Þjóðviljinn - 14.12.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.12.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Fram og aftur blindgötuna Einar Ólafsson skrifar Árið 1926 var samþykkt á þingi Alþýðusambandsins að sækja um aðild að Alþjóðasambandi jafn- aðarmanna. Alþýðusambandið var þá hvorttveggja í senn faglegt heildarsamband verkalýðsins og pólitískur flokkur hans á sósíal- ískum grunni. Þetta þýddi að flokkurinn varð í raun að starfa sem einskonar samfylking sósíal- ista, einkum eftir að hér á landi fór að gæta þess ágreinings sem varð æ dýpri í hinni sósíalísku hreyfingu í Evrópu. Með þessari samþykkt tók Al- þýðusambandið afstöðu til meginágreiningsins í heimshreyf- ingu sósíalista og gekk formlega til liðs við annan meginarm henn- ar. Þar með var Alþýðusamband- ið/ Alþýðuflokkurinn ekki lengur sósíalísk samfylking íslenskra verkamanna og verkalýðssinna heldur sósíaldemókratískur flokkur. Það leiddi svo með öðru til stofnunar Kommúnistaflokks íslands 1930 og klofnings verka- lýðshreyfingarinnar. Kommún- istar börðust fyrir því að Alþýðu- sambandið yrði skilið frá Al- þýðuflokknum, en jafnframt leituðu þeir alltaf eftir samstarfi við sósíaldemókrata, ýmist beint í starfi eða formlega við Alþýðu- flokkinn. Sósíalistaflokkurinn varð árangur þessarar samfylk- ingarstefnu og síðar, 1956, Alþýðubandalagið, fyrst sem samfylking en síðar sem flokkur frá 1968, þegar Sósíalistaflokkur- inn var formlega lagður niður. Sem flokkur hefur Alþýðu- bandalagið alltaf verið óttalegt viðrini. Þótt það væri að nafninu til gert að flokki voru skoðanir náttúrlega jafn skiptar innan þess að því undanskildu að allmargir sögðu skilið við það til vinstri og hægri. Margir þeirra hafa síðan gengið aftur til liðs við það, þar sem ekki var annað betra að gera. Alþýðubandalagið er því í raun samfylking meira og minna ós- amstæðra vinstri manna sem er að burðast við að starfa sem flokkur. Það er heldur ánægjulegt að Alþýðubandalagið hefur á und- anfömum árum farið að gera sér betri grein fyrir þessu eðli sínu sem samfylking og viðurkennt það. Til marks um það er t.d. stofnun félagsins Birtingar og viðurkenning þess sem aðildarfé- lag Alþýðubandalagsins. Og í setningarræðu sinni á landsfund- inum nú í haust talaði formaður Alþýðubandalagsins um að það þyrfti að verða breiðfylking og að það væri „flokkur íslenskra jafn- aðarmanna og félagshyggju- fólks“. Ef Alþýðubandalagið færi nú að sækja um aðild að Alþjóða- sambandi jafnaðarmanna væri það að vissu leyti sambærilegt við inngöngu Alþýðusambands- ins/Alþýðuflokksins í þetta sama samband árið 1926. Með því væri lýst yfir að Alþýðubandalagið væri sósíaldemókratískur flokkur en ekki flokkur eða samfylking (breiðfylking) íslenskra sósíal- ista. Nú segja sumir að aðild Al- þýðubandalagsins að Alþjóða- sambandi jafnaðarmanna væri bara eðlileg viðurkenning þeirrar staðreyndar að Alþýðubandalag- ið sé sósíaldemókratískur flokk- ur. Og vissulega er Alþýðu- bandalagið sósíaldemókratískur flokkur að því leyti að hann er umbótaflokkur. Það er ekkert nýtt. En ýmislegt hefur skilið Al- þýðubandalagið frá gömlu sósíal- demókrataflokkunum í Evrópu. Alþýðubandalagið varð til sem samkomulag sósíalista með ólík- ar skoanir allt frá byltingarsinn- uðum marxistum til sósíaldemó- krata um ákveðna lágmarks- stefnuskrá, umbótastefnuskrá. Mikilvægt atriði í henni var kraf- an um brottför hersins. Þessi krafa og andstaðan gegn aðild- inni að NATO auk stöðugrar andspymu gegn vaxandi áhrifum erlendra fjármagnseigenda á ís- landi