Þjóðviljinn - 12.12.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.12.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Sjómenn Undir högg að sækja Eiga ekki annarra kosta völ en sœkja kjara- bœtur til viðsemjenda sinna Kjör sjómanna hafa að undan- r Jón Torfi Jónsson, Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Gerður Óskarsdóttir kynna niðurstöðu könnunar menntamálaráðuneytisins í gær. Mynd: Jim Smart. Skólamál Forgangsmál skilgreind Könnun menntamálaráðuneytis leiðir í Ijós aðflestir telja brýnastað skólum verði tryggð meiri ogfjölbreyttari námsgögn. Svavar Gests- son: Auðveldar heildarstefnumyndun sem hefur skort á Svör þau sem menntamála- ráðuneytið fékk við fyrir- spurnum um hvað fólk teldi for- gangsverkefni í skólum landsins, sýna að langflestir svarendur telja brýnast að skólarnir fái meiri og fjölbreyttari námsgögn, komið verði á einsetnum skóla og aukin áhersla verði lögð á verk- og listgreinar. Að auki leggja svarendur mikla áherslu á að kjör kennara verði bætt ásamt starfs- aðstöðu þeirra og möguleikum á endurmenntun. Svavar Gestsson menntamálaráðherra segir svör- in auðvelda ráðuneytinu myndun heildarstefnu í menntamálum sem hingað til hafi skort á. í janúar á þessu ári sendi ráðu- neytið bréf til grunnskóla, fram- haldsskóla, foreldrafélaga, stétt- arfélaga, sveitarfélaga og þing- flokka, þar sem spurt var hvaða verkefni þessir aðilar teldu brýn- ust í grunn- og framhaldsskólak- erfinu. Svör bárust frá 355 aðilum og stóðu um 3.700 svarendur að baki svörunum. Á blaðamanna- fundi þar sem niðurstöðurnar voru kynntar sagði Gerður Ósk- arsdóttir ráðunautur mennta- málaráðherra einn stærsta ávinn- ing könnunarinar vera þær miklu umræður sem hún hefði komið af stað í skólakerfinu, sem annars væri óvíst að átt hefðu sér stað. Svörin sem bárust voru mjög viðamikil og greinilegt að tölu- verð vinna hafði verið lögð í þau, að sögn ráðherra og aðstoðar- manna hans. Þau voru síðan flokkuð niður í efnisflokka og raðað upp eftir því hve oft ein- stakir flokkar voru nefndir. Gerður sagði ekki síður mikil- vægt að fá þær ábendingar sem sjaldnar væru nefndar, þær gætu ekki síður reynst mikilvægar. Atriði eins og fækkun nem- enda í bekkjum og jafnrétti til náms lentu einnig ofarlega á for- gangslista. Jón Torfi Jónsson, sem hefur séð um framkvæmd könnunarinnar, sagði að lands- byggðarfólk hefði sérstaklega verið mikið niðri fyrir þegar jafnréttið var annars vegar. -hmp förnu sífellt farið versnandi vegna aflasamdráttar undanfarin ár. Þá hafa loðnuveiðar brugðist á þessu hausti og ekki fyrirséð hvort nokkur veiði verður á þess- ari loðnuvertíð. Til viðbóar þessu standa sjómenn frammi fyrir samdrætti í botnfiskafla á næsta ári þriðja árið í röð. Jafnhliða aflasamdrætti og aflabresti hefur skiptaverð til sjó- manna stöðugt farið lækkandi vegna hækkunar á olíuverði til fiskiskipa. Sjómenn standa enn frammi fyrir verulegum sam- drætti í tekjum og jafnvel tekju- missi vegna þessa. Það er því ljóst að sjómenn eiga ekki annarra kosta völ en sækja kjarabætur til viðsemjenda sinna. Þetta er með- al þess sem fram kemur í ályktun formannafundar Sjómannasam- bands fslands um kjaramál