Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 14
Til eru sögur af einfætlingum. Á þessari mynd úr riti eftir sænska biskupinn Olaus Magnus (1490-1557) má sjá hvernig þeir notuðu fótinn til að skýla sér fyrir sólinni. (Úr Sambandi við miðaldir.) Nýstárieg kennslubók í sögu Miðaldasaga án milliliða. Helgi Ingólfsson: Býður upp á vinnu við frumheimildir Samband við miðaldir eftir Gunnar Karlsson prófessor og nemendur hans er nú kennd í annað sinn í nokkrum framhalds- skólum landsins. Bókin er byggð upp þannig að nemendum gefst kostur á að lesa drjúga kafla úr frumheimildum sagnfræðinga og velta fyrir sér hvernig þau myndu leysa ýmis álitamál Islandssög- unnar. Sagan hefur venjulega verið eitt af „kjaftafögunum" svonefndu, en Samband við mið- aldir gerir ráð fyrir að nemendur púli eins og í stærðfræðitímum. Hvernig finnst kennurum og nemendum það? „Ég er að kenna bókina í fyrsta skipti núna og er mjög ánægður með hana,“ segir Helgi Ingólfs- son sögukennari við Mennta- skólann í Reykjavík. „Og það eru nemendur mínir líka yfirleitt. Þarna er tekið á efninu á nýjan hátt, krakkarnir finna það og finnst það skemmtilegt. En ég varaði mig ekki á því að verkefn- in eru svo mörg og sum svo níð- þung að maður verður að velja og hafna. Það er hreinlega ekki hægt að láta vinna þau öll. En maður lærir á bækur og núna er ég farinn að átta mig á henni, afgreiða léttu verkefnin með spurningum út í bekkinn en láta þau vinna úrval úr þyngri verkefnunum ein eða í hópum. I eldri kennslubókum var reiknað með að komast yfir 4-5 blaðsíður í tíma, en í þessari bók förum við mun hægar yfir vegna þess hvað hver blaðsíða býður upp á mikla vinnu. Yfirleitt af- greiddum við í einu lagi íslands- söguna frá upphafi til 1800, en nú komumst við á sama tíma ekki lengra en þessi bók nær, eða til 1550. En við sjáum ekki eftir því. Nú förum við mun dýpra í efnið og það sem vantar á yfirferðina getum við látið krakkana lesa sjálfa, skrifa ritgerðir um eða halda fyrirlestra. Kostirnir við Samband við miðaldir eru að hún býður upp á meiri vinnu við frumheimildir sagnfræðinnar og myndefni í henni er gott. Hvort tveggja vek- ur áhuga nemenda. En það þarf að passa sig á að fara rólega í sakirnar, ofbjóða þeim ekki með þeirri gnótt verkefna sem er í bókinni, velja vel verkefni og þyngja þau smám sarri'an.“ Tréskurðarmynd af galdrabrennu í Þýskalandi árið 1555. Satan sjálfur í drekalíki er að sækja eign sína! Úr Hugmyndasögu Ólafs Jens Péturssonar. Sjóður upplýsinga Hugmyndasaga Ólafs Jens Péturssonar komin í nýrri útgáfu. Eyjólfur Kjalar Emilsson: Svalar og vekur forvitni Hugmyndasaga Ólafs Jens Pét- urssonar hefur verið notuð í skólum í nokkur ár en er nú kom- in í nýrri og endurskoðaðri útgáfu sem á tvímælalaust ekki síður er- indi til almennings en skólafólks. í bókinni er í máli, myndum og skýringarteikningum farið yfir hugmyndir mannsins um sjálfan sig, aðra menn og umheiminn, allt frá elstu rituðum heimildum frá „frjósama hálfmánanum“ fyrir botni Miðjarðarhafs fyrir meira en fimm þúsund árum og fram til okkar tíma. Talsverður hluti bókarinnar' fjallar um hina gömlu Grikki, samfélag