Þjóðviljinn - 09.12.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 09.12.1989, Blaðsíða 11
í VIKULOKIN Bytting númer níu I dag eru 9 ár liðin frá því John Ono Lennon var myrtur fyrir utan heimili sitt í Nýju Jórvík. Talan 9 kom töluvert við sögu í lífi Lennons og virðist snerta persónu hans enn þótt hann sé farinn yfir móðuna miklu. Hann fæddist 9. október 1940, eignaðist son sama dag árið 1975, skrifaði undir fyrsta plötusamning með Bítlunum 9. einhvers mánaðar, bjó hjá Mimi f rænku sinni í húsi númer 9, samdi lög sem hétu Revolution No 9,909 og £9 Dream. Þessi óróabelgur endaði einnig ævi sína á tölunni 9, því hann var myrtur þann 9. desember 1980. Og tölustafurinn 9 eltir Lennon út yf ir gröf og dauða. The Beatles hafa ekki getað komið saman aftur vegna málaferla en nú árið 198-9 heyrast þær f réttir að málaferlin séu öll úr sögunni og Paul McCartney telur ekki ólíklegt að þeir sem enn eru meðal vor af Bítlunum, kunni að koma saman að nýju. John Lennon var umdeildur maður allan sinn feril og ýmist hataður eða dáður. Sjálfsagt verður aldrei hægt að leggja neina altæka mælistiku á þau áhrif sem hann hafði og hefurenn áfjölda fólks en óhætt er að f ullyrða að hann haf i gef ið mörgum tónlistarunnandanum margar gleði- stundir. Þegar hann og Yoko tóku upp á því að John Lennon. vekja athygli heimsins á því að seinni heimsstyrj- öldinni væri lokið upp úr 1970, hlógu margirgóð - látlega og töldu þau skötuhjú ósköp einfaldlega geggjuð. Allir þóttust vita að þessu stríði væri lokið fyrir nokkrum áratugum. En hvað er að gerast í dag? Um hvað er einna mest talað um þessar mundir? Jú, að stríðinu sé nú kannski loksinslokið, þaðerþeimeftirhreytum þess sem kallaðar hafa verið „kalda stríðið". Þetta kalda stríð hefur auðvitað aldrei verið til nema í hausnum á æðstu mönnum ríkja vesturs og austurs, sem sóuðu meiri peningum í nafni þess en hægt er að höndla með góðu móti. En hvort sem stríð eru háð í hausnum á mönnum eða um hausinn á mönnum eru þau yfirleitt af hinu illa og gott að kalda stríðinu skuli Ijúka árið 198-9. Ætli sá gamli glotti einhvers staðar á skýi með „Lucy in the Sky with Diamonds". -hmp ________MINNING______ Helga Símonardóttir Fimmtudaginn 7. des. fór fram frá Norðfjarðarkirkju útför mág- konu minnar, Helgu Símonar- dóttur, sem lést þann 29. nóvem- ber sl. í Fjórðungssjúkrahúsinu í . Neskaupstað, aðeins 53 áTa að : aldri eftir harða bafátíu við ill- kynjaðan sjúkdóm. Nú er u.þ.b. eitt og hálft ár frá því ljóst varð um veikindi hennar. Hún barðist af hetjuskap við veikindi sín og trúði á bata til hinstu stundar, þráði að vera heima hjá sér í lengstu lög og undir það síðasta var sjúkrahúsvistin aðeins rúm- lega vika. Helga var fædd í Neskaupstað 8. október 1936, dóttir hjónanna Símonar Eyjólfssonar, sem látinn er fyrir sjö árum, og Sigríðar Tómasdóttur, en þær mæðgur voru alla tíð mjög nátengdar, varla leið sá dagur að þær hittust ekki, enda stutt á milli heimila þeirra. Hún var þriðja í aldursröð fjögurra systkina, en eldri eru Tómas búsettur í Reykjavík, Ing- ibjörg búsett í Neskaupstað og yngri er Hilmar búsettur í Reykjavík. Sín uppvaxtarár átti hún í Gamla-Lúðvíkshúsi í Nes- kaupstað í hópi systkina en auk þess voru í heimilinu móðurbróð- Neskaupstað ir hennar Páll og afi hennar Tóm- as Sigurðsson. Hún giftist Her- manni Davíðssyni og stofnuðu þau heimili í Neskaupstað, fyrst í Laufási og síðan fluttu þau að Starmýri 21. Þau eignuðust fimm börn sem eru Sigríður, búsett í Garðabæ, maki Örlygur Eyþórs- son, Anna Petra, búsett í Nes - kaupstað,maki Hermann Beck, Davíð, búsettur í Hafnarfirði, maki Ólafía Guðmundsdóttir, Símon, búsettur í Reykjavík og Harpa Mjöll sem enn er í for- eldrahúsum, aðeins fjórtán ára gömul. Auk þess ólst upp á heim- ili hennar dótturdóttir hennar Helga Lind Hjartardóttir nú sautján ára gömul. Kynni okkar Helgu hófust fyrir rúmlega þrjátíu árum, þá vann hún hér vetrarlangt