Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 25
Fótfráasti Vestur-Þjóðverji samtímans, Matthías Schlicht, er kominn til Houston-borgar í Texas í Bandaríkjunum. Þar æfir hann spretthlaup með úrvals- hópi eintómra blökkumanna undir leiðsögn Tom Tellez, sem er nafntogaður þjálfari afburðamanna í sprett - hlaupum. Matthías hefur lýst því yfir að hann telji sig mesta spretth- laupara Þjóðverja. Eitt af stærstu dagblöðum V-Þýskalands lýsti honum á þennan veg: „Matthías hleypur hratt og kjaftar mikið.“ Þýskumælandi menn henda gam- an að þessu, því orðið schlicht, ættarnafn hlauparans, þýðir slétt- ur og felldur, óbrotinn, einfald- ur. „Ég ætla aö sýna Guði...“ Matthías Schlicht stundar nám sitt við University of Houston, Houston-háskóla. Hann útskýrir metnað sinn í hlaupum á þennan hátt: „Ég ætla að sýna Guði hvað ég get hlaupið hratt“. Hann hefur sett sér það markmið að slá Þýskalandsmetið í 100 m hlaupi, verða fljótasti hvíti hlaupari sem uppi hefur verið og vinna alla verðlaunapeninga og titla sem til næst. í stuttu máli hefur Matthías orðað metnað sinn svona: „Ég ætla að verða maðurinn sem Þýskaland er búið að bíða lengi eftir.“ Hann var ekki með á Ól- ympíuleikunum í Seoul 1988 og telur sig hafa verið svikinn um þá. Hann hafði náð besta tíma allra Þjóðverja, en fékk ekki að fara. Hann var einmana sem ung- lingur, grét stundum af beiskju. Hann tönnlast nú á fyrirlitningu sinni á ríka fólkinu, „sem fæðst hefur með gullskeið í munni. Ég ber virðingu fyrir mönnum eins og Carl Lewis, sem hafa brotist áfram af sjálfsdáðum.“ Matthíasi leið aldrei vel nema á hlaupum, „þegar ég hafði það á tilfinning- unni að allt væri leikur - einfalt og sjálfsagt.“ Loks kom að því að Matthías Schlicht vann silfurverðlaunin í heimsmeistarakeppni ungmenna í 100 metra hlaupi og varð annar í Evrópumeistarakeppninni í 60 metra hlaupi innanhúss í Búda- pest, Ungverjalandi. Honum tókst að sanna að hann væri nú sprettharðastur Þjóðverja. Vonbrigði vegna Ólympíuleika Sumarið 1988 hafði þjálfari vestur-þýsku 100 metra hlaupa- ranna, Heinz Husselmann, hringt í Matthías og tilkynnt hon- um að hann yrði ekki í hópnum sem færi á Ólympíuleikana í Seo- ul, vegna meiðsla sem hann hafði hlotið. Gamli meistarinn Christi- an Haas keppti síðan fyrir hönd Sambandslýðveldisins á leikun- um. „Heinz Husselmann er for- ríkur, yfirborðslegur náungi sem gerir varla annað en monta sig af Porsche-bílnum sínum," segir Matthías. „Ég var ekki meiddur, hafði hlaupið 100 metrana á 10,37 sek., sjö hundraðshlutum úr sekúndu hraðar en Haas.“ Matthías hyggst aldrei sætta sig við þessa niðurlægingu og er ómyrkur í máli: „Eftir þessa framkomu Husselmanns þjálfara var þjóðemiskennd mín roícin út í veður og vind.“ Eftir það ákvað hann að flytja til Bandaríkjanna. Hann býr í Texas, þar sem hitinn í miðjum maí rýkur upp í 38 stig á Celsíus. Loftraki er mikill. Síð- degis er Robertson-leikvangur- inn við Houston-háskóla eins og gufubað. Ekki er samt lát á að- sókn ungra íþróttamanna. Á þessum stað æfa 10 fljótustu menn veraldar undir handleiðslu háskólakennarans Tom Tellez. í hópi þeirra má nefna Carl Lewis, Joe De-Loach, Stanley Floyd og Leroy Burrell. Auk þeirra er Geta hvítir Matthías Schlichterfyrsti