Þjóðviljinn - 13.12.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.12.1989, Blaðsíða 11
I DAG Teikning: Halldór Pétursson LESANDI VIKUNNAR Et aldrei ham- GRÝLA Landsmóðir Hvað ertu að gera núna Grýla? Nú, nema það sem ég hef verið að gera undanfarin ellefu hundr- uð ár, senda syni mína út í óviss- una. Ef þeir koma ekki verða krakkaræksnin alveg ær. Stekkj- arstaur er kominn á leiðarenda og Giljagaur vonandi líka nema hann hafi eitthvað verið að slóra. Hvað gerirðu helst í frístund- um? • Reyni að ná mannasiðunum úr piltunum eftir þessar heimsóknir. Segðu mér frá bókinni sem þú L*rt að lesa núna. Orðsifjabókina langþráðu, ég er orðin svo gleymin að mér veitir ekkert af upprifjun. Hvað lestu helst í rúminu á kvöldin? Lýsnar úr bóndanum. Hver er uppáhaldsbarnabók- þín? Sagan um Gilitrutt. Ég er alltaf dálítið veik fyrir sögum með sorg- legum endi. Hvers minnistu helst úr Bibl- íunni? Biblíu hvað? Segðu mér af ferðum þínum í leik- og kvikmyndahús í vetur. Við brugðum okkur hjónin til að sjá Pella sigursvera. Myndin var afskaplega góð, en Leppa mínum leist ekki á aðfarirnar þarna um nóttina þegar frúin á bænumvarorðin þreyttá kvenna- fari bóndans. Mig skal ekki undra að hún hafi verið búin að fá nóg af, svo honum var nær karl- kvölinni. Leikhús förum við aldrei í síðan Davíð hætti að senda okkur boðsmiða. Fylgistu með einhverjum á- kveðnum dagskrárliðum í út- varpi og sjónvarpi? Eg vil ekki fyrir nokkurn mun missa af Þjóðarsálinni svoköll- uðu, hún er afbragð. Þær eru líka góðar þessar litlu útvarpsstöðvar, en loksins þegar ég er komin upp á lagið með að finna þær þarna á bylgjulengdum og breiddum þá fara þær á hausinn. Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? Já. Ertu ánægð með frammistöðu þess flokks sem þú kaust I síðustu kosningum? Mikil ósköp. Matarskatturinn er að verða öruggur í sessi og þó fyrr hefði verið. Þeir eru svo inni- lega sammála alltaf stjórnmála- mennirnir. Að vísu líður stund- um eitt og eitt kjörtímabil áður en þeir gera sér grein fyrir að þeir eru sammála en þetta kemur allt. Var ekki stjórnin að leggja fram eitt af gömlu frumvörpunum hans Þorsteins, mér skilst það. Eru til hugrakkir stjórnmála- menn og konur? Nú, það eru þessir sextíu og eitthvað fyrir sunnan. Svo er þarna einn í viðbót sem ekki var kosinn reyndar,en mér sýnist að hann fái samt alveg að vera með. Er landið okkar varið land eða hernumið? Nei,heyrðu mig nú. Ertþúein- hver laundóttir Leppalúða, þú spyrð eins og hver annar jóla- sveinn. Hernumið er landið væna mín, og eru þeir ekki að færa út kvíarnar bæði hér og þar? Klaufaskapur að vera að missa niður olíu og ráðast að eymingja flugvirkjunum, en fólk gleymir því fljótt, sannaðu til. Hvaða eiginleika þinn viltu helst vera laus við? Þennan snefil af hjartahlýju sem hrjáir mig stundum. Það er þó mesta furða hvað mér hefur tekist að halda þessu leyndu. Hvaða eiginleika þinn finnst þér skrítnast að aðrir kunni ekki að meta? Vöndinn minn. Ég nota hann alltof sjaldan nú orðið. Hvað borðarðu aldrei? Ég ét aldrei hamborgara og drekk ekki kók. Hvar myndirðu vilja búa ann- ars staðar en á íslandi? Mér leist nú ekkert á lands- lagið þarna í Pella-myndinni. Þetta var allt saman flatt eins og nýútkomnu jólaplöturnar. Okk- ur hefur nú alltaf iiðið bærilega hérna uppi á íslandi og verðum hér líklega eitthvað áfram. Mér skilst að það hafi farið eitthvað af jólasveinum til Svíþjóðar í sumar, aðallega vegna þess að kjarasamningar jólasveina eru víst svo góðir þarna hinum megin við hafið. En þetta eru auðvitað viðvaningar í iðninni hérna heima, og þú veist nú hvernig þetta er, enginn verður biskup í sínu heimalandi. Hvernig fínnst þér þægilegast að mjólka kýrnar? Þeir buðu okkur mjaltavélar á raðgreiðslum um daginn en við Vísuðum þeim á dyr. Notum alltaf Júgró. Hvert langar þig helst til að ferðast? Ég er að láta mig dreyma um að komast í vikufrí í Öífusborgir. Þar er víst húsmæðravika vor og haust. Hvaða bresti landans áttu erf- iðast með að þola? Hvað þeir eiga erfitt með að sætta sig við það sem þeir kjósa sjálfir yfir sig á fjögurra ára fresti. En hvaða kosti Islendinga metur þú mest? Að þeir skuli vera svona gleymnir. Þeir kjósa alltaf sama næst. Hvernig líst þér á framtíð ís- lands og þróun mála? Ef við verðum aftur sjálfstæð og herlaus þjóð (með loðnu), þá verður hægt að fara að gera sér vonir um bjarta framtíð. Er Þjóðviljinn gott blað? Já nú síðustu misserin hefur hann verið það, þeir birta jóla- sveinamyndir svo að segja dag- lega nú orðið. Hef ég gleymt einhverri spurn- ingu Grýla? Já. Spurðu mig um virðis- aukaskattinn. Hvernig líst þér á virðisauka- skattinn? Viðrinisaukaskatturinn, hann fer auðvitað allur í VASKinn. Guðrún þJÓOVILJINN FYRIR 50 ÁRUM Símastaurstolið. ígærvarlög- reglunni tilkynnt að símastaur hefði verið stolið vestur á Fram- nesvegi. Lá staurinn þar og átti að setja hann upp. Ekki er vitað hver valdur er að þjófnaði þess- um. 13. desember miðvikudagur. 