Þjóðviljinn - 09.12.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.12.1989, Blaðsíða 7
Corazon Aquino Filippseyjaforseti Cory f agnar sigri eftir þjóðarat- kvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá 1987 - margir telja að uppreisnin nú verði henni áfall, enda þótt hún sigri sem fyrr. Eindagpnn er 2Zdesember vegna söluskatts í nóvember A 1 1 ð gefnu tilefni er athygli vakin á því að eindagi söluskatts vegna nóvembermánaðar 1989 er miðvikudagurinn 27. desember 1989. Forðist örtröð -gerið skil tímanlega RSK Hún hefur harðnað við hverja raun RÍKISSKATTSTJÓRI Corazon Aquino Filippseyja- forseti virðist ætla að standast sjöttu uppreisnina, sem ótryggir hermenn gera gegn henni, en ekki er það þó alveg víst. Og flestra mál er að í þetta sinn gangi hún ekki heil hildi frá. Corazon er rúmlega hálfsex- tug, fædd 1933. Hún er af hástétt- arfjölskyldu á miðhluta Luzon, helstu eyjarinnar. Hún giftist Benigno Aquino, stjórnmála- manni sem varð þingmaður í öldungadeild og forkólfur and- stæðinga Marcosar harðstjóra. Castro óhress með perestrojku í ræðu í fyrradag gagnrýndi Fi- del Castro, Kúbuforseti, breyt- ingarnar undanfarið í Austur- Evrópu og Sovétríkjunum harð- legar en nokkru sinni fyrr. Kvað hann ríki þessi hafa látið heillast af kapítalisma og sagði að sú uppstokkun í heimsmálum, sem nú ætti sér stað, hlyti að koma illa niður á þriðja heiminum, þar eð Sovétríkin og Austur-Evrópuríki virtust nú hafa látið af samstöðu með honum. Ekki lengur félagar Stjórn Vestur-Afríkuríkisins Benín, sem áður hét Dahomey, lét í gær það boð út ganga að marxlenínismi væri ekki lengur ríkishugsjón þarlendis og í sam- ræmi við það skyldu landsmenn hætta að ávarpa hver annan með orðinu félagi. Tilskipun þessi verður að lögum þegar í stað. Marxlenínismi hefur talist vera ríkishugsjón í Benín í um hálfan annan áratug. Hýdd af prinsessum Dómstóll í Lundúnum fann í gær tvær prinsessur frá Kúvæt, Fariu og Simiyu al-Sabah að nafni, sekar um að hafa þráfald- lega lamið Lexi Swami, ind- verska vinnukonu sína, með svipu árin 1980-83, er hún þjón- aði þeim í íbúð þeirra í höfuðborg Bretlands. Játuðu prinsessurnar að hafa beitt svipunni á vinnu- konuna, þó ekki eins oft og hún héldi fram, og kváðu hana hafa unnið til þess með leti. Swami kvað þær aukheldur hafa hótað að fara með hana til Kúvæt og láta hengja hana þar, ef hún hætti í vistinni hjá þeim. Kohl viðurkennir Oder-Neisselínu Helmut Kohl, sambandskansl- ari Vestur-Þýskalands, kvað í gær hafa sagt í fyrsta sinn að hann viðurkenndi afdráttarlaust Oder- Neisselínuna sem landamæri Pól- lands og Þýskalands. Á hann að hafa komist svo að orði yfir há- degisverði með öðrum Evrópu- bandalagsleiðtogum í Strassbúrg. Hingað til hefur Kohl færst undan að gefa afdráttarlausa yfir- lýsingu um þetta, enda á hann yfir höfði sér fyrir það reiði flótta- manna frá Slésíu, Austur- Pommern, Danzig (nú Gdansk) og Austur-Prússlandi, sem fjöl- mennir eru í Vestur-Þýskalandi. Þau eignuðust fimm börn, fjórar dætur og son. Fram á miðjan aldur var ævi hennar til þess að gera tíðindalítil og ekki fóru þá sögur af neinum sérstökum áhuga hennar á stjórnmálum. Maður hennar sagði eitt sinn: „Hver sá sem tekur við af Marc- osi verður orðinn álíka daunillur og hrossaskítur eftir hálft ár og lengur situr sá ekki að völdum.