Þjóðviljinn - 12.12.1989, Page 1

Þjóðviljinn - 12.12.1989, Page 1
Þriðjudagur 12. desember 1989 213. tölublað 54. árgangur Atvinnuleysi Aldrei meira í seinni Félagsmálaráðuneytið:Fyrstu 11 mánuðiársins hafa veriðskráðir495þúsundatvinnuleysisdagar. Meira enþekksthefur frá upphafi skráningar sem hófstárið 1975. Jafngildirþvíað2.100 manns hafiað meðaltali verið án atvinnuþað sem aferárinu. ÓskarHallgrímsson: Afleiðing hins almenna samdráttar í efnahagslífinu Aþeim ellefu mánuðum sem íiðnir eru af árinu hafa verið skráðir 495 þúsund atvinnuleysis- dagar á landinu. Þetta er meiri fjöldi atvinnuleysisdaga en þekkst hefur hér á landi frá því skráning atvinnuleysisdaga var tekin upp árið 1975. Þetta jafngildir því að 2.100 manns hafi að jafnaði verið á atvinnuleysiskrá það sem af er árinu eða sem samsvarar 1,6% af mannafla á vinnumarkaði. Samkvæmt yfirliti Vinnumála- skrifstofu félagsmálaráðuneytis- ins um atvinnuástandið á öllu landinu í nóvember kemur í ljós að þá voru skráðir 47.400 at- vinnuleysisdagar á landinu öllu og skiptust þeir þannig á milli kynja að hjá konum skráðust 27 þúsund atvinnuleysisdagar en 20.400 hjá körlum. Þetta svarar til þess að 2.200 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysi- skrá í mánuðinum en það jafngildir 1,7% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Að mati Vinnumálaskrifstof- unnar leiðir þessi fjöldi skráðra atvinnuleysisdaga í nóvember í Ijós að skráðum atvinnuleysis- dögum hefur fjölgað á landinu í heild um 18,5% frá mánuðinum á undan og voru auk þess nú nær helmingi fleiri heldur en í sama mánuði í fyrra. Aukningin á milli mánaða nú er þó minni bæði tölu- lega og hlutfallslega en var á milli sömu mánuða árið 1988. Vinnu- málaskrifstofan telur að þar valdi mestu um hve veðurfar hefur ver- ið hagstætt víða um land og því ekki dregið að marki úr útivinnu enn sem komið er. í nóvember fækkaði skráðum atvinnuleysisdögum aðeins á tveimur skráningarsvæðum frá fyrra mánuði og var það á Suður- nesjum og á Austfjörðum. Á öðr- um svæðum var um aukningu að ræða. Mest á Norðurlandi eystra um 2.500 daga, á höfuðborgar- svæðinu um 2.400 daga og á Suð- urlandi um 1.700 daga. A öðrum svæðum var aukningin minni. Fækkun atvinnuleysisdaga á Austfjörðum og Suðurnesjum má rekja til sfldarvertíðarinnar en að öðru leyti er ekki þar um neina breytingu að ræða til batn- aðar sem byggja má á í nánustu framtíð. Athyglisvert við þessar háu atvinnuleysistölur er að ekki er hægt að rekja ástæður þeirra til rekstrarstöðvana hjá fiskvinnslu- fyrirtækjum sökum kvótaleysis hvað sem síðar kann að verða. Kveikt á Oslóartrénu - Á sunnudag var kveikt á jólatrénu sem slóöin í meirihluta, enda mættu jólasveinarnir og skemmtu. Einsog sjá Oslóarbúar gefa Reykvíkingum og stendur á Austurvelli. Mikill fjöldi rná skein eftirvænting úr svip krakkanna því nú nálgast jólin óðfluga. safnaðist á Austurvöll til að fylgjast með athöfninni og var unga kyn- Mynd Jim Smart. Opinberir starfsmenn Sama stéttarfélag En desember og janúar eru þeir mánuðir sem vænta má árstíða- bundins atvinnuleysis hjá fisk- vinnslufólki og þegar er farið að segja upp fastskráningarsamn- ingum þess á einstaka stöðum. Á höfuðborgarsvæðinu, Norð- urlandi eystra og á Suðurlandi er ástæðan fyrir aukningu atvinnu- leysisdaga áframhaldandi sam- dráttur í verslunar- og þjónustu- greinum auk þess sem fyrirtæki hafa orðið gjaldþrota ss. á Akur- eyri. Að sögn Óskars Hallgríms- sonar forstöðumanns Vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins er þetta mikla atvinnu- leysi hrein og klár afleiðing hins almenna samdráttar sem verið hefur og er í efnahagslífinu sem sífellt vindur æ meira upp á sig og hefur keðjuverkandi áhrif. Óskar sagði að sér virtist sem töfra- lausnir