sem fram fór á föstudag en samningar sjómanna renna út um áramótin. f ályktun fundarins er ríkis- stjórnin vöruð við að sporna ekki við verðhækkunum á nauðsynja- vörum á sama tíma og tekjur halda áfram að dragast saman. Þess í stað boðar ríkisstjórnin skatta- og vaxtahækkanir og auknar álögur á launafólk. Fund- urinn krefst þess að ríkisstjórnin snúi af þessari óheillabraut og hagi gerðum sínum með tilliti til þess samdráttar sem nú er í þjóðfélaginu ma. með því að draga stórlega úr umsvifum hins opinbera, beiti aðhaldi í verð- lagsmálum og létti skattaálögum af launþegum. Að mati formannafundarins verður ríkisstjórnin að gera sér það ljóst að sífelldar hækkanir á öllum sviðum samhliða minnkandi tekjum hljóta að kalla á hörð viðbrögð samtaka sjó- manna. -grh Fiskvinnsla Fær ekki söluskattinn Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að fella niður að svo stöddu endurgreiðslu söluskatts til fiskvinnslufyrirtækja vegna út- flutnings í þessum mánuði. Ákvörðun þessi er tekin í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um fjár- mögnun endurgreiðslunnar vegna uppsafnaðs söluskatts við kaup á aðföngum fiskvinnslunn- ar. Aftur á móti verður sölu- skattur vegna útflutnings í síðasta mánuði endurgreiddur sam- kvæmt auglýsingu frá því í októ- ber. Endurgreiðsluhlutföllin verða því þannig að hörpudisk- vinnslan fær 2,5% í sinn hlut, fry- sting, rækjuvinnsla og mjöl- og lýsisvinnsla fá hvert um sig 2%, sfldarsöltun, söltun, hersla, lifrarlýsi og ísvarin og kæld flök fá hvert fyrir sig 1%. Ákvörðun um frekari endur- greiðslu verður svo tekin í upp- hafi næsta árs en sjávarútvegs- ráðuneytið telur líkur benda til þess að lækka þurfi endur- greiðsluhlutföllin þar sem óvissa ríkir um aukafjárveitingar til endurgreiðslu uppsafnaðs sölu- skatts. -grh Símaþjónusta Hækkar til úttanda Vegna gengísbreytinga munu gjöld fyrir símaþjonustu til útlanda hækka frá og með degin- um í dag 12. desember um 11- 12% nema til Bandaríkjanna en þar nemur hækkunin um 8-9,5%. Þessi hækkun stafar af hækkun á gengi SDR, sem er vegið með- altal helstu gjaldmiðla, og gull- franka frá því um miðjan júní í sumar en þá var gjöldum síðast breytt í samræmi við gengi.-grh Alþjóðasamtök um uppeldi barna Stofnfundur fslandsdeildar OMEP, alþjóðasamtaka um upp- eldi barna innan átta ára áldurs, verður haldinn í Norræna húsinu í dag kl. 17. Alþjóðasamtökin OMEP voru stofnuð 1948 og eru 50 lönd aðilar að þeim. Samtökin hafa einkum látið sig varða rétt barna í þjóðfélaginu, andlega og líkamlega velferð barna og for- varnarstarf í þágu barna. Enn- fremur hafa þau á stefnuskrá sinni að stuðla að þverfaglegum rannsóknum á börnum og upp- eldisskilyrðum þeirra. Fundar- stjóri verður Guðrún Erlends- dóttir hæstaréttardómari. Jólaheimsókn í Borgarleikhúsiö Jólatonleikar í Fríkirkjunni Samkór Kópavogs og RARIK kórinn halda jólatónleika í Frí- kirkjunni í Reykjavík á morgun, miðvikudag. Á efnisskrá verða gömul og ný jólalög ásamt negra- sálmum. Einsöngvari verður Erla Þórólfsdóttir og píanóleikari Katrín Sigurðardóttir. Stjórn- andi Samkórs Kópavogs er Stef- án Guðmundsson og stjórnandi RARIK kórsins er Violetta Smid. