Þjóðviljinn - 14.12.1989, Page 1

Þjóðviljinn - 14.12.1989, Page 1
Fimmtudagur 14. desember 1989 215. tölublað 54. örgangur Framkvœmdastjórn Verkamannasambandsins felldi tillögu varaformanns Dagsbrúnar vegna tímamarka hennar. HalldórBjörnsson: Dagsbrúnarmenn samþykkja aldrei samning án kaupmáttaraukningar Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans er trúnaðarráð Dags- brúnar óánægt með viðbrögð framkvæmdastjórnar VMSI við tillögu sem varaformaður Dags- brúnar, Halldór Björnsson, flutti á fundi framkvæmdastjórnarinn- ar um kröfurnar í komandi kjara- samningum. Er útlit fyrir að Dagsbrún fari sínar eigin leiðir í samningaviðræðum og segja Dagsbrúnarmenn raunar útilok- að að samningar verði samþykkt- ir af félagsmönnum nema þeir leiði ótvírætt til kaupmáttar- aukningar. Tillagan var byggð á tillögu trúnaðarráðs Dagsbrúnar frá 9. þm. Hún gerði ráð fyrir hækkun kaupmáttar, ma. með því að lækka framfærslu- og fjármagns- kostnað, hækka skattleysismörk úr 52 þúsundum í 57 þúsund og að lægra virðisaukaskattsþrep verði á nauðsynjavörum. En það sem fór helst fyrir brjóstið á fram- kvæmdastjóm VMSÍ var að til- lagan gerði einnig ráð fyrir að gripið yrði til harðra aðgerða verði þessum kröfum ekki fullnægt fyrir 1. mars. „Framkvæmdastjórn Verka- mannasambandsins þótti þessi tillaga mín ekki góð latína og felldi hana ásamt því að endur- Jólabœkurnar Verb'ðin fer vel af stað Góð sala í íslenskum skáldsögum. Heimsbókmenntirnar ekki síður söluvara en reyfararnir Jólabókasalan fór fyrr af stað núna en í fyrra og má segja að salan hafi verið jöfn og þétt alveg frá því um miðjan nóvember. Það skiptir talsverðu máli að bækur hafa lítið hækkað í krónum talið þannig að í raun eru þær ódýrari nú en oft áður, sagði Þórunn ís- feld Þorsteinsdóttir, verslunar- stjóri í Bókabúð Máls og menn- ingar í Síðumúlanum. Hún sagði að nýjar íslenskar skáldsögur seldust áberandi vel um þessar mundir og tilnefning til íslensku bókmenntaverðlaunanna hefði þau áhrif að meira væri spurt um Sjónvarpið Langt í land Það hefur nánast ekkert verið gert vegna peningaleysis síðan út- varpið flutti í húsið. En okkur líð- ur ágætlega hér, enda höfum við lagað okkur að aðstæðum í 24 ár,“ sagði Pétur Guðfinnsson framkvæmdastjóri Sjónvarpsins þegar Þjóðviljinn spurði hann hvort til stæði að flytja í Útvarps- húsið við Efstaleiti á næstunni. Sá hluti hússins sem Sjónvarp- ið hefur til umráða er enn aðeins fokheldur þannig að langur tími getur liðið áður en hægt verður að flytja inn. Sem kunnugt er hafa margir aðilar innan Sjón- varpsins lýst andstöðu sinni við flutníngjnn, enda var húsið ekki byggt að fullu samkvæmt upphaf- legrihönnun. -þóm \ ■ T' ' Ragnar Arnalds og Sigurður A. Magnússon voru að skoða úrval jólabóka í ár þegar Ijósmyndara bar að garði í bókabúð Máls og menningar í gær. Mynd-Jim Smart þær bækur. Af erlendum bókum sagði Þórunn að það væru ekki síður góð bókmenntaverk eftir þekkta höfunda sem seldust vel, en reyfararnir, þótt sala þeirra væri alltaf ágæt. I sama streng tók verslunarstjóri bókaverslunar Sigfúsar Eymundssonar, Fanný Jónmundsdóttir. Gunnlaugur Jónasson eigandi bókaverslunar Jónasar Tómas- sonar á ísafirði sagði að salan hefði gengið ágætlega og vegna góðrar færðar hefði talsverður fjöldi fólks úr nágrannabyggðar- lögunum komið í verslunarl- eiðangur til ísafjarðar. - Ég hef ekki orðið var við neinar sérstak- ar metsölubækur