Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 10
Sigurför smalsins Æskuminningar Björns Th. Björnssonar heita Sandgreifarnir og segja frá Vestmannaeyjapeyj- um á millistríðsárunum. Margt við þessa sögu markar tímamót - lýsingar á fólki sem við fáum for- smekk af í eftirfarandi kafla, tungumál strákanna sem Björn nœr eftirminnilega - þeir eru lif- andi komnir á síðunum - og að- förin að efninu. Sjáum hvernig hann opnar sögu sína og fœrir okkur að persónum og samfélagi hennar: Við sátum í röð með bakið upp að rökum kórveggnum og teygðum lappirnar fram. Hinir strákarnir voru allir í gúmmí- skóm, meira að segja einn með hvítri rönd, en ég í uppreimuðu ökklastígvélunum hennar múttí sem hún komst ekki lengur í eftir að hún fékk seinna líkþornið. Til hægri handar við okkur reis brennan, byggð upp í hátt ris úr þrjú hundruð og sextíu tunnum, öllum fylltum af dóti, spýtum og lóðarbelgjum og rifnum olíu- göllum, og neglt í kross fyrir opið á hverri. f gær var allur hraukur- inn bundinn saman með gjörð- um, sem var svo erfitt að negla að að réðu engir við það nema elztu strákarnir. Nú var orðið aldimmt, nema ljós hingað og þangað um bæinn fyrir neðan okkur og mest þó um höfnina. Par blikkuðu nokkur og sérstak- lega báðir vitarnir, með hvítu, grænu og rauðu. Svona var þá nóttin. Ég hafði aldrei áður feng- ið að vaka, hvorki fyrir þeim heima né stóru strákunum, en ég hafði stolið í brennuna alveg eins og þeir og spurði ekki lengur neinn að. Nema auðvitað múttí. Og út af því voru líka stígvélin. Það var kannski líka út af stíg- vélunum sem ég stóð upp, gekk sylluna fram með brennunni og skimaði út með berginu eins og ég hafði séð í einni myndinni í Sigismund Rústig, með hönd yfir auga eins og hann. Ég dró væna spýtu út milli tunnanna til þess að hafa að vopni eins og hann. Björn Th. Björnsson - Þeir þora ekkert að koma, helvftis ræbblarnir, sagði ég og sló spýtunni í tunnuhlaðann. Ég sagði víst helvítis, þó ég gerði það aldrei heima. En hér var maður farinn að vaka, eins og Doddi Dodda og þeir. Ég vissi samt vel, eins og við allir, að strákarnir í Mallakórnum voru bæði eldri og sterkari en við. Og ógurlegir áflogahundar eins og allir á Há- steinsveginum. í hitteðfyrra kveiktu þeir í brennunni fyrir okkur nóttina fyrir gamlárs- kvöldið, eða næstum því. Samt vöktu þeir þá, bæði Ási, Nonni í Sjólyst og Daddi kúkur. Það var í þeim bardaga sem Daddi kúkur fékk naglann í hausinn. Alveg inn í heila eða nærri því. Það væri víst að afneita sannleikanum að segja að ég hafi ekki verið hræddur. Kannski vor- um við það allir. Ef svínin í Mallakórnum læddust upp með berginu í myrkrinu og réðust á okkur og kveiktu svo í brenn- unni, lemdu okkur í kássu og all- ur bærinn gerði grín að okkur á eftir, þá þýddi nú lítið að stíga á stokk og vera Þorgeir Skorrageir upp frá því. Samt er mér í lifandi minni að ég kveið öðru miklu meir: og það var nestið. Við átt- um að éta það um miðnættið þeg- ar blússið væri gefið og allur báta- grúinn stímdi út. Sú stund var víst óðfluga að nálgast. Ég gat svo sem þótzt ekki vera með neitt nesti, en það var samt partur af því að vaka, að éta