“ Hann átti við að erfiðleikar þeir, sem sá ríkisleiðtogi fengi að glíma við, yrðu svo gífurlegir að hann fengi ekki við neitt ráðið og kæm- ist ekki hj á að baka sér stórfelldar óvinsældir, sama hvernig hann færi að. Þetta hefði Aquino varla sagt ef hvarflað hefði að honum að það ætti fyrir konu hans að liggja að lenda í því hlutverki. Píslarvœttisdýrkun Benigno Aquino var sem kunnugt er myrtur, er hann sneri heim úr útlegð í ágúst 1983, og mun Marcos hafa ráðið honum bana. Þar reyndist sá slæmi skálkur hafa hlaupið á sig, því að eins og stundum vill verða gerðist Benigno honum drjúgum skæðari andstæðingur látinn en hann hafði verið lifandi. Píslar- vættisdýrkunin á hinum myrta senator dró ekkju hans í einni svipan fram í sviðsljós lands- og heimsmála og áður en varði var hún orðin sameiningartákn flestra þeirra, sem losna vildu við harðstjórann, og þeir voru ófáir. Sjálf er hún viljasterk og enginn dugleysingi og mun henni ekki hafa verið síður í hug að safna liði til að hefna bóndans en gráta hann. Ofan á harðstjórn og spillingu hjá Marcosi bættist óstjórn í efna- hagsmálum, hluti hersins snerist gegn honum og jafnvel Banda- ríkjamenn, sem lengi höfðu stutt hann dyggilega og tekið áníðslu hans á mannréttindum og lýðræði með stillingu, fóru að halda þetta borgaði sig ekki fyrir þá lengur. Steininn tók úr er Marcos reyndi að tryggja sig í valdasessi með kosningasvindli í ársbyrjun 1986. Manilabúar snerust gegn honum næstum sem einn maður, höfðu á lofti blóm í stað vopna og hylltu Cory, eins og alþýða kallar Cor- azon. Herinn sá hvert vindurinn blés og bandarískur þrýstingur gerði sitt. í febr. 1986 varð Cory forseti Filippseyja. / tísku Það þótti undri líkast að kona, og hún meira að segja í fyllsta máta kvenleg, skyldi komast til æðstu valda í þessu landi harð- stjórnar, ofbeldis og karlrembu. Samanburðurinn við villimann- lega og spillta ruddann Marcos var henni mjög í hag og píslar- vættisdýrðin reyndist endingar- góð. Þar að auki famaðist henni landstjómin fremur vel framan af. Lýðræði var innleitt og efna- hagur ríkisins réttur við að nokkm. Enda var Cory í háveg- um höfð af næstum öllum, utan- lands sem innan. Hún er ein af þeim manneskjum sem náði því að komast í tísku. í febr. 1987 greiddi' mikill meirihluti Filippseyinga atkvæði með nýrri stjómarskrá, sem tryggir Cory forsetavald til 1992, lagalega séð. í þingkosningum PROFILL þremur mánuðum síðar fengu fylgismenn hennar 22 af 24 sætum í öldungadeild og yfir 160 af 200 sætum neðri deildar. Hefðar upp á jökultindi En næðingssöm varð henni eigi að síður vistin á hefðarinnar jökultindi. Marcos hafði tryggt vald sitt með kerfi gæðinga, ekki síst í hernum, og hann hefur aldrei verið Cory fyllilega trygg- ur. I fimmtu hermannauppreisn- inni gegn henni, sem gerð var í ágúst 1987, særðist sonur hennar. En hún hefur virst harðna við hverja raun. Marcos lést í útlegð í sept. s.l. og bannaði Cory að hann yrði jarðsettur í föður- landinu, þar eð hana grunaði að hann kynni að reynast henni hættulegri andstæðingur dauður en lifandi, eins og maður hennar Marcosi áður. Líkur em á að vopnin hafi snúist í