í Reykjavík, Helga var nettvaxin kona, hýrleg til augnanna, hafði fallegt rautt hár og bar af sér góðan þokka. Hún var trygglynd og vinföst og kom það í ljós í veikindum henn- ar. Hún vann ekki utan heimilis nema nokkur síðustu áin sem hún hafði heilsu, en þá starfaði hún á Sjúkrahúsinu í Neskaupstað. Hún lifði fyrir bömin sín, og barnabörnin, sem orðin eru sjö, voru sólargeislarnir hennar. Þótt við höfum verið búsettar sitt á hvoru landshorni hefur sam- band okkar alltaf verið náið. Við hittumst nokkrum sinnum á ári, bæði þegar við hjónin fórum austur á land í sumarfríinu og svo þegar hún kom í bæinn. Við fylgdumst með börnum og fjöl- skyldu í gleði og sorg hvor hjá annarri. Að leiðarlokum er margs að minnast, mikill er missir eigin- manns, barna og aldraðrar móð- ur og ég sakna Helgu minnar mikið. Veri hún Guði falin. Anna Sigurbergsdóttir Oddgeir Pétursson F. 29. 12. 1915 D. 27. 11. 1989 Útför Oddgeirs Péturssonar var gerð frá Breiðholtskirkju 5. desember síðast liðinn við fjöl- menni, því Oddgeir var vinsæll maður og átti stóran frændgarð. Oddgeir var borinn og barnfæddur norður á Melrakka- sléttu og unni vel sínum átt- högum. Foreldrar hans voru Pét- ur Sigurgeirsson bóndi á Odd- stöðum og kona hans Þorbjörg Jónsdóttir. Þau áttu sjö börn, sem öll lifa, nema Oddgeir. Fyrsta skarðið hefur verið hög- gvið í systkinahópinn frá Odd- stöðum við fráfall hans. Þetta var gróið menningar- heimili. Faðirinn einn af brautryðjendum betra lífs í landinu, stórhuga framfarasinni, studdur af ágætri konu sinni til allra góðra verka. Stundum vill það gleymast þegar við minnumst góðra manna, sem sköruðu langt fram yfir aðra, hve stór hlutur eiginkvenna þeirra og mæðra var. Oddgeir naut töluvert meiri skólagöngu en algengt var um unga menn á þeim tímum og hon- um nýttist vel sú menntun og alla sína ævi var hann að bæta við hana með lestri góðra bóka og ritverka, en betur held ég að hon- um hefði hentað, þessum fín- gerða bókamanni, að gegna starfi í einhverri fræðigrein en að fylla hinn stóra hóp manna sem starfs- ævi sína alla leggja grunninn að menntun annarra og halda uppi skólakerfinu í landinu með fram- lögum sínum til þjóðfélagsins. Oddgeir Pétursson var gæfu- maður í einkalífi sínu, eftirlifandi kona hans, Anna Árnadóttir, var hann ljúfi, trausti ferðafélagi gegnum lífið frá unga aldri, og þau hjón komu upp sjö börnum frá sínu góða, trausta heimili. Það hefur sagt mér Barði Frið- riksson frá Efrihólum, að Árni faðir Önnu hafi verið þekktur langt út fyrir sitt hérað fyrir hjálp- semi og greiðvikni. Oddgeir var einlægur félags- hyggjumaður, gæddur réttsýni og umburðarlyndi. Það var gott fyrir nýliða að leita ráða hjá honum. Hann var í trúnaðarráði Dags- brúnar um árabil og sótti fundi manna best, meðan heilsa fram- ast leyfði. Nú er sætið hans autt. Þó að dauðinn sé eðlilegur, sjálf- sagður og stundum kærkominn áfangi á leið okkar áfram, þá set- ur að einmanaleik og sorg við frá- fall góðs og göfugs manns - og sætið hans er autt. Frú Önnu Árnadóttur, fjöl- skyldu og vinum, votta ég einlæg- ustu samúð mína. Hjálmfríður Þórðardóttir ritari Dagsbrúnar I DAG tUÓÐVIUINN FYRIR 50 ÁRUM Leikfélag Reykjavíkur: Sherlock Holmes. Leynilögregluleikur í 5 þáttumeftirskáldsögumA. Con- an Doyle. Aðalhlutverkið leikur Bjarni Björnsson. Ath. nokkrir aðgöngumiðar að þessari sýn- ingu verðaseldirákr. 1.50.Börn innan 16 ára aldurs fá ekki að- gang. 9. desember laugardagur. 343. dagurársins. 8. vika vetrar hefst. Sólarupprás í Reykjavíkkl. 11,05-sólarlag kl. 15.35. Viðburðir Skúli Magnússon skipaður land- fógeti 1749. John Lennon myrtur 1979. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúða vikuna 8.