Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 5
Ráðherra í tímahraki Ólafur Ragnar Grímsson: Nauðsynlegt að hallinn verði ekki meiri en 3-3,5 milljarðar. Hallinn nú 4,2 milljarðar Olafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra hefur nú aðeins nokkra daga til að fá þingflokka stjórnarflokkanna til að sam- þykkja tillögur sínar um frekari niðurskurð, til að mæta 1,2 milljarða útgjaldauka í fjárlag- afrumvarpinu sem kom við af- greiðslu fjárveitingarnefndar á því til þriðju og síðustu umræðu. Fjármálaráðherra hefur lagt fram tUlögur í ríkisstjórn um frekari niðurskurð upp á rúman miUjarð. Hann segir þær bæði fela í sér niðurskurð á fram- kvæmdum, í rekstri og ýmsum öðrum þáttum í ríkiskerfinu. Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa nú tillögur fjármálaráðherra til umfjöllunar en þriðja umræða fjárlaga á að fara fram samkvæmt dagskrá nk. þriðjudag. Sam- kvæmt heimildum Þjóðviljans hafa tillögur fjármálaráðherra ekki vakið lukku hjá einstökum ráðherrum, sem ekki þykjast geta sparað frekar en þegar hefur verið gert ráð fyrir. Einn ráðherr- anna sagði reyndar útilokað að hann gæti skorið meira niður í sínu ráðuneyti. Vegna afstöðu ráðherranna og þess tíma sem fjármálaráðherra hefur til að afla tillögum sínum fylgis, verður að teljast líklegt að frumvarpið verði að lokum afgreitt með meiri halla en honum er að skapi. Tillögur Ólafs munu meðal annars fela í sér að enn frekar verði dregið úr launakostnaði ráðuneyta og stofnana, eða sem nemi 200 milljónum króna. Þá mun ráðherrann vilja lækka stofnframlög sem eru yfir 2 milljónir um 5% og á sú aðgerð einnig að spara 200 milljónir og krafa um að ríkisstofnanir gefi meira af sér á að spara 3—400 milljónir króna. Einning mun ráðherrann leggja til að áföngum og brautum í framhaldsskólunum og í Háskólanum verði fækkað. í samtali við Þjóðviljann sagð- ist Ólafur ekki vilja ræða á þessu stigi einstakar tillögur en stað- festi þó að hann legði til það sama yrði látið yfir alla ganga hvað framkvæmdir varðaði. Það væri aldrei létt verk að takmarka út- gjöld. Eitt það erfiðasta sem menn stæðu í væri að ná víðtækri samstöðu um takmörkun ríkisút- gjalda eða niðurskurð á útgjöld- um sem menn hefðu ætlað að framkvæma. Ólafur sagðist allt þetta ár hafa vakið athygli á því að allt frá því Sjálfstæðisflokkurinn tók við fjármálaráðuneytinu 1983, hefði hafist tímabil aukningar útgjalda umfram aukningu tekna. Ar frá ári hefði því hlaðist upp inn- byggður halli í fjárlögum. -hmp Fœðingarheimilið Ráðherra gefi ekki leyfi Skorað á heilbrigðisráðherra að gefa ekki starfsleyfi til lœkna í húsi Fœðingarheimilisins Ahugahópur um aukna og bætta fæðingarþjónustu skoraði í gær á Guðmund Bjarna- son heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra að veita ekki starfsleyfi til fyrirhugaðrar starf- semi 11 lækna í húsnæði Fæðing- arheimilisins í Reykjavík. Ráðherrann segir hinsvegar óeðlilegt að önnur lög gildi um Reykjavík en önnur sveitarfélög og að sérfræðingar geti því opnað slíka starfsemi. Áhugahópurinn tilgreinir margar ástæður fyrir áskorun sinni. Þyngst vegur að álag á fæð- ingardeild Landspítalans er of mikið vegna fjölgunar fæðinga síðustu ár, en á sama tíma hefur verið dregið úr starfsemi heimil- isins við Þorfinnsgötu. Hópurinn segir Landspítalann alls ekki geta boðið þá þjónustu sem starfsfólk og foreldrar kjósa, en mjög góð þjónusta hefur verið hingað til á Fæðingarheimilinu. Þá stefnir í að aðeins einn læknir verði á vakt á Fæðingarheimilinu eftir áramót og því engu líkara en að leggja eigi það niður. Hópurinn fékk fulltrúa 16 að- ildarfélaga og aðila innan heil- brigðisgeirans til að skrifa undir áskorunina, alls um 300 manns. „Næsta skref hjá okkur er undir- skriftasöfnun meðal almennings og opinn fundur með læknum. Ef í hart fer verða konur að stofna eigið fæðingarheimili," sagði Ing- ibjörg Hafstað í áhugahópnum. í bréfi til ráðherrans er vitnað í 24.