Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 30
MYNDLISTIN FÍM-salurinn, Garðastræti 6 Jóla- sýning FÍM. Dagskrá lau sjá Hitt og þetta. Opiðfrákl. 14alladaga, en lokun fylgir plmennum verslunartíma. Gallerí 11, Skólavörðustíg 4 A, Einar Garibaldi Eiríksson, málverk. Til 14.12.14- 18daglega. Gerðuberg, Tolli (Þorlákur Kristins- son), silkiþrykksmyndir. Mán-fi 10- 22, fö-su 10-18. Hafnarborg, Hf, Safnasýning, söfn i eigu einstaklinga, opn. lau. Til 15.1.9014-19 daglega. íþróttahús íþróttafélags fatlaðra, Hátúni 12, Hörður Björnsson sýnir tölvumyndir litaðar með krítarlitum. Opn lau kl. 14, opið 9.og 10. og 16. og 17.12.14- 18alladagana. Andvirði myndanna rennur í byggingarsjóð íþróttahússins. Jólamarkaður, sjá Hittogþetta. Listasafn ASl’, Hringur Jóhannes- son, málverk. Til 10.12.16-20 virka daga, 14-20helgar. Listasafn Einars Jónssonaropið helgar 13.30-16, höggmyndagarður- inn alladaga 11-17. Listasafn Sigurjóns, járnmyndir Sigurjóns og gjafir sem safninu hafa borist undanfarin ár. Lau og su 14-17, þri 20-22. Mjóddin, Halla Haraldsdóttirsýnir vatnslitamyndirog glerlist íverl. Hjartar Nielsen. Til janúarloka, 10- 18:30virkadaga, 10-16lau. Mokka, T rúðarnir á ströndinni, vatnsl.mynd. e/ Kristján Hreinsson. Til 10.12. Norræna húsið, kjallari: Svava Bjömsdóttir, pappírsskúlptúrar. Til 10.12.14- 19 daglega. Anddyri: Kjöl- farkríunnar, Ijósmyndirsem Þorbjörn Magnússon og Unnur Þóra Jök- ulsdóttir hafa tekið á ferðum sínum um heimsins höf. Til 17.12. Bóka- safn: Jóhanna Bogadóttir, grafík, opn. lau. Til 22.12.14-17 su, 13-19 aðra daga. Nýhöfn, Hafnarstræti 18,jólasýning, verk e/fjölda listamanna, opn. lau kl. 14, veitingar og jólalög viö opnun. Sýn. stendur framyfir áramót, 10-18 virka daga, lau frá 14 að lokunartíma verslana. Seltjörnv/Grindavíkurafleggjarann, Englahúsið, hluti af kirkjuverkefni Ástu Þórisdóttur, Ullu Hansen og Madeleine Olsson, grafíknema við MHÍ. Sýn. er undir berum himni og skoðist því í dagsbirtu. Til 13.12. Smíðagallerí, Mjóstræti 2B. Lilja Eiríksdóttir sýnir málverk. Virka daga 10-18, laugardaga 14-17. Riddarinn, Hafnarfirði, Við búðar- borðið, sýn. tengd verslun fyrri tíma, á vegum Byggðasafns Hf. Safn Ásgríms Jónssonar, Berg- staðastræti, ÞingvallamyndirÁs- gríms. Helgar, þri og fi 13:30-16 fram í feb.1990. Slunkaríki, ísafirði, Björg Þor- steinsdóttir, olíukrítarm. opn. lau kl. 16.Til9.12.16-18fi-su. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8 Hf. Opið helgar 14-18, e/ eftir samkomulagi. Þjóðminjasafnið, opið þri, fi, lau og su 11 -16. Norræn jól, sýning um jóla- hald og jólasiði á Norðurlöndum, stendurfram á þrettándann. Boga- salur: Jón E. Guðmundsson, leik- brúður, tréskurður og vatnslita- myndir. Til 17.12. Ölkjallarinn, Haukur Halldórsson, grafík. TÓNLISTIN Kristskirkja, Robin Canteróbó- leikari og Robyn Koh semballeikari halda tónleika í kvöld kl. 20:30. Gömul tónlist e/m.a. Handel, C.P.E. Bach, Couperin og Scarlatti. Nýi tónlistarskólinn, Ármúla 44, nýja pípuorgelið verður vígt su kl. 17:30. Ragnar Björnsson organ- leikari og skólastj. leikur verkeftir J.S. Bach og Vivaldi. Ketill Sigurjónsson lýsir hljóðfærinu fyrir tónleikana. Allir velkomnir. Kjarvalsstaðir, Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur jólatónleika su kl. 20:30. Á efnisskrá m.a. verk e/J.S. Bach, Haydn, Chopin, Brahms, Bozza, Schubertog