Þjóðviljinn - 14.12.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.12.1989, Blaðsíða 7
ÞJOÐMAL Menntamálráðuneyti Seglin dregin saman Um 40 sparnaðartillögur ífjárlagafrumvarpifrá menntamálaráðuneytinu. Svavar Gestsson: Mest dregið samaní ráðuneytinu sjálfu. Þjóðarbókhlaða fœr 243 miljónir •----: fyr;r „æsta : eins og það lítur út eftir aðra umræðu eru um 40 sparnaðar og niðurskurðartillögur frá mennta- málaráðuneytinu, samtals upp á um 120 mi^ónir króna. Svavar Gestsson menntamálaráðherra segir allar þessar tillögur vera frá sér komnar. í frumvarpinu hafi verið gert ráð fyrir um 200 miy* óna króna ótiigreindum niður- skurði án þess að tekið væri fram hvar hann ætti að koma. Svavar sagði ráðuneytið síðan hafa útfært þennan niðurskurð sem gert var ráð fyrir. Auðvitað væri engin þessara tillagna hon- um að skapi, en ástandið í efna- hagsmálum væri slíkt að grípa yrði til aðgerða af þessum toga, einfaldlega vegna þess að meiri peningar væru ekki til. „Það sem einkennir þessar tillögur er sparnaður á ýmsum hefðbundn- um liðum í menntamálaráðu- neytinu og það er líka um veru- legan spamað að ræða í ráðu- neytinu sjálfu,“ sagði Svavar. Sagðist Svavar halda að hans ráðuneyti væri eina ráðuneytið sem gerði tillögur um niðurskurð á eigin rekstri. Að sögn Svavars er þessum niðurskurði náð með ýmsum hag- ræðingaraðgerðum, skipulags- breytingum og með beinum sam- drætti. í heildina væri fyrst og fremst um það að ræða að sparað væri á hefðbundnum liðum, til þess að tryggja fé í viðbætur og nýjungar. Niðurskurðurinn á ein- stökum liðum væri oftast upp á mjög lágar upphæðir, ein miljón hér og hálf milljón þar o.s.frv. en í ráðuneytinu sjálfu væri áætlað að spara 10 miljónir. Þegar Svavar ritaði undir sam- komulag við háskólarektor í haust, sagðist hann ætla að tryggja að Þjöðarbókhlaðan fengi framlag samkvæmt fjár- lagafrumvarpi. Hann sagði Þjóð- arbókhlöðuna fá samkvæmt frumvarpinu 120 miljónir og sam- kvæmt samningi við Háskólann fengi hún að minnsta kosti 113 miljónir, þar af 60 miljónir í beinar byggingarframkvæmdir og 53 milljónir í innri búnað. Þriðja umræða fjárlaga væri eftir og þar yrði málið endanlega af- greitt. -hmp Handboltahöll Innistæðulaus tékki Svavar Gestsson: Veigamikilforsenda að Reykjavíkurborg takiþáttí byggingu íþróttahallarinnar. Ekki ráðist í verkefni afþessari stœrðar- gráðu nema við sérlega hagstœðar aðstœður M enntamálaráðherra, Svavar Gestsson, segist ekki vera að segja íþróttahreyfingunni stríð á hendur með yfirlýsingum sínum vegna loforða fyrirrennara sinna um byggingu handboltahallar fyrir einn miljarð króna. Ráðher- rann sagðist vita að íþróttahrey- fingin hefði skilning á því að handboltahöll væri ekki byggð úr engu. Hús sem kostaði einn milj- arð yrði ekki byggt af rflrinu einu, það væru engar aðstæður til þess. Svavar sagði að nú væri verið að leita ódýrari leiða og á fyrri- hluta næsta árs sæist fram úr því dæmi. Með ummælum sínum væri hann einfaldlega að undir- búa menn að svo gæti farið að húsið yrði alls ekki byggt. Ráðherrann sagðist vera að láta kanna hvort Reykjavíkurborg væri reiðubúin að ganga til sam- starfs um bygginguna, vegna þess að borgin hefði verið aðili að lof- orðinu um byggingu hússins. Þegar ráðherrarnir hefðu haldið í ferð til Kóreu á sínum tíma hefðu þeir haft meðferðis bækling þar sem ma. annars hefði verið ávarp frá borgarstjóranum. Ef borgin yrði ekki með í bygg- ingu hússins sagði Svavar veiga- mikila forsendu í málinu brostna. Þá hefðu menntamálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Matthías A. Mathiesen og Birgir ísleifur Gunnarsson, ekki haft neina fjármuni á bakvið sig þegar þeir gáfu loforð um byggingu íþrótta- hússins og það væri auðvitað ólíð- andi að menn gæfu slík loforð upp í ermina á sjálfum sér og öðr- um. Það er hins vegar ljóst að mati Svavars að það gæti orðið áfall og álitshnekkir fyrir íslendinga á al- þjóðavettvangi ef hætta yrði við að halda heimsmeistaramótið í handknattleik hér á landi. En menn gerðu einfaldlega ekki meira en þeir gætu. Ekki yrði ráðist í verkefni af þessari stærð- argráðu nema við sérlega hag- stæðar aðstæður og þær væru ekki til fyrir hendi nú. -hmp Hið opinbera Ekkert brennivín Á Alþingi hefur verið lagt fram frumvarp um að afhending eða veitingar áfengis á vegum ríkisins eða rflrisstofnana verði óheimilar hér á landi. Fari veisla á vegum ríkisins hins vegar fram á veitingastöðum íeða í sölum þar sem leyft sé