Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 6
Gullfuglar „og sjonvarps- stjömur Mál og menning gefur úr 28 bækur handa börnum og unglingum á árinu Drjúgur hluti útgáfubóka Máls og menningar er ætlaður börnum og unglingum. „í ár gefum við út bækur fyrir fólk alveg frá tveggja ára og upp úr,“ segir Hildur Her- móðsdóttir, umsjónarmaður bamabókaútgáfunnar. „Pað er um að gera að koma börnum á bragðið sem fyrst!“ En hvernig bcekur „Af 28 bókum sem við gefum út handa ungum lesendum eru fimm íslenskar, fjórtán erlendar myndabækur, fjórar bækur undir heildarheitinu MM ung og þrjár fræðibækur. íslensku bækurnar eru alltaf skemmtilegasti hlutinn af útgáf- unni. f>ar ber fyrst frægan að telja Andrés Indriðason. Hann gefur út hressilega bók um 14 ára sögu- hetju. Hún heitir Sólarsaga og gerist á Spáni. Önnur íslenska myndabókin í ár heitir Gullfjöðrin og er eftir Áslaugu Jónsdóttur, unga ís- lenska myndlistarkonu. Þetta er ævintýri um lítinn fugl sem finnur fjöður úr skíra gulli og leggur í langt og strangt flug til að koma henni til skila. Myndirnar eru al- veg dýrindi og segja í rauninni allt sem segja þarf, orðalaust. Þess vegna brugðum við á það nýmæli að prenta söguna alla í einu lagi aftast í bókinni. Þá geta lesendur látið myndirnar segja sér söguna og lesið hana svo á eftir ef þeir vilja. Áslaug er 26 ára, nýútskrifuð úr Skolen for brugskunst í Kaup- mannahöfn. Við heilluðumst upp úr skónum þegar hún kom og sýndi okkur Gullfjöðrina, enda er bókin óvenjulega falleg. Hin íslenska myndabókin er hins vegar eftir kunnan íslenskan höfund og fræg saga úr sjónvarp- inu, nefnilega Pappírs-Pési eftir Herdísi Egilsdóttur. Teikning- arnar eru eftir Bernd Ogrodnik sem bæði teiknaði fi'gúruna og stjórnaði henni í sjónvarpsmynd- inni. Bókin er unnin í samráði við kvikmyndafélagið Hrif. Kappar og konungar eru end- ursagnir á tíu völdum íslendinga- þáttum með vönduðum teikning- um eftir Piu Falck Pape. Guð- laugu Richter rithöfundi hefur tekist að segja sögurnar á ein- földu en þokkafuílu máli þannig að stemning og sjarmi frumtext- ans heldur sér. Stíllinn á þáttun- um er upprunalega látlaus og Hildur Hermóðsdóttir: Skemmtilegast að gefa út íslenskar bækur handa börnum og unglingum. Mynd Jim Smart. hann breytist ekki, það þurfti bara að stytta þá og gera málið nútímalegra. Þarna eru frábærar sögur eins og Auðunar þáttur vestfirska og Þórarins þáttur Nefjólfssonar sem allir krakkar hafa gaman af að heyra og lesa. f rauninni er furðulegt að þess- ar sögur skuli ekki alltaf hafa ver- ið til í aðgengilegu formi fyrir unga lesendur, en það hefur verið erfitt að hrófla við þessum gömlu sögum. Útlendingar hafa gert svona bækur, en við höfum verið ragari. Og þó er svo mikils virði að kynna nútímabörn fyrir þess- um köppum, sýna þeim hvað menningararfurinn er skemmti- legur, koma þeim á bragðið svo að þau leiti í hann áfram. Bókinni Leikið - litað - lært eftir Þorbjörgu Jónsdóttur er ætl- að að örva máláhuga barna, og við gefum líka út erlendar leikja- bækur fyrir yngstu bömin, til dæmis þau sem langar til að læra að þekkja litina og stafina.“ Hvað er MM ung? „Ódýrar kiljur handa krökkum og unglingum sem þurfa mikið lestrarefni. Þær hafa gengið geysilega vel, sérstaklega gömlu, sígildu barnabækumar. Pollý- anna hefur farið út í stærstu upp- lagi en Anna í Grænuhlíð var líka vinsæl í fyrra og nú kemur annað bindið af henni. í þessum flokki kemur líka sagan Atök við aftur- göngur, spennusaga eftir Gillian Cross, Hvert þó í hoppandi eftir Christine Nöstlinger og Ævintýri litla tréhestsins eftir Ursulu Morrey Williams sem margir minnast eflaust frá æsku. Svo er ég mjög stolt af nýjum bókaflokki fyrir krakka sem eru nýbyrjaðir að lesa sjálfir, „Litlum lestrarhestum“. Þær bækur em með stóru letri, góðu línubili og mörgum myndum til að auðvelda ungu fólki lesturinn - og þetta eru drepfyndnar sögur: Börnin í Skarkalagötu eftir Astrid Lind- gren og Sögur af Frans eftir Christine Nöstlinger. Það skiptir miklu máli að velja aðlaðandi bækur í flokk sem þennan, réttar bækur fyrir réttan hóp.