-27. grein laga um heilbrigðis- þjónustu um nauðsynleg starfs- leyfi frá ráðherra og telur hópur- inn ráðherra geta stöðvað þessa tilhögun. „Frumvarpið er að vísu ekki óumbreytanlegt en ég tel óeðlilegt að önnur lög gildi í Reykjavík en í öðrum sveitarfé- lögum um aðskilnað þeirra við ríkið. Sérfræðingar geta því opn- að starfsemi sem þessa án til- skilins leyfis,“ sagði Guðmundur Bjarnason er hann tók á móti áskoruninni. -þóm GuðmundurBjarnason heilbrigð- isráðherra tekur við áskoruninni úr hendi Eyglóar Halldórsdóttur lögfræðings. Mynd: Kristinn. Verkaskipting Eylandið Reykjavík Ólafur Ragnar Grímsson: Kemur ekkitil greina að ríkið greiði reikninginn en borgin ráði Olafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, segist einungis vera að tala um sjúkrahús og heilsugæslustöðvar í Reykjavík þegar hann viðraði hugmyndir um að yfirtöku ríkisins á rekstri þessarar stofnanan yrði frestað um eitt ár. Borgarastjórinn í Reykjavík, læknar og fleiri hefðu mótmælt því mjög harðlega að ríkið bæri stjórnunarlega ábyrgð á rekstri Borgarspítalans og heilsugæslustöðvanna eftir að lögin um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga tækju gildi. Lögin fólu í sér þá grundvallar- reglu að fjárhagsleg og stjórnun- arleg ábyrgð færi saman, sagði Ólafur Ragnar. Ef ríkið greiddi kostnaðinn 100% bæri ríkið 100% stjórnunarlega ábyrgð og öfugt ef sveitarfélögin greiddu kostnaðinn 100%. I viðræðum sem fram hefðu farið þegar lögin voru samnin, hefðu sveitarfé- lögin lagt á það mikla áherslu að ríkið tæki alfarið yfir rekstur sjúkrahúsanna og á síðari stigum einnig heilsugæslustöðvanna. Nú hefur það hins vegar gerst sagði Ólafur, að borgarstjórinn í Reykjavík og ýmsir aðrir upp- hefðu gífurleg mótmæli og hefðu uppi stór orð um að ekki komi til greina að ríkið beri stjórnunar- lega ábyrgð. Þar með væru þessir aðilar að afneita grundvallarfor- sendum verkaskiptingarinnar. Því varla væri borgarstjórinn og aðrir að halda því fram að ríkið ætti að greiða reikninginn 100% án þess að bera nokkra ábyrgð á rekstrinum. Þess vegna sagðist Ólafur hafa lagt til á fundi með fulltrúm sveitarfélagnna á miðvikudag að gildistökunni yrði frestað hvað snerti Reykjavík. Það væri ekki ætlun ríkisvaldsins að halda inn á þennan vettvang í andstöðu við Reykjavík. Það væri mikill mis- skilningur að ríkið sæktist eftir þessu valdi, sveitarfélögin hefðu þvert á móti óskað þess. Ef Reykjavík núna neitaði þessu og stóryrði borgarstjórnans væru höfð í huga, teldi hann sjálfsagt að fresta þessu varðandi Reykja- vík. Að Reykavíkurborg taki á næsta ári áfram þátt í rekstri og rekstrarkostnaði heilsugæslu- stöðvanna og Borgarspítalans. Þannig að þetta eyland Reykja- vík fái þá að hafa þessa neitun sína í friði. „Sama er mér,“ sagði Ólafur. Það væri hins vegar ljóst að rík- ið færi ekki að semja þá reglu fyrir Reykjavík eina allra sveitarfélaga að ríkið ætti að borga en borgin að ráða, sagði Ólafur. í reynd væri borgarstjór- inn að segja sig úr lögum við verkaskiptinguna. Tæknilegir örðugleikar varðandi þessa sérm- eðferð á Reykjavík væru vel yfir- stíganlegir. Bæjarráð Akraness og Borgar- ness hafa hver um sig gert ályktun þar sem skorað er á yfirvöld að hvika hvergi frá fyrirætlunum um yfirtöku ríkisins á rekstri heilbrigðisstofnana. -hmp HAUSTHAPPDRÆTTI KRABBAMEINSFELAGSINS VINNINGAR: SAMEIGINLEGUR VINNINGUR: 3 Subaru Legacy • Öflugri krabbameinsvarnir! Station 4WD. 4 Hálf milljón upp í bifreið að eigin vali. 33 Ferð með Samvinnuferðum-Landsýn eða vörur frá Japis eða Húsasmiðjunni fyrir 100 þús. kr. 60 Vörur frá Heimilistækjum eða IKEAeða Útilífi fyrir 50 þús. kr. STUÐNINGUR YKKAR ER OKKAR VOPN Krabbameinsfélagi AUK/SlA k8ðd21-65

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.