Evr- ópumaðurinn sem fær tækifæri til að þjálfa með blökkumönnunum í Houston, spretthörðustu mönnum heims. bendir á eina hvíta manninn á leikvanginum, Matthías Schlicht. Carl Lewis á að stjórna æfing- um í dag. Viðbragð Matthíasar í upphafi hlaups olli Carl Lewis samt meiri áhyggjum: „Hverhef- ur kennt þér að bogra svona lengi eftir að þú ert hlaupinn af stað? Hvernig á sá maður að vera fljót- ur sem ber sig eins og sjimpansi? Þetta er rugl hjá þér! Þú átt að hlaupa uppréttur!" Carl hrópaði þetta að Matthíasi og slengdi höndunum niður eins og api á meðan. Hlaupararnir hlógu og Þjóðverjinn lofaði bót og betrun. Að klukkustund liðinni var æf- ingunni lokið og hver fór sína leið. Amerísku ofurstirnin stigu inn í sína vestur-þýsku bfla en þýski nýliðinn rölti heim á leið í strigaskónum. En hvað segir Tom Tellez, þjálfarinn sem menn hafa slíka tröllatrú á? „Matthías getur þetta,“ segir Tellez, “hann verður bara að gleyma því sem þýsku þjálfaram- ir hafa troðið upp á hann.“ Tellez er 56 ára gamall og gegndi um 2 ára skeið herþjónustu í Banda- ríkjaher í Bamberg í Vestur- Þýskalandi. Þá þegar tók hann eftir því sem hann segir vera mesta vandamál Matthíasar Schlicht. „Þið Þjóðverjar eruð alltaf svo þrjóskir,“ segir hann. „Þið segið við sjálfa ykkur: Mér verður að takast þetta, ég verð, ég verð, ég verð. Þið æfið þrisvar á dag, vigtið ykkur og furðið ykk- ur á því að tímarnir í hlaupunum skána ekkert." Matthías Schlicht á ekki auðvelt með að aðlagast galsa og glaðværð svörtu hlauparanna í Houston. En hann er ákveðinn í að tileinka sér allt sem til þarf og sýna mönnum í Þýskalandi hvað hann getur. „Þeir þurfa að venj- ast því að sjá hvítan mann í úrslit- unum með svertingjunum - hvít- an mann sem ekki er á lyfjum." Þegar Matthías kom til Houst- on í ársbyrjun 1989 var hann bara einn af fjölda mörgum sem sótt- ust eftir því að komast í topp - þjálfun. Enginn hafði búist við honum. „Ég hafði ekki hugmynd um hver hann var,“ segir Tom þjálfari Tellez. Matthías er fyrsti Evrópumaðurinn sem kemst á æfingar hjá honum og Tellez tók hann í hópinn fyrir þrábeiðni Rudi Thiel, sem skipuleggur IS- TAF íþróttahátíðirnar í Berlín. „Matti sannfærði mig í símtali," segir Tellez, „hann virtist nógu greindur til að skilja mínar þjálf- unaraðferðir og sór og sárt við lagði að hann hefði aldrei neytt ólöglegra lyfja. Ég rek umsvifa- laust alla sem verða uppvísir að slíku.“ Fyrsta ráðlegging Tom Tellez handa Matthíasi var einföld: Hann átti að reyna að hlaupa jafn menn hlaupið jafn hratt og svartir? Óg verið listmálarar jafnframt? Tom Tellez þjálfar aðeins einn hvítan mann, besta spretthlaupara V-Þjóðverja, Matthías Schlicht. þarna að staðaldri hópur annarra hlaupara sem hafa aðeins eitt tak- maríc í lífinu: Að læra að hlaupa hraðar hjá Tom Tellez og verða betri en þeir sem nú eru frægir. Stundvíslega kl. 13.30 dag hvern leggur Joe De-Loach, Ól- ympíumeistari í 200 m hlaupi, rauðum BMW-bíl sínum við tartan-hlaupabrautina. Þar bíður líka svarti Porsche-Cabrio bfllinn hans Carls Lewis með báðar dyr galopnar og útvarpið stillt eins hátt og hægt er. Carl og nokkrir hinna láta eins og þeir taki ekki eftir hitanum, heldur skekja spengilega skrokka sína í takt við