nesti uppi í kór. Ég gæti kannski farið fram á sylluna og étið það þar. En samt væri það ekkert gaman. Menn éta ekki nesti uppi í Sýslumannskór bara af því að þeir séu svangir. Það er svona hérumbil eins og að stíga á stokk að éta nesti uppi í kór á blússinu. Það var alveg sama hvernig ég gekk í kringum múttí í eldhúsinu og sama hvað ég sagði: Schmalz skyldi það vera, stráð með salti og þykkum hömsum; sex þykkar rúgbrauðssneiðar. Allar með smals og hömsum. Það hefur al- veg ábyggilega aldrei neinn strák- ur orðið að vaka uppi í kór með svoleiðis nesti. Ég reyndi að tylla mér upp að berginu yzt í röðinni, svo ég gæti étið það í áttina frá þeim, en þar var bæði sleipt og bratt, en plássið mitt opið milli þeirra Munda í Uppsölum og Geira Tomm, svo ekki varð undan flúið. Og svo dundi dóm- urinn á: Skyndilegir vélaskellir þegar blússbáturinn stímdi út Leiðina og skaut upp blússinu og allur flotinn öslaði á eftir. Brak í pappír, nestisdollur opnaðar, flaska dregin upþ úr sokk. Ég reyndi að láta sem minnst* braka í pappírnum mínum, dró flöskuna heldur ekki nema stút- inn upp úr sokknum, af því ég var með kókó en ekki kaffi eins og hinir. Og ég átti ekki einusinni að fá að hafa það í sokk fyrir múttí, heldur bara flöskuna og bolla með. Og í körfu. En á þeim puknti náði ég samt mínu fram, á bak við hana. Ég var þó með flösku í sokk. Þeir voru allir með margarín og straujara á brauðsneiðum sínum, þykkt og gott margarín með straujara yfir, en ég með smalsið og hamsana. - Kvaða góða lykt erðetta? Kvað ertu með, Biddi Bjöss? - Það er bara eitthvað sem hún amma mín bjó til, hún múttí. Ég veit ekkert kvað það er. - Lommér að smakka. Lommér bíta soldið í. Ég rétti Munda sneiðina og hann beit í. Tuggði, beið eftir bragðinu. Beit aftur í. - Kvað erta? Svaka erta gott. - Lommér líka, sagði Geiri Tomm, og sneiðin gekk út eftir röðinni og endaði þar feril sinn. - Kvað erta? Rosalega erta gott. - Það er smals, sona úr svína- fitu, með salti og hömsum. Þeir eru steiktir á pönnu. Ég fékk ekki að hafa margarín fyrir múttí. Fáðu mína sneið mar. Ertu me meira? Ég fékk sneiðina með margar- íninu og straujaranum og það var alveg rosalega gott. Og svo skipti ég líka á flösku og fékk kaffi sem var sætt og enn dáldið volgt. - Svín. Það eru ekki til nein svín. Ekki hénna. - Hún færða sent. Hanna systir sendir henni soleiðis frá Þýzka- landi. - Með millilandaskipunum? - Ja mikill assgoti. Ef hénna væru nú svín! - Ætlann Laugi Béerr gæti ekki haft svín með kanínunum? - Viskulum talumþa viðann. Ég var með þrjár stórar sam- lokur, sex rúgbrauðssneiðar, og það var eins og þær rynnu í gegn- um hakkavél út með berginu. Líklega hefur vondur kvíði sjald- an étizt upp fyrir mér með öðrum eins létti og við sigurför smalsins þessa næstsíðustu nótt ársins 1932. Sem snöggvast datt mér í hug að segja henni múttí frá því, en hætti jafnóðum við það. Hún mundi bara bregða fýrir sig rétt einu spakmælinu: Sumir vilja ei éta/það aðrir kunna að meta, eða eitthvað svoleiðis, á sinni breiðu berlínarþýzku. 