Þjóðviljinn - 13.12.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.12.1989, Blaðsíða 7
MENNING Gullfoss. Lífið um borð „Eins og í bandarískri bíómynd“ Pétur Már Ólafsson: Um borð í Gullfossi gátu menn notið þess að ferðast eins og greifar - Það liggurvið að ég harmi að hafa ekki f æðst tíu árum fy rr, þá hefði ég getað siglt með Gullfossi, segirPéturMárÓlafs- son. Hann tók saman bókina Gullfoss, lífið um borð og segir það áberandi hvað öllum virðist hafa þótt gaman að sigla með skipinu, það hafi verið sveipað ævintýraljóma. í bókinni segir frá ferðum Gullfoss frá því hann kom fyrst til landsins 1950, til þess að hann var seldur til Líbanon árið 1973. Er athyglinni einkum beint að Iífi farþega og skipverja en auk Pét- urs eiga þrettán höfundar kafla í bókinni auk þess sem rætt er við fjölda manns. Meðal höfunda má nefna Auði Laxness, Sigurð A. Magnússon og Flosa Ólafsson, sem sigldu með skipinu sem far- þegar, og rætt við þá Thor Vil- hjálmsson, sem bæði kynntist skipinu sem háseti og farþegi og Sigurð Rúnar Jónsson (Didda fiðlu), sem átján ára var ráðinn á skipið til að skemmta gestum og lenti þar með einhvers staðar mitt á milli, taldist hvorki til farþega né áhafnar, en á Gullfossi átti helst allt að vera í sínum föstu skorðum, þar var munur á mönnum. - Þessi mikla stéttaskipting um borð var kannski það sem einna helst virkaði framandi á mig, segir Pétur Már. Skipting á milli farrýma var mjög skýr, til að mynda máttu farþegar af öðru og þriðja farrými ekki koma á fyrsta farrými, þó þeim sem þar væru væri frjálst að koma á „lægra sett“ farrými. Eins var með áhöfnina, þar var mikill munur á mönnum; rendurnar á ermunum skiptu öllu. - Það virðist þó hafa verið mikil samheldni og félagsandi á meðal skipverja, sérstaklega tíu fyrstu árin, þá var sami kjarninn í öllum ferðunum. Eftir 1960 kom meira los á mannskapinn, menn fóru kannski einn til tvo túra og hættu svo. Nú virðast bæði Halldór Lax- ness og Ásbjörn Ólafsson heild- sali tengjast Gullfossljómanum alveg sérstaklega. Flestir farþeg- anna tala til að mynda um þá. Kanntu einhverja skýringu á því? - Þeir sigldu oft á ári og voru áberandi menn hvor á sinn hátt. Ég held að mönnum hafi yfirleitt fundist ferðin vel heppnuð ef annar þeirra var með. Það til- heyrði einhvern veginn góðri ferð með Gullfossi að þeir væru með. Og þetta var ógurlega gam- an... - Já, manni virðist þetta hafa verið gleði og glaumur frá upp- hafi til enda, - nema fyrir þá sjó- veiku, auðvitað. Það getur hafa Pétur Már: Gullfoss er eins konar sjálfstæðistákn. Hann var annað og meira en einhver stálklumpur sem flutti menn frá a til b. Mynd: Kristinn. ráðið einhverju að barinn var mun ódýrari en í landi, svo í kringum hann var stöðugt glaumur og gleði. Eins var matur- inn á Gullfossi rómaður, þar var sami maturinn fyrir öll farrýmin, menn voru þarna í fermingar- veislu upp á hvern dag og það er nokkuð, sem allir muna eftir. - En þó það væri jafnrétti manna á meðal hvað matinn varðaði gegndi ekki sama máli um sætaskipan á máltíðum. Mestur heiðurinn var að sitja við borð skipstjórans, þar næst komu borð fyrsta stýrimanns og yfirvél- stjóra. Það virðist hafa skipt al- veg óskaplega miklu máli hver sat hvar og gat komið upp mikill ríg- ur manna á meðal. Þetta var eins og maður sér í bandarískum bíó- myndum frá 6. og 7. áratugnum. - Ég held að það hafi skipt miklu að þarna losnuðu menn úr sínum venjubundna raunveru- leika og gátu notið þess að ferðast eins og greifar. Þetta var líka mikið ævintýri fyrir allan þorra fólks, með tilkomu Gullfoss geta loksins flestir farið að ferðast að einhverju marki, ekki bara þeir ríkustu. Og svo var þetta alvöru farþegaskip sem þjóðin átti sjálf. - Þjóðarstoltið hafði þarna sitt að segja, þegar íslendingar eignast skipið er skammt um liðið frá lýðveldisstofnun og Gullfoss er eins konar sjálfstæðistákn. Hann var annað og meira en ein- hver stálklumpur sem flutti menn frá a til b. Þetta kemur skýrt fram í viðhorfi manna til útlendinga um borð, það var svona heldur litið niður á þá. Þjóðverjarnir voru óvinsælir, þeir reyndu að hrifsa til sín sem mest af matnum og eyddu svo til engum pening- um, Færeyingarnir voru litlu- bræður og bestu grey, en verstur var auðvitað Daninn. Það við- horf kemur skýrt fram í grein Gunnars Bergmanns blaða- manns