Þjóðviljinn - 12.12.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.12.1989, Blaðsíða 7
BÆKUR Guðrún Ásmundsdóttir segir frá Ég og lífið Inga Huld Hákonardóttir ræðir við Guðrúnu Asmundsdóttur Eins og tekið var fram hér á dögunum: að lesa viðtalsbók er eins og að sitja kvöldstund með manneskju, kynnast henni að nokkru eða betur en áður (því við lifum í litlu landi og könnumst nú þegar við marga). Ef þetta er notaleg manneskja og skemmti- leg þá leiðist okkur ekki á meðan. Eins og sannast á þessari bók hér, um Guðrúnu Ásmundsdóttur. Venjulega búumst við ekki við því að aðalpersónan í slíkri bók hleypi okkur mjög nálægt sér. Nú gerir Guðrún Ásmundsdóttir það með nokkrum hætti. Það hefur eitthvað verið flimtað með það í dagblaði að hún væri feiknalega opinská um sitt einkalíf. Og satt er það: Guðrún segir í bókinni frá vandræðum í sínu hjónabandi. Margir, kannski flestir, hefðu farið miklu laklegar með þá hluti en hún. Meira ætlar þessi lesari ekki um það að segja, vegna þess ÁRNI BERGMANN að honum stendur nokkur stugg- ur af þeirri einkamálatísku sem er að eflast í tímaritaviðtölum og bókaviðtölum. Sá ís er háll og margir eiga eftir að liggja flatir á honum, kannski brotnir, hver veit. En Guðrún segir ágætlega frá því fólki sem verður á vegi henn- ar. Frá merkum kerlingum eins og henni Jóu sem harmaði það mjög í sinni háu elli að þurfa að yfirgefa heiminn hrein mey. Frá Göggu Lund sem er engri lík og veit vel hvað er hollt fyrir auðmýktina, sem listamaður verður að eiga ef ekki á illa að fara. Frá séra Auði Eir, sem er sjaldgæf trúarhetja í kærulausu landi. Gurðún dregur upp einnig Ijúfa mynd af föður sínum og þeim óvenjulegu aðstæðum sem hún ólst upp við. En þessi lesari hér hefði búist við því að þungamiðja bókar um Guðrúnu Ásmundsdóttur væri leikhúsið. Svo er þó ekki. Flún vísar því frá sér að tala um leik- sigra eða mistök, það sé allt hvoxt sem er gleymt fyrr en nokkurn varir og skipti ekki máli. Guðrún hefur rétt fyrir sér í því, að það væri út í hött að teygja lopann með upptalningu á hlutverkum og leikstjórum. En það er engu að síður full ástæða til að þjarma betur að leikkonu um hiutskipti leikarans og um eilíf og ný tilvist- arvandræði leikhúss á tímum hraðra breytinga: til hvers erum við að þessu for Satan? Og hvað um áhorfendurna? guð biessi þá. Reyndar er vel af stað farið inn í þennan heim, þegar Guðrún er full af svartri öfund ungrar leik- konu, sem fær ekki að æfa hlut- verk Júlíu á móti Rómeó og þarf mjög á styrk frá guði sínum að halda til að komast yfir þau ósköp. En sem sagt: það er ekki haldið áfram mikið lengra inn í þá veröld og hennar krókóttu leiðir. Arni Bergmann Af feitri stelpu og stórri tá Út er komin hjá Iðunni bókin Solla bolla og Támína. Höfundur texta er Elfa Gísla en mynda- smiður er Gunnar Karlsson. Vel fer á því að þau eru bæði skrifuð fyrir bókinni jafnt, enda er vægi mynda mikið í bók sem þessari, en hún virðist einkum ætluð til upplestrar fyrir lítil börn. Það sem fyrst vekur athygli er ágæti myndanna. Litagleði er mikil og teikningar skýrar og hæfilega einfaldar, þó ekki gersneyddar líflegum smáat- riðum. Fluga er á sveimi um bók- ÓLÖF PÉTURSDÓTTIR SKRIFAR UM BARNABÆKUR ina og er gaman að fylgjast með ferðum hennar. Þetta er bók sem gaman er að fletta og skoða. Sagan segir frá raunum feitrar stelpu sem er strítt. Amma henn- ar huggar hana og sendir hana í bíó eina síns liðs. Fyrst á stelpan að þvo sér og það gerir hún upp úr bala. Þar uppgötvar hún að önnur stóra táin er komin með andlit og getur talað, en það sér enginn nema stelpan. Það sér amman ekki. Stelpan fer í bíó með stórt súkkulaðistykki. Táin étur það frá henni, heimtar að horfa á myndina og vekur kátínu