10 SÍÐA BÓKABLAÐ W Herbjörg Wassmo: Upphefð hennar kom að utan. Mynd: JimSmart Orvæntingarfull leitaðeigin persónuleika Sagan um norsku stúlkuna Þóru heldur áfram Önnur bókin í þríleiknum um Þóru, Þögla herbergið, er komin út í þýðingu Hannesar Sigfús- sonar skálds. Fyrsta bókin, Húsið með blindu glersvölunum, kom í fyrra. Bækurnar um stúlkuna Þóru eftir norska rithöfundinn Her- björgu Wassmo færðu höfundi sínum Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1987 og hafa síðan farið sigurgöngu um heim- inn. Þær hafa verið þýddar á ótal tungumál og runnið út eins og heitar lummur uns nú er svo kom- ið að Herbjörg er orðin tekju- hæsti rithöfundur Noregs og meðal tekjuhæstu einstaklinga þar í Iandi! Um miðjan nóvember kom út ný bók eftir hana í heima- landinu sem seldist í 25.000 ein- tökum fýrstu tíu dagana. Dagný Kristjánsdóttir: íslenskur sérfræðingur í Þórubókunum. Dagný Kristjánsdóttir lektor í Osló hefur fylgst vel með fram- gangi Herbjargar í veröldinni og skrifað greinar um bækur henn- ar, meðal annars í háskólatíma- ritið Norskrift. Hún sagði okkur að Norðmenn væru dálftið hissa á heimsfrægð bókanna um norður- norska þýskarakrógann - en voru þeir ekki hrifnir af þeim sjálfir? Kemst út á ystu nöf „Jú,“ svarar Dagný, „þeim þóttu þetta spennandi bækur, en þeir lesa þær fyrst og fremst raun- sætt, sem sannferðuga lýsingu á mannlífi þarna norður frá á árun- um eftir stríð og skilja ekki hvað þær geyma fyrir þá sem ekki eru norskir. Þeir skilja ekki töfrana í bókunum, að það er ekki hvað í þeim stendur sem mestu máli skiptir heldur hvernig höfundur kemur því frá sér. Herbjörg segir ekki bara frá heldur er texti hennar skapandi, myndmálið er frjótt, því er fylgt vel eftir og í gegnum það nær hún að sýna það sem er erfitt að segja beint frá eða skilgreina. Þannig kemst hún út á ystu nöf. Danir hafa verið sérstaklega lofsam- legir í dómum sínum og hæla henni einkum fyrir að skrifa sterkan texta - þá eiga þeir við þessa nýsköpun í máli og mynd- um sem gengur á hol á fólki vegna þess um hvaða efni hún er að fjalla.“ - Um hvað er hún að skrifa? „í bókunum þrem um Þóru fylgir hún stelpu eftir frá unga aldri og fram eftir unglingsárum. Þóra er alvarlega skaddað bam úr uppvextinum, fórnarlamb sifjaspella og ofsókna vegna þess að mamma hennar átti hana með þýskum hermanni. En hún reynir að átta sig á sjálfri sér og því sem fyrir hana hefur komið, leitar í örvæntingu að persónuleika, sjálfsmynd sem hún getur sætt sig við. Þroskasögur era vinsæl bók- menntagrein og Þórubækurnar vilja vera þroskasaga - en þrosk- inn lætur á sér standa. Þetta er saga um stúlku í upplausn. Það er bæði ofbeldið heima fyrir og ofbeldi samfélagsins sem heldur aftur af þroska Þóru; sam- bandið við móðurina og samband móðurinnar við samfélag sitt, þetta litla, innilokaða eyjar- samfélag sem er svo grimmt við þá sem eru öðruvísi til komnir en aðrir. Herbjörg skapar þessa stúlku, gæðir hana ríkulegu innra lífi, segir með henni sögu af konu sem reynir að búa sér til sjálfsmynd í fjandsamlegu umhverfi og fylgir henni allt til enda. Um leið verð- ur saga hennar meira en hún sjálf, djúphugul dæmisaga af fólki eftirstríðsáranna."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.