasulta Hindberjasulta Aprikósumarmelaði Rifsberjasulta Sveskjusulta Gráfískjusulta Ananasmarmelaði Blönduð ávaxtasulta

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.