Þjóðviljinn - 09.12.1989, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 09.12.1989, Qupperneq 1
Laugardagur 9. desember 1989 212. tölublað 54. órgangur. Veðurguöirnir leika við ferfætlinga jafnt sem aðra íbúa landsins þessa dagana. Þrátt fyrir veðurblíðuna eru hestamenn samt að taka skepnumar á hús um þessar mundir7 Mynd Jim Smart. GarÖabœr Braskað með kaupleiguna Sjálfstœðismenn íbœjarstjórn hafnaBúseta en stofna ístaðinn hlutafélagfyrirgœðingaflokksins til aðreisa kaupleigu- íbúðir og hagnastá þeim. HilmarIngólfsson: Gceti farið svo að Garðabœr missi lánsloforðin þar sem lóðir vantar Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í Garðabæ hafa ákveðið að stofna hlutafélag til þess að braska með kaupleiguí- búðir eftir að hafa synjað Búset- afélaginu í bænum um að nýta lánsloforð til bygginga 12 kaupleiguíbúða sem bæjarfé- laginu hafði verið úthlutað. „Þetta er óundirbúið rugl hjá Sjálfstæðismönnum og illa að þessu staðið,“ sagði Hilmar Ing- ólfsson fulltrúi Alþýðubanda- lagsins í bæjarstjórn. í Garðabæ eru 4 íbúðir í verka- mannabústöðum og er um ára- tugur síðan þær voru reistar. Al- þýðubandalagið hefur ítrekað reynt að fá Sjálfstæðismenn til þess að sækja um í byggingarsjóð verkamanna en því ætíð verið vís- að frá þar til í fyrra. Þá fékk Garðabær úthlutað til bygginga 8 íbúða í verkamannabústaðakerf- inu og til bygginga 12 íbúða í kaupleigukerfinu. Svo brösulega hefur tekist til með þetta að engar lóðir eru til í Garðabæ þannig að það stefnir í það að Garðabær verði af þessum úthlutunum en framkvæmdir þurfa að hefjast fyrir áramót og enn hefur engin lausn fundist á því máli. Leitað hefur verið samninga við verktaka sem eru að reisa fjölbýlishús í bænum en þær íbúðir eru það dýrar að óvíst er að þær verði samþykktar af Húsnæðisstofnun. Fyrr á árinu sótti Búseti í Garð- abæ um að fá að notfæra sér lof- Búist er við að æðstaráð Eist- lands fari á næstunni að dæmi þess litháíska og löggildi fjöl- flokkakerfi. Litháen varð í fyrra- dag fyrst til þess sovétlýðvelda að innleiða það kerfi. Var frumvarp- ið um þetta samþykkt í nálega einu hljóði í litháíska æðsta- ráðinu. Frá Lettlandi er hermt að lagt sé fast að æðstaráðinu þar að samþykkja samskonar frumvarp er það kemur saman fyrir áramót Að margra áliti gengur ný- nefnd samþykkt litháíska æðsta- ráðsins í berhögg við stjórnarskrá Sovétríkjanna, en í sjöttu grein hennar stendur að kommúnista- flokkurinn skuli hafa forustu í stjórnmálum landsins. En vissir róttækir forustumenn, þeirra á meðal hinn kunni vísindamaður og mannréttindafrömuður And- rej Sakharov, vilja fella grein þessa úr stjómarskránni og er gert ráð fyrir að þeir veki máls á því er sovéska þjóðfulltrúaþingið kemur saman í annað sinn á þriðjudag. Margra mál er að löggilding fjölflokkakerfis í Eistlandi og Lettlandi verði aðeins formsatr- iði, þar eð það sé þegar í gildi þar í raun. Þar eru auk grasrótarhreyf- inga, sem njóta fylgis mikils þorra innfæddra landsmanna, sprottnir upp stjórnmálaflokkar af ýmsu tagi, jafnaðarmenn, kristilegir demókratar, græningj- ar o.fl. og ber ekki á öðru en að þeir hafi fullt frelsi til að starfa, þótt þeir hafi ekki fengið opin- bera viðurkenningu sem stjórn- málaflokkar. Byggðastjórna- kosningar fara fram í Eistlandi og Lettlandi á morgun. Reuter/-dþ. orðið til bygginga kaupleiguíbúð- anna 12. Því höfnuðu Sjálfstæðis- menn m.a. á þeirri forsendu að flokkurinn væri andvígur þeirri reglu Búseta að úthluta íbúðum eftir röð, þannig að þeir fengju fyrstir íbúðir sem fremstir eru í röðinni. Sjálfstæðismenn vildu að önnur sjónarmið réðu um út- hlutunina. 23. nóvember leggja sjálfstæð- ismenn svo fram á bæjarstjórnar- fundi tillögu um stofnun hlutafé- lags til að kaupa, byggja og reka kaupleiguíbúðir. Tillaga þessi hafði ekki verið í fundarboði. Hlutafé félagsins á að vera ein miljón króna og skiptast í 50 hluta, hver hlutur 20 þúsund krónur. Hluthafaskráin á að skoðast sem fullgild sönnun fyrir eignarrétti að hlutum í félaginu og á að greiða arð á hverjum tíma. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu þetta gegn atkvæðum fulltrúa Alþýðubandalags, Al- þýðuflokks og Framsóknar. Við lögðum til að Búseti fengi að byggja íbúðirnar og þannig vild- um við tryggja það að fólkið fengi að ráða hvernig að þessu yrði staðið en Sjálfstæðismenn höfn- uðu því. Það er augljóst að ein- hverjir gæðingar Sjálfstæðis- flokksins eiga að fá að ráðgast með þessar íbúðir. Þegar Sjálf- stæðismenn voru spurðir hverjir yrðu hluthafar í félaginu fengust engin svör. Reyndar var talað um að einhverjir verktakar yrðu hluthafar. Samkvæmt því eiga verktakarnir að sjá um úthlutun á þessum íbúðum þegar þar að kemur því einsog stendur í drögum að lögum félagsins þá á félagið að ráðstafa íbúðunum, sem það hefur fengið til úthlutun- ar í Garðabæ," sagði Hilmar. Því má svo bæta við að það er samstaða um það í bæjarstjórn að úthluta Búseta lóðum á næsta ári fái félagið úthlutað frá Húsnæðis- stjórn til bygginga kaupleigu- ibúða. -Sáf Eistland og Lettland Verður fjölflokkakerfi lögleitt? Margir telja það komið á í raun. Löggilt íLitháen í fyrradag

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.