Þjóðviljinn - 13.12.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.12.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Ofbeldi suðursins Fyrir nokkru lauk í Reykjavík suður, og hennar nærsveitum, herferð sem beint var gegn of- beldi, einkanlega meðal ung- linga, og það voru meira að segja unglingarnir sjálfir sem fyrir henni stóðu. Vel að merkja, ung- lingarnir sem sækja félagsmið- stöðvarnar, þeir sem koma frá góðum heimilum, og eru allra fremstir í hvort heldur er námi eða félagslífi í sínum skóla. Með öðrum orðum, fyrirmyndar- unglingamir. Hvað um það. Alltaf er það hið þarfasta mál, að berjast gegn ofbeldi í hvaða mynd sem er, og alls ekkert nema gott eitt um það að segja þó að blessað ofbeldið verði dálítið að- kreppt eins og annað á þessum síðustu og verstu tímum. Við skulum að mestu láta fræðingunum eftir umræðuna um hið meinta aukna ofbeldi meðal reykvísks æskulýðs og orsakir þess. Talað er um fyrstu myndbandakynslóðina í þessu sambandi, en það er nú eins og mann minni, að fyrir þetta tutt- ugu til þrjátíu árum hafi verið í gangi mikil umræða í þjóð- félaginu um spillingaráhrif glæpamynda í kvikmynda- húsunum, og það löngu fyrir daga myndbanda, hvað þá sjónvarpa Reynir Antonsson skrifar með eða án ákveðins greinis. Þá hefur og réttilega verið bent á samhengið milli ofbeldis og efna- hagsástands í þjóðfélaginu, og má í því sambandi aðeins minnast á það að svo virðist sem blessaður völd á hverjum tíma virðast litlar áhyggjur hafa af, nema ef til vill þegar stofna þarf sjóð handa ein- hverjum vininum, eða lækka raungengið fyrir annan. Eitt merkið um það hversu of- stúlku frá ferðamannabæ einum og inn til stórborgar suður við Miðjarðarhaf, þar sem hún er bú- sett. Á leiðinni sagði hún ákveð- ið: „Ég vil ekki að þú sért að þvælast langt inn í þröngar göt- „Vera má að ofbeldi sé alltaffylgifiskur þéttbýlis, og vel má vera, að þetta verði einnig hlutskipti okkar hér áAkureyri með komandi álverum “ landinn drekki mun verr þá að kreppir en í góðærum, og þykja þó drykkjusiðir vorir lítt til fyrir- myndar þegar sól velgengninnar skín úr hásuðri. Einn er þó sá þáttur sem lítið eða ekkert hefur verið í umræð- unni varðandi þetta mál, en það er þessi skipulagslausi og ein- hvern veginn „vanþróunar- kenndi” ofvöxtur Reykjavíkur- svæðisins svokallaða sem stjórn- vöxtur Reykjavíkur er einhvern veginn „vanþróunarkenndur” er einmitt það hversu handahófs- kennt, jafnvel allt að því „sfldar- slorlegt”, ofbeldið þar í plássinu virðist vera, tilviljanakennt og skipulagslaust. Reykjavík á sér þannig ekkert glæpahverfi eins og alvöru stór- borgir eiga alltaf. Fyrir nokkrum vikum var sá sem þetta ritar sam- ferða í bfl góðrar íslenskrar urnar í gamla bænum vegna þess að það getur verið varasamt.” Að sjálfsögðu var þetta hvorki sagt af neins konar ráðríki né íhlutun í einkamál, heldur einstakri ábyrgðartilfinningu, og um- hyggju hennar fyrir samlanda sín- um, að sumarfrí hans endaði ekki í einu af sjúkrahúsum (eða lík- húsum) staðarins. Hætt er við að það kynni að vefjast nokkuð fyrir jafnvel þess- ari góðu stúlku, að sýna viðlíka umhyggju hefði ferð okar verið heitið suður til Reykjavíkur. Að sönnu gæti hún sagt manni að vera ekki að þvælast fyrir utan skemmtistaðina í miðbænum klukkan hálffjögur að nóttu um helgar, en tæpast að halda sig frá Laugavegi eða Austurstræti um hábjartan dag, en fréttir berast alltaf við og við hingað norður í fásinnið, þar sem glæpir eru sér- grein óreyndra unglingsmeyja, að þar séu menn síður en svo óhultir. Vera má að ofbeldi sé alltaf fylgifiskur þéttbýlis, og vel má vera að þetta verði einnig hlut- | skipti okkar hér á Akureyri með jkomandi álverum. Og eitthvað virðist rannsóknarlögreglan jokkar vera farin að búa sig undir það, ef marka má fréttir staðar- jDagsins. En hvor.t tuddar hins jakureyrska mannlífs munu þá hafa vit á því að halda sig í af- mörkuðum hverfum, þar sem þeir er áhuga hafa á ofbeldi og !glæpum geta gengið að þeim hlutum vísum meðan hinir geta notið lystisemda bæjarins án þess að þurfa að passa sig á myrkrinu, getur óræð framtíðin ein skorið. Höfundur er stjórnmálafræðingur á Akureyri. Stefán Steinsson skrifar Ég veit ekki hvort um er að kenna léttri eða meðalstórri taugabilun, en fjöldamargir virð- ast trúa því, að sú eðla stofnun NATO hafi eitthvað misjafnt í huga við okkur íslendinga. Heyrst hefur til manna í vissum flokkum sem agnúast yfir skag- firskum