hafa alltaf verið skýrustu mörk Alþýðubandalagsins til hægri. Þeir jafnaðarmenn, sem hafa aðhyllst aðildina að NATO og aukið athafnafrelsi erlendra „Það er því svolítið hlálegt að íslenskir vinstrimenn af „68-kynslóðinni“ og þaðan af yngri skuli einmitt nú leita lausna í Alþjóðasambandi jafnaðarmanna“ Öfugstreymi Katrín Árnadóttir skrifar Sífellt gera menn kröfur til ríkisins um aukið kaup og styrki. Þeir suða jafnvel mest sem hafa tekjur heldur í efri kantinum. Menn láta eins og þeir viti ekki um þá staðreynd, að þjóðin er orðin þjökuð af því að standa straum af eriendu skuldunum og veita óumflýjanlega neyðarhjálp ýmisskonar. Fólk ætti að spyrja sjálft sig í alvöru, hvort það yrði ánægðara þegar þjóðin er orðin gjaldþrota, en svo fer ef alltaf er lifað um efni fram. Menn kanna nú marga hluti, en ekki hef ég heyrt að kannað hafi verið hvað þjóðfélag getur staðist lengi ef yfirgnæfandi meiri hluti þess er aðeins neytendur, sem ekki vinna að neins konar framleiðslu eða arðbærum iðn- aði. Þetta þyrfti að kanna ef hægt er. Mig grunar að hlutföllin séu orðin hættuleg hérlendis. Það sýnir mér kvíðinn sem við lands- byggðarfólk finnum til og ekki síður sá háværi áróður sem ýmsir - ekki síst borgarbúar, hafa uppi fyrir því að hleypa erlendu fjár- magni inn í landið eftir ýmsum leiðum. Þeim er vorkunn með sína hraðvaxandi höfuðborg og er líkast því að örvænting hafi gripið um sig. Varla er þó hægt að neita því að nokkurt fjármagn er hér til, en sjálfsagt mjög bundið. Er ekki rétt að leiða hugann vestur um haf til Mexíkó? Þar er höfuðborgin orðin risavaxin. AIl- ir geta séð mengunarhættuna, og atvinnuleysið hrekur fólkið til að flytjast í stríðum straumum til Bandaríkjanna löglega og ólög- lega, en þar mun það vera lítils metið sem vonlegt er, vegna þess að það er óvelkomið. Hér er nú þegar einhver landflótti, senni- lega vegna atvinnuleysis og neyðar lágtekjufólks. Menn binda vonir við útflutn- ing á hátæknibúnaði. Að sjálf- sögðu er það ágætt, en hvemig er hægt að telja fólki trú um að sú framleiðsla yrði í svo stórum stíl að það nægði okkur? Stóriðjan á öllu að bjarga, segja menn, þrátt fyrir gífurlegar lántökur til virkjana sem þjóðin yrði að bæta á sig. Ég er hrædd um að þetta sé glapræði af ýmsum ástæðum, en fyrst og fremst vegna þess hvað markaðurinn fyrir ál og jámblendi hefur verið ótryggur. Ég held að ekkert dugi annað en að meiri hluti þjóðarinnar vinni arðbæra vinnu og að öll þjóðin læri að meta hana og kaupi það íslenska. Ég held að allir séu sammála um að fólk hér sé lagið og vel menntað, en það er sundrað, ef til vill vegna ranglátr- ar tekjuskiptingar. Við þurfum að vinna hvert með öðm, en ekki hvert á móti öðm í heimskulegri samkeppni um allskonar of- neyslu. Reynum að snúa vöm í sókn til að halda landinu í byggð. Um leið mundum við styðja höfuðborgina okkar, sem ef til vill er i mestri hættu ef nær öll byggðin sópast til hennar, án þess að nokkur grundvöllur væri fyrir slíkt mannlíf. Við þurfum heilbrigðara verðmætamat en við höfum nú. Því mundi fylgja sam- staða og samstaða er gleðigjafi. Hötundur er húsmóðir f HlfS, Gnúp- verjahreppi, ÁrnessýsJu. „Mig grunar að hlutföllin séu orðin hœttuleg hérlendis. Þaðsýnirmér kvíðinn sem við landsbyggðarfólk finnum til... “ Fimmtudagur 14. desember 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 fjármagnseigenda hér, hafa ekki Þessar breytingar stafa ekki af átt heima í Alþýðubandalaginu. kreppu sósíalismans sem slíks Þetta hefur skýrast skilið Al- heldur miklu frekar af sumpart þýðubandalagið