Stravinsky. Flytj- endur eru nemendur skólans, undir- leikarar Helga Bryndís Magnúsdóttir, Krystyn Cortesog Lára Rafnsdóttir. Kjallari Keisarans við Hlemm, In- ferno 5 heldur tónleika í kvöld kl. 23. Fyrir tónleikana hitar Dagur Sigurðar- son upp með Ijóðalestri og Sköllótta tromman kynnir nýútkomna plötu sína. Tónl. hefjast kl. 23, dansað bæðifyrirogeftir. Seltjarnarneskirkja, Selkórinn held- urtónleikasu kl. 20:30. Kirkju-og jólatónlist, stjórnandi Friðrik Guðni Þórleifsson. Laugarneskirkja, tónlistarvikan hefst su kl. 17, Kór Laugarneskirkju ásamt einsöngvurum, strengjasveit og orgeli flytja Missa brevis e/ Mozart og jólasöng va úr Piae Cantiones e/ Anders Öhrwall. Stjórnandi Ann Toril Lindstad. Mán, hádegistónl. kl. 12: AnnToril Lindstad leikurverkeftir J. S. Bach á orgel kirkjunnar. Háskólabíó, Sinfóníuhljómsveit ís- lands heldur aðventutónleika su kl. 14. Hnotubrjóturinn e/Tjajkofskíj. Kársneskórinn tekur þátt í flutningi verksins, BenediktÁrnason leikari segir söguna um Hnotubrjótinn á milli atriða, myndskreytingum Snorra Sveins Friðrikssonar listmálara varp- að á sýningartjald á meðan á flutningi stendur. Kórstjóri Þórunn Björnsdótt- ir, hljómsv.stj. Petri Sakari. Norræna húslð, nemendatónleikar yngri deildarTónskóla Sigursveins D. Kristjánssonarsu kl. 17. Kristskirkja, Söngsveitin Fílharmón- ía heldur jólatónleika su kl. 20:30 og mán kl. 20:30. Á efnisskránni verk m.a. e/ Sigvalda Kaldalóns, Bach, Mozart, Adamsog Praetorius. Ein- söngvari Sigrún Hjálmtýsdóttir sópr- an, undirleikannast kammersveit, stjórnandi ÚlrikÓlason. Heiti potturinn, Duus-hósi, jass su kl. 21:30, Kristján Magnússon og hljómsv. LEIKLISTIN íslenska brúðuleikhúsið, Bogasal Þjóðminjasafnsins, Rauðhettao.fl. í dag kl. 14, lau kl. 11, su kl. 14. Leikfélag Kópavogs, Félagsheimili Kóp. Blúndur og blásýra, fö. og su. kl. 20. Leikfélag Reykjavíkur, Ljós heimsins, litla sviðinu í kvöld, lau og su kl. 20. Höll sumarlandsins, stóra sviðinu í kvöld og lau kl. 20. Þjóðleikhúslð, Lítið fjölskyldufyrir- tæki, í kvöld, lau og su kl. 20. Óvitar, su kl. 14. Þjóðleikhúskjallarinn: Jóla- gleði. Dagskrá ítilefni jóla, sögur, Ijóð, söngur og dans í flutningi ieikara og dansara hússins su kl. 15. ÍÞRÓTTIR Handbolti. 1 .d.ka.: KA-Grótta, FH- ÍR, KR-Stjarnan, HK-Valur, ÍBV- Víkingurlau.kl. 16.30.1.d.kv.: Víkingur-Haukar, Valur-Fram lau. kl. 13.30, FH-Grótta, KR-Stjarnan lau. kl. 15.00.2.d.ka.: Haukar-Ármann, Þór-ÍBK, Selfoss-UMFN fös. kl. 20.30, FH b-UBK lau. kl. 13.30. 2.d.kv.: Selfoss-Þrótturfös. kl. 19.00, ÍBV-ÍBK lau. kl. 14.30, Þór-ÍR lau. kl. 15.00. Karfa. Úrvalsdeild: Haukar-UMFN, Reynir-ÍBKsun. kl. 16, Þór-KR, Valur-UMFG sun. kl. 20.1 .d.kv.: ÍBK- KR lau. kl. 14, Haukar-UMFN sun. kl. 18.1 .d.ka.: ÍA-ÚÍA, UBK-UMSB fös. kl. 20, Víkverji-ÚfAlau. kl. 14, Léttir- ÍS lau.kl. 17. HITT OG ÞETTA FÍM-salurinn, Garðastræti 6, tónlist og lestur úr nýjum bókum lau: Birgir Sigurðsson les úrsmásagnasafni sínu Frá himni og jörðu, Eyvindur Eiríksson úr Ijóðabókinni Viltu, Ragn- heiður Ófeigsdóttir úr Ijóðabókinni Faðmlag vindsins, Þorsteinnfrá Hamri úr Ijóðab. Vatns götur og blóðs. Björn Björnsson bariton syng- ur við undirleik Guðbjargar Sigur- jónsdóttur. Jólaglögg og piparkökur. Hvað á að gera um helgina? Friörik Þór Friðriksson, kvikmyndagerðarmaður Ja, ég hef bara ekki hugsað út í það. Venjulega