dægurtónlistina. Diskó-tónlistin lætur aðeins einn hlauparanna ósnortinn með öllu. Einsamall er hann byrjaður að æfa viðbragð í upphafi hlaups. „Maðurinn er að líkindum geggj- aður,“ segir svartur hlaupari og Litið inn á æfingu 10 bestu spretthlaupara heimsíHouston. Blökkumennirnir hafa nú hleypt inn í hópinn fljótasta Þjóðverjasam- tímans. Honum er sagt að flýta sér að gleyma því sem hann lærðiíVestur- Þýskalandi eðlilega og átakalaust og þegar hann var strákur. Síðan urðu fyrirmælin flóknari: Matthías átti að læra að „undirbúa andlega hvert skref sem hann tók á 100 metrunum og hlaupa eins og í jarðgöngum, án þess að líta nokkurn tíma til hægri eða vinstri.“ Tækist Matthíasi þetta átti hann strax að geta hlaupið vegalengdina undir 10,20 sek- úndum. Og jafnvel enn hraðar, ef marka mátti orð Carls Lewis. Listamanna- draumar Carl Lewis er sexfaldur Ólym- píumeistari og lét sér strax mjög annt um Þjóðverjann. Carl og fjölskylda tóku hann að sér eftir komuna. Evelyn eiginkona Carls útvegaði Matthíasi starf á ferða- skrifstofu sinni, en hann hafði sinnt slíkum verkefnum í Þýska- landi. Og Carol, systir Carls, lán- aði honum íbúðina sína. Carl sjálfur, sem er aðstoðarþjálfari Toms Tellez, tók Matthías strax inn í sinn æfingahóp og segir um þá ákvörðun: „Matthías hefur það í sér að geta orðið mjög fljót- ur. Enn hann er afar evrópskur. Honum gengur illa að skilja, að miklar æfingar eru ekki aðalat- riðið, heldur að æfa rétt.“ En Matthías lét ekki hér við sitja. Hann þreifaði líka fyrir sér um nám í myndlist við Houston- háskóla. Ákvað hann að leggja stund á listmálun og ná einnig meistaravaldi á þeirri grein með- an á Houston-dvölinni stæði. „Ég hef hlotið þá náðargjöf frá Guði að geta tjáð drauma mína og reynslu í málverkinu,“ segir Matthías. „Þegar ferli mínum í spretthlaupum lýkur um þrítugt, ætla ég mér að öðlast frægð sem listmálari.“ Raunar heldur Matthías því fram, að hann sé nú þegar sá listmálari sem máli öldur best allra í heiminum. Sem dæmi um áhrifamátt snilldar sinnar segir hann frá vinkonu sinni sem varð sjóveik af að horfa á málverk hans af brimi. „Ég elska Guð og sköpunar- verk hans. Það mega allir vita, þótt þeir segi að það sanni að ég sé klikkaður og hlæi sig mátt- lausa.“ Matthías segist hafa orðið var við kraft Guðs fyrir nokkrum árum, þegar uppáhaldskanínan hans lá fárveik fyrir dauðanum, en hann sá það fyrir í draumi, að hún mundi lifa af. „Það var tákn frá Guði. Þá sagði ég við sjálfan mig: Guð er til. Trúðu á hann. Það borgar sig í lífinu.“ í Houston fer hann að staðaldri í Baptistakirkju eina. Og hann hefur fundið skoðanabræður sína í trúmálum í hópi íþróttamann- anna við háskólann. Vikulega fer hann með þeim á fund hjá „Fé- lagi kristinna íþróttamanna" - „Fellowship of Christian Ath- letes“ og gengur í hvítum bómull- arbol með merki samtakanna. Hann er skreyttur krossi á brjóst- inu og á bakinu með áletrun á ensku úr fyrra Korintubréfi Páls postula: “Vitið þér ekki, að þeir, sem keppa á íþróttavelli, hlaupa að sönnu allir, en einn fær sigur- launin? Hlaupið þannig, að þér hljótið þau.“ Ólafur H. Torfason þýddi og stað- færði úr þýska tímaritinu SPÖRTS. Föstudagur 8. desember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.