að jselja áfengi, geti gestir keypt sitt áfengi sjálfir. Þá segir í greinar- gerðinni að ekki þurfi að rök- styðja þá staðreynd að aukin á- fengisneysla valdi sívaxandi tjóni og þær hörmungar sem áfengisn- eysla valdi séu augljósar í þjóðfé- laginu. Alþjóða heilbrigðisstofn- unin hafi einnig samþykkt áskorun til aðildarríkja sinna um að dregið verði úr áfengisneyslu um 25% fram til ársins 2000. -hmp MINNING Styrkár Sveinbjamarson prentari Ástæðan fyrir því að mig lang- ar að minnast Styrkárs Sveinbjamarsonar með örfáum orðum er ekki sú að kynni okkar væm sérstaklega mikil eða náin. Mig langar einungjs að minnast samferðamanns sem ég hitti oft og varð stundum samferða og kem til með að sakna. Ekki veit ég hversu algengt það er að fyrstu kynni verði eftir- minnileg og búi með manni ævi- langt. Þó er mér nær að halda að svo sé um öll mikilsverð kynni. Og þannig vom fyrstu kynni mín af Styrká. Einhvem tíma á þeim ámm sem nú em kennd við upp- reisn æskufólks, róttækni og hippa (en vom þroskatímabil heillar kynslóðar) var ég íhlaupamanneskja sumarlangt á Þjóðviljanum. Þjóðviljinn var á þeim tíma líflegur vinnustaður og ekki til siðs að biðjast afsökunar á skoðunum sínum eða setja ljós sitt undir mæliker. Stjómmál vora afl þeirra hluta sem gera þurfti. Þau vom skemmtileg því þar höfðu allir eitthvað mikils- vcrt fram að færa. Og það skaðaði ekki þótt tekist væri á um ólík sjónarmið. Einhvem tíma á stund milli stríða vanhagaði mig um lausafé og gekk ég milli kunn- ugra sem ég þóttist eiga hönk upp í bakið á og falaði af þeim skyndi- lán sem ég man ekki lengur til hvers ég ætlaði. Annað hvort vom menn blankir eða lánstraust mitt lítið því mér varð ekkert á- gengt. Allt í einu stendur fyrir framan mig maður sem ég ekki þekki og réttir að mér 200 kr. með glettnisglampa í augum og látleysi sem fáum var lagið. Þegar ég spurði hann nafns hét hann þessu dæmalausa nafni, Styrkár. Síðan em liðnar margar gengisfellingar. Það hefur farið fram myntbreyting og það hafa orðið gengissig á gengissig ofan. Síðast en ekki síst hafa orðið breytingar á gildismati, e.t.v. ekki síst hjá svokölluðum rót- tæklingum. Ekki meira um það hér. Það væri því trúlega flókið reikningsdæmi að framreikna þetta lán til nútímaverðlags, sér- staklega ef tekið væri mið af breytilegri vaxtaprósentu, verð- bótaþáttum og hvað þetta nú heitir allt saman. Alla vega sáum við Styrkár aldrei ástæðu til að gera upp skuldina. Eftir þetta lágu leiðir okkar oft saman enda völdum við okkur líkar slóðir til að ferðast um í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Síðustu og bestu kynni mín af Styrká vom í ógleymanlegri ferð sem við fómm norður Strandir 1984. Slíkri ferð er ekki hægt að lýsa nema helst í ljóði eða tónum og hef ég hvomgt á valdi mínu. Þessi ferð var ævintýri frá upphafi til enda. Og fyrir mér sannaði hún að ferð ræðst af samferða- mönnunum en ekki af veðri eða ferðabúnaði. Við vomm 13 í för og hafði Styrkár einn farið þessa leið áður og var hann því óform- legur leiðsögumaður í upphafi ferðarinnar. Lagt var upp frá Dröngum og gengið norður um til Hlöðuvíkur. En eftir því sem á ferðina leið komumst við að því að e.t.v. hentaði honum ekki alls kostar þetta hlutverk sökum æðmleysis síns og yfirmáta lítil- lætis. Hann sagði ævinlega ef spurt var um lengd áfanga að þetta væri smáspölur. Ár vom smásprænur og fjöll og heiðar nánast þúfur. Hentum við að þessu gaman og þegar áfangamir gerðust strangir höfðum við á orði að smáspölimir hans Styrk- árs gætu gerst langir í annan endann. Ykjur Styrkárs vom andstæðar ýkjur og undirstrik- uðu þannig afstæði hlutanna. Þannig var allt hans fas. í bókum Halldórs Kiljans Lax- ness rekst maður stundum á per- sónur sem virðast vart af þessum heimi. Mér finnst ég jafn vel hafa heyrt þær útskýrðar með þeim hætti að þær sýni áhrif austrænna heimspekikenninga á höfundinn. Þama á ég við persónur eins og orgelleikarann í Atómstöðinni, pressarann í Dúfnaveislunni og skáldkonuna í Höll sumarlands- ins og fleiri. Eftir kynni mín af Styrká sýnist mér að ekki hafi þurft að leita langt að slfku fólki. Þetta fólk er rammíslenskt. Hvað það svo var í okkar menningu sem skapaði slíka menn veit ég ekki eða hvort svona fólk sé af okkar heimi. En mig langar til að þakka Styrká fyrir samfylgdina þótt seint sé. Þennan smáspöl. Bergþóra Gísladóttir Fimmtudagur 14. desember 1989 jÞJÖÐVIUINN - S(ÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.