frá þeim sameiginlegri kreppu kapítalism- jafnaðarmönnum sem eiga aðild ans> „stalínismans“ og sósfal- að Alþjóðasambandi jafnaðar- demókratíunnar. Hvorki „stalín- manna. ismanum" né sósíaldemókratf- Það er mjög í tísku að tala um unni hefur tekist að leysa ýmsa hnúta auðvaldssamfélagsins (og annarra stéttasamfélaga). Hvort sem er í hinum stalfnfsku „kommúnistaríkjum“ eða sósfal- demókratísku velferðarríkjum er maðurirtn undirorpinn annað- hvort markaðnum eða rfkisvald- inu og opinberum stofnunum nema hvorttveggja sé, lýðræðið er takmarkað og framleiðslan er meira og minna í ósamræmi við raunverulegar þarfir samfélags- ins og þol umhverfisins. Þetta eru atriði sem var kannski í og með verið að gera uppreisn gegn í vesturlöndum 1968 og næstu ár á eftir. Það er kannski ekki út í hött sem sagt hefur verið að í Berlín breytta heimsmynd. Eg held 1989 mætist París 1968 og Prag raunar að oft þykist menn sjá 1968. Það er því svolítið hlálegt breytingar þar sem næsta lítið að íslenskir vinstri menn af „68- hefurbreystenyfirsjáistþaðsem kynslóðinni“ og þaðan af yngri raunverulega er breytt. Eitt af því skuli einmitt nú leita lausna í Al- sem breyst hefur er vinstri hreyf- þjóðasambandi jafnaðarmanna. ingin, sem áður greindist fyrst og fremst í kommúnista og sósíal- Nú, þegar vistkerfi jarðarinnar demókrata, þar sem hinir fyrr- þolir ekki öllu lengur efnahags- nefndu hölluðu sér að Moskvu og legar leiðir hins svokallaða sið- lentu í stalínískri kreppu en hinir menntaða hluta mannkynsins, er síðamefndu lentu í öfgafullum mikilvægast að allir jafnaðar- andkommúnisma sínum mjög í menn, hverju nafni se þeir nefn- bland við tröllin, hægri sinnað- ast, taki höndum saman ásamt asta hluta borgarastéttarinnar, umhverfisvemdarhreyfingum, áttu oft náið samstarf við banda- friðarhreyfingum, kvenfrelsis- rísku leyniþjónustuna og unnu hreyfingum og öðrum þeim sem dyggilega að stofnun NATO. vilja hugsa lengra en til þess Þessir „lýðræðissinnuðu“ jafnað- hvemig skráningin verður í armenn hafa ekki alltaf verið svo kauphöllinni á morgun. En okk- yfirmáta lýðræðissinnaðir. Á síð- ur er líka hollt að hugsa til baka. ustu tveimur áratugum hefur Saga verkalýðshreyfingarinnar vinstri hreyfingin orðið miklu Qg sósíalismans er ekki bara saga fjölbreyttari, bæði hvað varðar mistaka. Og fræði marxismans sósíalistana í henni og þá viðbót eru ekki heldur úrelt, það em að- sem felst í umhverfisverndar- eins afbakanir hans sem hafa hreyfingunni í Austur-Evrópu, beðið skipbrot. sem vissulega er margbreytileg og ekki Ijóst fyrir hverju ýmsir Noregi í desemberbyrjun 1989 hlutar hennar standa eða hvernig hún mun þróast. Einar Olafsson er rithöfundur. Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslustöðvum eru lausar til umsóknar nú þeg- ar: 1. Staða hjúkrunarforstjóra og tvær stöður hjúkrunarfræðinga við Heilsugæslustöðina á Sauðárkróki. 2. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina í Hólmavík. 3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina á Hvolsvelli. 4. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina í Neskaupstað. 5. Staða hjúkrunarforstjóra við Heílsugæslu- stöðina í Ólafsvík. 6. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina á Djúpavogi. 7. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðvamar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. 8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina á (safirði. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 11. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.