-14. des. er I Ingólfs Apóteki og Lyfj- abergi. Fyrrnefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10fr(daga). Siðarnefnda apótekiðer , opið á kvöldin 18-22 virka daga og á iaugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur...........sfmi 4 12 00 Seltj.nes..........sími 1 84 55 Hafnarfj............sími 5 11 66 Garðabær............sími 5 11 66 Slökkvillð og sjúkrabílar: Reykjavík...........sími 1 11 00 Kópavogur...........sími 1 11 00 Seltj.nes...........sími 1 11 00 Hafnarfj............sími 5 11 00 Garðabær............sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykja vík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöðfleykjavíkurallavirkadaga , frá-kl. 17 til08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn, Vitj- anabeiðnir, simaráðleggingarogtima- pantanir i sima 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gef nar í sím- svara 1-8888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspft- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadelld Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöts. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvaktlæknas. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspftalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspftallnn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-T8, ogeftirsamkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virkadaga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuvemdarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspftali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Bamadeild: heimsóknirannarraenforeldrakl. 16-17 daglega. St. Jósefsspitali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spítalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKI. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálf ræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðileguni efnum.Simi 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virkadagafrá kl.8-17. Sfminner 688620. ’ Kvennaráðgjöf in Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, ■ sími 21500, simsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa tyrir sitjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssim- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrirkonursem beittar : hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma fólags lesbia og homma á mánudags-og fimmtudagskvöldum kl. 21- ,, 23.Símsvariáöðrumtímum.Síminner - 91-28539. Bllanavakt: rafmagnst og hitaveitu: s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sifjaspellamál. Sími 21260allavirkadagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð8 er„Opiðhús“fyrirallakrabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmlsvand- ann sem vilja styðja við smitaða ogsjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í sima 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 7. des. 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar.............. 62.63000 Sterlingspund................. 98.55800 Kanadadollar.................. 53.91000 Dönskkróna.................... 9.13310 Norskkróna.................... 9.25250 Sænskkróna.................... 9.87540 Finnsktmark................... 15.01560 Franskurfranki................ 10.36880 Belgískurfranki............... 1.68700 Svissnesku. franki............ 39.48180 Hollenskt gyllini........... 31.40210 Vesturþýsktmark............... 35.43420 (tölsklíra.................... 0.04805 Austurrískursch............... 5.03150 Portúg. Escudo................ 0.40660 Spánskurpeseti................ 0.54770 Japansktyen................... 0.43431 Irsktpund..................... 93.46600 KROSSGÁTA Lárétt: 1 kippkorn4 slökkvari 6 súld 7 grind 9muldra12örugga14 sáld 15grænmeti 16 dána19innyfli20nátt- úra21 kroti Lóðrétt: 2 blási 3 drúpi 4 fjas 5 fantur 7 öldruð 8 kaldur 10 rauð 11 slæm 13hryggð17púki18 tangi Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 Egla4skot6 Iök7læti9æpir12 undra14gin15tin16 gegna 19 staf 20 óður 21 nafni Lóðrétt:2glæ3alin4 skær5oki7lagast8 tungan10pataði11 rangri 13 dug 17 efa 18 nón Laugardagur 9. desember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.