höndum hennar í því máli, því að vegna banns þessa er farið að bera á píslarvættisdýrkun á hinum látna einræðisherra. Stjórn hennar er ólíkt mannúðlegri en hans var, en helmingi um 60 miljóna þegna hennar, sem búa við örbirgð, líð- ur lítt eða ekki betur en áður. Þeim finnst mörgum að ekki hafi annað breyst en að ein yfirstéttar- klíkan hafi tekið við af annarri. Sjálf er Cory talin heiðarleg, burtséð frá ættarklíkuskap sem hún er ekki laus við frekar en landar hennar yfirleitt. En spill- ing er áfram mikil þarlendis. Nú er líka aftur farið að síga á ógæfuhliðina í efnahagsmálum, verðbólga vex og atvinnuleysi eykst. í stríðinu við kommúníska sicæruliða, sem lengi hefur verið fastur liður í filippínskum veru- leika, gengur hvorki né rekur fremur en fyrr. Hægrimenn segja konuna á forsetastóli of lina gegn kommúnistum og vinstrimenn (og sumir hægrimanna einnig) saka hana um undirlægjuhátt gagnvart Bandaríkjunum. Af öllu þessu hefur dregið úr vin- sældum hennar. Aquino er kaþólsk eins og landar hennar flestir, trúkona mikil að sögn og sækir styrk í trúna. Þegar vamarmálaráðherra hennar og aðalráðamaður hers- ins ógnaði henni með uppreisn síðla árs 1986 brá hún sér í klaustur, grét frammi fyrir nunn- unum og baðst fyrir. Síðan rak hún ráðherrann og hættan leið hjá. dþ. Laurel sakaður um uppreisnarmakk Corazon Aquino Filippseyja- forseti ávarpaði í gær fund um 100,000 stuðningsmanna sinna í Manila og sakaði Salvador Laurel varaforseta, Juan Ponce Enrile fyrmm varnarmálaráð- herra og stóriðnrekanda nokk- urn, sem er frændi hennar, um að vera í vitorði með hermönnum þeim, sem gerðu uppreisn fyrir viku. í Manila hefur uppreisnin nú verið bæld niður, en um 400 uppreisnarmenn á smáeynni Mactan í eyjaklasanum miðjum neita enn að gefast upp. Áhugamaðurum stríðsmyndir og rafeindir Maður sá sem myrti 14 kven- stúdenta í Montreal í Kanada á miðvikudag og skaut sig að því búnu var 25 ára gamall atvinnu- laus Alsíringur, hét upphaflega Gamil Gharbi en hafði tekið upp nafnið Marc Lepine. Lögregla segir hann hafa verið allvel greindan, hafa átt í erfiðleikum með að komast í náin kynni við konur og mjög áhugasaman um stríðskvikmyndir og rafeinda- tækni. Hann hafði ekki gerst sék- ur um glæpi áður og var ekki í áfengi eða fíknilyfjum. í bréfi sem á honum fannst sakaði hann kvenréttindakonur um að hafa spillt lífi sínu. Ekki þekkti hann neinar stúlknanna sem hann myrti. IN nsrð til Akureyror innon 10 sehúndna Fáar aðrar samgönguleiðir slá símanum við íhraða ogþœgindum. Þú ert um 1 klst. að fljúga á milli Reykjavíkur og Akureyrar ( í meðvindi). Þú ert 5 klst. að aka sömu leið (á löglegum hraða) og a.m.k. heilan dag að sigla (í sléttum sjö). Fyrir utan þetta er síminn ödýr leið og þú verður ekki flugveikur, hílveikur eða sjóveikur af því að tala í símann. Auk þess er ódýrara að hringja eftir kl. 18 á daginn og enn ódýrara eftir kl. 23 og um helgar. Langlínutaxtarnir eru tveir. Dœmi um styttri langlínutaxta er Rcykjavík - Keflavík og dœmi um lengri taxta er Reykjavík — Akureyri*. Reykjavík - Keflavík - SÍÐA 7 Reykjavík - Akureyri ’ Hreytist samkvœmt njalclskrá POSTUR OG SÍMI Við sþörutn þér sþorin GOTT FOLK/SlA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.