þeirra, trúarbrögð og aðrar hugmyndir, enda er margra mat að hjá þeim liggi rætur vest- rænnar menningar. Einnig er meðal annars rætt um kristni, upplýsingu, hughyggju og vís- indahyggju, auk stefna í heimspeki og stjórnmálum sem nú eru uppi. Höfundur hefur lagt sig fram um að koma Norður- löndum og íslandi sérstaklega inn á hugmyndasögukortið og fjallar til dæmis um fræðaiðkun íslend- inga, norrænan húmanisma, heimspekiiðkun íslendinga og ís- lenska þjóðernisvakningu. Við spurðum Eyjólf Kjalar Emilsson hvernig heimspeking- um litist á yfirlitsrit af þessu tagi. „Þeir hafa kannski vissar efa- semdir, af ótta við að kennarar láti þessa bók duga og nemendur lesi ekki textana sjálfa sem yfir- litsritin eru byggð á. Æ fleiri af þeim ritum sem hugmyndasagan er um eru til þýdd á íslensku og þau eru auðvitað auðugri sjálf en frásagnir af þeim. Þetta er líkt og munurinn á að lesa bókmennta- sögu og bókmenntir. En svona bók er bráðnauðsyn- leg með fyrir byrjendur. í henni er sjóður upplýsinga sem ekki eru tiltækar annars staðar á íslensku. Vönduð hugmyndasaga er ómetanleg sem hjálparrit við lest- ur frumrita og er fólki líka hvatn- ing til frekari lestrar og hugsunar. Mér sýnist Hugmyndasaga Ólafs bæði svala og vekja forvitni." Maður veit nákvæmlega hvaðviðerátt „Þetta eru mjög góðar bækur,“ mundsson þegar hann var búinn sagði Guðmundur Halldór Guð- að lesa Sjö furðuverk veraldar og Sólin skoðuð heima Til að skoða sólina án áhættu þarftu stjörnukíki, pappaspjald, límband og hvítan pappír. Beindu kíkinum að sólinm og hafðu hlífina yfir lmsunum og hjálparkíkinum. Límdu spjaldíð við stjörnukíkinn og láttu pappírsblað vera neðan við augnlinsuna svo að spjaldið varpi skugga á blaðið. Þegar þú tekur hlífina af linsunum, birtist mynd af sólinm á blaðtnu. Kennt að skoða sólina án þess að meiða augun. Himingeiminn, tvær nýjar fræði- bækur fyrir börn. Þær eru fyrstar í fræðibókaflokknum „Gluggi al- heimsins" og von á fleiri næstu ár. En hvað fannst Guðmundi Hall- dóri svona gott við þessar bækur? „Skemmtilegast finnst mér hvernig er blandað saman tækni teiknimyndasagna og fræðibóka. Textinn er frekar stuttur en myndirnar eru geysilega ná- kvæmar, og svo eru settar pílur inn á myndirnar til að maður viti aiveg upp á hár hvað við er átt. Mér fannst bókin um Himin- geiminn fróðlegri vegna þess að þar er fjallað um það sem maður veit ekkert um og sést kannski ekki með berum augum. Og mér fannst athyglisvert ráðið sem manni er kennt til að sjá sólina án þess að meiða sig í augunum. Ég vissi dálítið um furðuverkin sjö úr sjónvarpinu, og allir kann- ast við stórvirkin í nútímanum sem líka er fjallað um, Frelsis- styttuna, Eiffelturinn, Péturs- kirkjuna í Róm og slíka staði, og forsetana sem eru höggnir út í fjallið í Bandaríkjunum sem eru æðislegir. En mér fannst mest gaman að lesa um risastyttur fornaldar og garðana í Babýlon- íu. Maður kannast svolítið við margt af þessu en veit ekki allt um það og langar til að vita meira og jafnvel fara á þessa staði.“ Guðmundur Halldór: Langar til að vita meira. Mynd Jim Smart. 14 SfÐA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.