Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR Ég fæ skilning á Gorbatsjovháskanum Ég, Skaði, hef verið heldur ánægður með þessa framvindu mála í Austur-Evrópu. Það gleður mitt gamla sjálfstæðishjarta, að kommar reka hausinn á það, að það þýðir ekki að þjóðnýta fjandann ráðalausan, það endar bara á því að enginn gerir neitt en allir stela öllu eins og þeir gera hjá SÍS. Húsbóndi verður að vera á hverjum stað, sem hefur aga á liðinu og heldur utan um allt saman, að minnsta kosti meðan hann fer ekki á hausinn, þá getur andskotinn tekið við því sosem. Þetta var ég svona að hugsa um í góða veðrinu um daginn þegar ég hitti Gísla frænda minn sem er mikill athafnamaður, hann er í Síldinni og Flugfélaginu og Aðal- verktökum og guð má vita hvar hann er ekki, meira að segja Halldór Jónsson er eins og hver annar sendisveinn í samanburði við hann. Jæja frændi, sagði ég, hvernig líst þér á Gorba karlinn? Finnst þér ekki vera komið markaðsvit í peyjann og önnur skynsemi? Hann Gorbatsjov, sagði Gísli og dæsti. Minnstu ekki á þann karlskratta ógrátandi. Nú, hvað er þetta maður. Eru þeir Bush ekki góðir vinir og allt það? Bush er asni, sagði Gísli. Hann má ekki vatni halda fyrir hrifningu á þessari perest- rojku eða hvað það heitir. Ekki hefur hann áhyggjur af því, að það er varla nokkur leið að selja þessum endurbatarússum síldar- sporð hvað þá meir. Já en markaðslögmálin..., byrjaði ég. Ég skal segja þér eitt frændi, sagði Gísli. Það er ómögulegt að hafa þessi andskotans markaðslögmál allsstaðar. Það var svo þægi- legt að hafa svona eyðu í heimsbúskapnum eins og Rússa. Það var nóg að hvísla að þeim að eiginlega værum við útgerðarmenn móðg- aðir út í Nató og á móti Könum, þá keyptu þeir hvaða drullu sem var. Eins þótt sfldin hefði fyrst legið úti á túnum í mánuð. Já en nú er Gorbatsjov að draga saman herafla sinn, sagði ég. Það var þá greiði við almennilegt fólk, sagði Gísli. Ég skal segja þér að með þessu friðarbrölti sínu er Gorbatsjov á góðum vegi með að kippa grundvelli undan velmegun landsins og þar með sjálfstæði, þvíhver held- urðu að vilji búa hér ef allir aurar gufa upp? Hvaða vitleysa Gísli, sagði ég. Hvaða vitleysa? Nei, Gorbi andskotast í friðarmálum og fyrr en varir verða þessir bjánar í Nató búnir að svíkja okkur og semja af okkur herinn. Heldurðu að það verði uppákoma? Eina fyrirtækið hér sem er al- mennilega rekið og borgar sínu fólki gott kaup, Aðalverktakarnir, þeir fara á útsölu. Og Suðurnesjamennirnir mínir, hvað eiga þeir að gera þegar herinn fer? Geta þeir ekki bara farið á sjóinn aftur? spurði ég Á sjóinn! hváði Gísli hneykslaður. Þeir eru orðnir afvanir svoleiðis fokki og kvótinn far- inn annað hvort sem er. Nei góði, Suður- nesjamenn fara á vonarvöl og það verður bara upphafið á okkar ógæfu. Ertu nú svo viss um það? spurði ég. Ég er viss um það sem ég veit, sagði Gísli. Þú skalt ekkert vera að efast um það. Gorbat- sjov er ein hörmungajárnkeðja örlaganna fyrir okkur íslendinga. Fyrst hættum við að geta selt Rússum afgangsfisk. Svo fara Suðurnesin í eyði og hlutabréfin mín í Aðal- verktökum og Keflavíkurverktökum verða eins og hver annar skeinispappír. Svo missa Flugleiðir alla sína sérstöðu hjá Könum og Atlantshafsflugið leggst niður. Eimskip mis- sir þessa þægilegu og yndislegu flutninga fyrir herinn og fer kannski sömu leið og Hafskip, maður veit aldrei. Það kemur aidrei varaflu- gvöllur fyrir norðan og ekki heldur fyrir austan og þar með verður ekki hægt að taka niður alla þessa farþega sem eru að fljúga yfir í vondum veðrum fyrir sunnan og láta þá sofa hjá ferðaþjónustu bænda. Ég gæti sagt þér miklu fleira, en ég er svo reiður að hér segi ég stopp svo ég taki ekki þinn góða skalla, Skaði, fyrir hausinn á Gorbatsjov og fari að lemja þig eins og harðfisk. Jamikasskoti, sagði ég. Hvað viltu að ég geri, Gísli minn? Ég vil þú skiljir eins og ég, að Gorbatsjov verður ísalands óhamingju að hvössu vopni. Ég vil að við samfylkjum gegn því að eitthvert andskotans frelsisbrölt í Áustur- Evrópu leiði fátækt yfir ísland. Ég vil, Skaði, að við snúum bökum saman og verjum her- inn á íslandi til síðasta blóðdropa. GARÐINUM ÞAÐERVONAÐ MAÐUR SPYRJI Hvenær höfum við samþykkt allt þetta frelsisbrölt í Gorbat- sjov? Hvaða leyfi hefur hann til að svipta okkur stríðsgróðanum og stöðva þetta indæla kalda stríð sem staðið hefur í fjörutíu TAKTU EKKI FRÁ MÉR VERÖLDINA, JÓNASMINN! Stuðningsmenn Atlants- hafsbandalagsins geta ekki lengurtreystsínu eigin bandalagi vegna þess að Nató getursvikið í þessu máli og samið frá okkur herinn. DV EINHVERSSTAÐAR VERÐA VONDIR AÐ VERA Þá skar Þjóðviljinn sig úr að því leyti að hann fjallaði oftar en hin blöðin á neikvæðan hátt um flokka andstæðinganna. Frétt í DV NEI, BARA SVONA SMAGRÍNREGLU Aldrei hefursannast að Magn- ús (Thoroddsen) hafi brotið al- varlega siðferðilega reglu. Hannes Hólmsteinn í DV ÞAKKAÐU GUÐI ÞAÐVAREKKI NAUT Maður varð fyrir því óhappi í gær að fá frosinn svínskrokk í höfuðið og meiðast nokkuð. DV EKKIERGAMLA GRYLADAUÐ Og nú á hundrað ára afmæli bókaútgáfu (landinu teygir Al- þýðubandalagið krumlu sína í jól- abókasöluna og gefur rétt litum höfundum forskot á aðra með skrípaútnefningu tíu „bestu" bóka, sem að níu tíundu hlutum eru eftir vinstri menn. Morgunblaðið NÚERVANDIÍ VORU LANDI... Kjarnorkustórveldin ættu að getakomið sér saman um öll sín ágreiningsmál. En að semja um hver sé höfundur heitustu ásta- vísu á íslensku er ómögulegt. Morgunblaðið VÍÐAERU UTSENDARAR ÓLAFS RAGNARS Hlutleysi skattkerfaogfegurð einfaldleikans stuðlar hvort tveggja að einskonar væntum- þykju greiðenda um skattinn sinn og veitir ekki af. Morgunblaðið JÁ, BORGAÐU BROSANDI! Baráttan um prósentubrotin í virðisaukaskattinum er því her- ferð manna sem eru staddir í vit- lausu stríði.,_ 2 SlÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 15. desember 1989 Morgunblaðið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.