eru helgamar planaðar fyrirfram en svo er ekki þessa helgi. Ég byrja laugardagsmorguninn náttúrlega á að fara á knattspyrnuæfingu með Árvakri, sem er fastur liður, en afgangurinn er óákveðinn. Eg held utan til samningarvið- ræðna eftir helgina og ætli ég noti ekki tímann í að útbúa ýmis gögn þar að lútandi. Kvenréttindaféiagið heldurjólafund að Hallveigarstöðum mán kl. 20:30. fþróttahús íþróttafélags fatlaðra, Hátúni 12, markaðurmeðjólavörur opnar í dag í þeim hluta hússins sem seinnaverðurfélagsmiðstöð. 14-18 þessa helgi og næstu. Myndl.sýn opnar á morgun kl. 14. Kaffi á boð- stólum. Austurvöllur, jólasveinar í fullum skrúða birtast á þaki Nýja Kökuhúss- ins um leið og athöfninni við jólatréð lýkur. Athöfnin hefst kl. 16 su, Lúðra- sveit Reykjavíkur leikur jólalög frá kl. 15:30. Bústaðakirkja, ABC hjálparstarf og Norræna barnahjálpin bjóða til sam- veru í kvöld kl. 20. Meðal gesta Barn- akór kirkjunnar, Þorvaldur Halldórs- son o.fl. söngvarar, Sigvard Wallen- berg forstöðumaður Norrænu barna- hjálp. og Georgetta MacDonald. Hlégarður, Mosfellsbæ, jólavaka Leikfélags Mosfellsbæjar, Karlakórs- ins Stefnis og Stefnanna hefst kl. 20:30 su. Blönduðdagskrá, leikþátt- ur lesinn og Ijóð tengd jólum og jóla- haldi, kórsöngur, skólahljómsveitog barnakór Varmárskóla koma fram. Kaffi pg kökur. Oddi, salur 201, Félag áhugafólks um mannfræði stendur fyrir fyrirlestri mán kl. 20:30. Anne Brydon fjallar um þjóðernisvitund fslendinga: „lce- landic Nationalist Discourse and the Whaling Issue", en Brydon vinnur að doktorsritgerð um þetta efni. Um- ræðurað loknum fyrirlestri, starf fél. kynnt. Listasafn Islands, bókmenntadag- skrá verður í dag og lau 12:30-13, í dag les Ingibjörg Haraldsdóttir úr Ijóðabók sinni Nú eru aðrir tímar, á morgun les Guðbergur Bergsson úr verkum sínum. Aðgangurókeypis. Garðsbúð, Gamla Garði v/ Hring- braut, námstefna um skoðanakann- anir, almenningsálitog lýðræði verð- ur haldin lau kl. 14. Frummælendur: Þórólfur Þórlindsson próf. v/ Félag- svísindadeild H.f. Bragi Jósepsson lektor við K.H.f. einn aðstandenda SKÁfSs, Stefán Jón Hafstein dag- skrárstjóri Rásar2, ÞórhildurÞor- leifsdóttir alþingiskona og Svanur Kristjánsson próf. við Félags- vísindadeild. Aðgangur er öllum hei- mill og aðgangseyrir enginn, kaffi- veitingar. FJÖLMIÐLAR ÞRÖSTUR HARALDSSON Hver er á móti frelsinu? Áfram heldur lektorinn góð- kunni, Hannes Hólmsteinn, að hamast í DV undir því yfirskyni að hann sé að fjalla um fjölmiðl- un. Raunar er yfirstandandi krossferð hans gegn þeim sem á hverjum tíma standa í vegi fyrir því að Þorsteinn Pálsson Ieggi undir sig heiminn harla kátleg og ég leyfi mér að efast um að Þor- steini finnist öllu lengur nokkur liðsauki í bægslagangi lektorsins. í þessum pistlum Hannesar skýtur hann mörgum skotum og merkilegum á fréttastofur Ríkis- útvarpsins sem honum virðist verr við en flestar aðrar ríkis- stofnanir. Á þriðjudaginn var hann rétt einn ganginn að bera skjöldinn fyrir formann Sjálf- stæðisflokksins sem hafði orðið að hringja sjálfur til að koma því á framfæri að hann væri ekki sam- mála Jóni Baldvin Hannibalssyni um Evrópumál. Og Hannes klykkir út með þessarí makalausu setningu: „Lengi skal þess hefnt og ræki- lega, að Sjálfstæðisflokkurinn af- nam einokun Ríkisútvarpsins.