annarra sýningargesta. Svo kemst stelpan loks heim, sátt við að vera feit, því hún á skemmti- lega tá að vinkonu. Mér fannst þessi litla saga fremur innihaldslítil. Ekki er til eftirbreytni að kaupa börn til að hætta að gráta með bíóferð og súkkulaði, síst ef um feitt barn er að ræða. Þetta lætur amman sig hafa, alveg svellköld. Hún fer ekki einu sinni með barninu, sem þó virðist ansi ungt. Einnig er ó- samræmi í hegðun og eðli táar- innar vænu. Amman sér hana ekki og heyrir ekki í henni, en í bíóinu er hún öllum sýnileg. Er hún þá ekki hugarburður Sollu bollu? Sollu er strítt af því hún er feit, en hún ætlar ekkert að gera í málunum. Hún ætlar ekki einu sinni að gefa súkkulaðið upp á bátinn. Offita hennar er sett fram eins og óhagganleg staðreynd lífsins, og raunar stríðni hinna krakkanna líka. Hún má þola þá smán að festast í bíósætinu, en það er vísbending um að offita hennar sé raunveruleg - ekki hugarburður og býsna mikil. Fyrr má nú vera feitur en festast í bíó- sæti! Mér er ljóst að sagan á ekki að verða raunsæisleg. Hún þarf heldur ekkert að vera það. Þó er hún það öðrum þræði og á það sinn þátt í að gera hana ómar- kvissa. Reyndar standa allir ráð- þrota, bæði söguhetja og lesend- ur, og fátt verður um lausnir á endanum. Aumingja Solla bolla einangrast endanlega með tánni sinni, að því er best verður séð, og missir áhugann á samskiptum við aðra. Gefst alveg upp á öllu saman. Er verið að segja börnum að ekkert hlutskipti sé svo ömur- legt að ekki megi sætta sig við það? Ég fæ ekki annað séð. Þetta finnst mér undarlegt sjónarmið og lítt vænlegt til þess að auka börnum þroska. Þannig skýtur textinn fram hjá markinu, hafi það þá verið nokk- urt annað en að orðskreyta ágæt- ar teikningar eða vera kveikjan að þeim. Slíkt nægir lesandanum ekki. En hitt verður ekki aftur tekið að nógu gaman er að fletta þess- ari bók og skoða myndirnar. Ólöf Pétursdóttir Passíusálmamir á hljóðsnældum Föstudaginn Ianga síð- astliðinn, flutti Eyvindur Er- lendsson alla Passíusálma Hall- gríms Péturssonar í Hallgríms- kirkju, í samfelldri einni lotu. Flutningurinn tók rúmar fimm klukkustundir. Hljóðritun þessa atburðar hef- ur nú verið gefin út, - í fimm hundruð eintökum sem verið er að dreifa og selja þessa dagana. Það er Eyvindur sjálfur sem að þessu verki stendur ásamt Sigurði Rúnari Jónssyni og með stuðn- ingi Listvinafélags Hallgríms- kirkju, Studio Stemmu og Milj- ónarfjelagsins hf. Útgáfa þessi er á sex snældum, felldum inn í hvíta öskju í bókar- líki og kápan teiknuð og skreytt flúri eftir Ólaf Th. Ólafsson. Á einni snældunni er formáli ásamt sálminum „Um dauðans óvissan tíma“, en það kvæði er að jafnaði látið fylgja með í útgáfum Passí- usálma. Gripur þessi verður, fyrst um sinn, eingöngu fáanlegur hjá út- gefendum sjálfum og svo fljót- lega í Hallgrímskirkju, eftir því hvað upplagið endist, en það er Maraþonflutningur Eyvindar Er- lendssonar á Passíusálmunum hefur nú verið gefinn út á snæld- um. sem fyrr segir aðeins 500 eintök. Þeir sem áhuga hafa á að eignast snældurnr geta hringt eða skrifað til: E-VER útgáfunnar, Hátúni, Ölfusi, 801 Selfossi, sími 98-21090 eða Studio Stemmu, Suðurströnd 6, 170 Seltjarnar- nesi sími 91-611452. Skil á staðgreiðsluk EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR ,nBe"a it fi\09te .............. Skil4i-e/nSve9°iS"auní,flíaWa ^sína Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15, hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun em greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum11, blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. Geríð skll tímanlega RSK RlKISSKATTSTJÓRI Þriðjudagur 12. desember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.