í Tímanum frá 1964. Þar hneykslast Gunnar á því að á flaggskipi íslenska flotans sé allt morandi í dönskum þjónum og tunga gömlu herraþjóðarinnar þar af leiðandi áberandi. - Menn báru heitar tilfinning- ar til Gullfoss. Til dæmis um við- horfið má nefna að til hans voru ort að minnsta kosti þrjú ljóð og eitt lag samið honum til heiðurs og það eru ekki mörg skip sem hljóta slíka upphefð. Gullfoss var staður þar sem menn gátu leyft sér að vera glaðir og reifir, - og sannir íslendingar. Þjóðin átti þetta skip. Viðhorfið var allt ann- að en til dæmis til Norröna, sem í augum flestra er bara einhver dallur. - Gullfoss var þar að auki eins og lítið samfélag. Þar gerðist allt. Trúlofanir og skilnaðir, menn dóu og þarna fæddist barn. Ástin blómstraði líka bæði lang- og skammvinn, - þarna var í stuttu máli lífið sjálft í hnotskurn, menn leyfðu hvötunum að njóta sín og náttúran leitaði út. Það má nefna í þessu samhengi að það kviknaði þrisvar í Gullfossi á meðan hann var í smíðum, einu sinni árið 1963 og loks varð hann eldinum að bráð 1976, en þá sökk hann við Mekka. Menn hafa gjarnan tengt alla þessa eldsvoða hinum óheftu ástríðum, sem léku lausum hala um borð. En hvernig stóð á því að ljóm- inn fór af skipinu í lokin? - Hann hvarf aldrei alveg þó það geislaði ekki eins mikið af því í lokin og í upphafi. Menn báru alltaf virðingu fyrir Gullfossi. En í upphafi var hann svo ótrúlega glæsilegur. Hann var kallaður Fantasíufoss á meðan hann var á teikniborðinu. Það var hreinlega ofar skilningi fólks hvernig hægt væri að byggja svona glæsilegt skip. Að lokum var hann hins vegar orðinn mjög óhentugur. Þar réði mestu að lestunaraðferð- ir voru ákaflega frumstæðar. - Það kom mér reyndar á óvart þegar ég fór að kynna mér þetta að farþegum fækkaði ekkert með árunum. En olían hækkaði í verði, verðbólgan bætti ekki úr skák og svo það að það þurfti að stoppa tvo til þrjá daga í hverri höfn á meðan verið var að lesta. - Það er annars erfitt að gera sér grein fyrir því hvers vegna ljóminn fer af Gullfossi. Flugið var auðvitað komið til sögunnar, allir höfðu aðgang að fljótlegri og, fyrir suma, þægilegri ferða- máta, Gullfoss þótti kannski ekki eins fínn. En hann var þó alltaf meira en venjulegt skip í augum fslendinga. _LG Kammertónlist Jólatónleikar á Seltjamamesi Kammcrsveit Seltjarnarncss, sönghópurinn Hljómeyki og ein- söngvarar halda jólatónleika í Seltjarnarneskirkju í kvöld. Þetta eru aðrir tónleikar Kammersveit- arinnar, en hún var stofnuð á hvítasunnu á þessu ári. Tónleik- arnir hefjast kl. 20:30 og á efn- isskránni eru verk eftir J. S. Bach, Corelli, Hándel og Mozart. Stjórnandi er Sigursveinn Magnússon og konsertmeistari Hlíf Sigurjónsdóttir. Brandenborgarkonsert nr. 3 eftir Bach er fyrstur á tónleika- skránni, en síðan flytur kammer- sveitinn jólakonsert Corellis: Concerto Grosso nr. 8, fyrir tvær einleiksfiðlur, selló og strengja- sveit, saminn til flutnings á jóla- nótt. Hljómeyki flytur ásamt hljóm- sveitinni kór úr oratoríunni Messias eftir Hándel: Barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. Að sögn Sigursveiris er hér um að ræða tilraun kammersveitarinnar og kórsins því hefð er orðin fyrir því að mun stærri kór syngi Messias, en Hándel hafi líklega á sínum tíma notast við kór á stærð við Hljómeyki, sem í eru 16 manns. Loks eru á tónleikaskránni tvö atriði úr óperunni Töfraflautunni eftir Mozart. Það fyrra er söngur Paminu og drengjanna þriggja, en tónlistina munu margir hér á landi kannast við sem lagið við sálminn í dag er glatt í döprum hjörtum. Elísabet F. Eiríksdóttir syngur hlutvek Paminu, en drengina þrjá syngja þær Sigríður Gröndal, Sigrún V. Gestsdóttir og Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Seinna atriðið úr Töfraflautunni er Recitativ Zarastros ásamt lok- akór óperunnar, en þar er sigri veldis sólarinnar yfir myrkum öflum fagnað. Hlutverk Zarast- ros syngur Halldór Vilhelmsson. Seltjarnameskirkja var vígð í febrúar síðastliðnum og þar hélt kammersveitin sína fyrstu tón- leika þann 19. júní. Segir Sigur- sveinn hljómburð í kirkjunni vera með mestum ágætum og megi að hluta til rekja stofnun kammersveitarinnar til bygging- ar hennar, því þar hafi skapast einstök aðstaða til tónlistarflutn- ings á Seltjarnamesi. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.