“ Nú má vel vera að þeir Kári og Bogi og Atli Rúnar sitji enn og sleiki sárin eftir þá aðför Sjálf- stæðisflokksins að svipta þá ein- okuninni. Þó held ég einhvern veginn að þeir hugsi flokknum ekki þegjandi þörfina. Sennilega eru þeir bara ánægðir með frum- kvæði Ragnhildar Helgadóttur í útvarpsmálunum. Og það mak- lega. Ekki veit ég hvaðan Hannes hefur allar þær bábiljur sem hann er haldinn um það hvernig við á vinstrikantinum hugsum. Er raunar alveg sama um það. Hins vegar er hann ekki einn um að halda að við höfum verið afskap- lega mikið á móti frjálsu útvarpi eins og það hefur verið nefnt. Það er hinn mesti misskilningur. Rétt eins og aðrir vinstrimenn á Vest- urlöndum voru langflestir ís- lenskir vinstrimenn sammála því að afnema einokun Ríkisútvarps- ins. Það sem okkur og hægriöflin greindi fyrst og fremst á um var hvemig ætti að útfæra frelsið. Við vildum ekki kalla yfír okkur þá ringulreið og menningarlegu niðurlægingu sem algert frelsi fjármagnsins hefur leitt yfír út- varp í sumum löndum, td. Bandaríkjunum og Ítalíu. Þar sem valdið yfir útvarpinu er fært úr höndum almennings inn á auglýsingadeildir stórfyrirtækj- anna. Við setningu útvarpslaganna árið 1986 má segja að þessi mál- staður okkar hafi orðið undir. Það voru litlar sem engar skorður settar við því hvernig stöðvamar afla sér tekna og ekkert því til fyrirstöðu að stórfyrirtækin eignuðust þær með húð og hári. Hins vegar unnu markaðsöflin slaginn fyrir okkur. Það sem kannski hjálpaði markaðsöflunum að vinna fyrir okkur slaginn var að það tókst að tryggja sjálfstæði og fulla reisn Ríkisútvarpsins. Það var annað mikið ágreiningsatriði okkar og hægrimanna. Við höfum haldið því fram með réttu að Ríkisút- varpið sé eitthvert frjálsasta út- varp í heimi og að það frelsi beri okkur að standa vörð um. Forsendan fyrir því að Ríkisút- varpið haldi frelsi sínu er einmitt að það sé sem sjálfstæðast gagnvart markaðsöflunum, að það þurfi atdrei að lúta í svörðinn og afhenda auglýsingastofunum húsbóndavaldið. Það er að þessu leytinu rétt að margir unnendur Ríkisútvarpsins hugsa Sjálfstæð- isflokknum þegjandi þörfina fyrir að hafa reynt hvað hann gat til að svelta stofnunina í hel. Sem betur fer tókst að afstýra því. í umræðunum um útvarpslögin stóð það upp úr okkur vinstri- mönnum að þótt einokun Ríkis- útvarpsins væri afnumin væri mikilvægt að grafa ekki undan þeirri menningarstofnun þjóðar- innar sem það sannanlega er. Enda hefur það margsýnt sig eftir að lögin voru sett að almenningur í þessu landi treystir Ríkisútvarp- inu mest og best. Sama þótt tugir annarra stöðva séu í boði. Ungir sjálfstæðismenn og læri- sveinar lektorsins létu gera könn- un á viðhorfum íslensks almenn- ings til Ríkisútvarpsins í þeirri von að hægt væri að fá fólk til að hafna ríkisforsjánni. En það reyndist ekki hægt, tæplega 80% aðspurðra vildu veg RUV sem mestan. Sama var uppi á teningn- um nú í haust þegar spurt var hvaða fréttamiðlum fólk treysti best. Fréttastofur útvarps og sjónvarps báru höfuð og herðar yfir alla aðra. Þess vegna er það sem starfs- menn og velunnarar Ríkisút- varpsins eru og verða ævinlega afar þakklátir Sjálfstæðisflokkn- um fyrir að hafa frumkvæði að afnámi einokunar ríkisins á út- varpsrekstri. Það hefur reynst vera hið mesta gæfuspor fyrir stofnunina. 30 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 8. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.