ennþá, salan hefur verið nokkuð jöfn. Fólk sýnir alltaf ævi- og endurminn- ingabókum talsverðan áhuga ef þær kitla forvitnina á einhvem hátt, auk þess sem sögur af sjó- mönnum og aflaklóm seljast alltaf vel héma. Mér finnst fólk sækja meira í þýdd bók- menntaverk heldur en spennu- sögumar þótt þær standi fyliilega fýrir sínu, sagði Gunnlaugur. Jón Lámsson eigandi bóka- verslunarinnar Bókvals á Akur- eyri sagðist vera mjög bjartsýnn á góða sölu bóka fyrir jólin og taldi hana vera svipaða núna og í fyrra. Hann sagði söluna jafna og ekki hægt að benda á neinn einn titil öðmm fremur sem seldist vel. »Þ Keflavíkurvöllur Maimfæð hamlar löggæslu Stöðugildum verið fœkkað um 13. Gœsla Flugstöðvarinnar í lágmarki. Herlögregla gengur í störf íslenku lögreglunnar Lögreglan á Keflavíkurflugvelli á í erfiðleikum með að gæta Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar vegna mannfæðar, en stöðugild- um við lögregluna hefur verið fækkað um 13. Nú er bara einn lögregluþjónn á vakt á nóttinni en þeir voru áður þrír. Á dagvakt er gert ráð fyrir þremur lögreglu- þjónum en oft eru ekki nema tveir á vakt vegna veikinda eða fría. Áður voru fjórir á dagvakt að staðaldri. Nýkjörin stjóm Lögreglufé- lags Suðumesja hefur mótmælt ákvörðun stjómvalda að fækka í liði lögreglunnar á Keflavíkur- flugvelli. Telur stjórnin að þessi fækkun hafi haft alvarlegar af- leiðingar í för með sér, samanber þá atburði sem átt hafa sér stað við Flugstöðina. Þar er m.a. átt við innbrotið í SAS - vélina, þeg- ar rænt var áfengi um borð, auk annarra alvarlegra atburða. Þá bendir stjómin á að herlög- reglumenn gangi í auknum mæli í störf íslenskra lögreglumanna, einsog t.d. í gæslu við hliðin. Segir í ályktuninni að hér sé um að ræða afturför um tugi ára, auk þess sem það hafi í för með sér kjaraskerðingu. Er bent á að herlögreglumennimar eru með öllu ómenntaðir á sviði íslensks réttarfars. taka ályktun frá 15. þingi VMSÍ,“ sagði Halldór Björnsson. Sér þætti þetta einkennilegt vegna þess að ef gera ætti „núll samn- ing“ sem fæli engar kaupkröfur í sér, yrði slíkur samningur að hafa eitthvað annað í sér til að hífa upp kaupmáttinn. „Við vomm í sjálfu sér ekki ósammála tillög- unni sem slíkri en það hefur ævin- lega verið til bölvunar að setja dagsetningar inní kröfugerðir og menn festast gjarnan við þær. A þeirri forsendu greiddi ég at- kvæði gegn tillögunni en aðrir þættir hennar koma beint eða óbeint fram í ályktun okkar,“ sagði Björn Snæbjörnsson í fram- kvæmdastjóm VMSÍ, aðspurður um tillögu Bjöms. Vonandi yrði búið að semja fyrir 1. mars og reyndar hefðu VMSÍ-félagar ekki efni á að draga málin svo lengi. Hann vonaði að menn stæðu saman í þessari baráttu og hann hefði reyndar alla trú á að svo yrði. Halldór Bjömsson var reyndar sammála því að ekki væri hægt „að bíða til eilífðamóns með að semja,“ einsog hann orðaði það og sagði það vera ástæðuna fyrir fyrrgreindri dagsetningu. „En aðalatriði tillögunnar er vita- skuld að rífa upp kaupmáttinn og að farið verði eftir lögum varð- andi persónuafslátt, en ekki ein- hverjum geðþóttaákvörðunum fj ármálaráðherra, “ sagði Halldór ennfremur. -þóm 10 dagartíljóla Stúfurhét sá þriðji Ragnar Guðmundsson, 6 ára, teiknaði þessa mynd af Stúfi. Einsog sjá má er stubburinn sá ansi hálslangur enda verður hann að teygja vel á honum til þess að ná upp í gluggana.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.