“ Bækur fyrir foreldrana líka Jórunn Sigurðardóttir segir frá Christine Nöstlinger Jómnn Sigurðardóttir hefur þýtt fjórar bækur -eftir austur- riska rithöfundinn Christine Nöst- linger sem óðum er að verða eins vinsæl meðal íslenskra barna og jafnaldra þeirra í grannlöndunum. Eða hver man ekki Vin minn Lúka? í ár koma tvær bækur eftir hana: Hvert þó í hoppandi - dag- bók Júlíu og Sögur af Frans. Báð- ar þessar bækur eru fyrir fólk á öllum aldri eins og önnur verk þessa höfundar; fyrri bókin er þó einkum ætluð unglingum og sú seinni krökkum sem eru að byrja að lesa sjálfir. En hver er þessi Christine Nöstlinger, spyrjum við Jórunni. Vildi teikna en ekki skrifa „Hún er fædd í Vín 1936 og þar býr hún enn, í skógi vöxnu út- hverfi ásamt eiginmanni og tveim dætmm. Barnæska hennar var litrík; hún hefur sagt frá henni í tveim bókum sem heldur drógu úr vinsældum hennar innan fjöl- skyldunnar! Eftir stúdentspróf fór hún í listnám og ætlaði að verða teiknari og myndskreyta bækur, en henni gekk ekki of vel að koma sér á framfæri. Þá greip hún til þess ráðs að teikna myndir og skrifa sjálf sögu við þær og senda hvort tveggja til útgefanda. Aldrei þessu vant fékk hún svar omgáende: útgefandinn vildi kaupa söguna en fá annan til að myndskreyta hana! Þar með voru örlög hennar ráðin. Þessa sögu sagði Christine mér sjálf þegar ég var svo lánsöm að hitta hana í Berlín fyrir tveim árum. Hún kom þangað til að taka þátt í viðtalsþætti í sjónvarp- inu ásamt Volker Ludwig frá Grips-leikhúsinu. Þar mættust barnabókadrottningin og barna- Jórunn Sigurðardóttir: Manni líðurvel eftir lesturinn. Mynd:Jim Smart. leikhúskonungurinn á einum stað. Mér fannst gaman að hitta hana, hún er hress og skemmtileg kona sem segir mikið frá. Hún hefur líka skrifað mikið: barna- og unglingabækur, mörg útvarpsleikrit fyrir börn og full- orðna, bækur fyrir fullorðna þar sem hún fjallar um ungt fólk sem er að hefja sjálfstætt líf og segja skilíð við verndaðan heim ung- lingsáranna. Fyrsta bókin hennar kom út 1970 og hún sló á þarna þegar við hittumst að hún hefði skrifað um 40 verk á þessum sautján árum.“ En hvernig varhenni tekið? „Christine var afar vel tekið frá byrjun. Strax árið 1972 fékk hún Friedrich Bödecker verðlaunin, árið eftir fékk hún bókmennta- verðlaun Vínarborgar, Silfur- griffilinn hollenska hefur hún hlotið, þýsk barnabókaverðlaun oftar en einu sinni, og árið 1984 fékk hún alþjóðlegu barnabóka- verðlaunin sem eru kennd við H.C. Andersen. Ástæðan fyrir vinsældum hennar er ekki síst sú að hún leitar uppi broslegu hliðarnar á tilverunni en tekur börn og ung- linga samt alvarlega. Hún sýnir þau í uppreisn gegn viðteknum hugmyndum og leyfir sér að taka afstöðu gegn ríkjandi siðgæði. Hún gerist svo djörf að segja að það fari eftir aðstæðum hvort það sé glæpur að stela og ljúga, sýnir fram á að fólk verði að meta stöðuna hverju sinni, reglur verði að vera sveigjanlegar. Foreldrar ættu að lesa barna- og unglingabækurnar hennar líka. Þær rifja upp fyrir manni hvernig er að vera ungur og gera mann að betri og víðsýnni upp- alanda. Hún ræðir alvarlegar spurningar um mannlega tilveru en gerir það á einstaklega skemmtilegan hátt og minnir ó- sjaldan á Astrid Lindgren. Börn búa við marg- skonar aðstæður Fólkið í bókum Christine Nöst- linger er raunverulegt og lifandi og hún segir frá hversdagslegum ógöngum þess sem við þekkjum öll og erum alltaf að leita leiða út úr. Margar söguhetjur hennar eru skilnaðarbörn og sumir eru fljótir að stimpla bækurnar sem vandamálabækur, en hún sýnir einmitt að aðstæður þessara bama eru jafneðlilegar og hinna sem búa í venjulegum kjarnafjöl- skyldum. Reyndar eru þær komnar í minnihluta á vestræn- um heimilum, meiri hluti barna býr hjá öðru foreldri sfnu, hjá afa og ömmu eða einhverju ennþá óskyldara fólki. Ástin spilar mikla rullu í bókum hennar. í Hvert þó í hoppandi kemur stóra ástin ein- mitt inn í líf Júlíu sem skrifar dag- bókina. En Christine skrifar ekki síður um ástúð, kærleik milli fólks. Hún slær á marga strengi í bókum sínum og manni líður alltaf vel þegar maður er búinn að lesa þær.“ 6 SÍÐA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.