flugvallarstyrk, er nýlega var ræddur. Sumir virðast halda að þar eigi að byggja herflugvöll. Álltaf hefur mér verið morgun- ljóst, að NATO er fyrst og fremst góðgerðarstofnun. Það minnir mig miklu meira á Kvenna- athvarfið eða Styrktarfélag van- gefinna heldur en hernaðar- bandalag, sem það er aðeins í hjáverkum. Þannig er fjarstæða að bera það saman við hin illu öfl í austri sem kennd eru við Varsjá og eru bara morðbandalag! Útbúnaður sá er NATO hefur sett upp víða um land hefur árum saman bjargað okkur frá því að lenda undir skóhælstraðki Rússa. Sú herskáa þjóð fer dagversnandi eins og allir vita, þótt flestir skelli við því skollaeýrum. Takmarkað- ur hluti íslendinga gerir sér að vísu.grein fyrir því (sjá ályktun SUS Mbl. 14.11.89 bls. 2), en að öðru leyti flýtur vor ólánssama þjóð sofandi að feigðarósi. Hvernig dettur kommunum í hug að halda því fram að NATO vilji ekki gefa Skagfirðingum flugvöll? Hvað er eiginlega að mönnunum? Eða er kannski best að ganga út frá því að kommar séu ekki menn? Það var gert hér á árum áður og gekk þá allt miklu betur. Ég held, að ef grannt er skoðað vilji NATO bæði gefa okkur flug- völl í Skagafjörð, Aðaldal og jafnvel á Egilsstaði. Verum ekki of fljótir íslendingar að ljúka við nýjan Egilsstaðaflugvöll, klárinn með gullið frá NATO kann að vera á næsta leiti. Og ekki er vafi, að NATO væri til í að gera við flugvöllinn á Skálanesi í Astur-Barðastrandarsýslu, en um hann hefur enginn komist nokkurt skeið nema fuglinn fljúg- andi. Ekki trúi ég því þó að gæska þessarar miklu stofnunar sé bundin við flugvelli. Ég sé fátt á móti því að setja umfangsmikla áætlun í gang hér vestast í Vestur- landskjördæmi og fá NATO til að smíða brú yfir Gilsfjörð. Þessi brú myndi stytta leiðina milli Búðardals og Reykhóla umtals- vert, ekki síst á ófriðartímum. Veita mætti vestrænum herjum sjálfsagða heimild til að fara með skriðdreka um brúna ef með þyrfti. Þá kæmi næst að hafa hana svo langa og breiða að hún gagn- aðist sem varaflugvöllur fyrir Vesturland og Vestfirði (og mið- in). Loks mætti hafa bryggjupolla vinstra megin á brúnni (séð frá Búðardal) og væri þá komið hið ákjósanlegasta varaskipalægi fyrir vestrænt hemaðarsamstarf, sem mér skilst að mæti vaxandi skilningsleysi í Hvalfirði. Hér á landi er algengt að öf- undast út í Færeyinga vegna þess að þeir hafa fengið jarðgöng og hraðbrautir gefins hjá Dönum. Sjálfstæði Færeyinga dregur eng- inn í efa sem þeim hefur kynnst. Ég held að við getum horft fær- eyskum augum til NATO og Bandaríkjanna. Með glöðu geði munu þeir gefa okkur nokkra gullna dali til vega- og jarðganga- gerðar, fyrir utan flugvellina (á þann hátt yrðu íslendingar allir þeir „dalamenn” sem þá dreymir um). Sjálfstæð þjóð þarf öfluga utanaðkomandi fjárhagsaðstoð til að sjálfstæðið haldist í sessi. Bjartur í Sumarhúsum tók lán til að byggja sér nýtt hús. Þessi þjóð hefur smám saman eignast frjálsan og viljugan Sjálf- stæðisflokk. Hann hefur ásamt hernum getið sér gott orð fyrir að hlúa að ýmsum framkvæmdum á Reykjanesskaga, Bolafjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og víðar, þjóðinni til hins mesta sóma. Smám saman losar hann okkur við óarðbæra menningu, óperur, sinfóníuhljómsveit og drasl, sem enginn vill borga fyrir. Með hjálp Sjálfstæðisflokksins mun ég losna við að greiða Ríkisútvarpinu meðlag, þegar það verður selt heiðarlegum einstaklingum, geislandi af prúðmennsku í frjálsri samkeppni. Fyrir spam- aðinn verður hægt að byggja hál- fkúlur ofan á sfldarlýsistanka Hafsfldar hf. á Seyðisfirði. Sá flokkur manna sem talar um að fálki Sjálfstæðisflokksins skíti í stélfjaðrir sínar er lítt önsunar- verður. Þeim sem segja að merk- ið sýni Sjálfstæðismenn sjálfa og að þeir séu hinir mestu fálkar vil ég ekki svara. Með því að hlúa að Sjálf- stæðum taugum Sjálfstæðisins í Sjálfstæðum Sjálfstæðisflokki mun Sjálfstæðu fólki þessarar þjóðar auðnast að byggja og tryggja nauðsynlega velferð í vestrænu vamarsamstarfi og vax- andi einstaklingsfrelsi sem hún þarf á að halda til að standa á eigin fótum á þeim tímamótum sem í hönd fara í vaxandi vest- rænu einstaklinsvamarsamstarfs- frelsi. Höfundur er læknir í Búðardal. ( Miðvikudagur 13. desember 1989 ÞJÓÐVILJINN — S(ÐA 5 „Ég held, að efgrannt er skoðað vilji NA TO gefa okkurflugvöll í Skagafjörð, Aðaldal og jafnvel á Egilsstaði. Verum ekki offljótir Islendingar... “ \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.