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Guðmundur Gylfi til ASÍ Signý Sæmundsdóttir Leikfélag Reykjavíkur hefur boðið yngstu bekkjum grunn- skóla Reykjavíkur í Borgar- leikhúsið til að hlusta á nokkra leikara flytja ljóð og söngva eftir Jóhannes úr Kötlum. Dagskráin byggir að mestu á ljóðum úr kvæðabók Jóhannesar, Jólin koma, sem margar kynslóðir barna á íslandi þekkja vel. Upplestur í Stúdenta- kjallaranum Sjö höfundar munu lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum í Stúdentakjallaranum annað- kvöld, miðvikudaginn 13. des- ember kl. 21. Þetta er fjórða og síðasta bókmenntakvöldið í Stú- dentakjallaranum að sinni. Það eru þau Sigfús Bjartmarsson, Steinunn Ásmundsdóttir, Birg- itta Jónsdóttir, Jón Örn Marinós- son, Birgir Sigurðsson, Svava Jakobsdóttir og Hrafn Gunn- laugsson sem lesa upp. Allir velk- omnir. ísland og Efna- hagsbandalagið Fræðslusamtök um ísland og Efnahagsbandalagið efna til al- menns fundar á morgun, mið- vikudag, kl. 18 í Gauk á Stöng. Ræðumenn verða alþingismenn- irnir Kristín Einarsdóttir, Hjör- leifur Guttormsson og Páll Pét- ursson, Gunnlaugur Júlíusson hagfræðingur Stéttarsambands bænda og Magnús Gunnarsson frá Samstarfsnefnd atvinnurek- enda í sjávarútvegi. Fundarstjóri verður Gerður Steinþórsdóttir formaður Kvenréttindafélags ís- lands. Aðalfundur íslenska mannfræðifélagsins íslenska mannfræðifélagið held- ur aðalfund sinn í veitingastofu Tr;knigarðs, Dunhaga 5, mið- /íkudaginn 13. des. kl. 17,30. Félagið var stofnað 1969 og hefur staðið að mörgum fræðslu- fundum fyrir almenning um mannfræðileg efni og skildar greinar. Að loknum aðalfundar- störfum talar dr. Jens Ó.P. Páls- son, forstöðumaður Mannfræð- istofnunar háskólans, um starf- semi stofnunarinnar og íslenska mannfræðifélagsins. Skýrtverðurm.a. frá þvíhverj- ir muni flytja fyrirlestra á vegum félagsins og Mannfræðistofnun- arinnar á næsta ári. Alþýðusambandið hefur ráðið Guðmund Gylfa Guðmundsson hagfræðing til starfa. Hann hefur starfað hjá Fasteignamati ríkisins frá árinu 1985. Guðmundur Gylfi hóf störf 1. desember. Lúsíuhátíð íslensk-sænska félagið og Nor- ræna húsið halda að vanda Lúsíu- hátíð á Lúsíudaginn, miðviku- daginn 13. desember kl. 20.30 í Norræna húsinu. Þar koma fram kór Kársnesskóla sem syngur Lúsíusöngva og jólalög undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Þá mun vísnasöngvarinn Hanne Juul syngja og segja frá heilagri Lúsíu. Lúsíuhátíðn er ætluð allri fjölskyldunni, ekki síst yngri kyn- slóðinni. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og að- gangur er ókeypis. Goethe á háskólatónleikum Háskólatónleikarnir á morgun eru tileinkaðir textum Goethes. Þetta eru ljóðatónleikar og eru eingöngu lög við texta Goethes á efnisskránni. Flytjendur eru Signý Sæmundsdóttir sópran- söngkona og Fríða Sæmunds- dóttir píanóleikari. Ný gangbrautarljós Kveikt verður á tvennum nýjum hnappastýrðum gangbrautarljós- um fimmtudaginn 14. desember kl. 14. Önnur ljósin eru á Suður- landsbraut á móts við húsið nr. 30. Hin Ljósin eru á Hofsval- lagötu norðan Neshaga. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 12. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.