atvinnurekenda til lausnar rekstrarvanda fyrirtækja sinna fælust í því að fækka fólki mánuð eftir mánuð og að sínu mati leiddi það hugann að því hversu atvinnuöryggi launa- manna væri lítið þegar á reyndi. Og í flestum tilvikum er ástæðan endurskipulagning og samruni fyrirtækja. „Fyrir ári gat það fólk sem þá var sagt upp störfum fengið aðra vinnu sökum áhrifa frá þenns- lunni árið 1987. Nú er öldin önnur og flestar ef ekki allar dyr lokaðar. Þannig að þegar á heildina er litið er ekki hægt að leyfa sér neina bjartsýni í þá veru að atvinnuástandið batni til hins betra í einni svipan frá því sem það er nú. Það vill nefnilega þannig til með atvinnuleysi að það er erfiðara úr að komast en í,“ sagði Óskar Hallgrímsson. -grh 12 dagartiljóla Fjármálaráðherra leggurfram frumvarp sem heimilar opinberum starfsmönnum að vera áfram í sama stéttarfélagi þráttfyrirflutning á milli stofnana vegna breyttrar verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga Fjármálaráðherra Ólafur Ragnar Grímsson lagði fram frumvarp á Alþingi í gær, sem heimilar opinberum starfsmönn- um að vera áfram í sama stétt- arfélagi þótt þeir flytjist yfir til ríkisins sem vinnuveitanda frá sveitarfélögum, með lögum um breytta verkaskiptingu rflris og sveitarfélaga. Töluverðir ann- markar hafa komið fram á lögun- um frá því að þau voru samþykkt og segir Ögmundur Jónasson for- maður Bandalags starfsmanna rflris og bæja, bandalagið leggja mikla áherslu á að enginn giati réttindum né fari niður í kjörum við kerfisbreytinguna. í frumvarpi fjármálaráðherra er einnig gert ráð fyrir því að starfsmenn sem komi til starfa eftir 1. janúar 1990 í störf sem lögin um breytingu á verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga taki til, geti valið hvort þeir verði áfram félagsmenn í hlutaðeigandi bæjarstarfsmannafélagi eða hvort þeir tilheyri því félagi ríkis- starfsmanna, sem þá hefur sam- kvæmt lögum samningsumboð fyrir þá. Samkvæmt frumvarpinu verða bæjarstarfsmannafélögin að tilkynna fjármálaráðuneytinu fyrir 15. janúar ár hvert, hvaða starfsmenn það eru sem þau fara með samningsumboð fyrir gagnvart ríkinu. I greinargerð frumvarpsins er vakin athygli á því að mikil and- staða hafi komið fram af hálfu BSRB gegn því að starfsmenn sem flyttust yfir til ríkisins á grundvelli laganna, yrðu þving- aðir til að skipta um stéttarfélag. Hefði komið fram ótti um það á landsbyggðinni að þessi þróun myndi leiða til hruns bæjarstarfs- mannafélaganna, sérstaklega þegar fyrirhugaðar breytingar á sviði heilbrigðismála væru komn- ar til framkvæmda. Ögmundur Jónasson sagði Þjóðviljanum að þetta frumvarp væri í samræmi við þær viðræður sem farið hefðu fram á milli við- ræðunefndar BSRB og fulltrúa ríkisins. Hvort það leysti síðan allan vanda ætti eftir að koma í ljós. Þeir hjá BSRB vildu sjá launahlið þessa máls í höfn. Þá væri heldur ekki búið að ganga frá lífeyrismálunum og æviráðn- ingarmálum hvað þessa kerfis- breytingu varðaði, en mál mál- anna væri að tryggja rétt hvers og eins. Sagðist Ogmundur hafa skrifað bæði heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra bréf, þar sem hann legði á það áherslu að hvorki kjör né réttindi mættu skerðast við breytinguna. Formaðurinn sagði að menn hefðu ákveðið að hlaupa f þessa grundvallarbreytingu á verka- skiptingunni en gleymt að innan kerfisins starfaði fólk. Á undan- förnum vikum og mánuðum hefði hins vegar verið unnið að því af heilindum af beggja hálfu að leysa þessi mál. -hmp Stekkjastaur mættur Stekkjastaur kemur til byggða í dag. Hann er fyrstur af sveinunum 13 sem heimsækja okkurfram aðjólum. Það var hún Helga Ólafsdóttir, 5 ára, sem teiknaði sveininn. Hún segir að hann só nýbúinn að gefa í skóinn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.