347. dagurársins. Lúcíumessa. Magnúsmessahin síðari. Sólarupprás í Reykjavík kl. 11.13-sólarlagkl. 15.31. Viðburðir Jón Þorláksson á Bægisáfædd- urárið 1744. APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöavikuna 8.-14. des. er í Ingólfs Apóteki og Lyfj- abergi. Fyrrnef nda apótekiö er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síöarnef nda apótekiö er ( opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliöa hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN ' Reykjavik sími 1 11 66 Kópavogur..........sími 4 12 00 Seltj.nes..........sími 1 84 55 Hafnarfj...........sími 5 11 66 Garöabær...........sími 5 11 66 Siökkvilið og sjukrabilar: Reykjavík..........simi 1 11 00 Kópavogur..........sími 1 11 00 Seltj.nes..........sími 1 11 00 Hafnarfj...........simi 5 11 00 Garðabær...........simi 5 11 00 LÆKNAR Lækna vakt fyrir Reykja vík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiönir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eöa ná ekki til hans. Landspft- alinn: Göngudeildin eropin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjöröur: Dagvakt, Heilsugaeslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stööinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyöarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratimi 19.30- 20.30. Öidrunarlæknlngadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin viö Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspítall: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 DAGBÓK daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfiröi: alla daga 15-16 og 19-19.30. Kiepps- spftalinn: alladaga 15-16 og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavfk: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opiö allan sólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráögjöf í sálfræöilegum efnum. Sími 687075. MS-félaglð Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 8-17. Síminner 688620. * Kvennaráðgjötin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl .20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, • simi 21500, simsvari. Sjálfshjálparhópar þeirrasem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökln ’78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsima félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Sfmsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Bllanavakt rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sifjaspellamál. Simi 21260 alla virka daga kl. 1 -5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Samtök áhugaf ólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 12. des. 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar.............. 62.34000 Sterlingspund................. 99.60400 Kanadadollar.................. 53.59100 Dönskkróna..................... 9.14080 Norskkróna..................... 9.24650 Sænsk króna.................... 9.86550 Finnsktmark................... 15.03620 Franskurfranki................ 10.37140 Belgískur franki............ 1.68850 Svissneskurfranki............. 39.21250 Hollensktgyllini.............. 31.41580 Vesturþýskt mark.............. 35.46380 (tölsklíra..................... 0.04799 Austurrískursch................ 5.03860 Portúg. Escudo................. 0.40590 Spánskur peseti................ 0.54840 Japansktyen.................... 0.43170 (rsktpund..................... 93.60400 KROSSGÁTA Lárátt: 1 þjark 4 stafn 6 Spil7svara9tjón12 drang 14stúlka 15vot 16 rödd 19 fjöll 20 nudda21 nabbinn Lóðrótt: 2 sjór 3 hnupl- aði4fæddi5önug7 vorkennir8 hrækja 10 döpurll karimanns- nafn 13gutu 17hræðist 18eira Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 geil4erta6 enn7vask9doka12 kamar 14 góa 15 kám 16kokka 19sekk20 óðan21 tafði Lóðrótt: 2 eða 3 leka 4 enda 5 tik 7 vægast 8 skakkt10orkaði11 ■ arminn 13mók17oka 18kóð Miðvlkudagur 13. desember 1989 -ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.